Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 50
50 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
Samkvæmt rannsókn eiga mæður sem byrja ungar á blæðingum stærri börn:
Blæðingar stjórna stærð
BMI OF-
METINN?
Samkvæmt grein sem birtist í The
New York Times eru æ fleiri læknar
á þeirri skoðun að lítið sé að marka
BMI-stuðulinn þegar kemur að heil-
brigði. Stuðullinn hafi lengi verið
notaður til að reikna út hvort ein-
staklingar eigi við offituvandamál að
stríða en þar sem í honum er miðað
nánast aðeins við hæð og þyngd segi
hann ekki allan sannleikann. Í BMI-
stuðli er til dæmis ekki gerður grein-
armunur á þeim sem er 188 cm, 125
kíló og í engu formi, og einstaklingi
sem er jafn hár og þungur en lítur út
eins og leikarinn Christian Bale í sínu
besta formi. Auk þess sem einstakl-
ingar með sama BMI-stuðul geta haft
misháan blóðþrýsting og kólester-
ólmagn. Heilbrigði ætti því aldrei
tengja einni tölu. Hugsaðu frekar um
að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl.
VELDUR
TIMBUR-
MÖNNUM
Sjónvarpslæknirinn Dr. Oz segir að
það sé betra að velja ljóst áfengi ef
menn vilja minnka líkur á timbur-
mönnum eftir drykkju. Samkvæmt
Oz er einnig sniðugt að narta í hollt
snakk á meðan við fáum okkur
í glas. „Avókadó og hnetur hafa
fyrirbyggjandi áhrif á hausverk og
það sama má segja um hunang
og tómatsafa,“ segir þessi vinur
spjallþáttadrottningarinnar Opruh
Winfrey. Dr. Oz mælir einnig með
kaffidrykkju daginn eftir þótt engar
rannsóknir sanni lækningamátt
koffínsins en ítrekar að drekka
verði mikið vatn á móti kaffinu.
Samkvæmt nýlegri rannsókn sem
birtist í tímaritinu International Jour-
nal of Obesity eru tengsl milli þess
hvenær konur urðu kynþroska og
stærðar barna þeirra. Í rannsókn-
inni, sem náði til meira en 30 þús-
und drengja og stúlkna sem fæddust
í Bandaríkjunum árin 1959 og 1966,
kom í ljós að því fyrr sem konur byrja
á blæðingum, því hraðar vaxa börn
þeirra.
Börnunum var skipt niður í tvo
hópa — þau sem eiga mæður sem
höfðu byrjað á blæðingum fyrir 12 ára
aldur og þau sem eiga mæður sem
höfðu byrjað á blæðingum eftir 14 ára
aldur en samkvæmt könnunum fara
flestar stúlkur á sínar fyrstu blæðingar
á aldrinum 12 og 13 ára. Um 8 ára ald-
ur voru börn þeirra mæðra sem höfðu
byrjað snemma að meðaltali einum
sentimetra lengri og einu kílói þyngri
en börn mæðra sem höfðu byrjað
seinna á blæðingum. BMI-stuðull
þeirra fyrrnefndu var einnig hærri
en samt innan eðlilegra marka. Einn
sentimetri og eitt kílógramm kann að
hljómar sakleysislega en samkvæmt
vísindamönnum við McGill Univer-
sity í Montreal í Kanada er það þó
nokkur munur þegar samanburð-
arhópurinn er svona stór. Breytur á
við kyn, kynþátt, félagslega stöðu og
stærð og aldur móður höfðu ekki áhrif
á niðurstöðuna.
„Vöxtur er flókið fyrirbæri sem
verður fyrir áhrifum gena og um-
hverfis,“ segir Olga Basso sem leiddi
rannsóknina. „Það að aldur móður
við fyrstu blæðingar hafi áhrif er lík-
lega bara einn áhrifavaldur af mörg-
um.“
Stór eða lítill? Börn
mæðra sem byrjuðu
á blæðingum fyrir tólf
ára aldur eru líklegri
til að vera stærri og
þyngri óháð stærð
móður.
MYND PHOTOS.COM
LEIÐIR
AÐ JÁKVÆÐRI
SJÁLFSMYND
Forðastu að ýkja
Leiðréttu innri rödd þína þegar þú byrjar að rífa þig niður. Forðastu alhæfing-
ar eins og: „Mér mistekst alltaf“ eða: „Ég mun aldrei fá launahækkun.“
Hugsaðu jákvætt
Næst þegar þú stendur þig að því að hugsa eitthvað ljótt um sjálfa þig hættu
því þá strax. Þér myndi ofbjóða ef þú yrðir vitni að því ef einhver móðgaði vin
þinn. Ekki sætta þig við slíka framkomu frá sjálfri þér.
Hugsaðu um styrkleika þína
Í stað þess að stara á það sem þér finnst neikvætt um sjálfa þig minntu þig þá
á styrkleika og jákvæða eiginleika. Kannski ertu ekki með hæstu einkunnirnar
í bekknum en ef þú gerir eins vel og þú getur ertu að bæta þig. Kannski varstu
eldrauð í framan þegar þú fluttir fyrirlesturinn í vinnunni en samstarfsfólk
þitt ber virðingu fyrir þér ef þú reynir.
Gleðstu yfir að vera mannleg
Kannski varstu taugaveikluð og stressuð þegar þú kynntir nýjungar fyrir sam-
starfsfólki þínu og hvað með það? Talaðu við yfirmann þinn um það sem fór
úrskeiðis og reyndu að læra af mistökunum. Enginn er gallalaus og allir gera
mistök, sama hvort það er yfirmaður þinn, samstarfsfólk, vinir, fjölskyldan,
póstburðarmaðurinn, þingmaður eða uppáhaldskvikmyndastjarnan þín.
Þau hafa fyrirgefið sér mistök sín og þú getur það líka.
Enginn er fullkominn
Ekki stefna á fullkomnun. Reyndu bara að gera þitt besta. Geturðu ætlast til
einhvers meira af þér? Fókuseraðu á það sem þú hefur lært og notaðu það í
framtíðinni. Ekki einblína á það sem hefði mátt fara betur. Leyfðu sjálfri þér
að gera mistök og fyrirgefðu þér fyrir þau. Reyndu að hlæja í stað þess að rífa
þig niður.
Ekki leggja þig í einelti
Ekki efast um þig og gagnrýna fyrir það sem þú hefðir átt að gera. Ekki búast
við of miklu af sjálfri þér. Ekki setja kröfur á sjálfa þig sem þú myndir ekki setja
á aðra. Það er frábært að stefna hátt en ef þú
ætlast til fullkomnunar af sjálfri þér mun
þér pottþétt mistakast og þar af leiðandi
rífa þig enn frekar niður. Ekki festast í
slíkum vítahring.
Skiptu gagnrýni út
fyrir hvatningu
Í stað þess að nöldra eitthvað nei-
kvætt um sjálfa þig reyndu að orða
setningarnar á uppbyggilegri hátt.
Segðu: „Ef ég geri það svona næst
mun mér örugglega ganga betur“
í staðinn fyrir: „Ég klúðraði þessu.“
Hrósaðu sjálfri þér og fólkinu í
kringum þig.
Ekki taka ábyrgð
á því sem þú getur
ekki stjórnað
Þú getur ekki kennt þér um allt sem fer
úrskeiðis né geturðu tekið ábyrgð á líð-
an annarra. Að geta beðið afsökunar er
aðlaðandi eiginleiki ef þú hefur breytt
rangt. Ekki taka á þig ábyrgð eða kenna
þér um tilfinningar annarra. Það er ágætt
að vera hjálpsamur en þú getur ekki séð
til þess að allir séu hamingjusamir í kring-
um þig. Ekki burðast með allar heimsins
áhyggjur. Leyfðu öðrum að bera ábyrgð á
sjálfum sér.
4
Þú getur hvorki
kennt þér um
allt sem fer úrskeiðis né
geturðu tekið ábyrgð á
líðan annarra.