Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 19
Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar í dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytinu. Höllu líst vel á starfið og hún segir fátt skemmtilegra en að fylgjast með hálfgerðum anarkista að störfum inni í fastmótuðu kerfi. Gleðin er besta víman Spurninguna hér að ofan má skilja á tvo vegu, og því má svara henni á tvo vegu einn- ig (að minnsta kosti). Annars vegar má koma með pólitísk- ar réttlætingar. Hins vegar má velta því fyrir sér hvers vegna samfélagið hag- ar því þannig að ég myndi frek- ar teljast til vinstri en hægri. Hvað merkir þetta í raun? Merkimiðarnir vinstri og hægri komu fyrst upp árið 1789 í tengsl- um við endurreisn franska þjóð- þingsins, en konungssinnar sátu hægra megin við konung á með- an byltingarsinnarnir sátu vinstra megin. Deilurnar fóru að lokum þannig að þingið lét taka konung af lífi en varla er hægt að segja að saga vinstrihreyfinga hafi verið samfelld sigurganga upp frá því. Fram eftir 19. öld börðust evr- ópskir vinstrimenn meðal annars fyrir frjálsri verslun, einstaklings- frelsi og þjóðernishyggju, og þá gegn því konungs-, aðalsmanna- og klerkaveldi sem almennt var ráðandi í álfunni. Stefna Jóns Sig- urðssonar var náskyld þessum hug- myndum. Undir lok aldarinnar höfðu hægrimenn þó tekið þessa málaflokka til sín og 100 árum síð- ar höfðu þeir alfarið lagt undir sig slag orð vinstrimanna um frelsi. Hvað er frelsi? Í Fréttablaðinu bendir Þórður Frið- jónsson, forstjóri NASDAQ OMX/ Iceland, réttilega á að tveir máttar- stólpar norræna módelsins byggi annars vegar á öflugu velferðarkerfi og hins vegar „… á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem er aflvélin sem knýr áfram velferð- arkerfið.“ Þetta skilja vinstrimenn og hafa því, þvert á áróður hægri- manna, mikinn hag af því að efna- hagskerfið starfi sem best. Í nýlegri könnun Newsweek komu Norð- urlöndin (utan Íslands) afskap- lega vel út í alþjóðlegum saman- burði um þá staði sem best væri að búa á. Það eru líklega mörg lönd í heiminum sem myndu vilja búa við norrænt velferðarkerfi. Það eru því miður ekki jafn mörg lönd sem hafa efni á því. Á 18 ára valdasetu Sjálfstæðis- flokksins var efnahagur Íslands lagður í rúst. Þetta bitnar á end- anum einnig á velferðarkerfinu og stefnir því í hættu. Því hlýtur það að vera fyrsta og helsta verkefni vinstristjórnar að reyna að reisa efnahaginn við eftir bestu getu. Hver svo sem eftirmæli núverandi vinstristjórnar verða má slá því föstu að hún mun skila þjóðarbú- inu af sér í mun betra ástandi en hún tók við því í. Það sama verður seint sagt um hægristjórnina sem hún tók við af. Frjáls verslun til vinstri Vandamál Íslands eru þó ekki að- eins fólgin í Hruninu og afleið- ingum þess, heldur einnig í einni helstu orsök Hrunsins. Hún er sú að hér er lítið viðskiptafrelsi. Örfá- ir auðhringir stjórna svo til öllum geirum, sjá til þess að samkeppni sé lítil sem engin og að engir nýir að- ilar komist inn á markað. Þetta sést nú einmitt á matvöruverðinu. Allt hækkaði í kjölfar hruns krónunnar, en í eðlilegu samkeppnisumhverfi myndi verðlag lækka aftur þar sem kaupmenn myndu keppast um að bjóða vörur á betri kjörum. Þar sem engin er samkeppnin hafa kaup- menn aðeins hag af því að hækka vörur en aldrei að lækka, sérstak- lega þegar kemur að nauðsynjavöru eins og mat. Hvert annað eigum við svo sem að fara? Á Íslandi hefur umræðan hins vegar verið svo undarleg að ef mað- ur minnist á samkeppnislög hljóti maður að teljast argasti kommún- isti, en ef maður styður fákeppni og stöðuga eignasamþjöppun sé mað- ur á einhvern hátt hlynntur frjáls- um markaði. Þessum hugtakarugl- ingi verður að snúa við. Ég styð frjálsa verslun. Þess vegna er ég vinstrimaður. Hvers vegna er ég vinstrimaður? 1 Bílstjóri kvartar til umboðs-manns Guðmundur Nordal er ósáttur við endurmenntunarnám- skeið sem atvinnubílstjórum er skylt að sækja. 2 bjargað úr þrælahaldi í brasilíu 95 manns var bjargað úr aðstæðum sem líkja má við þrælahald í Brasilíu. 3 myrti sex vegna morgun-verðar 47 ára Bandaríkjamaður myrti eiginkonu sína og sex aðra um helgina. 4 Árni stjórnarformaður send-ir Árna bæjarstjóra reikn- inga Árni Sigfússon situr beggja vegna borðsins sem bæjarstjóri og stjórnarformaður eignarhaldsfélags- ins EFF. 5 arna víf enn ófundin Ung stúlka sem leitað hefur verið að er ófundin. 6 mikið Áfall“ Geir H. Haarde um niðurstöðu þingmannanefndar. 7 eftirsótti folinn er mýta Það að konur leiti í yngri menn er mýta samkvæmt rannsókn. mest lesið á dv.is myndin Hver er konan? „Halla Gunnarsdóttir. Fyrrverandi lagerstarfsmaður, sjoppu- kona og sundlaugarvörður.“ Hvar ertu uppalin? „Í Mosfellsbæ, sem einu sinni var sveit en er það ekki lengur.“ Hvað drífur þig áfram?  „Gleðin, hún er besta víman.“ afrek vikunnar? „Að flytja úr póstnúm- eri 105 í 101 og að byrja í nýju starfi.“  Hvernig líst þér á nýja starfið? „Mjög vel. Þrælskipulagði ráðuneytisstjórinn er búin að draga mig um alla ganga í Skuggasundi og kynna mig fyrir kröftugu starfsfólki. Ég er samt enn að læra nöfnin.“  Hvernig er að vinna með Ög- mundi? „Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með hálfgerðum anarkista að störfum inni í fastmótuðu kerfi.“ Hvar líður þér best? „Á Borgarfirði eystra þegar sést í öll fjöllin.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já, þær eru mjög margar. Mamma, amma, eiginlega allar vinkonur mínar og almennt skemmtilegar, sterkar og klárar konur.“ Hver er uppáhaldsmaturinn? „Allt sem bragð er af, nema svín.“ Hvað er fram undan? „Mikil vinna. Auk vinnunnar í dómsmálaráðuneytinu er ég að leggja lokahönd á ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í fræðistörfum síðastliðið vor.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Ars- enal. Nema ef þú ert að vísa til karlafót- boltans, ég fylgist ekki með honum.“ maður dagsins kjallari „Já, ég er mjög hlynntur því.“ Örn BerGMann Jónsson, 20 ÁrA kAUpMAðUr „Já.“ JóHanna raGnarsdóttir, 51 ÁrS viNNUr við FÉlAGSStÖrF „Já.“ sævar eyJólFson, 32 ÁrA pArkEttSlÍpAri „Já, ég held ég sé hlynntur því. Þetta er ljótt mál sem menn mega ekki komast upp með að ekkert sé gert í.“ rúnar GeorGsson, 67 ÁrA Öryrki „Já, mér finnst alveg mega rétta yfir þeim.“ Halldór Fannar Halldórsson, 26 ÁrA EiNkAÞJÁlFAri ertu hlynnt/ur því að rÁðherrarnir fjórir verði sóttir til saka? dómstóll götunnar mánudagur 13. september 2010 umræða 19 Það eru líklega mörg lönd í heiminum sem myndu vilja búa við norrænt velferðarkerfi. valur Gunnarsson rithöfundur skrifar að mörgu að hyggja Þeir voru í þungum þönkum þegar þeir gengu út af þingflokksfundi Samfylkingarinnar, þeir Árni páll Árnason velferðarráðherra og Helgi Hjörvar alþingismaður, á laugardag. Á fundinum var kynnt niðurstaða þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Allt bendir til þess að landsdómur veri kallaður saman og ráðherrar hrunsins verði dregnir fyrir dóm. Málið verður rætt á Alþingi í dag. Mynd siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.