Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 13. september 2010 mánudagur Uppgjörið á Icebank, Sparisjóða- bankanum, kostaði rúmum 80 millj- ónum króna meira en áætlað var á fyrri helmingi ársins 2010. Sam- kvæmt fjárhagsáætlunum átti upp- gjörið að kosta 409 milljónir króna en kostaði 490 milljónir. Talið er heildarkostnaðurinn við uppgjörið á bankanum verði rúmar 840 milljón- ir króna í ár. Þetta kom fram í glæru- kynningu fyrir kröfuhafa bankans í síðustu viku. Mikið hefur verið rætt um laun þeirra skilanefndar- og slitastjórn- armanna sem vinna við að gera upp gjaldþrota fjármálafyrirtæki og þykir sumum þau vera í hærra lagi. Margir þessara skila- og slitastjórnarmanna eru með sérstök eignarhaldsfélög sem þeir nota til að rukka inn laun fyrir vinnu sína fyrir þessi fjármála- fyrirtæki. Það mun vera lenska að þeir greiða sér hófleg mánaðarlaun, á bilinu 700 þúsund til 1 milljónar, og taka svo fjór- eða fimmfalda þá upp- hæð út í formi arðgreiðslna í gegnum þær lögmannsstofur sem þeir vinna hjá. Einnig tíðkast að skilanefndar- og slitastjórnarmenn láti starfsmenn sem vinna á lögmannsstofunum sem þeir eiga vinna fyrir hin gjaldþrota fjármálafyrirtæki; þessir starfsmenn eru á föstum mánaðarlaunum hjá fyrirtækjum þeirra og rennur mis- munurinn á laununum fyrir útselda vinnu þeirra í vasa eigenda lög- mannsstofanna. 69 milljónir í laun Í yfirliti yfir laun skilanefndar bank- ans og slitastjórnarinnar kemur fram að laun þeirra sex einstaklinga sem sitja í þeim hafi numið 69 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2010. Þetta þýðir að hver og einn þessara starfsmanna hefur fengið 11,5 millj- ónir króna fyrir vinnu sína við upp- gjör búsins á þessum sex mánuðum. Þetta gera tæpar 2 milljónir króna á mánuði fyrir hvern starfsmann. Þetta er 20 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í launagreiðslur til þessara aðila samkvæmt fjárhags- áætlun bankans. Við þennan kostnað vegna launa- greiðslna til skilanefndar- og slita- stjórnarmanna bætast svo 186 millj- ónir sem farið hafa í launagreiðslur til annarra starfsmanna sem vinna við uppgjör bankans. Þetta er 23 milljónum hærra en gert var ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun bankans. Ekki er vitað hversu margir af þess- um starfsmönnum vinna hjá fyrir- tækjum sem eru í eigu skila- og slita- stjórnarmannanna sjálfra. Annar kostnaður sem var meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- unum er kaup á þjónustu utanað- komandi ráðgjafa. Bankinn keypti þjónustu utanaðkomandi ráðgjafa fyrir 112 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2010 en gert var ráð fyrir 79 milljóna króna kostnaði við þennan lið samkvæmt áætlun- um bankans. Kostnaðurinn við alla þessa þrjá liði í starfsemi bankans var því meiri á fyrri helmingi ársins 2010 en ráðgert var. Meiri vinna en talið var Ástæðan fyrir því að starfsmanna- kostnaður Icebank er hærri en gert var ráð fyrir er sú, samkvæmt því sem segir í glærukynningunni, að lögbundnar launahækkanir áttu sér stað á tímabilinu og gerð- ir voru starfslokasamningar við nokkra starfsmenn. „Starfsmanna- kostnaður jókst vegna lögbund- inna launahækkana og vegna upp- gjörs á samningum við starfsmenn. Starfsmannafjöldi nú er 16 en 31 starfsmaður vann hjá bankanum í upphafi ársins,“ segir í glærukynn- ingunni. Önnur ástæða sem nefnd er til sögunnar í glærukynningunni er að kostnaður vegna kaupa á utanað- komandi ráðgjöf jókst vegna auk- innar vinnu við uppgjör bankans. Af þessum upplýsingum að dæma sést að það getur verið ábata- samt að vinna við að gera upp banka á Íslandi nú um stundir. Við útgreidd laun starfsmanna þessara gjaldþrota banka bætast svo einnig arðgreiðslur vegna þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í sem og önnur laun sem þeir kunna að vinna sér inn við störf fyrir aðra aðila. Uppgjörið á Icebank fór 81 milljón króna fram úr kostnaðaráætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins 2010. Laun skilanefndar- og slitastjórnarmanna nema tæpum tveim- ur milljónum króna á mánuði. Kostnaðurinn vegna uppgjörsins er sagður hafa aukist vegna mikillar vinnu við það og vegna uppgjörs á starfslokasamningum. UPPGJÖR ICEBANK DÝRARA EN TALIÐ VAR ingi f. vilhjálMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Starfsmanna-kostnaður jókst vegna lögbundinna launahækkana og vegna uppgjörs á samn- ingum við starfsmenn. Dýrt uppgjör UppgjöriðáSparisjóða- bankanumverðurdýraraenfjárhags- áætlanirgerðuráðfyrir.AgnarHansson varforstjóriIcebankfyrirhrun. Rannsókn á ætluðu morðvopni tekur lengri tíma en vonast var til: Niðurstöðuennbeðið „Við vorum að vonast eftir því að fá ein- hverjar niðurstöður í síðustu viku en það varð ekki. Við verðum að sjá hvað gerist í næstu viku,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, aðspurður hvort niðurstaða sé komin úr DNA-rannsókn á hnífnum sem grunur leikur á að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað þegar hann myrti Hannes Þór Helgason aðfaranótt 15. ágúst síðastliðins. Hnífurinn, sem fannst í Hafnar- fjarðarhöfn þann 6. september síð- astliðinn, var sendur utan til rann- sóknar og segist Friðrik vonast til að niðurstaðan komi sem fyrst. Þá er einnig beðið niðurstöðu úr DNA- rannsókn á blóði sem fannst á skóm Gunnars Rúnars. „Það er ekkert nýtt að frétta í þeim efnum,“ segir Friðrik. Gunnar Rúnar, sem hefur játað sök í málinu, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur það út þann 24. september. Aðspurður hvort farið verði fram á framlengingu gæsluvarð- haldsins, í ljósi þess að enn er beðið niðurstöðu úr DNA-rannsóknunum, segir Friðrik að venjan sé sú að í jafn alvarlegum málum og um ræðir sitji menn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur. Málið verður sent til ríkissaksókn- ara um leið og rannsóknardeildin hef- ur lokið störfum sínum og segist Frið- rik ekki geta sagt til um hvenær það verður. „Það gæti tekið einhverjar vik- ur.“ Gunnar Rúnar var handtekinn þann 26. ágúst síðastliðinn en hann var fyrst handtekinn skömmu eftir morðið. Hann þekkti Hannes og unn- ustu hans,  Guðlaugu Matthildi Rögn- valdsdóttur, vel. einar@dv.is játaði sök FriðriksegiraðGunnarRúnarmunisitjaívarðhaldiunsdómurgengurí málinu. Fyrsta haustlægðin Lægð sem fór yfir landið á sunnudag með tilheyrandi rigningu er fyrsta haustlægðin, að sögn Einars Svein- björnssonar veðurfræðings. „Það sem gerir lægðina fyrst og fremst að haustlægð er að hún dýpkar fyr- ir þær sakir að kalt loft er nú í há- loftunum í grennd við sunnanvert Grænland. Þar er tekið að hausta og lofthjúpurinn í veðrahvolfinu neð- an 10 km orðinn gegnkaldur ef svo má segja,“ segir Einar á bloggsíðu sinni. Einar segir að næsta lægð sé væntanleg eftir helgi en hún muni fara austar og dýpka fyrir norðaust- an land. „Það hefur í för með sér norðanskot í veðrinu hér á þriðjudag og miðvikudag. Kólnandi veður eins og gefur að skilja og snjóa mun í fjöll um norðanvert landið.“ Nýr sveitarstjóri í Reykhólahreppi Gylfi Þór Þórisson markaðsfræðing- ur hefur verið ráðinn nýr sveitar- stjóri í Reykhólahreppi. Hann er 43 ára að aldri og hefur bæði lokið BA- prófi og meistaranámi í markaðs- fræðum ásamt því að hafa stundað eigin atvinnurekstur með eiginkonu sinni. Að því er fram kemur á vef Reykhólahrepps sóttu tuttugu um starf sveitarstjóra og sex um starf skrifstofustjóra. Þar segir jafnframt að ekki hafi enn verið gengið frá ráðningu skrifstofustjóra en stutt sé í það. Metár í fæðingum Aldrei hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á Íslandi en árið 2009. Þetta kemur fram í nýjum töl- um Hagstofunnar yfir fjölda fæðinga. Árið 2009 fæddust 5.027 börn hér- lendis, 2.561 drengur og 2.466 stúlk- ur. Það eru 192 fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér 4.835 börn. Áður fæddust flest börn árið 1960 þegar 4.916 börn fæddust og árið 1959 þeg- ar 4.837 börn litu dagsins ljós. Flest börn utan hjónabands Aðeins rúmlega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi árið 2009, eða 35,6 prósent. Þetta hlut- fall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, en þá var það 36,5 prósent. Frá 1961 til 1996 lækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi úr 74,3 prósentum niður í 36,5 prósent á sama tíma og hlutfall þeirra barna sem fædd- ust í óvígðri sambúð hækkaði úr 13,4 í 50,9 prósent. Það hlutfall er óbreytt árið 2009, eða 48,8 pró- sent. Hlutfall barna sem fæðast utan sambúðar eða hjónabands er því nokkuð svipað og það var á ár- unum 1961–1965. Þá fæddust 12,4 prósent allra barna utan hjóna- bands eða sambúðar en voru 15,6 prósent árið 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.