Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 13. september 2010 mánudagur Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti, sendi Þorsteini Pálssyni, þá- verandi kirkjumálaráðherra, bréf þar sem hann fór fram á að Ólafi Skúla- syni yrði vikið úr biskupsembætti. Bréfið er dagsett þann 30. júní 1996 og biðlar Halldór ekki aðeins til Þor- steins heldur einnig forseta, ríkis- stjórnarinnar og annarra er hann taldi málið varða. Orðrétt segir í bréfi Halldórs Gunnarssonar: „Það er skoðun mín að biskup verði þegar í stað að víkja úr biskupsstóli. Vegna vafans sem þjóðin og prestastéttin stendur frammi fyrir, verður biskup að segja af sér, kirkjunnar vegna, sem allra fyrst. Þessa skoðun mína, sem ég hef rökstutt ásamt vitnisburði Sig- rúnar Pálínu, legg ég fyrir þig til úr- lausnar, herra kirkjumálaráðherra, ásamt öðrum í yfirstjórn Þjóðkirkj- unnar, forseta Íslands, ríkisstjórn og vígslubiskupum.“ Í bréfinu segist Halldór einnig hafa ætlað að flytja tillögu á presta- stefnu um að Ólafur yrði að víkja. Hann hefði hins vegar séð sig knúinn til þess að hætta við það eftir orð Þor- steins við upphaf prestastefnunnar í Digraneskirkju þann 25. júní 1996. Í bréfinu kemur ekki fram af hverju eða hvað það var sem Þorsteinn sagði sem varð til þess að Halldór hætti við að flytja tillöguna. Trúnaðarbrestur lögreglunnar Halldór rekur í bréfinu einnig að- komu sína að málinu og vísar í vitnis- burð sem hann gaf lögreglu við rann- sókn málsins þegar Ólafur kærði konurnar fyrir rangar sakargiftir. Hann bætir því einnig við að Úlfar Guðmundsson, þáverandi formað- ur siðanefndar Prestafélags Íslands, hafi borið biskupi þau skilaboð að Halldór ætlaði á prestastefnunni að flytja vitnisburð móður sinnar sem staðfesti frásögn einnar konunnar. Úlfar hafi síðan borið þau skilaboð til baka frá biskupi að hann treysti því að Halldór myndi ekki vitna gegn sér án þess að ræða við sig fyrst. Þá segir Halldór að lögreglan hafi rofið trúnað við sig. Hann hafi spurt í skýrslutöku hvort biskupi yrði greint frá orðum hans og því hafi verið neit- að, biskup fengi ekki þessar upplýs- ingar nema málið færi fyrir dóm- stóla. Í kjölfarið hafi hann óskað eftir því að ef svo stæði til yrði hann lát- inn vita svo hann gæti verið fyrstur til þess að greina biskupi frá orðum sínum. Hann hafi síðar farið á fund biskups til þess að segja honum sögu sína. „Eftir um hálfrar klukkustundar erfitt samtal sagði hann mér að vitn- isburður minn til rannsóknarlögregl- unnar hefði verið lesinn fyrir sig!“ Bað biskup að víkja Þorsteinn staðfestir að hann hafi tekið á móti bréfi Halldórs. „Ýmsir prestar höfðu samband við mig og Halldór Gunnarsson var einn þeirra. Sumir töldu að biskupinn ætti að fara og aðrir töldu að hann ætti að vera. Þau gögn sem voru lögð fram á þessum tíma voru ábendingar en þetta voru ekki gögn sem ráðherra gat byggt ákvörðun sína á, þetta voru ekki lögformleg gögn.“ Þorsteinn segir að konurnar hafi aldrei borið þetta mál upp við dóms- málaráðuneytið. „Það var aldrei ósk- að eftir afskiptum ráðuneytisins. Engu að síður átti ég samtöl við bisk- upinn um stöðu hans eftir að þetta mál varð opinbert. Ég hafði ekki laga- legar forsendur til þess að víkja hon- um úr embætti miðað við þau gögn sem lágu fyrir þá. En það voru önnur siðferðissjónarmið sem réðu því að ég taldi að hann yrði að víkja. Ég gerði honum grein fyrir stöðu sinni. Hann hafði auðvitað sömu réttarstöðu og aðrir op- inberir starfsmenn en ég ræddi við hann um ábyrgð hans sem biskups sem fólst fyrst og fremst í því að halda trúnaði kirkjunnar við fólkið í landinu. Niðurstað- an varð sú að hann ákvað að segja af sér biskupsembættinu. Vafalaust hefur hann rætt við fleiri en mig áður en hann tók þá ákvörðun en ég átti við hann samtöl af þessu tagi. Ég taldi það óhjákvæmilegt að hann viki úr emb- ætti.“ Þorsteinn segir að það hafi aldrei komið til þess að það væri met- ið hvort biskupi væri stætt á að sitja áfram í embætti, þar sem hann tók sjálfur af skarið og sagði af sér. „Ég tók á þessu máli eins og mér fannst rétt að gera það.“ ingiBjörg dögg kjarTansdóTTir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Bað ráðherra að reka Biskup DV hefur undir höndum bréf sem Halldór gunnarsson, sóknarprestur í Holti, sendi Þorsteini Pálssyni, þar sem hann óskaði eftir því að biskupi yrði vikið úr starfi. Það var ekki gert en Þorsteinn segir að gögnin sem Halldór og fleiri lögðu fram hafi ekki verið gögn sem ráðherra hefði getað byggt ákvörðun sína á. Hann hafi samt hvatt biskup til þess að víkja. Að lokum fór það svo að biskup sagði af sér á kirkjuþingi árið 1997. DÓTTIR ÓLAFS SKÚLASONAR SKRIFAÐI BISKUPI BRÉF: miðvikudagur og fimmtudagur 11. – 12. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 91. tbl.100. árg. – verð kr. 395 15 n Sakaður um að Stinga af frá reikningum n „Hefur farið á mörg önnur Hótel“ LEYNDARMÁL ANGELINU AFHJÚPUÐ DÓTTIR BISKUPS KREFST UPPGJÖRS n guðrÚn eBBa vill að kirkJan HOrfiSt Í augu við kYnferðiSBrOt n fJórar kOnur Sökuðu föður Hennar um kYnferðiSBrOt Hótel kÆra arOn Pál a SPAUGSTOFAN SKORIN NIÐUR! n tveggJa áratuga grÍn á enda eXiSta- StJóri til lÚX fréttir fréttir YFIRLÆKNIR SKOÐAÐUR VEGNA LAUNA fréttir NORÐUR-KÓREA: fréttir erlent SviðSlJóS BÝður ginSeng uPP Í Skuld Séra Flóki hraktiSt úr kirkjunni: miðvikudagur og fimmtudagur 25. – 26. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 97. tbl.100. árg. – verð kr. 395 fréttir EINS OG GLÆPA- SAMTÖK Ósætti við nágranna: fólk FREKAR VÉLAR EN LÍFVERUR ErlENt n Stóð mEð SigrÚNu PÁlÍNu gEgN ólafi SkÚlaSYNi n „StuNdum lEið mér EiNS og ég væri komiNN iNN Í glæPaSamtök“ n „kallað Á Eftir mér og Hrækt Á mig“ n „SPilliNg“ iNNaN kirkJuNNar n „NÚNa Er komiNN tÍmi Á HrEiNSuN“ n trEYStir Ekki karli GLITNIR BORGAÐI ALLT FYRIR BJARNA n lJÚft lÍf Í NorEgi M Yn d r Ó be rt r eY n is sO n ENdINGAR- BESTU FAR- TÖLVURNAR kEYPti Í glitNi rétt fYrir HruN n „ég taPaði,“ SEgir JóHaNNES karl fréttir alHeiMUrinn: bretland: ÍSLENSKUR KÚLULÁNÞEGI Í EFTIRLITIÐ fréttir STARFSMENN MERKTIR MEÐ LÍMMIÐUM álverið á grUndartanga: NEYtENdur fréttir ÞÓRUNN FLYTUR MEÐ HUNDANA 27. ágúst – 29. ágúst 2010 dagblaðið vísir 98. tbl. – 100. árg. – verð kr. 595 FÓRNARLÖMB BISKUPSINS n sAgA FIMM KVENNA Og stúLKNA n MIsNOtAÐAR AF ÓLAFI sKúLAsYNI n KIRKjAN útsKúFAÐI þEIM „SKELFING“ „ÓEÐLI“ „LYGARAR“„LEYNDARMÁL“ „SYND“„SEKTAR- KENNDIN“ „ÁFALL“ „ÚTHRÓPUГ „BARNA- NÍÐINGUR“ „VANTRÚ“„HÖFNUN“ HugsjÓNA- MAÐuRINN AF stRöNduM n jÓN BjARNAsON ER HEIÐARLEguR sVEItA- MAÐuR, FéLAgsVERA Og sEx BARNA FAÐIR dÓttIRIN HVARF FRá tVEIM sONuM n áttA áRA MARtRöÐ MÓÐuR KONu sEM týNdI LíFI í BARáttu VIÐ FíKNINA KONUNGUR SYNTI VIÐ ÞINGVELLI NÆ RM YN d BjaRGa STYTTU RÚNARS n MIsstI AF 25 puNdA uRRIÐA safnar skóm fyrir börn á indlandi ofsótt fjölskylda SIGRÚN PÁLÍNa fLÚðI LaNd: n SaMfÉLaGIð RÉðST GEGN fÓRNaRLaMBI BISKUPSINS n „fÓLK KaLLaðI haNa hÓRU“ EiGinmaðurinn: „ÉG brotnaði niður oG GrÉt“ M YN D IR A N N A M A RÍ N S CH R A M „TILRaUN TIL að NaUðGa MaNNoRðI BISKUPS“ Ætlaði Ekki að sÆra nEinn n KRISTjÁN jÓhaNNSSoN ER KoMINN hEIM fyRIR KoNUNa 3. – 5. SEPTEMBER 2010 DAgblAðIð vÍSIR 101. tbl. – 100. áRg. – veRð kR. 595 n UNa SLæR Í GEGN StUðNINgUR vIð ÓlAF SkÚlASON: BjöRGólfUR RÍkastUR ÍslENdINGa n LEyNIhLUTUR Í LaNdSBaNKaNUM ReYkjANeSbæR: flokks- BRÆÐUR VÉla UM EIGNIR 11. ágúst 2010 25. ágúst 2010 27. ágúst 2010 3. septem ber 2010 Hafði skipunarvald yfir biskupi Þorsteinnvarkirkjumálaráðherraþegar biskupsmáliðkomuppárið1996.Prestar leituðutilhansogóskuðueftirþvíað biskupyrðilátinnfara. sagði af sér ÓlafurSkúlasonsásér ekkifærtaðsitjaáframíembætti biskupseftirlangvarandideilurog ásakanirumkynferðisbrot.Hann sagðiafsérákirkjuþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.