Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 55
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 SPORT 55 Wayne Rooney er nýjasti knattspyrnumaðurinn sem kemst í blöðin fyrir kynlífshneyksli en hann er alls fjórði enski landsliðsmaðurinn sem upp um kemst á árinu. Hér eru aðeins fá dæmi um hneykslin í boltan- um síðustu árin. KYNLÍFSHNEYKSLI KNATTSPYRNUMANNA Pato og Ashley Young 2008 Brasilíska undrabarnið Pato og Ashley Young, leik- maður Aston Villa, voru báðir gripnir glóðvolgir við að sýna sig bera í internetspjalli við ungar stúlkur. Young var að sjálfsögðu gjörsamlega afgreiddur í breskum blöðum en brasilíska pressan gerði nú ekki svo mikið úr sínum manni. Var þó talað um það í nokkrum brasilískum fjölmiðlum að Pato væri nánast háður því að sýna sig á netinu því hann hefur verið gripinn við það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeir hafa þó hegðað sér vel að undanförnu og er vonandi að þessir ungu menn séu vaxnir upp úr svona bulli. John Terry 2010 Fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins tók upp á því að halda fram hjá konu sinni með kærustu liðsfélaga síns en þessi skandall skók heimsbyggðina í byrjun árs. Terry var settur af sem fyrirliði landsliðsins og greyið Wayne Bridge, maðurinn sem hann stakk undan, hætti að leika með landsliðinu. Kona Terrys flúði til Abú Dabí og ætlaði aldrei aftur að tala við hann. Terry fékk frí í tveimur leikjum með Chelsea, elti hana til Abú Dabí og fékk hana til að fyrirgefa sér á innan við korteri. Breskir fjölmiðlar fylgdust vel með málinu og furðaði marga hversu fljót Toni Poole, kona Terrys, var fljót að fyrirgefa honum. Ashley Cole 2010 Framhjáhald er alltaf óskiljanlegt en sjal dan jafnóskiljanlegt og þegar þú ert gift ur konu á borð við Cheryl Cole, söngkonunni glæs ilegu úr Girls Aloud. Ashley Cole hins ve gar fannst það ekki nóg og fór út eitt kvöldið og daðrað i við einstæða hárgreiðslukonu, Aimee W atson. Þegar upp komst um framhjáhald Cole varð en ska þjóðin einfaldlega reið því Cheryl hefur náð að heilla alla þjóðina. Cheryl sýndi fyrrve randi maka sínum jafnmikla virðingu og hann henni. Hún sleit hjónabandi þeirra með sms-sk ila- boðum. Watson lét hafa eftir sér að Cole vissi alveg hvað hann væri að gera og væri þokkalegur í rúminu þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega stór. David Beckham 2006 Þetta hneyksli hristi verule ga upp í ensku þjóðinni en da Beckham-hjónin á þess um tíma vinsælli en konungsfjölsky ldan. Eftir að Beckham flut tist til Madrídar réð hann tv íkynhneigða konu að nafni Rebecca Loo s til að vera aðstoðarmaðu r sinn. Victoria var ekki ánæg ð í Madríd og eyddi miklum tíma heima í Lond on þar sem hún var að reyna að h alda söngferlinum áfram. Loos s prengdi allt upp í blöðunum þegar hún sagðist hafa átt í fjögurra m ánaða ástarsambandi við Beckha m. Hann staðfastlega neitaði öllu og voru margir á því að Loos væri bara að reyna að skjóta sér upp á stjörnuhimininn. Henni tókst það líka í smástund. Hún fékk hlutverk í þætt- inum Celebrity Fram þar sem hún varð hvað frægust fyrir að losa um stressið hjá svíni með afar dónalegum hætti. Ronaldo 2008 Í enn einni endurhæfingunni eftir meiðs li var brasilíska markamaskínan Ronaldo að slaka á heima í Brasilíu. Hann fór út að borða m eð kærustunni eitt kvöldið en eftir að ha nn skutlaði henni heim fór hann og pikkaði upp þrj ár vændiskonur. Hlátur varð þó snö gglega að gráti því þegar Ronaldo var mættur með kon urnar þrjár upp á hótelherbergi kom í ljós að þær voru all ar karlmenn. Vænd- iskonurnar reyndu að kúga út úr honum fé en Ronaldo er svo elskaður og dáður að stórstjörnunni var ekki legið á hálsi fyrir að ná sér í vændiskonur sem voru kynskiptingar, heldur voru þær húð- skammaðar í fjölmiðlum fyrir að kúga fé út úr óskabarni þjóðarinnar. Mark Bosnich og Dwight Yorke 2000 Einn skrítnasti skandall allra tíma hlýtur að vera þegar Manchester United-mennirnir Dwight Yorke og Mark Bosnich voru gripnir í orgíu. Þeir félagarnir ákváðu að gera sér glaðan dag og réðu nokkrar vændiskonur sem voru með nóg af sadómasó-búnaði. Þá var Mark Bosnich klæddur í pils meðan á forleiknum stóð en allt var þetta afar skrítið. Þessum eldkláru mönnum tókst að taka þetta allt upp og auðvitað lak það í fjöl- miðlana. Dwight Yorke hefur síðustu misseri verið að slá sér upp með íslensku fyrirsætunni Kristrúnu Ösp Barkardóttur en það er vonandi að hún ein dugi í hvert skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.