Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 16
16 ERLENT 13. september 2010 MÁNUDAGUR Dómstóll í Dresden í Þýskalandi hef- ur dæmt konu í skilorðsbundið fang- elsi fyrir að falsa fölsuð fræg málverk eftir falsarann Konrad Kujau, sem frægastur var fyrir að skrifa hinar al- ræmdu fölsuðu dagbækur Hitlers árið 1983. Verkin sem konan keypti í Asíu, en seldi í nafni Konrads Kujau, eru talin hafa aflað henni 300 þúsund evra sem jafngildir um 50 milljónum íslenskra króna. Konan heitir Petra Kujau og segist vera frænka Konrads. Ótrúlegt en satt Þetta er lygileg saga, sem eins og blaðamaður þýska vikuritsins Der Spiegel skrifar, hljómar eins og vand- að gabb: Kona sem heldur því fram að hún sé frænka Konrads Kujau, falsarans á bak við frægasta gabb tut- tugustu aldarinnar, dagbóka Hitlers, hefur verið dæmd fyrir að selja fals- aðar útgáfur af málverkum sem Kujau málaði á ævikvöldinu, sem sjálf voru fölsuð verk frægustu meistara mál- aralistarinnar. Það vekur enn meiri grunsemdir að þýska tímaritið Stern skuli hafa skrifað langar greinar um réttarhöldin, en það var blaðið sem keypti dagbækur Hitlers á sínum tíma og birti, sem endaði með stórslysi fyr- ir ritstjórn þess. Í þetta skipti er sagan þó sönn. Eftirlíkingar falsverka Eftir tveggja ára réttarhöld dæmdi dómstóll í Dresden Petru Kujau í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og 180 klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að hafa keypt 300 ódýr málverk, merkt þau með undirskrift Kujaus og selt fyrir samtals 300 þúsund evrur. Maki hennar og samverkamaður var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Verkin sem parið hefur nú verið dæmt fyrir að falsa, voru, eins und- arlega og það hljómar, eftirlíkingar af falsútgáfum Konrads Kujau af meist- araverkum sögufrægra listamanna á borð við Vincent van Gogh, Claude Monet og Paul Cezanne. Vinsæll falsari Konrad Kujau var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa falsað dag- bækur Hitlers. Þegar hann lauk fang- elsvistinni sneri hann sér að því að falsa opinberlega fræg málverk, en hann var einstaklega fær málari. Þrátt fyrir að allir vissu að málverkin væru fölsuð keypti almenningur verk hans fyrir háar fjárhæðir en Konrad öðlað- ist heimsfrægð fyrir fölsunarskandal- inn árið 1983. Hann lést árið 2000 en fölsuðu verkin hans eru enn eftir- sótt og seljast að meðaltali fyrir hálfa milljón króna. Saksóknarar í Dresden segja að Petra Kujau og maki hennar hafi keypt fölsuð málverk sem máluð voru í Asíu áður en þau skrifuðu nafn Kon- rads Kujau á þau og seldu þau. Hún var dæmd fyrir 40 lögbrot sem hún játaði að hafa framið. Dagbækurnar mikið hneyksli Vikuritið Stern birti kafla úr dagbók- um Hitlers (eftir Konrad Kujau) í apríl 1983 eftir að blaðamaður tímaritsins hafði fengið skjölin send en hann hélt því fram að dularfullur maður, doktor Fischer, hefði smyglað þeim frá Aust- ur-Þýskalandi. Sagt var að dagbæk- urnar hefðu fundist í flaki flugvélar sem hrapaði í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Stern greiddi 9,3 milljónir þýskra marka (750 milljónir íslenskra króna) fyrir 62 bindi af dagbókunum. Skömmu eftir að tímaritið hafði birt kaflana sýndi rannsókn þýsku rann- sóknarlögreglunnar fram á að papp- írinn sem Hitler átti að hafa skrifað á var greinilega framleiddur löngu eft- ir stríð. Hneykslið komst í hámæli um allan heim. Ritstjórar Stern, auk rit- stjóra breska dagblaðsins The Sun- day Times og bandaríska tímaritsins Newsweek, sem birtu dagbækurnar einnig, sögðu af sér. Konrad Kujau og Gerd Heidemann, blaðamaður Stern, voru hvor um sig dæmdir í fjögurra ára fangelsi en báðir höfðu auðgast gífurlega á svindlinu. Þýsk kona hefur verið dæmd fyrir að falsa málverk frægasta falsara Þýskalands, Konrads Kujau, sem falsaði árið 1983 dag- bækur Hitlers. Hið undarlega er að málverk Kujaus eru falsaðar eftirlíkingar meistaraverka eftir Van Gogh og Monet. Konan var því dæmd fyrir að falsa fölsuð málverk. FALSAÐI FÖLSUÐ VERK Falsarinn Konrad Kujau var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að falsa dagbækur Hitlers. Að lokinni fang- elsisvistinni málaði hann eftirlíkingar meistaraverka. Nú hefur kona verið dæmd fyrir að búa til eftirlíkingar af þeim falsverkum. MYND REUTERS Dagbækur Hitlers Frægasta forsíða þýska tímaritsins Stern fyrr og síðar frá því í apríl 1983 en þá birti það brot úr dagbókum Hitlers, sem reyndust svo falsaðar. Blaðamaður Stern var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna hneykslisins. Blaðið keypti dagbækurnar á 700 milljónir króna. Fjöldamorð í Bandaríkjunum Stanley Neace, 47 ára, skaut til bana sex manns eftir að hafa lent í rifrildi við eiginkonu sína við morgunverðarborðið. Atvikið átti sér stað í hjólhýsagarði í hinni strjálbýlu Breathitt-sýslu í Kent- ucky í Bandaríkjunum. Maðurinn elti eiginkonu sína, Söndru, og 28 ára dóttur hennar yfir í næsta hjólhýsi og skaut þær. Ástæðan er talin vera sú að Stan- ley var óánægður með að eggin með morgunmatnum væru ekki nægilega heit. Einnig myrti hann fjóra nágranna sína en þyrmdi lífi sjö ára stúlku. Árásarmaðurinn skaut sjálfan sig í kjölfarið. Þrælum bjargað í Brasilíu 95 manns, þar af mörgum ung- mennum, var bjargað úr aðstæðum sem líkja má við þrælahald í Brasilíu á dögunum. Fólkið sem vann við að höggva sykurreyr í Rio de Janeiro hafði hvorki aðgang að hreinlætis- aðstöðu né hreinu vatni og var látið vinna tímunum saman án nokkurrar hvíldar. Skömmu áður höfðu yfirvöld bjargað 50 manns í Minar Garais, sem unnið höfðu við jarðarberja- tínslu við ómannúðlegar aðstæður. Margir þeirra voru ungmenni á aldr- inum 15 til 17 ára sem höfðu komist í snertingu við sterk eiturefni sem notuð eru við jarðarberjaræktun. Heimilislausir reiðir McDonald's Þegar McDonald's-staður í Haight- Ashbury-hverfinu í San Francisco hætti með svokallaðan dollara-mat- seðil sagði eigandinn að slíkt væri einfaldlega gert til þess að ná inn meiri peningum. En heimilislaust fólk, sem oft og tíðum stendur fyrir utan veitingastaðinn, segir ástæðu hækkunarinnar einfaldlega hafa ver- ið þá að eigendurnir hafi viljað koma þeim, hinum heimilislausu, í burtu. Einn þeirra segist borða minna nú þegar McDouble-borgarinn er kominn upp í 1 dollara og 49 sent. „Ef ég hef ekki dollara á mér og mig langar í mat enda ég bara á því að finna mér mat í ruslinu.“  Coppola þakkar pabba sínum Leikstjórinn Sofia Coppola fékk fyrstu verðlaun, Gullna ljónið, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir kvikmyndina Somewhere. Kvik- myndin fjallar um leikara sem lifir stefnulausu lífi þar til dóttir hans kemur til hans og sest að hjá honum. Í kjölfarið breytist allt líf hans. Copp- ola, sem er 39 ára að aldri, byggði kvikmyndina Somewhere á upp- vaxtarárum sínum en hún er eins og margur veit dóttir leikstjórans Francis Ford Coppola. „Ég þakka pabba mínum fyrir að kenna mér,“ sagði hún í þakkarræðu sinni. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.