Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 54
54 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Stærsta stund golfsins hefst í dag þegar Ryder-bikarkeppnin hefst en þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Bandaríkin höfðu sigur í fyrra í Kentucky og rufu þar með sigurgöngu Evrópu sem hafði unnið þrisvar í röð fyrir síðasta Ry- der-bikar. Seinni tvö árin gjörsam- lega niðurlægði Evrópa Bandaríkin en í fyrra unnu heimamenn flottan sigur. Þá var við stjórnvölinn Paul Azinger sem fáir höfðu trú á sem fyrirliða. Honum tókst þó að setja saman frábært lið sem gersigraði Evrópulið Nicks Faldo. Bandaríkja- menn hafa þó ekki unnið í Evrópu síðan árið 1993 þegar þeir höfðu sigur á Belfry-vellinum á Englandi. Það lendir á Corey Pavin, fyrirliða Bandaríkjanna, að vinna loks aftur sigur á evrópskri grundu. 1979 fyrsta keppni Evrópu Ryder-bikarkeppnin var fyrst hald- in sem sýningarmót árið 1927 milli bandarískra og breskra kylfinga. Það gafst svo vel að ákveðið var að halda það á tveggja ára fresti. Til ársins 1971 unnu Bandaríkin 16 sinnum og Bretland aðeins þrisvar. Því var ákveðið að bæta við írskum kylfingum og keppt þannig næstu þrjú árin sem Bandaríkin unnu auðveldlega. Árið 1979 gerðu ungir spænskir kylfingar gott mót. Því var ákveðið að þeir myndu leika með Bretun- um undir merkjum Evrópu í fyrsta skiptið. Næstu þrjú ár héldu Banda- ríkin áfram að vinna en þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Það var af sem áður var. Það var svo 1985 að Evrópa tók völdin í Ryder- bikarnum og hefur unnið eins og áður segir átta af síðustu tólf mót- um. Pavin stýrir liði Bandaríkjanna Corey Pavin stýrir liði Bandaríkj- anna í ár og er það undir honum komið að verða fyrsti maðurinn til að landa sigri fyrir Bandaríkin í Evrópu síðan 1993. Heilt yfir verða Bandaríkin einfaldlega að rétta sinn hlut en þrátt fyrir sigurinn í fyrra hefur Evrópa haft tögl og hagldir í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Pa- vin gerðist atvinnumaður árið 1984 en hann er fimmtugur. Í dag keppir hann á mótaröð eldri kylfinga. Pavin á að baki fimmtán sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið eitt stórmót á ferlinum – opna bandaríska árið 1995. Pavin var í Ryder-liði Bandaríkjanna árin 1991, 1993 og 1995 en í fyrstu tveim- ur keppnunum sem hann tók þátt í unnu Bandaríkin, þar af einn sigur á evrópskri grundu. Það hafa Banda- ríkjamenn ekki endurtekið und- anfarin sautján ár, og hafa þurft að horfa upp á Evrópumenn fara með titilinn í flugvél frá Bandaríkjunum nokkrum sinnum. Monty vill titilinn aftur Hinn almenni golfáhugamaður þekkir Ryder-fyrirliða Evrópu í ár mun betur en Corey Pavin. Liði Evr- ópu stýrir í ár sjálfur Colin Mont- gomerie, hinn þrekvaxni fýlupúki. Þó hann sé ekki alltaf með bros á vör er Montgomerie mikill keppnis- maður og hefur hann margoft lýst því yfir að sigur sé það eina sem komi til greina. Evrópa fær tækifæri til að endurheimta bikarinn, og það á heimavelli. Það skal gerast. Colin Montgomerie hefur verið atvinnumaður frá árinu 1988. Hann hefur unnið 31 mót á Evrópumóta- röðinni sem er fjórði besti árangur sögunnar. Honum hefur aftur á móti aldrei tekist, á löngum ferli, að vinna eitt af risamótunum fjórum. Hann á að baki glæstan Ryder-feril. Monty hefur tekið átta sinnum þátt í Ryder- bikarnum og haft sigur fimm sinn- um. Nú vill hann þann sjötta. Hvað gerir Tiger? Besti kylfingur heims, Tiger Woods, hefur svo sannarlega ekki spilað eins og sá besti síðastliðin misseri. Tig- erinn hefur sett skelfileg persónuleg met með því að komast ekki í gegn- um niðurskurði og vera neðarlega á mótum sem hann er vanur að sigra með lokuð augun. Hann komst ekki sjálfkrafa í Ryder-liðið, en Corey Pa- vin kom ekki mörgum á óvart með því að velja hann í fyrirliðavalinu. Tiger var valinn ásamt Rickie Fowler, Zach Johnson og Stewart Cink. „Reynsla Tigers er ómetanleg og ef hann nær sér á strik er hann ekki bara lykilmaður Bandaríkj- anna heldur besti kylfingur heims. Corey er ekki að taka neina áhættu finnst mér með því að velja Tiger. Í Ryder-bikarnum er keppt eftir liðs- fyrirkomulagi og keppnisandinn og félagsskapurinn mun hjálpa Tiger mikið. Fyrir mitt leyti kom þetta mér ekkert á óvart ég er bara ánægður að sjá Tiger í liðinu,“ segir Paul Azinger, fyrirliði Bandaríkjanna í síðustu Ry- der-keppni. EVRÓPA VILL BIKARINN AFTUR Ryder-bikarinn hefst í dag. Þar leiða saman hesta sína lið Bandaríkj- anna og Evrópu í sextánda sinn. Bandaríkin höfðu öruggan sigur í fyrra eftir þriggja ára einokun Evrópu. Í ár stýrir Colin Montgom- erie liði Evrópu sem hyggur á hefndir á heimavelli. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is 2008 VALHALLA, KENTUCKY Bandaríkin sigra með 16,5 gegn 11,5 2006 THE K CLUB, ÍRLANDI Evrópa sigrar með 18,5 gegn 9,5 2004 OAKLAND HILLS, MICHIGAN Evrópa sigrar með 18,5 gegn 9,5 2002 THE BELFRY, ENGLANDI Evrópa sigrar með 15,5 gegn 12,5 1999 THE COUNTRY CLUB, MASSACHUSETTS Bandaríkin sigra með 14,5 gegn 13,5 1997 VALDERRAMA, SPÁNI Evrópa sigrar með 14,5 gegn 13,5 1995 OAK HILL, NEW YORK Evrópa sigrar með 14,5 gegn 13,5 1993 THE BELFRY, ENGLANDI Bandaríkin sigra með 15 gegn 13 1991 KIAWAH ISLAND GOLF RESORT, SUÐUR-KARÓLÍNU Bandaríkin sigra með 14,5 gegn 13,5 1989 THE BELFRY, ENGLANDI Liðin skilja jöfn með fjórtán vinninga hvort, Evrópa heldur titlinum þar sem það vann árið áður BANDARÍKIN Fjórir sigrar EVRÓPA Fimm sigrar Eitt jafntefli FYRRI KEPPNIR FYRIRLIÐI Corey Pavin. VARAFYRIRLIÐAR Paul Goydos, Tom Lehman, Davis Love III, Jeff Sluman. LEIKMENN Phil Mickelson, Hunter Mahan, Bubba Watson, Jim Furyk, Steve Stricker, Johnson, Jeff Overton, Matt Kuchar, Stewart Cink (fyrirliðaval), Rickie Fowler (fyrirliðaval), Zach Johnson (fyrirliðaval), Tiger Woods (fyrirliðaval). Reynsla Tigers er ómetanleg og ef hann nær sér á strik er hann ekki bara lykilmað- ur Bandaríkjanna heldur besti kylfingur heims. BANDARÍKIN HVAÐ GERIR TIGER? Tiger hefur lítið getað að undanförnu en Pavin treystir á hann. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.