Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 24
ÓLSARAR FENGU BIKARINN EN VÍÐIR FÉLL Víðir úr Garði leikur í 3. deild á næsta ári en liðið féll úr 2. deild um helgina. Víð- ismenn töpuðu fyrir Víkingi frá Ólafsvík, 3–1, fyrir vestan en liðið varð að vinna leikinn. Fjögur stig eru nú á milli Víðis og ÍH sem bjargaði sæti sínu. Víðir fer niður með KV. Leikurinn var síðasti heimaleikur Ólsara á tímabilinu og fengu þeir því bikarinn fyrir sigur í 2. deild en hann tryggði liðið í síðustu umferð. Óls- arar hafa enn að einu markmiði að keppa, að fara í gegnum mótið án þess að tapa. Ólsarar hafa unnið sautján leiki og gert fjögur jafntefli en þeir mæta lið- inu sem fer upp í 1. deild með þeim, BÍ/Bolungarvík, í lokaumferðinni. NJARÐVÍK NIÐUR EN LAUST SÆTI Í ÚRVALSDEILD Njarðvíkingar eru fallnir úr 1. deildinni en lið- ið tapaði 3–0 fyrir Fjölni á laugardaginn. Enn er ekki ljóst hvort Fjarða- byggð eða Grótta fari niður með Njarðvík en það ræðst í lokaumferð- inni. Leiknir og Þór berjast svo um síðasta sætið í Pepsi-deildinni en Leiknir gerði jafntefli gegn Fjarðabyggð, 1–1, á meðan Þór tapaði fyrir HK, 3–2. Leiknismönnum dugar jafntefli á heimavelli í lokaumferðinni en Þór verður að vinna Fjarðabyggð. Leiknismenn geta einnig unnið deildina en þá þurfa þeir að vinna Fjölni og Víkingur að tapa fyrir HK. MOLAR HAMILTON TEKUR ÁBYRGÐ Á MISTÖKUNUM n Lewis Hamilton tókst ekki að kom- ast í mark í Ítalíu-kappakstrinum en stýrisstöng við hægra framhjól brotnaði þegar hann reyndi að komast fram úr Felipe Massa. Skullu framhjól þeirra saman með fyrrgreind- um afleiðingum. „Þetta voru augljóslega mín mistök. Þetta var einn af þessum hlutum sem kemur fyrir í keppni þar sem ekkert er gefið eftir. Titillinn er samt ekkert úr sögunni en það eru svona dagar og svona mistök sem geta kostað mann titla,“ sagði Hamilton sem er nú í öðru sæti stigamótsins á eftir Mark Webber. HATTON GRIPINN VIÐ KÓKNEYSLU n Götublaðið News of the World birti um helgina myndir af hnefa- leikakappanum Ricky Hatton þar sem hann fær sér kókaín á hóteli í Manchester fyrir tveimur vikum. Blaðið segir að góðir vinir Hatt- ons hafi miklar áhyggjur af honum og eitur- lyfjaneyslu hans en Hatton hefur lagt hanskana á hilluna eftir farsælan feril. Í blaðinu er sagt frá því hvernig Hatton saug sjö línur af kóki, drakk ellefu glös af bjór, fjögur vodkaskot og tvö vínglös ásamt slatta af Sambuca í partíinu. Myndir eru því til stuðnings en á þeim er Hatton með andlitið ofan í borðinu og með innsogið á fullu. BECKHAM AFTUR AF STAÐ n David Beckham kom inn á sem varamaður þegar Los Angeles Galaxy lagði Columbus Crew, 3–1, í MLS-deildinni. Beckham lék síðustu tuttugu mínúturnar en hann hafði ekki spilað fótbolta í sex mánuði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á ökkla fyrr á árinu sem meðal annars aftraði honum frá því að taka þátt á HM í sumar. „Ég hef aldrei verið eins lengi frá fót- boltavellinum,“ sagði Beckham eftir leikinn og hann er ekki enn búinn að gefa landsliðið upp á bátinn. „Ég er alltaf klár að spila fyrir England ef kallið kemur,“ sagði Beckham. DJOKOVIC LAGÐI FEDERER n Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki sinn sautjánda risatitil í vikunni eins og allt leit út fyrir. Hann hafði verið í miklu stuði á Opna bandaríska meistaramótinu en Serbinn Novak Djokovic lagði hann í fjórum settum í undanúrslitum um helgina. Djokovic hafði betur, 5:7, 6:1, 6:2 og 7:5. Federer hefur leikið til úrslita á Opna bandaríska síðastliðin sjö ár en nú verða það Djokovic og Rafael Nadal sem leika til úrslita. Federer hefur sett sér það takmark að vinna tuttugu risamót á ferlinum en hann hefur nú þegar unnið flest risamót í sögunni. 24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 13. september 2010 MÁNUDAGUR „Fögnuðurinn var svo sannarlega innilegur,“ sagði kampakátur Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings, við DV í gær en Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi–deildinni með 2–0 sigri á KA fyrir norðan. Á sama tíma tapaði Þór fyrir HK, 3–2, í Kópavoginum og var því ljóst að Víkingur myndi leika á meðal þeirra bestu að ári. „Það var gott að klára okkar leik sjálfir eins og við ætluðum að gera. Svo var það auðvitað góður bónus að hin liðin misstigu sig,“ sagði Helgi. Þórsarar eiga enn möguleika á sæti í Pepsi– deildinni en til þess þarf Leiknir að tapa fyrir Fjölni á heimavelli og Þór að sigra Fjarðabyggð. Leiknir er með fullt hús stiga og aðeins tvö mörk fengin á sig á heimavelli í ár. Verð- ur því að teljast líklegra að Leiknis- menn fylgi Víkingi upp. Ekkert gaman að vera númer tvö Víkingar eiga tvö stig á Leikni sem er í öðru sætinu og eru með mun betri markatölu. Jafntefli ætti því að duga Fossvogspiltum til sigurs í fyrstu deildinni en það yrði fyrsti titill fé- lagsins í heil nítján ár, eða frá því að liðið varð Íslandsmeistari árið 1991. „Það er alveg klárt að við förum í þann leik til að vinna hann. Við ætlum að vinna þessa deild enda er ekkert gaman að vera númer tvö. Fyrsta markmiðinu hefur verið náð, að komast upp um deild. Nú er það að klára hitt markmiðið. Við get- um núna farið í HK-leikinn og not- ið hans og haft gaman í vikunni. Það var vel fagnað eftir KA-leikinn enda áttum við það skilið. En við vilj- um vinna þessa deild, það er alveg klárt,“ sagði Helgi. Getur verið stoltur Þetta er í annað skipti sem Helgi tek- ur slaginn í næstefstu deild en þeg- ar hann kom heim eftir atvinnu- mannaferilinn gekk hann í raðir Fram sem lék þá í 1. deild. Hann var lykilmaður í liðinu sem komst upp um deild og var valinn besti leik- maður deildarinnar. Árið eftir var hann allt í öllu í liði Vals sem varð Ís- landsmeistari og nú var hann lykil- þáttur í að koma uppeldisfélagi sínu upp um deild. „Það er mikið búið að skjóta á mig fyrir að spila í 1. deild. En það hefur bara verið frábært að koma heim aftur og virkilega gott að geta hjálpað mínu liði. Nú er ég búinn að fara upp með tvö lið og vinna Ís- landsmeistaratitil. Ég held ég geti alveg verið stoltur af ferlinum eft- ir að ég kom aftur heim. Það er þó langt því frá að ég hafi verið einn í því að koma Víkingi upp. Ég er með frábæra liðsfélaga og ég hefði ekki gert neitt án þeirra. Það var samt virkilega gaman að taka þátt í þessu og þó maður sé gamall getur maður nú alveg smitað út frá sér sigurvilja,“ sagði Helgi. Þarf að styrkja allar stöður nema framherjann Aðspurður um næsta ár og styrk- leika Víkingsliðsins sagði Helgi: „Við erum með mjög gott 1. deildar lið en það er ekkert samasemmerki á milli þess og úrvalsdeildarliðs, það er alveg ljóst. Við sjáum að Sel- foss og Hauka eru í vandræðum í ár þannig menn mega ekkert gleyma því að við verðum að styrkja hópinn. Ég hef líka trú á því að menn geti það. Það þarf að kaupa í allar stöður nema engan framherja, það er alveg bannað að gera það,“ sagði Helgi og hló. „Nei, nei, ég segi svona. En að öllu gamni slepptu þarf eitthvað að styrkja hópinn.“ Hann bætti við: „Við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári. Það er gríðar- leg tilhlökkun núna í hverfinu og það er ekki talað um annað í Fossvoginum. Það er mikil gleði núna í félaginu og allt í kringum Víking. Þetta verður alveg frábær vika sem er fram undan.“ Skilar alltaf sínum tíu mörkum Það virkar nú þannig að menn verða ekki yngri með tímanum og er Helgi orð- inn 36 ára. Hann hefur þó spilað hvern einasta leik með Víkingi frá því hann kom til félags- ins allt frá Reykja- víkurmótinu. „Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess,“ sagði Helgi léttur. „Skrokk- urinn hefur verið fínn og ég hef verið laus við meiðsli. Það hef- ur oft tekið lengri tíma að jafna sig og þjálfarat- eymið hefur oft verið afar gott við mig að leyfa mér að taka því rólega á æfingum. Oft hef ég ver- ið í keppni við tím- ann hreinlega að ná leikjum en ég er svo þrjóskur að ég vil spila alla leiki,“ sagði Helgi sem missteig sig reyndar hrapallega á Akureyri og er mjög tæpur fyrir lokaleik- inn gegn HK. En ætlar Helgi að halda áfram á næsta ári? „Auðvit- að. Annars væri ég ekkert í þessu. Ég veit alveg að þetta verður ekkert léttara með hverju árinu en ég hef ennþá margt fram að færa og ég lofa að ég skora alltaf mín mörk. Ég hef allt- af skorað þetta í kringum tíu plús mörk og ég stefni á það að ári. Það eru há- leit markmið en ef maður set- ur sér ekki há- leit markmið get- ur maður alveg eins sleppt því að taka þátt í íþróttum,“ sagði Helgi Sigurðs- son, fyrirliði Vík- ings. „ÆTLUM OKKUR STÓRA HLUTI“ Víkingur í Reykjavík leikur í Pepsi-deildinni á næsta tímabili en það var ljóst eftir næst- síðustu umferðina í 1. deildinni á laugardaginn. Víkingar lögðu KA-menn fyrir norðan, 1–0, á meðan Þórsarar klúðruðu sínum málum í Kópavoginum gegn HK. Helgi Sigurðsson ákvað að taka slaginn í 1. deildinni með uppeldisfélagi sínu og hann sér ekki eftir því. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is BETRA EN Í FYRRA Leifur Garðarsson endaði með Víkingsliðið í tíunda sæti í fyrra en kom því upp í ár. EFNILEGUR Sigurður Egill Lárusson er einn þeirra ungu uppöldu Víkinga sem munu sprikla á meðal þeirra bestu að ári. AFTUR Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU Helgi Sigurðsson leikur með uppeldisfélagi sínu í Pepsi-deildinni að ári. MYND KRISTINN MAGNÚSSON DANSKUR MARKASKORARI Jakob Spangsberg hefur verið í Víkinni undanfarin tvö ár. MYNDIR TOMASZ MARIAN KOLODZIEJSKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.