Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 24
Eitt það fyrsta sem ferðamenn í Al- baníu taka eftir þegar þeir fara um landið er gríðarlegur fjöldi stein- steyptra, niðurgrafinna skotbyrgja sem sjá má víða í bæjum og á lands- byggðinni. Byrgin, sem eru um 750 þúsund talsins, voru byggð á dögum kommúnistastjórnar einræðisherr- ans Envers Hoxha á árunum 1950 og 1985. Byrgin voru reist til þess að auð- velda kommúnistastjórn Hoxha að verjast innrásum frá óvinum Al- baníu, sama hvort um væri að ræða Bandaríkjamenn eða önnur komm- únistaríki sem Hoxha hræddist. Ef kæmi til árásar áttu allir vopnfær- ir Albanir að manna byrgin og verj- ast innrásarliðinu - um það bil eitt byrgi var reist fyrir hverja fimma Al- bana. Svo mikil var vænisýki Hoxha að stjórnvöld í Albaníu hættu ekki að byggja þessi byrgi fyrr en níunda ára- tugnum þegar ríkið átti einfaldlega ekki lengur fyrir þeim. Nú standa þessi byrgi víðs vegar um landið sem minning um valda- tíð Hoxha og þann hugsanahátt sem einkenndi stjórn landsins á seinni helmingi tuttugustu aldarinnar þegar kommúnistaleiðtoginn hélt landsmönnum nánast í gíslingu. Mönnum var refsað með fangelsis- vist eða jafnvel lífláti fyrir að gagn- rýna Hoxha og stjórn hans, íbúar máttu hvorki flytja né ferðast frá ein- um stað til annars, einkaeignaréttur var bannaður og ríkisvaldið iðkaði stífa ritskoðun á bókum og fjölmiðl- um – mönnum var jafnvel refsað fyrir að hlusta á Rolling Stones og aðra slíka vestræna tónlist. Alban- ía einangraðist smám saman eftir því sem vænisýki Hoxha batt enda á áður vinsamleg samskipti við helstu kommúnistaríki heimsins, Sovétrík- in, Júgóslavíu og Kína. Í dag er öldin önnur í Albaníu á stjórnmálasviðinu og þeir feta sig smám í átt ti aukins lýðræðis en íbúar landsins eru enn að gera upp þenn- an tíma kommúnismans – meðal annars spyrja sig að því hvern fjand- ann þeir eigi að gera við öll þessi skotbyrgi í breyttum heimi. Í millitíð- inni hafa byrgin orðið að eins konar þjóðartákni í Albaníu; fáir minjagrip- ir eru vinsælli í Albaníu en pínulitlar útgáfur af skotbyrgjunum sem hægt er að taka með sér heim og nota sem pennastatíf eða bókastoð. Steypa í stað matar Ég fór í tíu daga ferðalag um Albaníu um miðjan september ásamt um 20 öðrum Íslendingum og líkt og gildir um marga Albaníufara eru þessi byrgi mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um ferðina. Byrgin eru bæði truflandi en jafnframt nokkuð heillandi á sama tíma. Stjórn Hoxha eyddi gríðarlegum fjármunum í steinsteypu, járn og auð- vitað vinnuafl við að byggja öll þessi byrgi til að verjast árásinni sem svo aldrei kom. Á meðan Albaníustjórn eyddi tak- mörkuðum fjármunum sínum í stein- steypu til að verjast ólíklegri innrás liðu margir af íbúum landsins skort, sérstaklega íbúar í sveitum Alban- íu sem höfðu það hlutverk að fram- leiða landbúnaðarafurðir og rækta landið til að fæða íbúana. Albanía var að mestu leyti sjálfbært hvað varðaði framleiðslu á matvöru eftir að sam- skipti landsins við stórveldi komm- únismans voru orðin súr á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. Þessi sjálfsþurftarbúskapur landsins náði þó ekki til bændanna sjálfra sem áttu að yrkja landið fyrir samneysluna en ekki fyrir eigin einkaneyslu. Sjálfs- þurftarbúskapur bændanna sjálfra var því bannaður enda áttu þeir land- ið sem þeir ræktuðu heldur ríkisvald- ið. Ofan á kostnaðinn við byggingu byrgjanna bættist að vinnufærum Al- bönum var gert skylt að verja um tíu dögum á ári í þegnskylduvinnu við viðhald á þeim. Viðkvæði Hoxha á þessum tíma, þegar Albanía var orðið algerlega ein- angrað í stjórnmála- og hugmynda- fræðilegum skilningi, var að ýta frekar undir vænisýkina og einangr- unarhyggjuna í landinu. Meðal þess hann sagði þegar hann var orðinn gamall maður í kringum 1980 var að Albanía myndi verða á tánum áfram og að landið léti ekki erlend ríki góma sig í bólinu. „Þeir munu aldrei koma að okkur óvörum, við munum aldrei sofna á verðinum. Allir þurfa að gera sér grein fyrir eftirfarandi: Veggir virkja okkar eru gerðir úr rammgerðu graníti.“ Fátt hafði hins vegar bent til þess um árabil að eitthvert erlent ríki hefði áhuga á að ráðast inn í Alban- íu. Það var meðal annars þessi hugs- unarháttur Hoxha sem gerði það að verkum að hann lét byggja svo mörg byrgi og ól á hræðslu albanskra borg- ara um að innrás væri á næsta leyti. Fyrir vikið staðnaði Albanía meðal annars og lítið breyttist þar um ára- tugaskeið á meðan flest önnur lönd í Evrópu gerbreyttust frá seinna stríði og fram á níunda áratuginn. Verður gist í byrgjum? Fararstjórinn okkar í ferðinni, Elt- on Caushi, sagði okkur frá því þeg- ar hann ræddi við okkur um byrgin að mikið væri skeggrætt um framtíð þeirra í Albaníu samtímans. Caushi sagði okkur að ríkisvaldið í Albaníu stæði frammi fyrir ákveðnu vanda- máli vegna þessara byrgja. Þau eru lýti á landslaginu og þjóna engum til- gangi í dag nema að veita ýmis konar skepnum skjól fyrir steikjandi sólinni í Albaníu og ungu fólki griðastað fyrir samlífi og fleira slíkt, og því væri nær- tækast að brjóta byrgin niður og farga steypunni og járninu eða nýta efnið á einhvern annan hátt. Þessi lausn er hins vegar þeim annmörkum háð að hún kostar tals- verða fjármuni: Nota þyrfti stórvirkar vinnuvélar og flutningabíla í hreins- unarstarfið auk fjölmenns mannafla. Ríkisstjórn Albaníu hefur hins veg- ar ekki lagt í þessa lausn og því þarf að finna einhverja aðra - slík steypu- vandamál eru reyndar algeng í Alban- íu þar sem einnig má sjá hálfhrunin hús víðs vegar um landið sem hið op- inbera hefur rifið niður þar sem hús- in voru byggð án þess að tilskilin leyfi væru fyrir hendi og enginn veit hver það er sem á að hirða byggingarefn- ið upp. Caushi sagði okkur frá því að ein- hverjum tilfellum hefðu einstaka Al- banir ákveðið að losa sig við byrgin sjálfir. Þetta væri ekki létt verk þar sem mikið magn af járni væri í þeim til að gera þau rammgerðari. Sagan seg- ir reyndar að Enver Hoxha hafi viljað leggja svo mikinn metnað í byrgin að hann hafi beðið einn af verkfræðing- unum sem hannaði þau að vera inni í einu byrginu á meðan skriðdreki skaut á það. Hoxha var ekki í rónni fyrr en hann sannfærðist um að byrg- in stæðu af sér slíka árás. Af þessari Enver Hoxha, leiðtogi kommúnista- flokksins í Albaníu, lét reisa 750 þúsund rammgerð skotbyrgi víðs vegar um landið til að verjast innrásum frá útlöndum á árunum 1950–1985. Byrgin eru til marks um þá einangrunarhyggju og vænisýki sem einkenndi stjórnartíð hans. Byrgin standa flest enn og hafa Albanir brotið heilann um hvað hægt sé að gera við þau og hafa ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum. Ein er sú að breyta byrgjunum í hótelherbergi. BYRGIN HANS HOXHA HÉR ER ALBANÍA INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Allir þurfa að gera sér grein fyrir eftirfarandi: Veggir virkja okkar eru gerðir úr rammgerðu graníti. Byrgi við byrgi Hlöðnu veggirnar á myndinni liggja á milli byrgjanna á svæðinu og tengja þau saman. Nokkrir af íslensku ferðalöngunum sjást einnig á myndinni. Tilgangur byrgjanna var að auðvelda Albönum að verjast innrásum. MYND INGI FREYR Eitt af sexþúsund Byrgið sem hér sést er eitt af sexþúsund slíkum í dal í suðurhluta Albaníu þar sem borgin Gijrokaster stendur. Nálægð dalsins við landamæri Grikklands gerði það að verkum að Hoxha lét byggja svo mörg byrgi í dalnum. Byrgið sem hér sést er af stærri gerðinni og átti að rúma fallbyssu og nokkra menn. MYND INGI FREYR 24 ERLENT 1. október 2010 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.