Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 13. september 2010 fréttir 13 leyndin og oddvita- ræðið fyrir dóm Bönkum var auðveldað að fara sínu fram og sniðganga reglur og stjórnvöld og jafnvel eru þess dæmi að alvarleg brot á lögum sættu ekki kæru til valdstjórnar. Atli Gíslason, þingmaður VG, ætl- ar í dag, mánudag, að gera Alþingi grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi niðurstöður þingmanna- nefndarinnar sem hann veitti for- mennsku og hefur nú skilað skýrslu og þingsályktunartillögum um málshöfðun á hendur þremur til fjórum ráðherrum. Athygli vekur að nefndin, sem skipuð var 9 þingmönnum, náði ekki samkomulagi um að hefja sér- staka og óháða rannsókn á einka- væðingu bankanna. Hins vegar var nefndin einhuga um að láta fara fram sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna og á aðdraganda og orsökum falls spari- sjóðanna. Þetta er lagt til í sérstakri þingsályktunartillögu sem allir nefndarmenn standa að. Í tillög- unni er jafnfamt gert ráð fyrir sér- stakri stjórnsýsluúttekt á Fjármála- efirlitinu og Seðlabanka Íslands. Tillaga um að hefja einnig sér- staka rannsókn á einkavæðingu bankanna féll á jöfnu; tveir fulltrú- ar Samfylkingar, einn fulltrúi VG og fulltrúi Hreyfingarinnar greiddu at- kvæði með því að hefja slíka rann- sókn en fulltrúar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn slíkri rannsókn. Atli Gíslason, formaður nefndarinn- ar, tók ekki afstöðu og því náði til- laga um slíka rannsókn ekki fram að ganga. „Ég vil ekki tjá mig um þessa afstöðu mína í fjölmiðlum fyrr en ég hef gefið Alþingi skýrslu í dag. Ástæður mínar fyrir hjásetu varð- andi rannsókn á einkavæðingu bankanna voru tvær, báðar mik- ilvægar og málefnalegar að mínu mati,“ sagði Atli í samtali við DV í gær. Saknæmt eftirlitsleysi? Þingmannanefndin tekur undir þá gagnrýni sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á eft- irlitsstofnanir fjármálamarkaðar- ins. Fyrst og fremst er átt við Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bent er á að valdheimildir hafi ver- ið túlkaðar þröngt, vettvangsat- huganir hafi verið nær óþekktar og athugasemdum innri endurskoð- enda ekki fylgt eftir. Ofan á allt bættist að lítil sem engin yfirsýn hefði verið yfir kerfisáhættuna í fjármálakerfinu. „Bönkum var auð- veldað að fara sínu fram og snið- ganga reglur og stjórnvöld og jafn- vel eru þess dæmi að alvarleg brot á lögum sættu ekki kæru til vald- stjórnar.“ Sú ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans að þekkjast ekki boð breska seðlabankans í apríl 2008 um að aðstoða Íslendinga við að minnka bankakerfið er einnig harð- lega gagnrýnd. Erlendir seðlabank- ar hafi metið það svo um vorið 2008 að umfang vanda íslensku bank- anna væri orðið slíkt að það yrði ekki leyst með fyrirgreiðslu sem er- lendir seðlabankar gætu veitt. Eini möguleikinn væri að leita til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð. Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans „Þá telur þingmannanefndin það gagnrýnisvert að Seðlabankinn hafi veitt víðtæk veðlán án viðeig- andi trygginga þegar hann gerði sér grein fyrir veikleikum fjármála- fyrirtækjanna. Lán til fjármála- fyrirtækja með veði í skuldabréf- um og víxlum þeirra námu um 300 milljörðum kr. í október 2008 og leiddu til tæknilegs gjaldþrots bankans í október 2008,“ segir í skýrslunni. Þingmannanefndin er einhuga um að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft nægar upplýsingar til að meta stöðu Glitnis rétt þegar banka- stjórnin lagði til við ríkisstjórn- ina að Glitnir yrði keyptur. Því hafi Seðlabankinn varla haft forsend- ur til að meta hvort forsvaranlegt væri að eyða 600 milljónum evra til kaupa á 75 prósenta hlut í Glitni. Þingmannanefndinni er tíð- rætt um skort á formfestu í stjórn- sýslunni og einhliða forræði odd- vita stjórnarflokkanna yfir málum sem og fyrrverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins í embætti seðla- bankastjóra. „Bankastjórn Seðla- banka Íslands hafði frá nóvember 2007 verulegar áhyggjur af stöðu bankanna. Þrátt fyrir það var þeim áhyggjum aðeins komið á fram- færi með óformlegum hætti og þannig fór ekki saman mat bank- ans á hinni alvarlegu stöðu og rök- rétt viðbrögð og tillögur byggðar á því mati. Þingmannanefndin telur að mikið hafi skort á að samskipti á milli bankastjórnar Seðlabankans og stjórnvalda hafi verið eðlileg og í samræmi við góða stjórnsýslu.“ Ekki í höndum þingnefndarinnar Þingmennirnir í nefndinni voru allir sammála þeirri gagnrýni sem fram kom í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis á seðlabanka- stjórana þáverandi, Davíð Odds- son, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, sem og Jónas Fr. Jóns- son, fyrrverandi forstjóra Fjár- málaeftirlitsins. Telja þeir, eins og rannsóknarnefndin, að þeir hafi sýnt af sér vanrækslu. En það var hins vegar ekki í verkahring þing- mannanefndarinnar að höfða mál gegn embættismönnunum og sendi því ríkissaksóknara ábend- ingu í vor um möguleg lögbrot of- angreindra embættismanna, gegn seðlabankalögum, stjórnsýslu- lögum og lögum um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. „Niðurstaða setts saksóknara (Björns L. Bergs- sonar hrl.) var að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar- innar gefi að svo stöddu ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur seðlabankastjórunum eða forstjóra Fjármálaeftirlitsins,“ eins og segir í skýrslu þingmanna- nefndarinnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, skiluðu engu sérstöku áliti eða þingsálykt- unartillögu og vilja ekki draga ráð- herrana fyrir landsdóm. Ragnheið- ur véfengir ekki að það hafi verið á valdsviði þingmannanefndarinn- ar að ákveða hvort ráðherrar, einn eða fleiri, yrðu ákærðir samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð. „Við erum hins vegar ósammála öðr- um nefndarmönnum í þessu efni,“ segir Ragnheiður og kveðst ætla að kynna Alþingi fyrst röksemdirnar fyrir því áður en hún ræði það við fjölmiðla. „Þá átelur þingmannanefndin að ekkert mat hafi farið fram af hálfu íslenskra eftirlitsaðila á fjármögnunarleiðum bankanna og hvaða áhætta kynni að fylgja þeim fyrir fjármálakerfi Íslands. Þingmannanefndin gagnrýnir sérstaklega að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi ekki kallað eftir formlegum áætlunum og aðgerðum um flutning erlendra innlánsreikninga frá útibúi yfir í dótturfélag. Þingmannanefndin gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankastjórnar Seðla- banka Íslands að þekkjast ekki boð breska seðlabankans í apríl 2008 um að að- stoða Íslendinga við að minnka bankakerfið. Um vorið var það mat bankastjóra erlendra seðlabanka að umfang vanda íslenskra fjármálafyrirtækja væri orðið slíkt að það yrði ekki leyst með fyrirgreiðslu sem erlendir seðlabankar gætu veitt. Eini möguleikinn væri að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð og minnka bankakerfið.“ úr niðurstöðum skýrslunnar Vill einkavæðingar- rannsókn Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra gagnrýnir að einkavæðing bankanna verði ekki rannsökuð. mynd SigTryggur ariOddvitaræðið Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, oddvitar ríkisstjórnarinnar í hruninu. Björgvin lýsir samskiptaleysi við þau. Þung spor Þingmenn og ráðherrar taka nærri sér að þurfa að taka ákvörðun um málshöfðun gegn samstarfsmönnum. Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarp- héðinsson á göngum þingsins um helgina. mynd SigTryggur ari engin rannsókn á einkavæðingu Undrun vakti að ekki náðist meirihluti fyrir því í þingmannanefnd atla gíslasonar að hefja óháða rannsókn á einkavæðingu bankanna. Málið féll á jöfnu með hjásetu formannsins, en sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðust gegn slíkri rannsókn. Atli ætlar að gera grein fyrir afstöðu sinni á þingi í dag, mánudag. jóhann haukSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is gerir grein fyrir sér í dag Atli Gíslason, formður þingmannanefnd- arinnar, segir málefnalegar ástæður fyrir hjásetu sinni varðandi rannsókn á einkavæðingu bankanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.