Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 20
20 úttekt 1. október 2010 föstudagur
Í frétt DV á miðvikudaginn kom fram
að hjá ríkissaksóknara eru mun fleiri
nauðgunarmál felld niður en ákært
er í. Árið 2009 var hlutfall niður-
felldra mála 66%, árið 2008 var hlut-
fallið 69%, árið 2007 var það 83%
og 73% árið 2006. Áður en ríkissak-
sóknari tekur ákvörðun um að fella
málið niður fara aldrei færri en tveir
saksóknarar yfir málið og samþykkja
niðurfellinguna. Þar sem hlutfall
niðurfelldra mála er svo hátt fékk
blaðamaður leyfi fyrir því að skoða
lögregluskýrslur í málum sem hafa
verið felld niður hjá embætti Ríkis-
saksóknara.
Ríkissaksóknari fékk upplýsing-
ar um 42 nauðgunarmál eftir rann-
sókn lögreglu víðs vegar um landið
en hann tekur svo ákvörðun um það
hvort ákæra sé gefin út eða málið lát-
ið niður falla. Af þessum 42 málum
voru 28 nauðgunarmál felld niður
hjá ríkissaksónara en ákært í 15.
Tölurnar eru svipaðar fyrir árið
2008. Þá fékk ríkissaksóknari upp-
lýsingar um 46 nauðgunarmál. Eftir
skoðun felldi ríkissaksóknari 32 mál
niður en gaf út ákæru í 14 nauðgun-
armálum.
Árið 2007 fékk ríkissaksóknari 71
nauðgunarmál til umfjöllunar. Hann
felldi 59 mál niður en gaf út ákæru í
19 málum. Árið 2006 barst ríkissak-
sóknara upplýsingar um 69 mál og
felldi 51 mál niður en gaf út ákæru í
18. Árið 2005 fékk ríkissaksóknari 52
nauðgunarmál á borð til sín. Felldi
hann 33 mál niður en gaf út ákæru
í 19.
Hélt áfram eftir að Hún
bað Hann um að Hætta
Árið 2010
frásögn hennar: Stelpa og strák-
ur fóru saman heim til hans. Þar ætl-
uðu þau að hafa samræði. Hann var
svolítið harðhentur þegar þau voru
að kela en hún lét það ekki trufla sig.
Hún vildi að hann notaði smokk en
hann hélt reisn sinni ekki nægilega
vel til að smokkurinn héldist á. Það
varð því ekkert úr samförunum en
þau héldu ástarleik sínum áfram.
Allt í einu tók hann sig til,
hélt henni niðri og
fór inn í hana.
Hún bað hann
um að hætta
en hann hélt
áfram í smá-
stund áður
en hann
varð við
þeirri bón.
Í kjölfar-
ið kærði
hún hann
fyrir
nauðgun. Við rannsókn málsins
sagði hún að hún hefði verið til í
samfarir ef hann hefði ekki haldið sér
niðri og ef hann hefði notað smokk,
sem hann gerði ekki. Hún sagði líka
að hún hefði kannski getað fyrirgef-
ið honum ef hann hefði iðrast gjörða
sinna, sem hann gerði ekki. Atvikið
varð til þess að henni leið bölvanlega
og hafði hún meðal annars íhugað
sjálfsvíg. Hún gat ekki sætt sig við
þetta.
frásögn hans: Hann sagði aftur
á móti að hann hefði ekki ætlað að
særa hana eða meiða. Þau hefði ver-
ið í ástarleik og hann hefði sett lim
sinn inn í hana til þess að ná upp
fullri reisn.
niðurstaða: Önnur sönnun-
argögn voru ekki til í málinu sem
byggðist á orði gegn orði og var fellt
niður hjá ríkissaksóknara þar sem
líkur til sakfellingar voru nánast eng-
ar.
Játaði athæfið en
ekki nauðgun
Valtýr segir að
vandinn við
þetta mál
hafi verið
að ásetn-
ingur hafi
ekki verið
til stað-
ar. „Hann
verður
að vita að
hann sé
að beita
hana
nauðung.
Hann verð-
ur að hafa
ásetning
um nauðgun. Þau eru þarna í ástar-
leik. Ég gæti líkt þessu við hnefaleik
tveggja manna. Allt í einu fer annar
maðurinn að slá fast og hinn biður
hann um að hætta. Hann gefur eitt
högg í viðbót en er svo kærður fyrir
líkamsárás. Þetta er erfitt mál. Það
er á mörkunum að hann hætti nógu
snemma og sá saksóknari sem hafði
málið til meðferðar varð að meta
það hvort það væri möguleiki á því
að dómari myndi sakfella í málinu.
Hann kannaðist við að hafa ekki
hætt samförum um leið og hún ósk-
aði þess en leit ekki á að hann væri
að gera henni neitt illt. Enda var ást-
arleikurinn sem fór fram með sam-
þykki beggja aðila, og það er óum-
deilt, í gangi á þessum tíma. Með
hliðsjón af því sem á undan var geng-
ið í þeirra samskiptum og aðstæðum
öllum var ekki unnt að byggja á því
að sú háttsemi sem hann játar, að
hafa sett lim sinn í stutta stund inn
í leggöng hennar hafi falið í sér refsi-
vert athæfi, þar sem hann taldi að
hún væri samþykk því sem þau voru
að gera og hafði því ekki ásetning
um að beita ofbeldi eða ólögmætri
nauðung samkvæmt skilgreiningu
laganna.“
„Það þyrfti þá að byggja ansi
stór fangelsi“
„Þýðingarmesta reglan í allri okkar
vinnu er að okkur ber, í samvinnu við
lögreglu, að sjá til þess að þeir sem
fremja afbrot fái viðurlög. Okkur ber
að gera það samkvæmt lög-
um. En þar segir líka að
ákærandi skuli vinna
að því að hið sanna
og rétta komi í
ljós og gæta jafnt
að atriðum sem
horfa til sýknu
og sektar. Þessi
grundvallarregla
í réttarríkinu skil-
ur okkur frá lög-
regluríki.
Þarna játaði
hann verknað-
inn, en játaði ekki
að hafa ætlað að
nauðga manneskj-
unni. Það er heljar-
innar munur þar á. Ég
er hræddur
um að það þyrfti þá að byggja ansi
stór fangelsi ef menn ætluðu sér að
telja öll svona atvik sem nauðgan-
ir og dæma alla. Það væri ekki bara
alvarlegt heldur skelfilegt að senda
menn á Litla Hraun án þess að þeir
viti nokkurn tímann af hverju, hvað
þeir gerðu. Þú getur rétt ímyndað
þér að eftir svona djamm væri lífi
þeirra lokið. Ég þarf ekki að setja
mig í spor þessara manna til þess að
skilja það. Menn geta bara hugsað
það sjálfir, hver fyrir sig. Maður vil
ekki búa í þannig ríki.
Við höfum verið upptekin af því á
liðnum árum að mæla lífsgæði þjóð-
arinnar með vísan til þjóðartekna.
Til eru þó aðrir mælikvarðar. Það
að búa í réttarríki er að magra mati
meðal eftirsóknarverðustu lífsgæða
hverrar þjóðar, í það minnsta í hug-
um þeirra sem ekki búa í slíku ríki.
Því ef við glötum því líka er að mínu
mati endanlega ekkert eftir.“
Kærði eiginmanninn fyrir
Kynferðisbrot
Árið 2009
frásögn hennar: Kona kærði eig-
inmann sinn fyrir ítrekuð kynferð-
isbrot níu mánuðum eftir að þau
gengu í hjónaband. Eftir brúðkaup-
ið breyttist fas hann og hann varð
ógnandi og kom ítrekað fram vilja
sínum við hana. Hún var óttaslegin,
áhyggjufull, henni blæddi og
hún fann til. Framan af sagði
hún engum frá þessu og það varð
enginn vitni af árásunum. Hún taldi
svo í sig kjark og sagði mágkonu sinni
frá þessu sem og samstarfskonu. Hún
kærði manninn fyrir nauðgun.
frásögn hans: Maðurinn neitaði
allri sök.
Önnur gögn: Samstarfskona
hennar staðfesti frásögn hennar
en systir hins kærða gerði það ekki.
Hún sagðist ekki hafa orðið vör við
ofbeldið. Lögreglan hætti rannsókn
málsins. Sú ákvörðun var kærð til
ríkissaksóknara sem óskaði eftir
frekari rannsókn á málinu. Þá kom
fram að konan hafi verið í langtíma
lyfja- og sálfræðimeðferð hjá Land-
spítalanum sem rekja mætti til kyn-
ferðisofbeldis. Annarra sönnunar-
gagna var ekki hægt að afla.
niðurstaða: Málið var fellt nið-
ur hjá ríkissaksóknara þar sem kon-
an sagði fyrst frá ofbeldinu skömmu
áður en hún lagði fram kæru. Ann-
að vitnið, systir hins kærða,
staðfesti ekki frásögn
hennar. Þó að andleg
vanlíðan hennar væri
ekki dregin í efa voru
engin sönnunargögn
til staðar og ekkert
vitni varð að atburð-
unum. Því var málið
byggt á orði gegn
orði og ekki líklegt
til sakfellis.
Óásættanleg-
ur mælikvarði
Valtýr segir að
konan hafi ver-
ið af erlendu
bergi brot-
in og hún
hafi aldrei
mótmælt
samför-
unum. „Það vantaði eitthvað í þetta
mál. Það var alveg ljóst að hún mót-
mælti aldrei eða hafði ekki þorað
því. Hann var nú eitthvað ofbeldis-
hneigður.“
Fórnarlömb kynferðisofbeld-
is hafa oft lýst því að þau frjósi þeg-
ar atburðurinn hefst. „Það þarf ekki
að mótmæla nauðgun en þú þarft
að gefa það í skyn með einhverjum
hætti svo maðurinn viti að hann sé
að brjóta gegn vilja þínum. Ef þú
frýst verður gerandinn samt að vita
að þú stirðnir upp vegna þess að þú
vilt þetta ekki. Einhvern vegin verður
hann að vita að hann sé að brjóta á
annarri manneskju.
Ég hef séð nokkur svona mál. Það
er ekki óalgengt að fólk hafi verið
saman. Þau byrja að kyssast og láta
vel að hvort öðru. Síðan allt í einu frís
konan en segir aldrei neitt. Á hann
bara að ganga út frá því að konan sé
þá andsnúin þessu? Hvernig á hann
að vita það? Er mælikvarðinn endi-
lega sá að hún sé ekki virk í rúminu
með honum, taki ekki þátt? Það held
ég að sé nú bara mismunandi
Á móti kemur að það er auðvelt
að segja: „Af hverju gerðir þú ekk-
ert?“ „Af hverju sagðir þú ekkert?“
Það er ekki óalgengt að það sé með
réttu að hún hafi frosið. Sérstaklega
þegar um er að ræða ungar stelpur
sem átta sig ekkert á því hvað er að
gerast og eru allt í einu komnar í að-
stæður sem þær ætluðu sér aldrei að
lenda í.
En við komum alltaf að því sama.
Gerandinn verður að vita að hann
DV fékk aðgang að lögregluskýrslum í nauðgunarmálum sem hafa verið felld niður hjá
embætti Ríkissaksóknara og fór yfir niðurstöðurnar með Valtý sigurðssyni ríkissak-
sóknara. Þar kemur meðal annars fram að ásetningur verði að vera til staðar til þess að
ákæra sé gefin út. Áfengisdrykkja hefur áhrif á trúverðugleika sem og tengsl vitna. Sífellt
fleiri vernda vini sína með lygum og ríkissaksóknari verður í æ ríkari mæli að reiða sig
á tæknivinnu lögreglu. Ekki er hægt að ná sakfellingu í málum sem byggð eru á orði gegn
orði.
ingibJÖrg dÖgg KJartansdÓttir
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
„Hann verður að Hafa ásetning“
Að sjálfsögðu skiptir það máli
hversu drukknar þær
eru. Þannig að við rann-
sókn málsins er reynt
að spyrja mjög ítarlega
um áfengisneyslu.
Valtýr sigurðsson „Þarna
játaði hann verknaðinn, en
játaði ekki að hafa ætlað að
nauðga manneskjunni.“