Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 13. september 2010 mánudagur • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn yfirmaður í íslands- banka fær afskrifað Útlit er fyrir hundraða milljóna króna afskriftir vegna verktakafyrirtækis sem tengist félagi í eigu yfirmanns í Íslandsbanka, Bjarneyjar Harðardóttur. Fyrirtækið sem um ræðir er SÆ14 ehf. Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað á rústum þess gamla. Félagið skuldar Íslandsbanka 400 milljónir króna. Bjarney Harðardóttir, forstöðu- kona markaðssviðs Íslandsbanka, er stjórnarformaður Búa eignafé- lags sem á 50 prósenta hlut í eign- arhaldsfélaginu SÆ14, áður kallað Húsbygg ehf., sem tekið var til gjald- þrotaskipta þann 31. mars. SÆ14 skuldar Íslandsbanka fjögur hund- ruð milljónir króna. Allt útlit er fyrir að stór hluti skuldarinnar verði afskrifaður og nú hefur nýtt félag verið stofnað á rúst- um þess gamla. Mikil rýrnun eigna Í beiðni um gjaldþrotaskipti fyrir SÆ14 segir að nú sé svo komið fyr- ir félaginu að í því sé engin starf- semi og engin innkoma. Í nýja fé- laginu, sem stofnað var á rústum þess gamla stuttu eftir úrskurð um gjaldþrot, er starfsemin hins vegar sú sama: verktakastarfsemi, kaup á húsum og lóðum, hönnun og bygg- ing mannvirkja og leiga og rekstur fasteigna. Ástæða gjaldþrotaskiptanna er sögð vera ástandið í byggingargeir- anum á Íslandi sem valdi því að fé- lagið geti ekki með nokkru móti borgað af þeim skuldum sem á því hvíli og séu skuldir félagsins orðnar langt umfram eignir þess. Samkvæmt kröfulista og úr- skurðinum um gjaldþrot voru skuldir töluvert umfram eignir, eða 626 milljónir á móti 334 milljónum króna. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið af eignum sem fyrirtæk- ið átti fást upp í skuldir og skoðar skiptastjóri rýrnun þeirra í kjölfar rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Eins og áður sagði er allt útlit fyrir að stórfelldar afskriftir verði á skuldum félagsins sem voru að stórum hluta hjá Íslandsbanka, vinnustað Bjarneyjar. Skiptastjóri þrotabúsins segir afar óljóst hver eignastaða SÆ14 ehf. hafi í raun verið við gjaldþrotaskiptin og sé hún nú athuguð. Bjarney kannast ekki við stöðuna Bjarney segir betur fara á því að þeir sem tengist félaginu beint séu spurðir um afdrif þess og lánastöðu og þver- tekur fyrir að fyrirtækið hafi notið góðs af störfum hennar hjá Íslands- banka og helmingseignarhlut fé- lags hennar í fyrirtækinu. Hún kem- ur af fjöllum hvað varðar stórfelldar skuldir félagsins. „Ég hef ekki nokkra vitneskju um stöðu Húsbygg [SÆ14, innskot blaðamanns] né lánamál, eðlilegt er að þessi spurning sé borin undir þá sem reka það félag eða sitja í stjórn þess,“ segir Bjarney í bréfi til DV. Samkvæmt Lánstrausti er Bjarney hins vegar stjórnarformaður Búa, sem á 50 prósenta hlut í SÆ14. Góð staða fjölskyldufélags Búi ehf. er vel stætt félag. Eigið fé fé- lagsins er 258.886.565 milljónir króna. Tap þess með tilliti til afkomu hlut- deildarfélags var 74.487.922 milljónir. Greiddur arður er sagður í ársreikn- ingi vera 33 milljónir. Bjarney fer með þriðjungshlut í fyrirtækinu og er pró- kúruhafi og stjórnarformaður. Aðr- ir hluthafar eru faðir hennar Hörður Jónsson og Pálmar Harðarson bróð- ir hennar. Eignarhluti í Húsbygg sem nú heitir SÆ14 var metinn á bókfærðu verði í ársreikningi félagsins upp á 251.364.966 krónur. Nafnverð hlutar- ins er 600.000 krónur. Eignarhluturinn í SÆ14 er eini eignarhluti hlutdeildar- félags Búa ehf. Stjórnarformaður Húsbyggs er Hjörleifur Einar Árnason. Stjórnar- maður er Pálmar Harðarson. Góð ímynd mikilvæg bankanum Þrátt fyrir þessi tengsl við skuldum vafið fyrirtæki í þroti fjármögnuðu af bankanum sem hún vinnur fyrir sagði Bjarney Harðardóttir í frétt DV 4. september bankann gera þá kröfu að þeir aðilar sem starfi hjá eða fyrir bankann væru til fyrirmyndar að því leyti að þeir hefðu trausta greiðslu- sögu og væru ekki skráðir á van- skilaskrá hjá Lánstrausti. Þetta sagði Bjarney vegna þeirrar staðreyndar að fyrirsætur og leikarar sem koma til greina í auglýsingar og kynning- arefni fyrir Íslandsbanka eru settir í greiðsluathugun að þeim forspurð- um til að tryggja góða ímynd bank- ans og að þeir væru ekki ráðnir væri greiðslusaga þeirra slæm. Ljóst er hins vegar að Bjarney sjálfist tengist félagi sem skuldar bankanum sem hún vinnur hjá fleiri hundruð milljónir króna. kristjana GuðBrandsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Eðlilegt er að þessi spurning sé borin undir þá sem reka það félag eða sitja í stjórn þess. bílvelta í biskupstungum Bíll valt við bæinn Múla í Biskups- tungum á sunnudagsmorgun. Þrír voru í bílnum og voru tveir fluttir á slysadeild. Sá þriðji slapp ómeidd- ur. Verið er að rannsaka hvort öku- maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Þá var annar ökumaður stöðvaður aðfararnótt sunnudags skammt frá Reykholti í Biskupstung- um grunaður um ölvun við akstur. Glitnir sektaður Hinn gjaldþrota banki Glitnir var sektaður árið 2007 fyrir að tilkynna ekki um áform sín um að opna þá útibú í New York, að því er RÚV greindi frá á sunnudag. Sektin kom frá Fjármálaeftirlitinu sem frétti af opnun útibúsins í fjölmiðlum. Sjö fyrrverandi stjórnendur og lykil- persónur Glitnis þurfa nú að verjast stefnu slitastjórnar bankans fyrir bandarískum dómstólum en slita- stjórnin reynir nú hvað hún get- ur að sýna fram á viðskiptatengsl sjömenninganna við Bandaríkin og réttlæta málarekstur sinn fyrir þar- lendum dómstólum. Sjömenning- arnir fara fram á frávísun og segja málið ekki eiga erindi fyrir banda- rískan dómstól. fundu íshelli 170 metra langur íshellir fannst ný- lega í Hattardal í Álftafirði. Frá þessu var sagt á fréttavef Bæjarins besta þar sem fram kemur að lofthæðin í miðjum hellinum sé um 5 metrar og breidd munnans mælist 12 metrar. Í báða enda er hellirinn opinn og seytlar lítill lækur í gegnum hann. Á sama stað fannst annar íshellir árið 1963 en sá var talvert styttri en þessi sem nú er fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að eldri karlmanni sem grunaður er um að hafa áreitt barn kynferðislega síðastliðið föstudags- kvöld í Laugarneshverfinu í höfuð- borginni. Að sögn lögreglu er hann talinn hafa þuklað á barninu með ósæmilegum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn í fullum gangi og stendur leit yfir að meintum barnaníðingi sem leitaði á tíu ára dreng á lóð Laugalækj- arskóla á föstudagskvöld. Að sögn lög- reglunnar voru nokkrir ungir drengir saman að leik þegar karlmaður, sem talinn er vera á milli fimmtugs og sjö- tugs, leitaði á einn þeirra. Maðurinn er talinn hafa farið með unga dreng- inn afsíðis að nærliggjandi stigagangi sem er við skólalóðina, og káfað á hon- um þar. Hvorki er vitað hver maður- inn er né hvernig hann fékk drenginn til að fara með sér. Lögregla styðst við lýsingu á manninum við leitina. Lög- reglumenn leituðu að hinum meinta barnaníðingi í Laugardalnum á föstu- dagkvöld þar sem að minnsta kosti fjórir lögreglubílar tóku þátt í leitinni. Lögreglumennirnir leituðu meðal annars við Laugalækjarskóla og Engja- veg þar sem tvö íþróttafélög, Ármann og Þróttur, eru með aðsetur. Þeir sem telja sig búa yfir einhverj- um upplýsingum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1104. trausti@dv.is Meintur barnaníðingur á ferð í Laugardalnum: Káfaðiáungumdreng Laugalækjarskóli Drengurinnvaraðleikviðskólann. starfsmaðurinn tengdur við miklar skuldir StarfsmaðurÍslandsbanka,BjarneyHarðardóttir, eróbeinneigandigjaldþrotafélagssemskuldar Íslandsbanka400milljónirkróna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.