Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 15
samninga sem þeir skrifa undir. Samkvæmt samtölum DV við starfs- menn líkamsræktarstöðva eru mý- mörg dæmi þess að fólk gefi sér ekki tíma til að fara yfir samninginn og kynna sér skilmála á borð við upp- sagnarákvæði. Algengt er að segja þurfi upp samningi (ef um áskrift er að ræða) með þriggja mánaða fyr- irvara. Þeim tíma sem fer í að lesa vandlega yfir skilmála samnings er vel varið, að mati DV. Lengri samningar hagstæðari Mun hagstæðara er að kaupa kort til lengri tíma (til dæmis til eins árs) en skemmri. Þannig kostar þriggja mán- aða kort í World Class um 27 þúsund krónur á mánuði, eða um 300 krón- ur á dag, en árskort kostar á dag um 175 krónur. Þeir sem hyggjast æfa til lengri tíma ættu því að gera samn- ing til lengri tíma. Það er hins vegar dýrt að kaupa árskort ef viðkomandi flytur búferlum eða springur á limm- inu og notar ekki kortið nema brot af samningstímanum. Alls kyns afslættir Flestar stöðvarnar bjóða námsmönn- um og eldri borgurum betri kjör en öðrum. Þannig fá námsmenn 10 mán- aða skólakort á sama verði og aðr- ir greiða fyrir 6 mánuði, svo dæmi sé tekið. Hress gerir enn betur og býður námsmönnum árskort á verði 6 mán- aða. Sums staðar er afsláttur fyrir pör. Þeir sem sjá ekki fram á að fara í ræktina nema einu sinni í viku eða svo ættu að athuga hvort hagstæðara sé að kaupa miða sem veita aðgang í ákveð- ið mörg skipti. Í World Class fæst til að mynda 15 skipta kort (sem rennur út á þremur mánuðum) á rúmar 13 þús- und krónur. Þá getur borgað sig að fylgjast vel með heimasíðum líkams- ræktarstöðvanna því oft, sérstaklega á sumrin, fyrst á haustin og um áramót, má finna góð tilboð þar sem kort fást á niðursettu verði. Staðsetningin mikilvæg Loks skal þess getið að staðsetning lík- amsræktarstöðva getur haft úrslita- áhrif á það hvar kortið er keypt. Í því samhengi er gott að hafa í huga hvað ferðalagið til og frá líkamræktarstöð- inni kostar. Kort í World Class veitir korthöf- um aðgang að World Class í Laug- um, Spöng, húsi Orkuveitunnar, Sel- tjarnarnesi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Sporthúsið er í Kópa- vogi við Fífu og Hress heilsurækt er til húsa í Hafnarfirði. Baðhúsið er í Brautarholti í Reykjavík og Hreyfing er í Glæsibæ í Reykjavík. Þá eru stöðvar Nautilus á sjö stöðum en kortið gildir ekki á milli stöðva. TÍNIÐ BERIN STRAX Berjatíminn er nú í hámarki og samkvæmt fréttum af berjatínslu er uppskeran með besta móti í ár. Náttúruverndarráð bendir á að öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla. Lögbýli merkir í lögum jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og sé skráð á viðeigandi stað. Á óræktuðu landi er öllum heilmilt að tína villt ber til neyslu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berja- tínslu, ef hætta er á að spjöll hljótist af notkun þeirra. AÐ ÞURRKA BER Á vefnum natturan.is má finna uppskriftir að gómsætri berjasultu auk þess sem þar má finna aðferðir til að geyma ber. „Bláber (eða hvaða ber sem er, þó ekki mjög stórum og safaríkum) eru sturtað í ofnskúffu sem búið er að leggja bökunarpappír á. Sett í ofn og kveikt undir á 50°C í nokkra klukkutíma, ágætt að hafa ofninn örlítið op- inn af og til svo rakinn fari út. Ágætt að snúa nokkrum sinn- um en ekki nauðsynlegt. Berin þorna og verða „þurrkuð ber“, þvílíkt lostæti og geymast allt árið,“ segir þar meðal annars. GÓÐ SPARNAÐARRÁÐ Hægt er að spara yfir 15 þúsund krónur á ári með því að afþakka greiðsluseðla. Það er auðvelt. Finndu reikningana þína, athug- aðu hvar er að finna seðilgjöld, til- kynningargjöld, endurnýjunar- og útskriftargjöld. Hafðu samband við fyrirtækin og farðu fram á að reikn- ingarnir fari eingöngu í gegnum heimabankann. Annars er yfirsýn lykilatriði í heimilisbókhaldi. Sestu við tölvuna og settu upp áætlun í Excel. Byrjaðu á því að taka saman mánaðarleg útgjöld, svo sem fast- eignagjöld, lán og afnotagjöld. Þá kemur í ljós hvað er til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Gerðu áætlun um hvað þú ætlar að eyða peningunum í. Þá verður auðveldara að láta enda ná saman. SVONA SPARAST ORKA Fylltu ávallt þvottavélina og upp- þvottavélina áður en þú setur þær af stað. Vélarnar nota mikið rafmagn. Með því að fylla þær vel sparast býsna há upphæð á árs- grundvelli. Hafðu lok á pottum og pönnum og gættu þess að velja hellu sem potturinn þekur. Annars fer orka til spillis. Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöld- um og farðu í sturtu frekar en í bað. Ekki kynda meira en þarf til að halda um 20°C hita inni. Slökktu alveg á raftækjum og ekki skilja þau eftir í biðstöðu. Sjónvarpið eyðir rafmagni ef ljósið logar, jafnvel þó skjárinn sé svartur. Hafið gluggana lokaða nema við gagngera loftun. ELDIÐ MEIRA Í EINU Hægt er að spara bæði tíma og pen- inga með því að elda mikið magn í einu. Með því að elda ríflegt eða jafnvel tvöfalt það magn sem þú þarft fyrir þig og þína í kvöldmatn- um geturðu sparað þér mikinn pening. Vissulega eykst hráefnis- kostnaðurinn eitthvað en á móti kemur að auðveldlega má nýta af- gangana í nesti daginn eftir. Ef þú hefur eldað hakk geturðu til dæmis sett það ofan á brauð, ásamt osti, og skellt því svo í örbylgjuofninn í vinnunni daginn eftir. Matarmeira álegg er vart hægt að finna. MÁNUDAGUR 13. september 2010 NEYTENDUR 15 HELMINGI ÓDÝRARA Í NAUTILUS Baðhúsið Brautarholti Árskort: 59.950 kr. Hreyfing Glæsibæ Árskort: 74.780 kr. Sporthúsið Kópavogi Árskort: 61.000 kr. Mun hagstæðara er að kaupa kort til lengri tíma en skemmri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.