Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 13. september 2010 mánudagur „ÉG VAR BARA STEINSOFANDI“ Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir steinsvaf á meðan bygging í nokkurra metra fjarlægð frá heimili hennar fuðraði upp í stórbruna í Coatsville í Bandaríkjunum. Hún vaknaði ekki fyrr en slökkvi- liðsmenn brutu niður hurðina hjá henni og komu henni út. Hún segir óhugnanlegt hversu eldurinn teygði sig nálægt henni þar sem hún svaf en segir kraftaverk að enginn hafi látið lífið. „Ég tel mjög vel sloppið að enginn hafi dáið því þetta gerðist um nótt þegar allir voru sofandi. Það er eig- inlega bara kraftaverk því þessi hús fuðra bara upp þegar þau brenna,“ segir Hólmfríður Magnúsdótt- ir, landsliðskona í knattspyrnu. Hólmfríður vaknaði upp við vond- an draum aðfaranótt föstudags þegar slökkviliðsmenn brutu sér leið inn í íbúð hennar í Coatsville í Bandaríkjunum. Hús, sem stendur í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá heimili hennar, stóð þá í ljós- um logum og eldtungurnar teygðu sig að svefnherbergisglugga knatt- spyrnukonunnar íslensku. „Mjög óþægilegt“ „Þessi blokk sem brann er á end- anum og það kviknaði í á fjórðu hæð, ég bý í svona tíu skrefa fjar- lægð frá þessari blokk á fjórðu hæð líka þannig að ég var fáránlega ná- lægt þessu. Ég var steinsofandi og var vakin hálf tvö þegar slökkvi- liðsmennirnir voru búnir að brjóta hurðina hjá mér til að koma mér út,“ segir Hólmfríður í samtali við DV. Hún segir að það hafi verið afar óhugnanlegt að vakna við slökkvi- liðsmenn í íbúðinni hjá sér. Hún hafi litið út og séð að eldurinn var alveg við gluggann hjá henni, enda bara næsti gluggi við. „Ég vissi náttúrulega ekki þá hvort þetta væri mín blokk eða ekki sem væri að brenna. Það var mjög óþægilegt. Svo ég hljóp bara út á bolnum og stuttbuxunum og það var geðveikt mikið af slökkviliðs- bílum fyrir utan.“ Steinsvaf í gegnum allt Hólmfríður segir að eldurinn hafi komið upp klukkan korter í eitt að nóttu en hún varð einskis vör. „Ég hafði sofið í 45 mínútur við þetta og ekki vaknað við neitt. Til að verja blokkina mína voru þeir búnir að vera að sprauta vatni á hana, þar á meðal á gluggann minn á fullu, en ég vaknaði bara ekkert við það, ég var bara steinsofandi.“ Hólmfríður segir að slökkvi- liðsmennirnir hafi lagt sig í gríð- arlega hættu við slökkvistörfin. Samkvæmt bandarískum fjölmiðl- um slösuðust sjö slökkviliðsmenn alvarlega við að ráða niðurlögum eldsins. „Ég sá allavega þrjá sem voru uppi í blokkinni þegar hluti af henni hrundi. Einn brann illa og annar fótbrotnaði held ég. Það var óhugnanlegt að sjá slökkviliðs- mennina borna burt á sjúkrabör- um.“ Klukkan var langt gengin í 6 þegar loksins var búið að slökkva eldinn, að sögn Hólmfríðar, sem í millitíðinni þurfti að standa úti. Hún segir blokkina sína hafa slopp- ið alveg en vegna hitans og ná- lægðarinnar hafi allt verið bráðnað í kringum herbergisglugga hennar. Ein heima og meidd Hólmfríður segir að þá hafi hún ekkert verið sérstaklega spennt fyrir því að fara að sofa. „Svo er ég líka meidd þannig að ég er bara ein hérna,“ segir Hólmfríður sem leikur með Philadelphia Inde- pendence. Herbergisfélagi hennar er ensk stúlka sem var á ferðalagi með liðinu. „Þannig að þær eru all- ar þar og ég bara ein hérna í ein- hverjum svaka bruna.“ Hún kveðst alveg vera búin að jafna sig eftir lífsreynsluna. „Gær- dagurinn fór í að ná mér. Það er bara svo óhugnanlegt að hugsa um hvað þetta var nálægt mér og ég bara sofandi.“ „Ég náði að sofa í nótt. Ég svaf reyndar ekki heima. Ég er með góða íslenska fjölskyldu hérna úti sem ég þekki og fékk að sofa hjá þeim í nótt,“ segir Hólmfríður. Samkvæmt fréttum úr banda- rískum fjölmiðlum þurftu 150 manns að yfirgefa heimili sín vegna stórbrunans. Þess má geta að eldsupptök eru talin vera af völdum reykinga. Sigurður MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Ég var steinsofandi og var vakin hálf tvö þegar slökkvi- liðsmennirnir voru búnir að brjóta hurðina hjá mér til að koma mér út. Eldsvoði í uSa Hérsést slökkviliðsprautavatniá svefnherbergisgluggaHólm- fríðarámeðaneldtungurnar standafráhúsinuviðhliðinaá.  SíMaMynd HólMfríður MagnúSdóttir Slapp með skrekkinn Hólmfríður steinsvafíöllumlátunumogvaknaði ekkifyrrenslökkviliðsmennbrutu niðurhurðinahjáhenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.