Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 13. september 2010 mánudagur Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna Biskupsstofa neitar að láta af hendi ítak sem hún telur sig hafa í hólma á Hagavatni á Snæfellsnesi. Þjóð- kirkjan á jörðina Staðarstað á Snæ- fellsnesi í nágrenni vatnsins en jörð- in liggur ekki að vatninu. Saga þess að kirkjan telur sig eiga nýtingarrétt í hólmanum er rakin aftur til 15. ald- ar. Sóknarpresturinn á Staðarstað fær að tína æðardún í hólmanum og selja hann sjálfur, þannig að ágóð- inn rennur í vasa hans. Óumdeilt er að Þjóðkirkjan á ekki hólmann, en deilan snýst um hvort hún hafi rétt- inn til þess að tína æðardún í honum. Biskupsstofa telur sig vera í fullum rétti. Jörðin Hagi liggur að Hagavatni og á þann hluta vatnsins sem umlyk- ur hólmann. Eigandi jarðarinnar tel- ur að kirkjunnar menn tíni æðardún úr Hólmanum í órétti og hefur kært sóknarprestinn á Staðarstað, séra Guðjón Skarphéðinsson, til lögreglu fyrir ólöglega dúntöku. Tekjur af æð- ardúni úr hólmanum nema allt að 300 þúsund krónum á ári. Mörg hundruð ára Í gegnum aldirnar hefur Þjóðkirkjan eignast ítök í jörðum um allt land, en ítök ganga út á að kirkjan hefur nýt- ingarrétt af tilteknum auðlindum eða hlunnindum í landi annarra. Heim- ildir eru fyrir því að ítak kirkjunnar í hólmanum hafi orðið til í kringum árið 1400 í kjölfar þess að tvö börn fóru niður um ís á vatninu og drukkn- uðu. Lík barnanna fundust ekki, en eftir ráðleggingu prests hétu eigendur hólmans því að nýting æðarvarpsins yrði kirkjunnar ef börnin fyndust. Lík þeirra rak síðan upp um vorið og eign- aðist kirkjan í kjölfarið rétt til að tína æðardúninn og egg. Árið 1952 setti Alþingi hins vegar lög um að kirkjan og aðrir þeir sem teldu sig eiga ítök í jörðum sem eru í annarra eigu yrðu að lýsa þeim ítök- um formlega. Þau áttu þó ekki að taka gildi fyrr en sýslumaður væru búinn að þinglýsa þeim. Kröfum kirkjunnar ekki þinglýst DV hefur undir höndum bréf þar sem biskup Íslands lýsti skömmu síðar ítaki í Gamla hólma í Hagavatni. Ekki er kveðið sérstaklega á um dúntöku í hólmanum. Í öðru bréfi sem DV hef- ur einnig undir höndum svarar sýslu- maðurinn í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu biskupi þar sem hann óskar eftir frekari gögnum, meðal annars um hvernig kirkjan ætli að nýta þetta ítak. Í bréfi sýslumanns segir: „Þá er ekki gerð grein fyrir hagnýtingu þess- ara ítaka að undanförnu og held- ur ekki hvernig þau eru til komin.“ Af þeim sökum var ekki hægt að þinglýsa ítakinu á þeim tíma. Eigandi jarðarinnar Haga hefur nú fengið staðfestingu á því hjá sýslu- manni að kröfum kirkjunnar um nýt- ingarrétt í hólmanum hafi aldrei ver- ið þinglýst. Kirkjan hafi því ekki lengur rétt á því að tína dún í hólmanum sem um ræðir. Sá réttur hafi fallið niður árið 1953. Þrátt fyrir það neitar Bisk- upsstofa að hætta dúntöku í hólman- um og er málið komið í hnút. Skrán- ingin á nýtingaréttinum í hólmanum mun vera til skoðunar hjá dóms- og mannréttindaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu. Biskup viðurkennir ekki eignarrétt Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, verk- efnisstjóri lögfræðimála á fasteigna- sviði Biskupsstofu, segir í samtali við DV að Biskupsstofa viðurkenni ekki að eigandi jarðarinnar Haga eigi grunn- eignarrétt á hólmanum. Því verður haldið áfram dúntöku þar til um ann- að verði úr skorið. „Það er ekki full- komlega ljóst hver geti talist eigandi þessa grunneignaréttar á Hólmanum, en við teljum að Staðarstaðarkirkja eigi dúntökurétt í hólmanum. Ég hef leitað fyrir mér í landamerkjalýsing- um hvort það komi fram að hólm- inn teljist tilheyra ákveðinni jörð sem á land að Hagavatni. Það hefur ekki verið sýnt að eigandi jarðarinnar eigi grunneignarrétt og við viðurkenn- um ekki að hann eigi rétt til dúntöku þarna,“ segir Anna Guðmunda. Aðspurð um bréf sýslumanns, sem bendir til þess að kirkjan hafi ekki lengur afnotarétt af hólmanum, seg- ist hún ekki hafa kynnt sér þau gögn. Bréfið sé ekki til hjá Biskupsstofu og verið sé að vinna í því að finna gögn sem tengjast málinu. Biskupsstofa neitar að hætta æðardúntöku í hólma á Hagavatni á Snæfellsnesi og vís- ar til ítaks í hólmanum frá 15. öld. Landeigandi Haga, sem á þann hluta vatnsins sem umlykur hólmann, hefur kært sóknarprestinn á Staðarstað fyrir ólöglega dúntöku. Lögfræðingur Biskupsstofu segir kirkjuna vera í fullum rétti að nýta æðardúninn BISKUP NEITAR AÐ HÆTTA DÚNTÖKU valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Æðarfugl Dúnninnerrómaðurfyrirgæðioghefurígegnumaldirnarveriðeftirsótt- ur.Fyrirhannfæstháttverð.Mynd sigtryggur ari Karl sigurbjörnsson Biskupsstofaneitar aðviðurkennaeignarétteigandajarðinnar HagaálandinuáhólmaíHagavatnisem sóknarpresturinnáStaðarstaðnýtir. Móður örnu vífar er létt yfir að stúlkan sé komin í leitirnar: „Hræðslanvarsvomikil“ „Ég var að fá skilaboð um að hún væri komin til fóstursystur sinnar og ég er að fara til hennar. Þessu er sem betur fer lokið og vonandi þarf ég aldrei að upplifa annað eins aft- ur,“ sagði Sigríður Bech Ásgeirsdótt- ir í samtali við DV á sunnudagskvöld en víðtæk leit hafði staðið yfir að 15 ára dóttur Sigríðar, Örnu Víf. Ekk- ert hafði spurst til Örnu Vífar síðan á fimmtudaginn. Hún hafði verið í slagtogi með frænda sínum sem kom í leitirnar á laugardaginn. Sigríður Bech segist ekki vita hvar dóttir hennar hafi eytt síðustu dög- um. „Maður er bara svo grandalaus og mikill kjáni í þessum málum. Þessi stelpa hefur verið svo dugleg í skóla og samviskusöm í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og því er erfitt að trúa því að hún sé komin út af sporinu,“ segir mamma hennar sem hafði nánast ekkert tekist að sofa síðan dóttir hennar týndist. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á æv- inni og það skelfilegasta er að hafa þurft að endurtaka aftur og aftur lýs- inguna á henni í hvert skipti sem ég tala við lögregluna. Það er eins og hún hafi aldrei komist inn í neitt kerfi hjá þeim og það er ekki í lagi. Kerfið á að virka fyrir börnin okkar og þá er mér alveg sama hvort eitthvert barn hafi farið oft í meðferð. Þetta eru allt börnin okkar,“ segir Sigríður sem vil nota tækifærið og þakka fyrir þann ótrúlega samhug sem hún fann á þessu erfiða tímabili. „Ég er kannski búin að sofa í þrjá tíma síðan á fimmtudag. Ég næ mér bara ekki nið- ur, hræðslan hefur verið svo mikil. Ég óska engum þess að upplifa annað eins. Hugur fólks hefur verið ótrúleg- ur og ég hef fengið mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig og ókunn- ugu fólki úti í bæ sem vill hjálpa. Nú er ég að fara að sækja hana og nú get- um við vonandi fengið að sofa.“ indiana@dv.is Lokuðu vegi fyrir neyðarbíla Umferðarþrjótar hafa orðið til þess að vegi fyrir neyðarbíla á Reykjanesi hefur verið lokað. Um er að ræða gamlan veg sem liggur upp á Reykja- nesbraut þar sem akstur neyðarbíla var heimilaður til að stytta útkalls- tíma þeirra. Þrátt fyrir merkingar, sem gáfu skýrt til kynna að aðeins væri heimilaður akstur neyðarbíla, nýttu aðrir ökumenn þessa leið og hefur það leitt til þess að veginum hefur nú verið lokað. Kyrrstaða Gaums hluti af samningi Kyrrstöðusamningur við Gaum, eitt sinn aðaleiganda Haga, sem Arion banki gerði á dögunum var hluti af því samkomulagi sem bankinn gerði við Jóhannes Jónsson um að hann hætti aðkomu að Högum. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins. Arion banki samdi nýverið um að Jóhannes myndi láta af störfum sem stjórnarformaður Haga og að hann afsalaði sér forkaupsrétti sínum. Í kyrrstöðusamningum kveður á um að bankinn taki félagið ekki yfir á meðan endurskipulagning þess fer fram. Óljóst er hvaða eignir eru inni í Gaumi þar sem ársreikningi hefur ekki verið skilað frá árinu 2007. Faraldur í gaskútaþjófnaði Tveimur gaskútum var stolið í Mos- fellsbæ á föstudag. Svo virðist sem hálfgerður faraldur ríki í þessum efnum því allnokkur slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglunnar und- anfarnar vikur. Þjófarnir hafa látið til sín taka á ýmsum stöðum í höfuð- borginni og virðist faraldurinn ekki vera bundinn við ákveðinn stað. Lögreglan biður eigendur gaskúta að gera viðeigandi ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þá sem eru með fellihýsi úti við og hafa ekki fjarlægt úr þeim gaskútana. Þá getur verið árangursríkt að kaupa lás og keðju til að gera þjófunum erfitt fyrir. skelfileg lífsreynsla SigríðurBech Ásgeirsdóttir,móðirÖrnuVífar,óskar engumþessaðþurfaaðgangaígegnum martröðinasemhúnhefurupplifað síðustudaga. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.