Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 22
22 ÚTTEKT 13. september 2010 MÁNUDAGUR Samkvæmt nýrri rannsókn eru þau pör sem bíða með líkamlegt samneyti í upphafi sambandsins hamingjusamari en þau sem hoppa strax upp í rúm. Hins vegar geta þeir óþreyjufullu einnig búist við að finna sanna ást. Sambönd sem hefjast á einnar nætur gamni eru ekki endi-lega dæmd til að mistakast, samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var í Iowa-háskóla. Í rannsókninni komst félagsfræðing- urinn Anthony Paik að þeirri nið- urstöðu að ánægja er meiri í sam- böndum hjá pörum sem bíða með líkamlegt samneyti en hjá þeim sem sofa saman á fyrsta stefnumóti eða voru bólfélagar áður en þau ákváðu að láta reyna á alvarlegt samband. Paik, sem er aðstoðarprófessor í UI College of Liberal Arts and Sciences, segir rannsóknina gefa til kynna að það sé gott fyrir framtíðina að bíða með líkamlegt samband fyrst um sinn en að þeir sem hoppi strax upp í rúm geti einnig átt von á ham- ingjuríku sambandi og fundið sanna ást. Paik segir að þótt pör sem hoppi strax upp í rúm saman mælist held- ur óhamingjusamari en hin sem bíða sé þar hinu snemmbúna kynlífi ekki um að kenna. „Langtímasambönd eru ekki fyrir alla. Sumum líkar bet- ur að stunda skyndikynni. Það er því frekar gerð einstaklingsins en gerð sambandsins sem ræður. Þeir sem hafa átt í mörgum samböndum eru líklegri til að stunda skyndikynni og einnig til að vera óhamingjusamir þegar þeir eru á föstu.“ Í rannsókninni kom í ljós að hluti þeirra sem stunda stefnumót hef- ur litla trú á sannri ást. „Okkur kom á óvart að þeir sem hafa í rauninni litla trú á sannri ást gefa sig samt út fyrir það sem sýnir okkur að á „markaðnum“ finnast þeir líka sem eru í rauninni bara að leita eftir skyndi- kynnum. Stefnumótin sameina því „players“ og þá sem leita að al- varlegum sambönd- um.“ Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu Social Science Res- earch, byggðist á svörum 642 gagn- kynhneigðra ein- staklinga í Chicago. Ánægja sam- bandsins var mæld með spurningum um sambandið, framtíðina, ánægju með nánd og hvernig fólk sæi lífið fyrir sér án makans. Einnig var spurt hvenær viðkomandi hefði fyrst sofið hjá makanum. Niðurstöður Paiks og félaga gefa einnig til kynna, líkt og fyrri rannsókn- ir um efnið, að ógiftir og barnlausir séu óhamingjusamari í samböndum sínum en gift barnafólk og að pör, þar sem hvor aðili eigi í góðu sambandi við fjölskyldu hins, séu hamingjusam- ari en þau sem eigi í slæmu eða litlu sambandi við tengdafjölskyldu sína. Í annarri amerískri rannsókn, sem birtist í Journal of Sex Research, kemur fram að einnar nætur gaman getur haft slæm áhrif á andlega líðan ungra kvenna. Í rannsókninni kom í ljós að 18% kvenna og 3% karla höfðu talið að skyndikynnin yrðu upphafið að alvarlegu sambandi og orðið fyr- ir miklum vonbrigðum þegar svo varð ekki. Um 7% karlmanna sögðu skyndikynnin hafa verið hluta af til- raunastarfsemi en 14% kvennanna sögðu það sama. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að skyndikynni eiga sér frekar stað milli kunningja en ókunnugra. „Við sjáum fólk sofa hjá hinum og þessum í sjónvarpsþáttum en við sjáum aldrei afleiðingarnar,“ segir Simon Holowatz kennari við Penn State University Health Serv- ices. „Slíkt veldur misskilningi hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í ástarlífinu. Kynlíf innan ástarsambands hefur betri áhrif á andlega líðan okkar. Þar ríkir traust og kvíðinn sem getur fylgt fyrsta skiptinu er minni.“ LEITARÐU AÐ BÓLFÉLAGA EÐA FRAMTÍÐARMAKA? Notaðu eyrun, ekki munninn Ef þú hljómar eins og biluð plata reyndu þá að ýta á pásu-takkann. „Kannanir benda til þess að ein- staklingar í óhamingjsömum sam- böndum eigi það til að endurtaka sig í von um að hlustað sé á þá. Slíkt virkar sjaldnast. Þeir reyna að tala hvor til annars í stað þess að tala hvor við annan,“ segir Benjamin Karney hjá Relationship Institute við University of California í Los Angeles. Engin neðanbeltishögg Hanskarnir vilja gjarnan fjúka af í hita leiksins. Vandamálið við það, samkvæmt Ritu DeMaria við Council for Relationships í Phila- delphiu, er að um leið og særandi athugasemdir hafa farið í loftið er möguleikinn á að leysa málin far- inn. Samkvæmt rannsókn á vegum háskóla í Chicago sýnir fólk meiri viðbrögð við neikvæðum fréttum en jákvæðum, sem á rætur að rekja aftur í fornöld þegar tilvist manns- ins byggðist á því að geta forðað sér undan hættum. „Þess vegna verður þú að passa hvað þú lætur út úr þér. Mundu að markmiðið er ekki að særa sem mest heldur leysa vanda- málin. Í stað þess að öskra: „Þú ert svo latur!“ skaltu reyna að segja honum hvernig aðgerðaleysi hans hefur áhrif á þig. Prófaðu í staðinn að segja: „Ég er þreytt á að þurfa að sjá um öll okkar mál og vildi að þú tækir einhverja ábyrgð.“ Ekki keppa um sigur „Hvort er mikilvægara fyrir þig, að hafa rétt fyrir þér eða ná sáttum við makann?“ spyr Karney sem seg- ir vandamálin leysast mun fyrr ef pör hætti að keppa um hver hafi rétt fyrir sér og hver rangt. „Reyn- ið að finna milliveginn. Ef það fer í taugarnir á honum hversu mörg SMS þú sendir honum þegar hann er á djamminu með vinum sínum reyndu þá að útskýra fyrir honum að þú sért áhyggjufull ef þú heyr- ir ekki í honum en að þú ætlir að reyna að taka þig á.“ Lærðu að rífast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.