Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 38
85 ára á laugardag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 1. október 2010 föstudagur Þór Gunnarsson fyrrv. sparisjóðsstjóri sparisjóðs Hafnarfjarðar Þór fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði og hefur alla tíð átt þar heima, fyrst í Vesturbænum, þá Mið- bænum, síðan í Hvömmunum og loks á Hvaleyrinni. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg í Hafnar- firði 1957 og prófi frá Loftskeytaskól- anum 1961. Þór starfaði hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar frá 1961, varð þar spari- sjóðsstjóri 1980 og gegndi því starfi út árið 2004. Þór var á tímabili fyrsti starfsmað- ur Sambands íslenskra sparisjóða sem þá var hlutastarf, sat í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða 1986–2004 og var formaður þess í fjögur ár, var m.a. formaður stjórn- ar Sambands íslenskra sparisjóða í fjögur ár og sat fyrir hönd spari- sjóðanna í stjórn Evrópusambands sparisjóða, sat í laga- og reglugerðar- nefnd Evrópusambands sparisjóða um langt árabil, sat í stjórn Trygg- ingasjóðs sparisjóða og var lengs af formaður hans og sat í stjórnum ým- issa dótturfyrirtækja sparisjóðanna og í ýmsum starfsnefndum þeirra. Þór var fjárhaldsmaður Hafnar- fjarðarkirkju í ellefu ár. Frá sextán ára aldri hefur hann verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins, var for- maður Stefnis, félags ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, hef- ur verið formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og var kosningastjóri flokksins í Hafnar- firði um langt árabil. Fjölskylda Þór kvæntist 15.10. 1966 Ásdísi Valdi- marsdóttur, f. 12.5. 1942, húsmóður. Hún er dóttir Valdimars Guðmunds- sonar, f. 16.8. 1910, d. 28.10. 2001, húsasmíðameistara frá Hólmavík, og Eybjargar Áskelsdóttur, f. 10.1. 1910, d. 29.1. 1992, húsmóður. Börn Þórs og Ásdísar eru Anna Margrét Þórsdóttir, f. 9.4. 1966, við- skiptafræðingur og húsmóðir í Lux- emborg, en maður hennar er Ólafur Gauti Hilmarsson kerfisfræðingur og eiga þau þrjú börn; Þórdís Þórsdótt- ir, f. 29.3. 1967, kerfisfræðingur hjá Íbúðalánasjóði og á hún þrjú börn; Davíð Arnar Þórsson, f. 1.6. 1971, tölvunarfræðingur, kvæntur Ingi- björgu Ólafsdóttur, sjúkraþjálfara og MA í viðskiptafræði, og eiga þau þrjá syni. Bræður Þórs eru Sigurjón Gunn- arsson, f. 11.2. 1944, matsveinn, bú- settur í Sandgerði; Ludwig Heinrich Gunnarsson, f. 10.9. 1945, húsasmið- ur og verslunarmaður hjá N1. Foreldrar Þórs voru Gunnar Hall- dór Sigurjónsson, f. 29.11. 1909, d. 23.2. 1985, loftskeytamaður og list- málari í Hafnarfirði, og k.h., Gertrud Sigurjónsson Abelmann, f. 20.10. 1917, d. 14.8. 2006, húsmóðir. Ætt Gunnar Halldór var sonur Sigurjóns, fiskmatsmanns og verkstjóra og síð- ar bílstjóra í Hafnarfirði Gunnars- sonar, sjómanns og fiskmatsmanns í Hafnarfirði, frá Ölvalsholti í Flóa Gunnarssonar. Móðir Sigurjóns var Margrét Sigurðardóttir. Móðir Gunnars Halldórs var Jón- fríður Halldórsdóttir, b. í Grundum, bróður Guðbjarts í Kollsvík, föður Össurar Antons, afa Árna Helgason- ar, bindindisfrömuðar og fyrrv. sím- stöðvarstjóra í Stykkishólmi, föður Helga skólastjóra. Guðbjartur var einnig faðir Mikalínu, ömmu Bene- dikts Guðmundssonar, fyrrv. sigl- ingamálastjóra. Loks var Guðbjart- ur faðir Guðbjargar Ólínu, ömmu Magnúsar Torfa Ólafssonar ráð- herra og Torfa Ólafssonar hjá kaþ- ólsku kirkjunni. Halldór var sonur Ólafs, b. í Hænuvík Halldórssonar. Móðir Halldórs á Grundum var Guð- björg Brandsdóttir, b. á Hofsstöðum í Þorskafirði Árnasonar. Móðir Jón- fríðar var Halldóra Mikalína, systir Önnu Magdalenu, eiginkonu Guð- bjarts í Kollsvík. Halldóra var dóttir Halldórs, skipherra í Stykkishólmi og víðar Kolvig Einarssonar, b. í Kollsvík og ættföður Kollsvíkurættarinnar Jónssonar. Móðir Halldóru Mikalínu var Halldóra Tómasdóttir, b. í Hrauni á Ingjaldssandi Eiríkssonar, og Þur- íðar Pálsdóttur, b. í Álfadal Hákonar- sonar, af Mála-Snæbjarnarætt. Gertrud var frá Bremerhaven í Þýskalandi, dóttir Heinrichs Abel- mann og Katarinu Abelmann, f. Dös- cher. 70 ára á laugardag Lilja fæddist á Dalvík og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hún var í barnaskóla á Dalvík og stundaði síðar nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Lilja starfaði við bókaverslun Hannesar Jónassonar á Siglufirði um skeið. Lilja og eiginmaður hennar hófu sinn búskap á Siglufirði. Þau fluttu síðan til Hríseyjar og áttu þar heima til 1997. Þá fluttu þau að Ási í Hveragerði þar sem þau bjuggu til ársins 2005. Þá fluttu þau hjón- in á Hrafnistu í Reykjavík. Auk hús- móður- og heimilisstarfa stundaði Lilja fiskvinnslustörf við frystihús- ið í Hrísey og vann við verslunar- störf þar á vegum KEA . Fjölskylda Lilja giftist 29.12. 1946 Sigmanni Tryggvasyni, f. 19.9. 1917, d. 28.10. 2007, lengst af útgerðarmanni í Hrísey. Hann var sonur Tryggva Jóhannssonar, útgerðarmanns á Árskógsströnd og síðar að Hamri í Hrísey, og k.h., Margrétar Gísla- dóttur húsmóður. Börn Lilju og Sigmanns eru Sigurður, f. 10.5. 1947, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Henný Pétursdóttur, f. 31.7. 1951, og eru börn hans frá fyrra hjónabandi Anna Sigrún og Lilja, en börn Sig- urðar og Hennýjar eru Hendrik Pétur og Hulda Hlín; Hanna Krist- ín, f. 27.8. 1948, búsett í Hafnar- firði, en maður hennar er Jakob Þorsteinsson Löve og eru börn þeirra Anna Lilja, Guðbjörg Guð- rún, Auður og Jakob Símon; Sig- urjóna Margrét, f. 3.7. 1951, bú- sett í Garðabæ, en maður hennar er Guðmundur Skarphéðinsson og eru börn þeirra Skarphéðinn og Margrét; Tryggvi J., f. 18.8. 1953, búsettur í Noregi; Gísli Viðar, f. 6.7. 1966, búsettur í Noregi og er sonur hans Andri Emil. Lilja var yngst ellefu systkina en systkini hennar eru öll látin. Foreldrar Lilju voru Sigurður Guðjónsson, f. 9.12. 1885, d. 7.1. 1943, skipstjóri og vélbátaformað- ur að Mói á Dalvík, og k.h., Anna Sigurðardóttir frá Hæringsstöðum, f. 10.10. 1885, d. 7.6. 1971, hús- móðir. Lilja Sigurðardóttir fyrrv. verkakona og verslunarmaður í Hrísey 80 ára á laugardag Guðmundur fæddist í Reykjavík. Hann nam við kvöldskóla KFUM, Námsflokka Reykjavíkur, Línu- mannaskólann, Iðnskólann, lærði vélvirkjun í Landssmiðjunni, lauk sveinsprófi 1953, öðlaðist meist- araréttindi 1961, lauk vélstjóra- prófi frá Vélskólanum 1954, prófi frá rafmagnsdeild 1955 og hefur sótt ýmis námskeið um öryggis- og vinnueftirlit. Guðmundur var vélstjóri á skipum SÍS 1955–59, forstöðu- maður mótornámskeiða Fiskifé- lags Íslands 1959–64 og jafnframt vélstjóri í afleysingum, vélstjóri í Steingrímsstöð við Sog 1964–72, sölustjóri hjá G. Þorsteinssyni & Johnson hf. 1972–73, öryggisskoð- unarmaður hjá Öryggiseftirliti rík- isins 1973–82, tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins 1981–87 og var umdæmisstjóri Reykjavíkur- umdæmis Vinnueftirlitsins til 2000. Guðmundur var formaður Félags járniðnaðarnema og rit- ari Iðnnemasambands Íslands 1951–52, hefur gegnt ýmsum nefndarstörfum fyrir Vélstjórafé- lag Íslands, var formaður sóknar- nefndar Fellasóknar um árabil frá 1994, sat í stjórn menningarfélags- ins Karls I frá 2005 og var formaður þess 2007–2009, hefur starfað með Rotary og í Oddfellowstúkunni Þorkeli Mána nr. 7 og er formaður lífeyrisdeildar SFR frá 2010. Fjölskylda Fyrri kona Guðmundar var Aldís K. Guðbjörnsdóttir, f. 8.10. 1939. Þau skildu. Dóttir Guðmundar og Aldís- ar var Hrafnhildur Auður, f. 2.3. 1959, d. 28.11. 2001, var búsett í Reykjavík og eignaðist hún tvö börn, Maríu Katrínu Fernandez, f. 18.2. 1982, ljósmyndara, og Friðrik Hrafn Pálsson, f. 16.2. 1989, fram- haldsskólanema. Seinni kona Guðmundar er Jóna Ingibjörg Hall, f. 4.8. 1929, fyrrv. hjúkrunardeildarstjóri. Börn þeirra eru Ragnheiður Kristín, f. 25.11. 1967, forstöðu- maður vátryggingasviðs Okkar líf- tryggingar hf., en maður hennar er Egill Erlingsson og eru börn þeirra Elvar, f. 7.9. 1998, og Íris Jóna, f. 8.3. 2002; Gunnlaugur Þór, f. 22.9. 1972, tannlæknir í Reykjavík, en kona hans er Berta Hannesdóttir og eru börn þeirra Regína Lilja, f. 11.9. 2002, og Hannes, f. 8.9. 2008. Alsystir Guðmundar er Hrafn- hildur Auður Jansen, f. 7.12. 1932, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Guðmundar voru Ei- ríkur K. Gíslason, f. 8.8. 1895, d. 9.3. 1983, sjómaður og starfsmað- ur Landsímans, og Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, f. 22.6. 1895, d. 2.3. 1960, húsmóðir. Guðmundur verður staddur Hótel Gala á Tenerife á Kanaríeyj- um á afmælisdaginn. Guðmundur Elvar Eiríksson vélfræðingur Óttar Einarsson kennari og fyrrv. skólastjóri Óttar fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði og ólst þar upp fyrstu sex árin en flutti þá með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Óttar lauk stúd- entsprófi frá MA 1961, kennaraprófi 1962, stundaði nám við Kennarahá- skóla Danmerkur 1976–77 og stjórn- endanám við KHÍ 1992–94. Óttar var kennari við Barna- og unglingaskólann á Þórshöfn 1962– 66, skólastjóri við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal 1966–72, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðn- skólann þar, Tækniskólann og Vél- skólann 1978–84, kennari við VMA 1984–88, kennari í Lundi í Öxarfirði og á Eiðum 1988–92, skólastjóri Sval- barðsskóla í Þistilfirði 1992–98, síð- an kennari við Barnaskólann á Eyr- arbakka og Stokkseyri 1998–2002 og við Menntaskólann að Laugavatni 2002–2007. Óttar var m.a. formaður bóka- safnsnefndar Svarfdæla 1968–72, framkvæmdastjóri kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra 1972–74, í stjórn Amtsbóka- safnsins á Akureyri 1978–82, í stjórn Minjasafnsins á Akureyri 1986–88, í stjórn Bandalags kennara á Norður- landi eystra og formaður þess 1979– 80. Óttar samdi leikritið Möppudýra- garðurinn, 1979. Þá samdi hann í samvinnu við Eyvind Erlendsson og Jón Hlöðver Áskelsson leikritið Af- mælisveisla handa Eyrarrós, í tilefni af hundrað tuttugu og fimm ára af- mæli Akureyrar, 1987. Fjölskylda Óttar kvæntist 3.10. 1964 Jóhönnu Þuríði Þorsteinsdóttur, f. 13.5. 1945, sjúkraliða og kennara. Hún er dótt- ir Þorsteins Ólasonar sem lést 1960, útvegsbónda í Ásgarði á Þórshöfn, og Þuríðar Jónsdóttur sem lést 1993, húsfreyju. Börn Óttars og Jóhönnu Þuríðar eru Steinunn Inga, f. 7.10. 1963, bók- menntafræðingur og áfangastjóri við Menntaskólann í Kópavogi, en sambýlismaður hennar er Brynjar Ágústsson, og á hún tvö börn; Guð- rún Arnbjörg, f. 21.9. 1964, viðskipta- fræðingur og skrifstofustjóri RARIK á Selfossi, en maður hennar er Har- aldur Eiríksson og eiga þau þrjú börn; Þuríður, f. 22.8. 1968, kenn- ari og deildarstjóri við Kársnesskóla í Kópavogi, en maður hennar er Hannes Steinar Guðmundsson og eiga þau fjóra syni. Systkini Óttars: Angantýr, f. 28.4. 1938, fyrrv. kennari og skólastjóri, búsettur á Akureyri; Bergþóra, f. 21.3. 1944, fulltrúi hjá Marel, búsett í Reykjavík; Hildigunnur, f. 17.6. 1947, d. 27.5. 1987, læknaritari á Akureyri; Einar Kristján, f. 12.11. 1956, d. 8.5. 2002, gítarleikari og tónlistarkenn- ari. Foreldrar Óttars: Einar Kristjáns- son, f. 26.10. 1911, d. 6.7. 1996, rit- höfundur og útvarpsmaður, búsett- ur á Hermundarfelli og Hagalandi í Þistilfirði 1938-46 en síðan á Akur- eyri, og k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, f. 16.8. 1917, húsfreyja. Ætt Einar var bróðir Lilju, móður Áskels Mássonar tónskálds. Einar var sonur Kristjáns, b. á Hermundarfelli Ein- arssonar, b. í Garði í Þistilfirði Kristj- ánssonar, b. á Hallgilsstöðum Sig- urðssonar. Móðir Einars var Guðrún Páls- dóttir, b. á Hermundarfelli Þorsteins- sonar, b. á Brimnesi Jónatanssonar. Móðir Guðrúnar var Steinunn Jóns- dóttir, b. á Múla í Öxarfirði Jónsson- ar, b. á Snartarstöðum Jónssonar. Meðal systkina Guðrúnar er Þór- halla, móðir Árna Harðarsonar söng- stjóra. Guðrún er dóttir Kristjáns, b. í Holti í Þistilfirði Þórarinssonar, b. á Efrihólum Benjamínssonar. Móð- ir Guðrúnar var Ingiríður, systir Jó- hannesar á Gunnarsstöðum, afa Steingríms Sigfússonar fjármálaráð- herra. 70 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.