Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 13. september 2010 mánudagur leyndin og oddvita- ræðið fyrir dóm Í svarbréfi sínu til þingmanna- nefndar Atla Gíslasonar segir Björg- vin G. Sigurðsson að frá myndun Viðeyjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks árið 1991 hafi odd- vitar flokkanna oftast verið ráðandi um framvindu stærri mála, ekki síst efnahagsmála. „Sú staða hefur lík- lega sjaldan verið jafnríkjandi og í stjórninni sem mynduð var 2007,“ segir Björgvin og vísar þar til odd- vitaræðisins innan ríkisstjórnar- innar. „Hitt er deginum ljósara, að þetta vinnulag, sem hvergi er skráð formlega í stjórnskipan lands- ins, hefur sett á herðar mér ábyrgð vegna atburðarásar sem ég var þó samhliða sviptur rétti til að taka þátt í, þrátt fyrir að gegna embætti viðskiptaráðherra,“ segir Björgvin í niðurlagi bréfs síns til þingmanna- nefndarinnar. Stirt samband við Davíð og Ingibjörgu Einangrun Björgvins kom meðal annars fram í því að forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðu átt 6 fundi með bankastjórum Seðlabankans fyrir hrun bankakerfisins án þess að ástæða þætti til að boða við- skiptaráðherrann á þá fundi. „Rétt er að taka fram að ég hafði enga hugmynd um þessa fundi fyrr en um þá var upplýst opinberlega, að undanteknum hinum fyrsta þeirra, sem utanríkisráðherra greindi frá á þingflokksfundi hjá Samfylking- unni í febrúar 2008. Þær viðvaran- ir sem seðlabankastjóri hefur síð- ar sagt að hann hafi ítrekað komið munnlega á framfæri við ríkis- stjórnina, væntanlega af því hann hefur talið of hættulegt að setja þær niður með skriflegum hætti, bár- ust mér því ekki sem viðskiptaráð- herra.“ Björgvin segir enn fremur: „Það hlýtur að vera óumdeilt að enginn getur tekið afstöðu til upplýsinga sem hann hefur ekki undir hönd- um. Og enginn getur sýnt af sér vanrækslu með athafnaleysi með því að bregðast ekki við upplýs- ingum sem fram koma á fundum sem hann veit ekki af. Staðreyndir um hinar pólitísku aðstæður segja sitt um samskipti mín – eða sam- skiptaleysi – við utanríkisráðherra og bankastjóra Seðlabankans.“ Ráðherra valti ekki yfir annan ráðherra Þingmannanefndin var einhuga um að skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis væri áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu jafnt í ráðuneytinu sem sjálfstæðum stofnunum sem heyra undir ráðuneytin. „Svo virðist sem aðilar innan sjórnsýslunnar telji sig ekki þurfa að standa skil á ákvörðun- um sínum og axla ábyrgð […] Vegna smæðar samfélagsins skiptir form- festa, skráning upplýsinga, verkferl- ar, tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í stærri samfé- lögum,“ segir í skýrslu þingmanna- nefndarinnar og er augljóslega vísað til vaxandi hættu á kunningjaveldi og klíkuskap í fámennum samfélögum. Í ljósi þessa telur þingmanna- nefndin mikilvægt að endurskoða stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um Stjórnarráð Íslands. Svo vill til að Páll Hreinsson, formaður rannsókn- arnefndar Alþingis, er meginhöfund- ur stjórnsýslu- og upplýsingalaganna frá því snemma á tíunda áratugnum. Þingmannanefndin telur enn fremur að gera verði breytingar á lög- um og reglum þannig að komið verði í veg fyrir að einstakir ráðherrar gangi inn á valdsvið og ábyrgðarsvið ann- arra ráðherra. Þess má geta að ríkisstjórnin hef- ur nú þegar fengið í hendur áfanga- skýrslu um stórfellda uppstokkun og umbætur á stjórnkerfinu. Málsbætur Björgvins Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þá- verandi utanríkisráðherra, ekki talin hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laganna um nefndina frá 2008. Hins vegar taldi rannsóknarnefndin að Björgvin hefði sýnt af sér vanrækslu í embætti. Þingmannanefndin er hins vegar ekki í neinum vafa um hlut Ingibjarg- ar og vill höfða mál gegn henni fyrir landsdómi. Svo er að sjá sem þing- mannanefndin líti formleysi stjór- sýslunnar og oddvitaræðið alvarlegri augum en rannsóknarnefnd Alþing- is að þessu leyti. Ingibjörg er talin hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem utanríkis- ráðherra og oddviti Samfylkingarinn- ar í ríkisstjórn andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir bönkunum og ríkissjóði, „hættu sem henni var eða mátti vera kunnugt um og hefði get- að brugðist við,“ eins og segir í þings- ályktunartillögu nefndarinnar. Ingi- björg er jafnframt talin hafa brotið gegn 17. grein stjórnarskrárinnar, líkt og Geir H. Haarde, Árni M. Mathie- sen og Björgvin G. Sigurðsson. Þar er kveðið á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórn- armálefni. „Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yf- irvofandi háska, ekki var fjallað form- lega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundun- um.“ Þykir þingmannanefndinni þó ærin ástæða hafa verið til skráningar og formlegrar meðferðar upplýsing- anna, ekki síst eftir fund Geirs, Árna og Ingibjargar með formanni stjórn- ar Seðlabankans 7. febrúar 2008. Mismunandi ástæður Meirihluti nefndarinnar vill höfða mál á hendur öllum ráðherrunum fjórum og eru sakargiftir svipaðar. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Magn- ús Orri Schram og Oddný G. Harðar- dóttir, tóku undir nðurstöður rann- sóknarnefndarinnar að öðru leyti en því að þau telja að taka verði til- lit til verkstjórnar og raunverulegrar verkaskiptingar sem viðhöfð var inn- an ríkisstjórnarinnar. Björgvin G. Sig- urðsson hafi litlar upplýsingar feng- ið um gang mála og því ekki hægt að fullyrða að athafnir eða athafna- leysi viðskiptaráðherra í aðdraganda bankahrunsins flokkist undir hug- takið vanræksla. Þetta er grundvöllur sérálits Magnúsar Orra og Oddnýjar þar sem Björgvin er ekki ákærður. Þingmannanefndin sem ákveðið hefur að draga þrjá til fjóra ráðherra fyrir landsdóm staðnæmist ekki síst við skort á formfestu stjórnsýslunnar, ráðherraræðið og ólöglegt pukur með mikilvægar upplýsingar er varða þjóðarheill. Nefndin vill koma í veg fyrir að einstakir ráðherrar gangi inn á vald- og ábyrgðarsvið annarra ráðherra. Slíkt verklag í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur einangraði Björgvin G. Sigurðsson frá lögboðnum verkefnum viðskiptaráðherra. jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Staðreyndir um hinar pólitísku aðstæður segja sitt um samskipti mín – eða sam- skiptaleysi – við utan- ríkisráðherra og banka- stjóra Seðlabankans. Vilja ekki ákæra RagnheiðurRík- harðsdóttirogUnnurBráKonráðsdóttir, fulltrúarSjálfstæðisflokksinsínefndinni, viljaekkiákæraoggeragreinfyrir ástæðumsínumáþingiídag. Formlaus stjórnsýsla BjörgvinG. Sigurðssonvissiekkiaffundumog ákvörðunum.Formlaustoddvitaræði, segirnefndin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.