Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 18
Trillukarlar móðgaðir n Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde, var ómyrk í máli í skrifum sínum til þingmanna- nefndar Atla Gíslasonar. „Á stundum hefur mér fundist að ráðherrar í rík- isstjórn Íslands séu eins og 12 trillukarlar sem hittast í kaffi tvisvar í viku, bera saman aflabrögð og horfur, standa saman gegn utanaðkomandi áreiti eða ógnunum en eru jafnframt í samkeppni innbyrðis um aflann,“ segir Þórunn. Meðal trillukarla er lítil ánægja með að vera spyrtir við þessa mestu hörmungarstjórn Ís- landssögunnar. Björn ingi óhress n Litlir kærleikar eru milli Sigur- jóns Magnúsar Egilssonar, verð- launaðs fjölmiðlamanns, og Björns Inga Hrafnsson- ar, eins eigenda Pressunnar, eftir að sá fyrrnefndi sagði á Fésbók- arsíðu sinni að Pressan væri til sölu. Voru í framhaldinu vangaveltur á þræðinum um erfiða stöðu Press- unnar. Björn Ingi mun vera mjög ósáttur við þessa umræðu þar sem vefmiðillinn sé í ágætri stöðu. Þótt Pressan sem heild sé ekki til sölu munu menn þar á bæ vera að leita að auknu hlutafé. jón og jón Ásgeir n Sögusagnir eru uppi um að Jón Ólafsson athafnamaður vinni að því að komast yfir ráðandi eignar- hlut í 365. Þannig myndi Jón að nýju verða aðal- eigandi Stöðvar 2. Ekki er hægt að fullyrða um það hvort flugufótur sé fyrir málinu. Þó er talið hæpið að núverandi eig- andi, Ingibjörg Pálmadóttir eða með öðrum orðum Jón Ásgeir Jóhannes- son, hafi burði til að halda fyrirtæk- inu. Þetta gæti því einungis verið spurning um að þeim takist að stýra félaginu í aðrar hendur. lykilorð Þóru n Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi Kastljóskona, er þessi misserin í Ósló í Noregi þar sem hún starfar við kvikmynda- gerð. Greinilegt er að í útlegðinni vill hún ekki missa af því að lesa DV á net- inu án þess þó að borga. Hún upplýsti á Fés- bókarsíðu sinni að komið væri babb í bátinn. Hún hefði lesið DV með áskriftarlykil- orði borgarstjórnar en nú væri búið að breyta því. Systir Þóru er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi sem sver af sér aðild að málinu. Tryggvi Þór Herbertsson er sleginn. Óttasleginn. Hann óttast að þingmenn muni spillast vegna þess að þeir eru bara með hálfa milljón á mánuði í laun. Tryggvi greindi frá hræðslu sinni í viðtali við Austur-gluggann á dögunum. Hann kvaðst telja að lág laun ykju hættuna á því að störf þingmanna myndu „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann“. Á sama hátt mætti óttast að starfsmenn stórmarkaða fari að selja eiturlyf með-fram störfum sínum, vegna þess hve launin eru lág. Hjúkrunar- fræðingar gætu farið að stela úr vös- um sjúklinga, því launin eru svo lág. Og sorphirðumenn gætu leiðst út í að selja aðgang að líkama sínum, vegna þess að laun þeirra eru miklu lægri en hálf milljón. Og lögreglu- menn, sem eru algerir láglauna- menn, eru eflaust alltaf að draga sér fé vegna launataxtans. Neyðin kennir naktri konu að spinna og spillir alþingismanni. Við Íslendingar þekkjum mörg dæmi þess að ef menn fá bara nógu há laun eru þeir óspilltir eins og hrein mey að vori. Hreiðar Már Sig- urðsson og Sigurður Einarsson voru með 800 milljónir króna í laun árið 2007. Þeir voru launahæstu stjórn- endur Norðurlandanna. Forstjóri Nokia var bara með helminginn af þeirra launum. Enda voru þeir hreinir í hjarta eins og kórdrengir í sal drottins. Svo fengu Hreiðar og Sigurður milljarða að láni hjá bank- anum sínum og við það er óhætt að segja að þeir hafi ummyndast og tekið á sig fas og ásjónu engils. Tryggvi Þór er líka smeyk-ur um að hin svívirðilegu lágmarkslaun þingmanna fæli hæft fólk frá þingstörf- um. Þetta þekkjum við vel. Til dæmis reyndist nauðsynlegt að hækka laun seðlabankastjóra sumarið 2005. Tveimur vikum síðar var Seðlabank- inn svo lánsamur að klófesta Davíð Oddsson í stól seðlabankastjóra. Hug- myndin með launahækkuninni var að tryggja að Seðlabankinn stæðist samkeppni við einkareknu bankana um bankastjóra. Þar var mikil sam- keppni og mikil hæfni á báða bóga. Óspilltu sakleysi Davíðs verður að- eins líkt við nýfallna snjódrífu á fyrsta vetrardag. Reynslan af óförum okkar í bankakerfinu segir hins vegar að við hefðum átt að spara minna í launum bankastjóranna! En skilaboð Tryggva eru skýr: Borgið mér meira, annars gæti ég tekið við mútum! TRYGGVI SPILLIST „Hann hringdi í mig þegar við vorum í Reykjavík í einhverju fríi og spurði hvort að ég vildi vera kærastan hans. Það voru engir múmínálfar með,“ segir BIrGITTA JÓnSdÓTTIr, þingkona Hreyfingar- innar. Birgitta sagði frá því í viðtali í helgarblaði DV að Jón Gnarr og hún hefðu verið kærustupar þegar hún var 15 ára. „Ég var fyrsta kærastan hans og hann var fyrsti kærastinn minn,“ sagði Birgitta í viðtalinu. HVaða PIkköPPLínu noTaðI boRGaR- STjóRInn? „Þetta var mjög „low-profile“.“ n Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, gekk að eiga Guðrúnu Þórsdóttur á heimili þeirra við látlausa athöfn. – DV „Þetta virðist bara vera einshvers konar sérheimur þar sem það þykir allt í lagi að vera óheiðarlegur.“ n Birgitta Jónsdóttir um hvernig vinnustaður Alþingi er í hennar augum. – DV „Þá hafði hann notað nýja pjöllusjampóið mitt í hárið.“ n Vala Grand um vandræðalega uppákomu sem pabbi hennar lenti í. – Monitor „Ég varð vör við að margir Færeyingar sem ég hitti í þessari ferð voru miður sín vegna ummæla þessa manns.“ n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð út í opinbera heimsókn sína til Færeyja. – Vísir „Ég hef fengið til mín fullt af konum sem hafa glímt við ófrjósemi en með því að breyta mataræðinu hafa þær náð að verða ófrískar.“ n Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringar- þerapisti. – Nýtt Líf Nauðsynlegt uppgjör Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, oddvitar hörmunga-stjórnarinnar frá 2008, eru bæði saklaus þar til annað sannast. Það má ekki gleymast í hita þess leiks sem nú stendur þegar þingmannanefnd Atla Gíslasonar leggur til að þrír til fjórir ráð- herrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna vítaverðrar vanrækslu í undanfara hruns ís- lenska fjármálakerfisins. Það er algjörlega nauðsynlegt að grand- var dómstóll fari yfir mál ráðherranna með það fyrir augum að sýkna eða sakfella eft- ir atvikum. Þjóðin, sem býr við gríðarlega skert kjör eftir hrunið, beinlínis kallar eftir þessu uppgjöri við þá sem stjórnuðu landinu. Það er engin ástæða til að leggjast í röfl um tækniatriði hvað landsdóm varðar. Þjóðinni og ráðherrunum er nauðsynlegt að kveðinn verði upp dómur um frammistöðu þeirra á einum stærstu örlagatímum þjóðarinnar. Þetta uppgjör má ekki verða pólitískt. Það verður að eiga sér stað af fullum heilindum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, er eini stjórnmálaleiðtog- inn sem treystir sér til að sýkna ráðherr- ana. Hann vill ekki að dómstóll fjalli um mál þeirra. Sú afstaða er ömurleg og einkenni þess að pólitísk sjónarmið eigi að ráða þess- um hluta uppgjörsins. En þótt ráðherrarnir allir séu enn sak- lausir eru teikn á lofti um að þeir verði sak- felldir á endanum. Geir forsætisráðherra varð uppvís að ýmsum lygum í aðdraganda hrunsins. Hann svaf því ekki aðeins á verð- inum heldur afvegaleiddi þjóðina þegar óveðursský hrunsins hrönnuðust upp. Því fór sem fór. Hugsanlegt er að vörn Geirs verði sú að það sem hann gerði hafi verið af gáleysi. Þá gæti hann skotið sér á bak við það að hafa ekki haft yfirsýn og þess vegna orðið að van- rækslumanni. Hvað sem því líður er nauð- synlegt að dómstóll fjalli um málið. Það er þó ástæða til að óska Atla Gíslasyni, formanni nefndarinnar, til hamingju með að vinna að því að þjóðin nái að gera upp við hrunverja. Alþingi mun taka lokaákvörðun um landsdóm. Gangi það eftir að réttað verði yfir ráðherrum fæst niðurstaða sem líklegt er að þjóðin muni sætta sig við. Þar skiptir engu máli hvort um er að ræða sekt eða sak- leysi. Aðalatriðið er sjálft uppgjörið. Þangað til niðurstaða fæst eru ráðherrarnir saklaus- ir en undir grun hjá heilli þjóði um að hafa brotið gróflega af sér. ReYnIR TRauSTaSon RITSTjóRI SkRIfaR. Það er engin ástæða til að leggjast í röfl um tækniatriði. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 13. september 2010 mánudagur sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 reykJaVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: DV.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.