Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 25
GÓÐUR SIGUR BLACKPOOL Blackpool vann sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið lagði New- castle á St. James‘ Park, 2–0. Charlie Adam kom nýliðunum yfir með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrir hálfleiks og nýjasti leikmaður liðsins, DJ Campbell, bætti við öðru á lokamínútu leiksins. Blackpool er því komið með sjö stig af tólf mögulegum eftir fyrstu fjóra leikina í deildinni. Blackpool var spáð falli af öllum en þeir appelsínugulu byrja allavega mjög vel. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af þess- um fjórum og það var gegn stórliði Arsenal á útivelli. CHELSEA ÓSIGRAÐ Chelsea-menn mæta ógnar- sterkir til leiks í ár og hafa nú unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Chelsea fór létt með West Ham, 3–1, um helgina en Michael Essien skoraði tvö mörk og Salomon Kalou eitt. Scott Parker skoraði eina mark West Ham á 85. mínútu en það var bara rétt til þess að klóra í bakkann. „Það er náttúrulega bara eins og að fá nýjan leikmann að fá Essien aftur úr meiðslum,“ sagði hæstánægður knattspyrnustjóri Chelsea, Carlo Ancelotti, eftir leikinn. Chelsea er ríkjandi deildar- og bikarmeistari og mætir feykiöflugt til leiks í ár. MÁNUDAGUR 13. september 2010 SPORT 25 Ferrari-menn lögðu allt undir fyrir kappaksturinn á Monza á sunnu- daginn en hefði farið illa ætlaði liðið að gefast upp í ár og fara að huga að bíl næsta árs. Þeir þurfa þó eitthvað að bíða með það því Fernando Alonso landaði sigri fyr- ir Ferrari á heimavelli liðsins og varð Felipe Massa annar. Alonso er núna 23 stigum frá efsta manni, Mark Webber, en hann vann átj- án stig á forystusauðina með sigr- inum. Með þriðja sæti Massa gull- trygði liðið endanlega þriðja sætið í keppni bílasmiða. Alonso var á ráspól en missti Jenson Button fram úr sér í annarri beygju. Alonso ók hraðar en tókst aldrei að komast fram úr Button. Það tókst ekki fyrr en Ferrari-menn brugðu á það ráð að senda Alonso ekki inn á sama tíma og Button á viðgerðarsvæðið. Alonso var látinn keyra aukahring til að byggja upp forskot og dugði það til að kom- ast út úr viðgerðarhléinu á undan Button þegar Alonso fór inn. Gífur- lega klókt og vel útfært hjá Ferrari- mönnum. Alonso ók síðan léttilega fyrst- ur í mark, Button varð annar og Massa þriðji. „Þetta var góður sig- ur og virkilega klókt hjá stjórnar- mönnum að gera þetta svona. Ég á enn eftir að vinna upp fleiri stig en ég var nokkuð heppinn með að Hamilton náði ekki að klára. Ég er búinn að minnka stigafjöldann á milli mín og efsta manns niður í 23 stig úr 41 í einni keppni. Það er allt hægt með þessu nýja skorkerfi þannig að við erum ekkert hættir,“ sagði Fernando Alonso við frétta- menn eftir keppnina. tomas@dv.is Fernando Alonso landaði sigri á Monza: FERRARI ENNÞÁ MEÐ „Það var grátlegt að sjá hvernig við köstuðum þessu frá okkur í lokin,“ sagði sársvekktur knattspyrnu- stjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, við Sky-sjónvarpsstöð- ina eftir 3–3 jafntefli sinna manna gegn Everton í ensku úrvalsdeild- inni um helgina. United-menn voru 3–1 yfir þegar 90 mínútum var lokið en tvö mörk í uppbótar- tíma kostuðu liðið tvö stig. Svip- að gerðist í síðasta útileik gegn Fulham þar sem United var 2–1 yfir og fékk vítaspyrnu en klúðr- aði henni og fékk svo á sig mark undir lokin. Manchester United er nú þegar fjórum stigum á eft- ir Chelsea sem fór létt með West Ham, 3–1. Rússíbani í Guttagarði Leikur Everton og Manchest- er United var skemmtilegur á að horfa en mörkin vantaði framan af. Það voru svo heimamenn sem komust yfir með marki Mikels Arteta á 39. mínútu eftir barna- legan varnarleik United-manna. Manchester-menn snéru þó tafl- inu sér í vil og jafnaði Darren Fletcher með viðstöðulausu skoti af stuttu færi eftir frábæra fyrir- gjöf frá Nani. Nani var svo aftur með góða sendingu fyrir rétt eft- ir að seinni hálfleikur hófst, beint á pönnuna á Nemanja Vidic sem kom United yfir. Dimitart Berbatov skoraði svo frábært mark eftir stórkostlega sendingu Pauls Scholes og voru þeir rauðklæddu með allt í hendi sér á Goodison Park. En í uppbót- artíma hrundi allt hjá United og minnkaði Tim Cahill muninn fyrir Everton. Það var síðan Mikel Art- eta sem tryggði jafnteflið með skoti í Paul Scholes og inn og þar við sat. „Köstuðum þessu frá okkur“ Sir Alex Ferguson var eðlilega ekki skemmt eftir leik og má fastlega búast við því að hans menn hafi fengið hinn víðfræga hárblásara beint í andlitið inni í búningsklefa eftir leik. „Við köstuðum sigrinum frá okkur. Þetta er annar útileikur- inn í röð sem það gerist,“ sagði Sir Alex reiður við Sky eftir leikinn. „Við fengum tækifæri til að jarða Everton hér í dag en við gerðum það ekki. Við fórum illa með mjög mörg færi en ég var ánægður með spilamennsku minna manna stór- an hluta leiksins. Við spiluðum góðan fótbolta en það var grátlegt að sjá hvernig við fórum að ráði okkar undir lokin,“ sagði Sir Alex Ferguson. AFTUR SLYS Á ÚTIVELLI Manchester United gerði sitt annað jafntefli á útivelli í jafnmörgum útileikjum um helgina. United-menn fengu þá á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Everton. Í síð- asta útileik gegn Fulham kastaði United einnig frá sér unnum leik. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is JÖFNUNARMARKIÐ Mikel Arteta bjargaði stigi fyrir Everton-menn. MYND REUTERS BRJÁLAÐUR Ferguson var ekki sáttur við sína menn. MYND REUTERS KÁTIR PILTAR Ferrari-menn fögnuðu vel á heimavelli. MYND REUTERS ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN Everton - Manchester United 3-3 1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (48.), 1-3 Dimitar Berbatov (67.), 2-3 Tim Cahill (90.), 3-3 Mikel Arteta (90.). Arsenal - Bolton 4-1 1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Mrouane Chamakh (58.), 3-1 Alexandre Song (78.), 4-1 Carlos Vela (83.). n Gary Cahill, Bolton (64.). Fulham - Úlfarnir 2-1 0-1 Jelle Van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (49.), 2-1 Moussa Dembélé (90.). n Christophe Berra, Úlfarnir (89.) Manchester City - Blackburn 1-1 0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (56.). Newcastle - Blackpool 0-2 0-1 Charlie Adam (45. víti), 0-2 DJ Campbell (90.). WBA - Tottenham 1-1 0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.). West Ham - Chelsea 1-3 0-1 Michael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (18.), 0-3 Michael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.). Wigan - Sunderland 1-1 0-1 Asamoah Gyan (66.), 1-1 Antolín Alcáraz (87.). n Lee Cattermole, Sunderland (22.) Birmingham - Liverpool 0-0 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 4 4 0 0 17:1 12 2. Arsenal 4 3 1 0 13:3 10 3. Man. Utd 4 2 2 0 11:5 8 4. Blackpool 4 2 1 1 8:8 7 5. Birmingham 4 1 3 0 6:5 6 6. Fulham 4 1 3 0 6:5 6 7. Aston Villa 3 2 0 1 4:6 6 8. Man. City 4 1 2 1 4:2 5 9. Wolves 4 1 2 1 5:5 5 10. Sunderland 4 1 2 1 4:4 5 11. Tottenham 4 1 2 1 3:3 5 12. Bolton 4 1 2 1 6:7 5 13. Liverpool 4 1 2 1 2:4 5 14. Newcastle 4 1 1 2 7:6 4 15. Blackburn 4 1 1 2 4:5 4 16. WBA 4 1 1 2 2:8 4 17. Wigan 4 1 1 2 2:11 4 18. Everton 4 0 2 2 4:6 2 19. Stoke City 3 0 0 3 2:6 0 20. West Ham 4 0 0 4 2:12 0 ENSKA B-DEILDIN Nottingham Forest - Millwall 1-1 Leeds United - Swansea City 2-1 Burnley - Preston North End 1-2 Derby County - Sheffield United 0-1 Watford - Doncaster Rovers 2-2 Cardiff City - Hull City 2-0 Norwich City - Barnsley 2-1 Scunthorpe United - Bristol City 0-2 Reading - Crystal Palace 3-0 Portsmouth - Ipswich Town 0-0 Coventry City - Leicester City 1-1 QPR - Middlesbrough 3-0 STAÐA EFSTU LIÐA Lið L U J T M St 1. QPR 5 4 1 0 14:2 13 2. Cardiff 5 4 1 0 11:2 13 3. Ipswich 5 3 2 0 8:3 11 4. Millwall 5 3 1 1 12:5 10 5. Burnley 5 3 1 1 9:5 10 6. Leeds 5 3 1 1 8:5 10 7. Norwich 5 3 1 1 8:5 10 8. Reading 5 2 2 1 8:5 8 9. Coventry 5 2 2 1 8:7 8 10. Doncaster 5 2 2 1 8:8 8 11. Barnsley 5 2 1 2 7:9 7 12. Sheffield Utd 5 2 1 2 3:5 7 13. Watford 5 1 3 1 7:7 6 14. Swansea 5 2 0 3 6:6 6 15. Scunthorpe 5 2 0 3 5:6 6 16. Bristol City 5 1 2 2 6:9 5 17. Nottingham F. 5 0 4 1 4:5 4 18. Derby 5 1 1 3 6:8 4 19. Hull 5 1 1 3 3:9 4 20. Middlesbro 5 1 1 3 2:8 4 21. Cr. Palace 5 1 0 4 4:11 3 22. Preston 5 1 0 4 4:11 3 23. Leicester 5 0 2 3 4:9 2 24. Portsmouth 5 0 2 3 1:6 2 FORMÚLA 1 STIGAKEPPNI ÖKUMANNA Nafn Lið Stig 1. Mark Webber Red Bull 187 2. Lewis Hamilton McLaren 182 3. Jenson Button McLaren 165 4. Fernando Alonso Ferrari 164 5. Sebastian Vettel Red Bull 163 STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA Lið Stig 1. Red Bull 350 2. McLaren 347 3. Ferrari 288 4. Mercedes 157 5. Renault 58

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.