Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. september 2010 ERLENT 17 Petra Kujau var undirmaður Kon- rads Kujau um tíma. Saksóknarar drógu hins vegar í efa að hún væri skyld falsaranum fræga. FALSAÐI FÖLSUÐ VERK Þrátt fyrir að allir vissu að málverkin væru fölsuð keypti al- menningur verk hans fyrir háar fjárhæðir en Kon- rad öðlaðist heims- frægð fyrir fölsunar- skandalinn árið 1983. Dagbækur Hitlers Frægasta forsíða þýska tímaritsins Stern fyrr og síðar frá því í apríl 1983 en þá birti það brot úr dagbókum Hitlers, sem reyndust svo falsaðar. Blaðamaður Stern var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna hneykslisins. Blaðið keypti dagbækurnar á 700 milljónir króna. Frakkinn Philippe Croizon missti útlimina í slysi fyrir 16 árum. Árið 2008 gat hann varla synt tvær ferð- ir í sundlauginni. En í vikunni mun Croi zon reyna að verða fyrsti útlima- lausi maður sögunnar til að synda yfir Ermarsundið á milli Frakklands og Englands – heila 34 kílómetra. Að deyja eða lifa Croizon er 42 ára og býr í Saint-Rémy- sur-Creuse í vesturhluta Frakklands. Hann missti hendurnar og fæturna eftir að hann varð fyrir skelfilegu rafmagnsstuði á heimili sínu. Þegar hann lá á sjúkrahúsinu horfði hann á heimildarmynd um enska konu sem synti yfir Ermarsundið. Það fyllti hann innblæstri. „Mér voru boðnir tveir kostir eftir slysið: að deyja eða ákveða að lifa. Ég ákvað að byggja sjálfan mig upp aft- ur. Á meðan ég horfði á heimildar- myndina hugsaði ég: „Af hverju geri ég þetta ekki líka?“ segir Philippe Croizon við breska blaðið Indepen- dent. Stífar æfingar Croizon ætlar nú að gera atlögu að þrekvirkinu, en hann hefur stund- að stífar æfingar í tvö ár – synt allt að 35 klukkustundir á viku. Til að auð- velda sér sundið verður hann með sérhannaða gervifætur, sundblöðkur og snorku. Hann segir að það sem bjargað var af höndunum muni veita honum jafnvægi. Flestir þeir sem synda Ermar- sundið komast í land á tíu tímum, synda á fjögurra kílómetra hraða. Croizon ætlar að reyna að synda á þriggja kílómetra hraða og stefn- ir á að ljúka sundinu á 20 til 24 tím- um. Hann mun taka sér mínútuhvíld reglulega til að matast og drekka vatn. Dreif varla tvær ferðir Frakkinn hefur þurft að leggja gífur- lega orku í þjálfunina en hann hafði aldrei haft áhuga á sundi áður en hann slasaðist. Þegar hann lagði af stað í þetta ótrúlega þrekvirki höfðu fáir trú á honum. „Þegar ég hitti hann fyrst í sept- ember 2008 gat hann ekki einu sinni synt tvær ferðir í lauginni,“ segir þjálfarinn hans, Valérie Carbonel. „Hann hafði ekkert þol og gervilim- irnir hjálpuðu honum alls ekkert.“ En tveimur árum síðar synti Croi- zon, merkilegt nokk, frá Noirmouti- er-eyju að Atlantshafsströnd Frakk- lands. Sundferðin tók fimm tíma – eða einum tíma skemur en búist var við. Fjölskyldan mikilvæg Sundkappinn lítur á sig sem „sófa- íþróttamann“ en hann hefur upp á síðkastið misst tólf kíló í gríðarlega umfangsmiklum líkamsæfingum þar sem hann hefur lyft lóðum og synt. Hann er afar þakklátur fjölskyld- unni fyrir mikilvægan stuðning. „Ég á stóra fjölskyldu og hún er mjög ánægð með mig. Eftir tveggja ára æf- ingaferli þar sem ég hef bara borðað, sofið og synt, hafa þau þurft að taka þátt í þessu með mér. Þegar ég syndi hugsa ég um börnin mín. Þau hafa hvatt mig áfram og halda mér and- lega sterkum,“ segir Croizon. Hann hefur fengið stuðnings- skeyti frá Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og fleiri valdamiklum mönnum. „Draumur minn hefur ræst. Ég geri þetta fyrir sjálfan mig en einnig til að sýna gott fordæmi. Mig langar að sýna þeim sem þjást að það sé allt hægt, og maður megi aldrei hætta að berjast,“ segir sund- garpurinn Philippe Croizon. Frakkinn Philippe Croizon, sem missti hendur og fætur í skelfi- legu slysi fyrir 16 árum, ætlar að verða fyrsti handa- og fótalausi maður sögunnar til að synda yfir Ermarsundið. Hann hafði eng- an áhuga á sundíþróttum fyrir slysið. Syndir útlimalaus yfir Ermarsundið HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Mig langar að sýna þeim sem þjást að allt sé hægt og maður megi aldrei hætta að berjast. Sundgarpur Phillipe Croi- zon styðst við gervilimi og blöðkur. Hann ætlar að verða fyrsti útlimalausi maðurinn sem syndir yfir Ermarsundið – heila 34 kílómetra. „Við erum heimilislaus“ Milljónir Pakistana og fórnarlamba flóðanna þar í landi héldu upp á eid, lokadaga ramadan-föstunnar, í tjöldum og skýlum sem undanfarið hafa borist frá hjálparsamtökum. Stelpur sem söfnuðust saman í einum búðunum nálægt orkuveri í borginni Muzaffargarh fengu hjálp- arstarfsmenn til þess að mála hend- ur þeirra í tilefni dagsins. Mæður þeirra, sem stóðu hjá, sögðu þessar litlu hamingjustundir brátt verða á enda. „Við njótum ekki hamingjunn- ar sem vanalega fylgir eid. Hvað er hamingja?“ spurði Amama Bibi, 25 ára. „Við erum heimilislaus.“ 1.750 manns hafa látist í flóðun- um. Túrtappi í morgunkorni Thomas Roddenberry í Georgíu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn framleiðendum morgunkorns eftir að hann fann notaðan túrtappa í morgunkorninu sínu. Atvikið segir Thomas hafa átt sér stað árið 2008 er hann keypti sér pakka af morgunkorninu Chocolate Chip Crunch. Eftir að hafa hellt korninu í skál og fengið sér bita upp- götvaði hann túrtappann í skálinni sinni. Til að bæta gráu ofan á svart segir hann ljóst að tappinn hafi verið notaður. Sagði upp í beinni Norsk kona sem vann sem frétta- maður hjá norska ríkisútvarp- inu sagði upp starfi sínu í beinni útsendingu á laugardagsmorgun. Áður en hún sagði upp kvartaði hún í útsendingunni yfir vinnu- aðstöðunni og bað yfirmann sinn um að bæta úr henni. Konan sem um ræðir átti að lesa fréttir frá Austur-Noregi en byrjaði á því að kvarta yfir að- stöðunni og sagði síðan upp. Þar að auki birti hún uppsagnarbréf sitt á fréttavef ríkisútvarpsins en bæði upptakan af fréttatímanum og uppsagnarbréfið hafa nú verið fjarlægð af vefnum. Mótmælandi skotinn til bana Mótmælandi var skotinn til bana þegar sveitir Nató skutu á mótmæl- endur í Kabúl í Afganistan í gær. Atvikið gerðist í borginni Faizabad í norðurhluta Afganistan eftir að hóp- ur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan herstöð Nató til þess með- al annars að mótmæla hugmynd- um prests í Flórída um að brenna Kóraninn. Talið er að mótmælendurn- ir í Faizabad hafi verið um 10.000. Talsmaður Nató segir að málið sé til rannsóknar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.