Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 1. október 2010 föstudagur Geir einn í snörunni n Þingmönnum var heitt í hamsi á Alþingi á þriðjudaginn í kjölfar þeirrar niðurstöðu að einungis Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði ákærður fyrir vanrækslu í starfi en ekki þrír samráðherrar hans. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði við atkvæðagreiðsluna að það hefði verið vélað í bakherbergjum um að ákæra einn mann. Þingmaður Hreyfingarinn- ar, Þór Saari, segir kosninguna sýna að flokkapólitíkin lifi enn góðu lífi og að endurreisnin sé greinilega afar stutt á veg komin. „Ég er fegin ef ég hugsa um sjálfa mig, en þetta er engu að síður dapurleg stund,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við DV eftir að niðurstaðan varð ljós. Geir H. Haarde tók til varnar í fjölmiðlum og sagði meðal annars: „Bankahrunið er ekki mér að kenna.“ seldu bílinn strax n Ef þú ætlar að selja bílinn þinn skaltu gera það strax. DV sagði frá því á mánudag að höfuðstólslækkanir 40 þúsund myntkörfulána geti haft þær afleiðingar að gangverð á notuðum bílum lækki. „Ég hygg að það verði meiri umsvif á markaði og þetta liðki fyrir kaupum og sölum. Það eru góðar líkur á því að framboðið á notuðum bílum aukist og verðið muni lækka,“ sagði Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, þegar hann var spurð- ur hvað það gæti þýtt fyrir bílamarkað- inn að tugþúsundir bíla losni úr viðjum yfirveðsetningar. Þeir sem vilja fá gott verð fyrir notaðan bíl gætu því hagnast á því að selja hann áður en lánastofnanir ljúka við að endurreikna lánin og færa niður höfuðstól þeirra. Það er þó auðvitað erfitt að fullyrða hvort og þá hversu mikið verðið lækkar. Keypti stofnfé í nafni látinnar móður sinnar n Guðmundur Hauksson, þáverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, keypi stofnfjárbréf í sjóðnum í nafni látinnar móður sinnar í maí árið 2005, samkvæmt heim- ildum DV. Móðir Guðmundar, Ragnhildur Guðmundsdóttir, átti bréf í sparisjóðnum þegar hún lést snemma árs 2004. Í maí 2005 var svo keypt stofnfé í hennar nafni í stofnfjár- útboði sem þá fór fram. Heimildir DV herma að starfsmönnum sparisjóðsins hafi gengið nokkuð erfiðlega að ganga frá kaupunum á bréfunum á kennitölu Ragnhildar og að þeir hafi furðað sig á viðskiptunum. 1 BISKUPINN FÆR 1.400 MILLJÓNIR SLOPPIN! ALÞINGI VEKUR UPP LANDSDÓM: MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 29. – 30. SEPTEMBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 112. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 FRÉTTIR 2–3 n SEX SINNUM MEIRA EN HÆSTIRÉTTUR FRÉTTIR 4 KEYPTI STOFNFÉ Í NAFNI LÁTINNAR MÓÐUR SINNAR n GUÐMUNDUR HAUKSSON SPARISJÓÐSSTJÓRI SPRON FRÉTTIR 8 ARNAR OG BJARKI Í KRÖGGUM FRÉTTIR 6 n SÖMDU OG SLUPPU VIÐ DÓMSMÁL n GEIR EINN Í SNÖRUNNI n SAMFYLKING MARGKLOFIN n „HÁPÓLI TÍSKUR SLAGUR“ n GUÐLAUGUR ÞÓR: ÁKVEÐIÐ Í BAKHERBERGJUM 2 SELDU BÍLINN STRAX SKULDIR Á 40 ÞÚSUND BÍLUM LÆKKA: MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 27. – 28. SEPTEMBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 111. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 SVONA VARÐ Facebook til FÓLKIÐ 26 VÖÐVATRÖLL GERA SJÓN- VARPSÞÁTT RÓBERT MARSHALL: Vill ekki ákæra ráðherra FRÉTTIR 4 Blikar MEÐ BIKAR GLEÐI Í KÓPAVOGI SPORT 24–25 ÍSLENDINGAR FITNA STÖÐUGT ERLENT 16–17 FRÉTTIR 8 ERFIÐAST AÐ SEGJA MÖMMU ÚTTEKT 22–23 VARÐ ÓFRÍSK 15 ÁRA: „Lítill vilji til að útrýma fátækt“ SÉRA BJARNI KARLSSON SEGIR AÐ ALMENNINGUR SÉ FULLUR HRÆSNI: FRÉTTIR 10–11 LÍFSHÆTTULEGUR VEGUR HVERFUR FRÉTTIR 12–13 ORTU SÉR TIL HITA HETJUDÁÐ BJÖRGUNARSVEITAR- MANNS VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR FRÉTTIR 2–3 n HAGFRÆÐIPRÓFESSOR SPÁIR VERÐLÆKKUN n FRAMBOÐ EYKST OG „VERÐ LÆKKAR“. n BÍLASALAR ERU ÞÓ EFINS n SALAN MUN GLÆÐAST NEYTENDUR 14–15 Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Spænskir jarðfræðinemar sem stunda skiptinám við Háskóla Íslands eru fastir í leiguherbergi í vesturbæ Reykja- víkur. Þeir fengu herbergið eftir að hafa séð auglýsingu á vef há- skólans og í kjölfarið sendu þeir tölvupóst til leigusalans. hitt málið 3 8 fréttir 29. september 2010 miðvikudagur Fjórtán ára á rúntinum Sumir virðast vera ansi óþreyjufull- ir þegar bílprófið er annars vegar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst um helgina tilkynning um fjórtán ára pilt sem var á rúntinum í Hafnarfirði. Kauði var kominn til síns heima áður en lögreglan náði til hans og hafði þá skilað bæði bílnum og sjálfum sér heilum á húfi. Betur fór því en á horfðist enda uppátækið stórhættulegt, að því er fram kem- ur í dagbók lögreglu. Pilturinn fékk orð í eyra og sömuleiðis jafnaldri hans sem var með í för. Sá yfirgaf bílinn þegar rúnturinn stóð sem hæst en viðkomandi var handsam- aður þar sem hann reyndi að fela sig í húsagarði. Verðmæti eigna Kaupþings eykst Verðmæti eigna Kaupþings banka jókst að raunvirði um 119 milljarða króna, eða um fimmtán prósent, á fyrri helmingi ársins 2010. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum sem skilanefnd Kaupþings hefur birt í kröfuhafaskýrslu sinni. Nafnvirði heildareigna Kaup- þings nam 2.650 milljörðum króna í lok árshelmingsins en óveðsett- ar eignir bankans eru metnar á 833 milljarða. Þóknanatekjur af lánasafni bankans námu rúmum 800 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þær tekjur standa straum af nær öllum rekstrarkostn- aði Kaupþings utan aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, það er launum, húsaleigu og öðrum kostnaði. Þókn- anatekjur árið 2009 voru um 1.300 milljónir króna. Heildarkostnaður við rekstur Kaupþings banka á fyrstu sex mánuðum ársins var 3,7 millj- arðar króna Lögreglan á Akranesi lagði hald á virka handsprengju á föstudaginn í síðustu viku, sem 18 ára dreng- ur í bænum hafði í bakpoka sín- um. Samkvæmt lögreglu hafði hann verið að sýna félögum sínum sprengjuna skömmu áður. Lögregl- an telur að drengurinn hafi ekki vit- að að sprengjan væri virk og þar af leiðandi stórhættuleg. Hann hafi því verið að fíflast með sprengjuna með félögum sínum. Talið er að sprengjan hafi verið stofustáss í hillu á heimili fjölskyldu í bænum áratugum sam- an. „Kjánagangur,“ segir varðstjóri lögreglunnar, um ástæður þess að drengurinn var með handsprengjuna á sér. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar voru kallaðir til og gerðu handsprengjuna óvirka. Upp komst um málið þegar ungl- ingur í bænum kom inn á lögreglu- stöðina og sagði frá því að annar unglingur í bænum væri með hand- sprengju á sér sem hann væri að sýna öðrum ungmennum. Lögreglan fór í kjölfarið og tók sprengjuna af drengn- um sem sýndi mikinn samstarfsvilja. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig virk handsprengja komst í hendur fjölskyldufólks á Akranesi, en vitað er að hún er bandarísk. Vitað er að bandaríska varnarliðið hélt vopn- aðar heræfingar um allt land á árum áður og ekki er útilokað að hand- sprengjan hafi ratað inn á heimilið í tengslum við þær. Áður hafa fundist virkar handsprengjur á víðavangi á svæðum sem varnarliðið æfði á, sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir heppni að sprengjan skyldi ekki hafa orðið fyrir hnjaski öll þau ár sem hún var inni á heimilinu á Akranesi. „Lögreglan á Akranesi ósk- aði eftir því að sprengjusérfræðing- ar kæmu á staðinn til þess að skoða sprengjuna. Hún var gerð örugg til flutninga á lögreglustöðinni og síð- an fluttu þeir hana á stað í nágrenni Akraness til eyðileggingar,“ segir Hrafnhildur. Lögreglan á Akranesi segir að málinu verði fylgt eftir sem broti á vopnalögum, enda er handsprengju- eign ólögleg hér á landi. valgeir@dv.is Landhelgisgæslan gerði handsprengju á Akranesi óvirka: 18 ára með handsprengju Handsprengja Virk bandarísk hand- sprengja var notuð sem stofustáss á heimili á Akranesi áratugum saman. Guðmundur Hauksson, þáverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, keypi stofnfjár- bréf í sjóðnum í nafni látinnar móð- ur sinnar í maí árið 2005, samkvæmt heimildum DV. Móðir Guðmundar, Ragnhildur Guðmundsdóttir, átti bréf í sparisjóðnum þegar hún lést snemma árs 2004. Í maí 2005 var svo keypt stofnfé í hennar nafni í stofn- fjárútboði sem þá fór fram. Heim- ildir DV herma að starfsmönnum sparisjóðsins hafi gengið nokkuð erfiðlega að ganga frá kaupunum á bréfunum á kennitölu Ragnhildar og að þeir hafi furðað sig á viðskiptun- um. Slík viðskipti í nafni látins aðila geta verið fullkomlega lögleg ef þau eru gerð í nafni dánarbús viðkom- andi, og þar af leiðandi á kennitölu hans, áður en skiptum í dánarbú- inu lýkur. Þegar einstaklingur fellur frá flytjast eignir og réttindi viðkom- andi yfir í dánarbú hans, þar með talin réttindi til að taka þátt í stofn- fjárútboðum vegna stofnfjáreignar einstaklingsins. Réttindin sem fylgja stofnfjáreign viðkomandi kennitölu eru hins vegar bundin við að við- skiptin fari fram á meðan dánarbúið er ennþá til og skipti hafa ekki farið fram á því. Eftir að skiptum úr dánar- búinu lýkur fellur úr gildi sú heimild sem búið hafði til að stunda viðskipti í nafni hins látna. Kæra í farvatninu Heimildir DV herma að kæra sé í far- vatninu þar sem Fjármálaeftirlitinu verði bent á að athuga þessi viðskipti og hvort þau hafi verið eðlileg. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur rannsakað viðskipti stjórnar- og ráðamanna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis með stofn- fjárbréf í sparisjóðnum um sumarið 2007. Þar á meðal eru viðskipti eig- inkonu Guðmundar, Áslaugar Bjarg- ar Viggósdóttur, með stofnfjárbréf á þessum tíma en hún seldi þá 10 milljón hluti í sparisjóðnum. Nokkr- um mánuðum síðar hrundu bréf- in í verði eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað sem hlutafélag og þeir aðilar sem keyptu bréfin töpuðu á fjárfestingu sinni. Rannsókn embættisins beinist meðal annars að því að athuga hvort því hafi verið haldi leyndu fyrir kaupendum bréfanna að tengdir að- ilar hafi selt bréfin og eins hvort þeir stjórnendur sem seldu bréfin hafi haft betri vitneskju um stöðu spari- sjóðsins og þess vegna hafi þeir selt með það fyrir augum að græða. Heimildir DV herma að nú styttist í niðurstöðu hjá embættinu í þessari rannsókn en afar erfitt getur verið að sanna að stjórnendur sparisjóðsins hafi misnotað aðstöðu sína í málinu. Staðfestir ekki kaupin Guðmundur Hauksson vill ekki stað- festa að bréfin í stofnfjárútboðinu 2005 hafi verið keypt í nafni móður hans en staðfestir að hann hafi eign- ast þau bréf sem hún átti. „Þegar móðir mín lést þá gengu þessi bréf yfir til mín og þar með áskriftarrétt- ur,“ segir Guðmundur en stofnfjár- eigendur hafa almennt séð rétt á að bæta við sig hlutum í stofnfjárút- boðum í ljósi þess að þeir eiga bréf í sparisjóðunum. Guðmundur segir að þetta hafi þó ekki átt við í þessu stofnfjárútboði þar sem það hafi einnig verið opið öðrum fjárfest- um. Stofnfjáreign í sparisjóðnum var því ekki skilyrði samkvæmt því sem Guðmundur segir. Aðspurður hvort bréf móður hans hafi verið orðin hans eign þegar stofnfjárútboðið fór fram segir Guð- mundur. „Ég man ekki hvort þau voru komin yfir á mitt nafn eða ekki og sé ekki að það skipti máli. Ég man ekki alveg hvernig þetta gekk fyrir sig, hvenær nafnbreytingin var gerð,“ segir Guðmundur. Því liggur ekki ljóst fyrir hvort dánarbú móður Guðmundar keypti bréfin eða hvort búið var að ganga frá skiptum á búinu þegar það var gert. KEYPTI STOFNFÉ Í NAFNI MÓÐUR SINNAR Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, eign-aðist bréf í sjóðnum sem höfðu áður verið í eigu móður hans. Keypt var stofnfé í nafni móður Guðmundar eftir að hún lést. Heimild er fyrir því að stunda slík viðskipti meðan gengið er frá skiptum í dánarbúi. Guðmundur getur ekki svarað hvort slíkt hafi verið raunin í þessu tilfelli. Kæra vegna málsins er í farvatninu samkvæmt heimildum DV. inGi f. vilHjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég man ekki hvort þau voru komin yfir á mitt nafn eða ekki og sé ekki að það skipti máli. Heimildir DV herma að kæra sé í farvatninu. móðir hans og eiginkona stofnfjáreigendur Bæði móðir Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra og eiginkona hans áttu stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Keypt voru stofnfjárbréf í nafni móður Guðmundar eftir að hún lést. Sterar og dóp í Breiðholti Fíkniefni fundust við húsleit í fjöl- býlishúsi í Breiðholti á föstudag. Um var að ræða nokkur hundruð grömm af marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á stera og tölu- vert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefna- sölu. Húsráðandi, karl á þrítugs- aldri, var handtekinn í þágu rann- sóknarinnar en hann hefur játað að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lög- reglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Aðgerðin er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. skiptinemar losna ekki úr litlu herbergi Spænsku skiptinemarnir Gerard Mil- ian Bel, 21 ára, og Jospe Maria Cabré Brulles, 23 árs, komu til Íslands í ág- ústlok en þeir munu nema jarðfræði við Háskóla Íslands í vetur á vegum Erasmus-áætluninnar. Áður en þeir komu til landsins fundu þeir hús- næði í Reykjavík á lista yfir leiguíbúð- ir og herbergi á vefsvæði fyrir skipti- nema í háskólanum. Þeir sendu leigusalanum tölvupóst og sögð- ust vilja leigja hjá honum. Í kjölfarið lögðu þeir eins mánaðar leigu sem tryggingu inn á reikning leigusalans íslenska. „Við vorum ánægðir með að hafa tryggt okkur íverustað. Það get- ur verið erfitt að finna sér húsnæði í landi þar sem maður þekkir engan. Samkeppnin um íbúðirnar og her- bergin á listanum hjá HÍ var mjög hörð, við álitum okkur heppna,“ segir Gerard. Bannað að bjóða fólki í heim- sókn En við komuna til landsins runnu tvær grímur á spænsku námsmenn- ina. Þeir deila tólf fermetra herbergi í íbúð á Víðimelnum og þurfa að greiða 75 þúsund krónur fyrir á mán- uði. Þeir segjast ekki mega bjóða vin- um í heimsókn á kvöldin og á sunnu- dögum mæti leigusalinn í íbúðina og meti hvort leigjendur hafi þrifið íbúðina nægilega vel. Falli leigjend- urnir á prófi leigusalans þurfi þeir að greiða honum þúsund krónur á dag þangað til þrifin hafa verið kláruð með fullnægjandi hætti. Útlending- ar búa í öllum hinum herbergjum íbúðarinnar og þurfa að hlíta sömu reglum. Skrifuðu ekki undir samning Þegar Gerard og Jospe sáu herberg- ið sem þeir höfðu pantað og kynntu sér húsreglurnar í íbúðinni ákváðu þeir að best væri að leita nýrra miða. Þeim fannst verðið fullhátt fyrir her- bergið sem þeir deila. Þeir skrifuðu ekki undir formlegan samning við leigusalann og hófu að undirbúa brottför. „Við höfðum hvorki séð né lesið samninginn né húsreglurnar áður en við komum. Hann rétti okkur samn- inginn þegar við komum hingað. Við komum hingað til fjarlægs lands og vissum ekki neitt. Við höfðum ekki séð íbúðina og ekki fengið nægar upplýsingar um hana. Og þegar okk- ur leist ekki á þetta gátum við ekki leitað annað,“ segir Gerard. Hann segir að leigusalinn hafi litið svo á að þeir hefðu samþykkt samninginn og skrifað undir hann með tölvupóstin- um sem þeir sendu frá Spáni. „Hann sagðist því ekki geta greitt okkur trygginguna til baka en samt höfðum við ekki skrifað undir neitt.“ Gerðu bindandi samning Þuríður Hjálmtýsdóttir er móð- ir leigusalans. Hún segir að Háskóli Íslands hafi auglýst húsnæðið sem spænsku námsmennirnir hafi fund- ið á netinu fyrir þau. „Samkvæmt lögfræðingi Húseigendafélagsins er það skilgreint sem svo að þegar leigjendur hafi borgað tryggingu hafi þeir gert bindandi samning, hvort sem hann er með undirskrift þeirra eða ekki. Það er því enginn vafi á því að þeir eru búnir að gera bind- andi samning fram í maí. Við höfum reynt að koma til móts við þá eins og hægt er. Við höfum auglýst herberg- ið þeirra en það er erfitt að fá leigj- endur núna,“ segir Þuríður. Hún seg- ir húsreglurnar samkomulagsatriði og þrifin hafi verið skipulögð með þessum hætti. „Það var svo illa geng- ið um. Við reynum að halda utan um þetta og hjálpa þeim. Fjársektirn- ar komu til þegar leigjendur hlýddu ekki reglunum. Það er til í dæminu að við fellum þessar húsreglur nið- ur,“ segir Þuríður og bætir við að það sé jafnframt erfitt að vera leigusali sem þurfi að greiða af íbúðinni. Ekki gangi að leigjendurnir geti gengið út hvenær sem er. Við komum hingað til fjar- lægs lands og vissum ekki neitt. Við höfðum ekki séð íbúðina og ekki fengið nægar upplýs- ingar um hana. helGi hrafn GuðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Gerard og Jospe Skiptinemarviljalosnaúríbúðí Vesturbænumenþeirdeilaherberginuámyndinniog greiða75þúsundkrónurfyrir.Þeireruósáttirviðstrangar húsreglurleigusalansogsegjastekkihafaskrifaðundir leigusamning.Leigusalinneráöðrumáli.mynd SiGtryGGur ari • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.