Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 13. september 2010 fréttir 3 Ég taldi að hann yrði að víkja. Séra Halldór í Holti Halldór Gunnarsson sóknarprestur fékk staðfestingu á orðum Sigrúnar Pálínu hjá móður sinni og sannfærðist endanlega þegar hann bar framburð hennar saman við framburð Ólafs. Í kjölfarið óskaði hann eftir því að kirkjumálaráðherra viki biskupi úr embætti. Bræðurnir Kristinn Jón og Gabríel Gíslasynir eru þakklátir fyrir að hafa komist lifandi frá bílveltu á Hringbraut um helgina. Bíllinn, sem Kristinn ók, var einn flottasti sportbíll landsins en hann gjöreyðilagðist. Kristinn fékk bílinn upp í sem greiðslu þegar hann seldi hlut sinn í pítsastaðnum Rizzo. „Þetta var skelfileg lífsreynsla, ég hélt að þetta yrði mitt síðasta,“ seg- ir Kristinn Jón Gíslason í samtali við DV. Kristinn var bílstjóri Merce- des Benz-bifreiðarinnar sem valt á Hringbrautinni aðfaranótt laugar- dags. Með Kristni í bílnum þessa nótt var yngri bróðir hans Gabríel en það þykir í raun með ólíkind- um hversu vel þeir sluppu frá slys- inu. „Við hefðum getað farið alveg í stöppu, bílslys eru með því alvar- legasta sem fólk lendir í, ég tala nú ekki um bílveltur,“ segir Kristinn. Flottasti sportbíll landsins Í viðtali við DV.is á laugardaginn sagði varðstjóri lögreglu að bif- reiðin hefði verið í algjörri í klessu þegar lögreglan kom að henni. Þá sagði hann að grunur léki á að um hraðakstur hefði verið að ræða. Kristinn Jón segir í samtali við DV að hann hafi ekki ekið of hratt, hann hafi litið af veginum í ör- skotsstund og áður en hann vissi af hafi bíllinn verið kominn upp á kantinn á umferðareyju. Eftir það hafi hann misst alla stjórn á hon- um. Að sögn Kristins lét athafna- maðurinn og verktakinn Engilbert Runólfsson hann fá bílinn upp í sem greiðslu fyrir hlut Kristins í pítsastaðnum Rizzo. Bifreiðin var einn flottasti sportbíll landsins, metin á tæplega 35 milljónir króna. Bíll sem þessi kostar nýr tæpar 55 milljónir króna hjá Öskju, sam- kvæmt upplýsingum DV. Missti alla stjórn „Um leið og framdekkið krækti upp á kantinn hafði ég ekkert meira með það að gera að stýra bílnum, hann bara kastaðist beint upp á grasbalann og að veghandriðinu,“ segir Kristinn sem er að vonum ánægður með að ekki fór verr. „Það var ekkert hægt að bremsa á gras- inu og þar flugum við bara áfram beint á veghandrið og þannig kast- aðist bíllinn áleiðis upp í loftið og snérist í loftinu. Með því að keyra á veghandriðið kom svona hálfgerð „skutla“ á bílinn,“ segir Kristinn enn fremur. Eins og fyrr segir kom- ust Kristinn og Gabríel bróðir hans ómeiddir frá þessari bílveltu en það þykir kraftaverki líkast. Krist- inn segir slíka atburði verða til þess að menn líti lífið og tilveruna öðr- um augum en áður. Þakklátir bræður „Maður er bara þakklátur fyrir að lifa þetta af, það er það dýrmæt- asta af öllu. Svo er maður bara reynslunni ríkari, maður metur til- veruna upp á nýtt eftir svona atvik.“ Hann segir lífsreynsluna hafa verið magnþrungna. Þegar bíllinn lenti á hvolfi hafi hann í fyrstu spurt bróð- ur sinn hvort það væri í lagi með hann en svo hafi þeir báðir þreif- að á sér til þess að athuga hvort allt væri í lagi. „Við trúðum því ekki sjálfir. Að lenda á veghandriði á 70 til 80 kílómetra hraða er bara geð- veiki. Auðvitað vorum við þvílíkt sáttir að ganga frá þessu lifandi. En bíllinn, hann er náttúrulega tapað- ur.“ „Slow motion“ Aðspurður hversu langan tíma þetta hafi tekið segir Kristinn: „Þetta bara gerðist á tveimur, þremur sekúndum en það var eins og allt væri í „slow motion“ þegar púðarnir komu út allan hringinn. Það var náttúrulega eins og mað- ur hefði verið settur í dún, það voru púðar úti um allt og bíllinn er sterkur og það var ábyggilega blanda af þessu öllu saman sem bjargaði lífi okkar á endanum.“ Kristinn segir að hann hefði aldrei keypt sér svo flottan bíl sjálf- ur, en að hann hafi fengið hann upp í þegar hann seldi hlut sinn í pítsastaðnum Rizzo. Þá segist hann hafa ætlað sér að selja bílinn, en nú sé úti um allar slíkar áætlan- ir. Hann vill ekki tjá sig um trygg- ingarmálin og bendir á að lögfræð- ingur hans sjái um allt slíkt. Við hefðum getað farið al- veg í stöppu, bílslys eru með því alvarleg- asta sem fólk lendir í, ég tala nú ekki um bíl- veltur. „ÞAKKLÁTUR FYRIR AÐ LIFA ÞETTA AF“ Jón bJarKi MaGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Í klessu Varðstjóri lögreglunnar sagði í samtali við DV.is um helgina með ólíkindum að ekki hefði farið verr. Púðarnir björguðu „Það var náttúrulega eins og maður hefði verið settur í dún, það voru púðar úti um allt,“ segir Kristinn, sem er hægra megin á myndinni, í samtali við DV. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.