Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 26
Þokkadísin Kristrún Ösp Barkar dóttir nýtur nú lífsins í Faro í Portúgal þar sem hún dvelur ásamt sínum fyrrver- andi, knattspyrnustjörnunni Dwight York. Á Facebook-síðu sinni skrifar glamúrfyrirsætan um lífsreynsluna. Þar kemur fram að vinirnir hafi farið út að borða saman eitt kvöldið. Dög- unum eyði hún hins vegar við kokteiladrykkju við sundlaugar- bakkann þar sem golfvöllur er í grenndinni og fótboltakappinn er víst forfallinn golfari. Hópur vinkvenna skipar knatt- spyrnuliðið FC-Ógn sem hittist reglulega við Ægisíðu til þess að spila fótbolta. Á meðal meðlima eru leikkonan Lilja Nótt Þórarinsdótt- ir og sjónvarpskonan María Sigrún Hilmarsdóttir sem enn hefur þó ekki fundið stund aflögu til þess að mæta á æfingu. Rakel Garðarsdóttir, laganemi og fyrrverandi framkvæmdastýra Vesturports, er einnig partur af lið- inu sem hún segir að stækki með hverri æfingu. „Mætingin var í fyrstu dræm en þetta vatt síðan upp á sig og sífellt fleiri bættust í hópinn. Þetta er alveg rosalega skemmtilegt, mikið stuð og mikil barátta.“ Aðspurð hvernig nafnið FC-Ógn hafi komið til segir Rakel að það hafi eiginlega bara komið af sjálfu sér. „Ætli við séum ekki bara svona harðar píur?“ segir hún og hlær. Rakel segir að þótt nafn liðsins sé ógnvænlegt séu þetta þó bara stelp- ur sem hittist til að vera úti, hreyfa sig og hafa gaman. „Þetta er bara al- veg eins og að fara út að leika. Við hittumst, spilum og förum síðan að slúðra þegar æfingin er búin.“ En þrátt fyrir að vera fyrst og fremst til gamans gert er mikill metnaður í gangi og er markið sett hátt. „Við erum loksins orðnar almennilegt lið, komnar með búninga og svona. Síðan erum við farnar að skipu- leggja árshátíðina okkar, það er allt að gerast.“ Vaskur hópur kVenna skipar liðið FC-óGn: Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnars- dóttir fékk heldur skemmtilega heimsókn um helgina þegar ís- lenski sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson kíkti til hennar ásamt tökuliði sínu en Jón Ársæll er staddur í Búlgaríu til að gera þátt um stjörnuna. Eins og frægt er birtist Ásdís á forsíðu búlgarska Playboy á dögunum. Hún situr ekki aðgerðarlaus þessa dagana frekar en fyrri daginn en fjölskyld- an er nú að undirbúa flutning til Þýskalands þar sem eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður er á samningi. Ásdís á eflaust eftir að taka Þýska- land með stormi eins og henni einni er lagið. 26 fólkið 13. september 2010 mánudagur Ógnvænlegar boltapíur Rakel á harðaspretti Það er ekkert gefið eftir á æfingum hjá FC-Ógn. Mynd SigtRygguR ARi Drekkur kokteila í portúgal í heimsókn hjá Ásdísi Rán Jón ÁRsæll lætur bartana duga Ég er ekki þessi Elvis-eftirherma sem fer og lætur breyta á sér andlitinu til að líkjast goðinu, ég er bara eðlilegur og ánægður með að vera með barta eins og hann,“ segir Jósef Ólason, Elvis-aðdáandi og eftirherma. Jósef er sennilega einn heitasti Elvis-aðdáandi sem fyrirfinnst á hér á landi en hann er stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis á Íslandi sem á tíu ára afmæli um þessar mundir. Jósef undirbýr því af fullum krafti afmælishátíð félagsins sem haldin verður í Reiðhöllinni í Víðidal þann 18. september. Á Facbook-síðu félagsins kemur fram að markmið þess sé að halda minn- ingu Elvis Presley á lofti, syngja lög eftir kónginn og halda skemmtanir. Jósef mun sjálfur koma fram á hátíðinni ásamt öðrum Elvis-aðdáendum og lofar hann góðri skemmtun, en um hundrað manns hafa staðfest komu sína á Fés- bókarsíðu félagsins. Jósef segist hafa verið einlægur Elvis-aðdáandi frá átta ára aldri en hann skartar myndarlegum Elvis-börtum og á tvo sérsaumaða Elvis-galla. „Kon- an mín og tengdamamma hafa stutt mig alveg heilshugar í áhugamáli mínu og gáfu mér þessa galla að gjöf. Þeir voru saumaðir af áttræðri konu að nafni Rakel og eru mjög vel gerðir.“ Að sögn Jósefs er kona hans líka mikill Elvis- aðdáandi, en tíu ára dóttir þeirra hjóna heitir Lísa María í höfuðið á dóttur kóngsins. Jósef er í engum vafa um að Elvis sé á lífi og hefur sínar eigin kenningar um það. „Elvis er á lífi og hann býr á búgarði nálægt Graceland.“ Jósef segir að þar sé hann umlukinn lífvörðum sem verndi hann fyrir ágangi blaðamanna og aðdáenda og hiki ekki við að skjóta á fólk sé þess þörf. Hann segir að allt í kringum dauða Elvis sé mjög óljóst og nefnir sem dæmi að engar lækna- skýrslur séu til varðandi andlát hans. Einnig segir hann að í kistu Elvis liggi eftirmynd af honum úr postulíni. Draumur Jósefs er að heimsækja Graceland einn daginn og hann bætir við: „Það mun ég gera áður en ég fer yfir móðuna miklu.“ hanna@dv.is afmælishátíð Elvis-fÉlagsins: Jósef Ólason er stofnandi aðdáenda- klúbbs elvis presley á Íslandi. klúbb- urinn heldur upp á tíu ára afmæli í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Dóttir Jósefs heitir í höfuðið á dóttur kóngsins en Jósef er handviss um að elvis sé enn á lífi. Jósef Ólason Markmið klúbbsins er að halda minningu Elvis Presley á lofti. MyndiR SigtRygguR ARi Flottur galli Áttræð kona að nafni Rakel saumaði hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.