Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 13. september 2010 fréttir 11 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsæt- isráðherra, segir að allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum hafi mis- heppnast. Bæði rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefnd, sem fjallaði um niðurstöður þeirrar skýrslu, telja að stjórnsýslan undir for- ystu Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur hafi verið ámælisverð og krefjast breytinga. Geir spyr um ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðins- sonar í núverandi ríkisstjórn. „Þungbær reynsla“ „Niðurstaða meirihluta þingmanna- nefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um ákærur á hendur fyrrverandi ráð- herrum, veldur mér miklum von- brigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu. Komi til þess að Alþingi samþykki tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hef- ur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháð- um og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.“ Þetta segir Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu eftir að ljóst varð að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn – og þar af leið- andi mikill meirihluti Alþingis – vilja höfða mál gegn honum fyrir lands- dómi vegna bankahrunsins. „Ég hef gert grein fyrir minni hlið þessara mála í tveimur ítarlegum greinargerðum, til rannsóknarnefnd- ar Alþingis og til þingmannanefndar- innar, sem báðar liggja fyrir opinber- lega. Niðurstaða þeirra þingmanna er mynda meirihluta í nefndinni er eigi að síður sú að meiri líkur séu á að ég verði sakfelldur fyrir brot á lög- um en sýknaður. Ella hefðu þeir al- þingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Al- þingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannrétt- indareglur.“ Vissi ekki Geir segist á löngum stjórnmálaferli og í þau ellefu ár sem hann sat sam- fellt í ríkisstjórn ævinlega hafa reynt að sinna störfum sínum heiðarlega og af samviskusemi. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráð- herraábyrgð. Það eitt er mikið áfall. Allt árið 2008 voru mál er vörð- uðu stöðu viðskiptabankanna, hvort og hvernig takast mætti að koma í veg fyrir að þeir yrðu hinni alþjóðlegu fjármálakreppu að bráð, mitt aðalvið- fangsefni. Þessi vinna stóð sleitulaust af minni hálfu, annarra ráðherra sem að málum komu, embættismanna og þeirra stofnana sem í hlut áttu. Ég vissi ekki hversu mjög bankarnir höfðu verið veiktir innan frá. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir ítarlega rann- sókn rannsóknarnefndar Alþingis.“ Hvað um Össur og Jóhönnu? Geir segir að allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum hafi misheppnast. „Það var reiðarslag fyrir mig eins og landsmenn alla. Ég stend við þá sann- færingu mína að embættisfærsla mín sem forsætisráðherra hafi ekki valdið bankahruninu og það hafi hvorki ver- ið á mínu færi né annarra ráðherra að koma í veg fyrir það á árinu 2008 eins og málum var háttað. Heldur ekki þeirra tveggja áhrifamiklu ráðherra, sem sátu í minni ríkisstjórn, og sitja í æðstu valdastólum í núverandi ríkis- stjórn, en hafa af einhverjum ástæð- um verið undanþegnir umfjöllun þingmannanefndarinnar.“ Geir ætlar ekki að tjá sig meira um málið og kveðst bíða ákvörðun- ar Alþingis en fyrir helgi var lögð fram þingsályktunartillaga um að höfða mál gegn honum fyrir landsdómi. „Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hef- ur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfell- isdómur yfir störfum þingmanna- nefndarinnar og þingsins. Þeir þing- menn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar.“ JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is 27. September 2008 „Nei, nei, nei, nei, ég var að koma frá Bandaríkjunum í morgun eins og þið vitið, búinn að vera nokkra daga í burtu og ákvað að nota daginn í að setja mig inn í það sem er búið að vera að gerast á meðan ég var fjarverandi.“ Geirvarspurðurhvortfundurhans meðseðlabankastjórunumþremurí Stjórnarráðinuhefðiveriðkrísu- fundur.GrafalvarlegstaðaGlitnis varrædd.Geirflýttiheimförsinnifrá Bandaríkjunumtilaðmæta. 28. September 2008 „Nei, ég á ekkert sérstaklega von á því, það náttúrlega kemur fjárlaga- frumvarpið á miðvikudaginn og ég verð með stefnuræðu í Alþingi á fimmtudaginn. Það er allt saman á bara hefðbundnu róli.“ SvarGeirsviðþvíhvortvonværi áyfirlýsingueðaaðgerðum ríkisstjórnarinnaríefnahagsmálum eftirleynifundmeðfulltrúumallra flokka.Veriðvaraðkynnaalvarlega stöðuíefnahagsmálumfyrir viðstöddum. 28. September 2008 „Ja, ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar [...] maður þarf stundum að finna tíma þar sem menn geta talað saman í ró og næði án þess að vera í eilífri tímapressu.“ Geiraðspurðurhvortekkiværi óvenjulegtaðhannfundaðitvisvaryfir helgimeðyfirstjórnSeðlabankans. 29. September 2008 „Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn og við ákváðum að hittast í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu og mér finnst ég hafa gagn af því og það er ekkert óeðlilegt við það að við hittumst eftir þessar breytingar sem orðið hafa á markaðinum.“ Geirvildilítiðtjásigumhvaðhefði fariðframáfundinum,ensagðiað ekkihefðiveriðfariðframásamein- inguGlitnisogLandsbankansmeð formlegumhætti.Framhefurkomið aðforsvarsmennLandsbankans lögðutilaðGlitnir,Landsbankinnog Straumuryrðusameinaðir. 5. október 2008 „Nei, nei. Ég myndi ekki segja að við værum neitt sérstaklega verr stödd.“ ÞessusvaraðiGeirH.Haarde aðspurðurhvortÍslandværiverrstatt enaðrarþjóðir.Daginneftirvoru neyðarlöginsettþarsemFjármála- eftirlitinuvargefinheimildtilaðtaka yfirbankastofnanir. 6. október 2008 Geirneitaðiaðræðaeinstakastöðu bankaaðspurðurhvortLands- bankinnfærisömuleiðogGlitnir áblaðamannafundi6.október. DaginneftirfórFjármálaeftirlitiðinní Landsbankannogyfirtókreksturinn. 9.októbergerðistslíkthiðsamahjá Kaupþingi. Ósannindi Geirs Ég stend við þá sannfæringu mína að embættisfærsla mín sem forsætisráð- herra hafi ekki valdið bankahruninu … „Þungbær reynsla“ ÞingnefndinvilldragaGeir H.Haardefyrirlandsdóm, þingiðáeftiraðafgreiða málið.MeðGeirámyndinni erBjörgvinG.Sigurðsson, þáverandiviðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.