Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 20
Mið-Ísland heldur í hringferð og skemmtir í framhaldsskólum: Fyndnir allan hringinn ÍSLAND Í LIFANDI MYNDUM Kvikmyndasafn Íslands sýnir á þriðjudag og laugardag verkið Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guð- mundsson. Um er að ræða mynd í 90 mínútna lengd sem markar upphafið að svarthvítum heimild- armyndum Lofts sem er einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmynda- gerðar. Báðar sýningarnar fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði. Sú á þriðjudaginn hefst klukk- an 20.00 en sú á laugardag klukkan 16.00. Aðgangseyrir er 500 krónur og er hægt að verða sér úti um frekari upplýsingar á kvikmyndamidstod.is. BRESTIR BIBLÍUNNAR Bókaforlagið Veröld hefur sent frá sér bókina Þú sem ert á himn- um eftir Úlfar Þormóðsson. Und- irtitill bókarinnar er Rýnt í bresti Biblíunnar með guði almáttug- um en í bókinni fer Úlfar í gegn- um Biblíuna, bók fyrir bók, og leitast við að draga upp mynd af þeim guði sem þar er að finna. Á meðal þess sem Úlfar kemst að á þessu ferðalagi sínu er að sá guð sem skrifað er um í Biblíunni sé nokkuð ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yfir okkur. Þú sem ert á himnum er 400 blaðsíður að lengd. Eyjólf- ur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. ENN BÆTIST VIÐ HJÁ BÓ Breska sópransöngkonan Summer Watson hefur bæst í hóp þeirra sem fram koma á tónleikunum Jólagestir Björgvins laugardaginn 4. desember í Laugardalshöllinni. Summer er þriðja alþjóðlega stjarnan sem staðfestir komu sína á tónleikana en áður hefur verið greint frá því að Paul Potts og Euro- vision-stjarnan Alexander Rybak yrðu á meðal gesta. Þar utan kemur fram fjöldinn allur af innlendum tónlistarmönnum og má þar nefna sem dæmi aðra Eurovision-stjörnu, Jóhönnu Gúðrúnu Jónsdóttur. 20 FÓKUS 13. september 2010 MÁNUDAGUR HJÁLMAR Á BÓK Hjálmar, ásamt Guðmundi Frey Vigfússyni (Gúnda), vinna nú að veglegri ljós- myndabók sem skartar myndum af ferli Hjálma allt frá upphafi til dagsins í dag. Bókin mun koma út fyrir jólin en henni fylgir diskur með lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur sveitarinnar. Á meðal ljósmynda sem prýða bókina eru myndir frá ferð Hjálma til Jamaíka, myndir frá hljóðritun á öllum plötum sveitarinnar og ýmsar tónleikamyndir. Það er ekki lítið verkefn-ið sem hópurinn á bak við „Framtíð vonarinn-ar“ tekur sér fyrir hendur. Við höfum séð ágætis bylgju af mynd- um sem taka beint og óbeint á hrun- inu og þessi er klárlega á svipuðum slóðum. Draumalandið tók mikið á þeirri stefnu sem leiddi til hrunsins. Guð blessi Ísland tók á snertiflötum hrunsins við venjulegt fólk frá sjón- arhóli íslensks leikstjóra sem búsett- ur er erlendis. Maybe I should have er gerð af Íslendingum og fer dýpra í að skýra hlutina út frá hagtölum og sta- tistík en með skemmtanagildið í há- sæti. Hér er komin mynd gerð af Bret- um um framhaldið, sjálft risið úr öskustónni. Myndin er leidd áfram af viðtölum við fullt af áhugaverðu fólki með áhugaverðar hugmyndir, Vigdísi Finnbogadóttur, Ómar Ragnarsson, Guðjón í Oz, Katrínu Jakobsdóttur, fólk innan lífræna geirans, athafna- menn, fræðimenn og fleiri og fleiri. Hér er horft með sjálfbærum gler- augum á fortíð, nútíð og fókus erað á framtíð stórra hugmynda á litlum skala. Ísland er notað sem dæmi um land sem hefur allt til að vera fána- beri nýrrar framtíðar og hér er allt sett í samhengi, efnahagskerfið jafnt sem náttúran, enda gilda sömu grunnlög- mál þar eins og annars staðar. Endur- nýjanlegir orkugjafar, lífræn ræktun og sjálfbærni á öllum sviðum samfé- lagsins er því fyrirferðarmikið í mynd- inni. Mjög snjallt að nota einfalt lítið dæmi eins og Ísland til að setja ástand heimsins í skýrt samhengi sem fólk skilur. Fljótlega áttar maður sig á hvernig hrunið snerist ekki bara um lán sem hækkuðu, heldur dýpri hluti sem eiga rót í einkavæðingu bank- anna, fiskimiðanna í formi kvótakerf- isins og fyrst og fremst því að hugsa ekki sjálfbært. Þetta er mynd sem hefur miklar upplýsingar fram að færa en útfærsl- an sér til þess að engir dauðir punkt- ar eru hér. Tökur eru frábærar, ekki síst á landslagsmyndum og skotum af lundapysjum sem láta gamminn geisa. Tónlistin er frábær, Biggi Hilm- ars, Damien Rice, Ampop, Lára Rún- arsdóttir og Blindfold magna áhrif- in til muna. Hreyfimyndagerð Unu Lorenzen er frábær, hún er greini- lega með þeim betri hér á landi í þeim geira. Skemmtilegur hreyfimynda- inngangurinn minnir á Monty Pyt- hon og í seinniparti á Yellow Submar- ine þegar Bítlaleg tónlist dettur inn. Kvikmyndagerðarmennirnir hafa náð kjarna þess að gera heimildamyndir með kjöt á beinunum á 21. öldinni. Það skiptir öllu að hafa grafík, klippur, myndskreytingu og tökur hraðari eft- ir því sem umræðan er dýpri/hægari. Fullt hús stiga fyrir það. Myndin gerir frábærlega í að setja vandamál Íslands í alþjóðlegt sam- hengi en á sama tíma kveikir hún von rétt eins og blómið sem vex upp úr urðinni á plakatinu. Svo myndin stendur svo sannarlega undir nafni. Það er eitt að rífa það gamla niður, sem er klárlega nauðsynlegt, en að gagnrýnin innihaldi þessa von og já- kvæðni fyllir áhorfandann krafti til þess að vilja breyta til. Myndin sýnir að efnahagsmódelið sem við fylgd- um/fylgjum er ekki sjálfbært, það hrynur fyrr eða síðar rétt eins og ástand jarðar ef við hugsum ekki sjálf- bært. Sjálfbærnikrafan kristallast í herðapúðasöngnum góðkunna, það gengur nefnilega ekki að taka bara út úr Gleðibankanum. Menn verða að leggja inn líka, það er kjarni íslenska blómsins sem vex upp úr urðinni. Erpur Eyvindarson GLEÐIBANKIsjálfbærninnar FUTURE OF HOPE Leikstjóri: Henry Bateman KVIKMYNDIR FUTURE OF HOPE Henry Bateman, sem gerir myndina, við tökur. HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „Þar má sjá, þegar sólin súnkar í hafið og býður góða nótt.“ SVAR: IEGRIL - BJARTMAR OG BERGRISARNIR „Við byrjum á því að fara út á land og síðan tökum við skólana í borginni,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn meðlima uppistandshópsins Mið-Ís- lands. Bergur leggur af stað í dag í hringferð ásamt þeim Dóra DNA, Ara Eldjárn og Jóhanni Alfreði en þeir félagar ætla vera með uppistand í framhaldsskólum landsins. „Við byrjum á Ísafirði og höldum svo áfram hringinn.“ Bergur segir þá félaga koma við í flestum skólum landsins en ekki þó öllum. „Það væri gaman að geta sagt öllum. En þar sem er stutt á milli skóla bjóðum við nemendum úr hinum skólunum að koma og vera með.“ Bergur segir mikinn spenning í hópnum og að þetta sé fyrsta alvöru uppistandsferð þeirra félaga. „Þetta hafa bara verið svona skottúrar hing- að til. Maður hefur einmitt alltaf öf- undað þessa uppistandara í Banda- ríkjunum af því að vera „on the road“.“ Þeir félagar verða allir með nýtt efni í farteskinu en Bergur segir að ferðalag af þessu tagi bjóði upp á ótal möguleika í uppistandi. „Atrið- ið manns breytist alltaf aðeins eft- ir því sem maður flytur það oftar og svo bætist líka inn staðbundið grín. Eitthvað sem maður tekur bara eftir á leiðinni. „Svona er þetta á Höfn“ og þannig brandarar.“ Bergur telur það mikil forréttindi að fá að skemmta menntaskólanem- endum. „Þeir eru svo móttækilegir fyrir öllu. Bæði ef eitthvað er fynd- ið og svo ef eitthvað er ekki alveg að hitta í mark þá fær maður samt klapp á bakið fyrir góða tilraun. Það verð- ur líka gaman að geta látið allt flakka. Maður hefur verið skemmta mik- ið í fyrirtækjum og á árshátíðum og svona þar sem maður þarf oft aðeins að passa sig.“ Að lokum segir Bergur það líka tilvalið að ferðin sé farin á þessum tíma. „Það er tilvalið að vera með grín þegar allir eru orðnir svolítið pirraðir og byrjaðir aftur að vinna og í skólanum. Ekki bara yfir sumartím- ann í tengslum við einhverja pulsu- hátíð.“ asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.