Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 44
í misheppnuðu ráni Klukkan tvö um eftir-miðdaginn mánudag-inn 28. apríl 1947, réð-ust þrír grímuklæddir og vopnaðir menn inn í Jay‘s-skart- gripaverslunina við Charlotte- stræti í vesturhluta Lundúna. Einn framkvæmdastjóra verslunarinn- ar, hinn sextugi Ernest Stock, náði að skella öryggisskápnum í lás og aðstoðarframkvæmdastjórinn, Bertram Keates, sjötugur að aldri, náði að ræsa viðvörunarbjölluna áður en hann kastaði stól í hina óvelkomnu gesti. Skoti var hleypt af en skúrk- arnir lögðu á flótta tómhentir. Þeir náðu með herkjum að skjótast inn í flóttabílinn, en komust þá að því að vörubíll varnaði þeim ferðar. Því brugðu þeir á það ráð að yfirgefa bílinn og leggja á flótta fótgang- andi. Þeir hlupu yfir Charlotte- stræti í áttina að Tottenham-stræti. Hetjudáð kostar lífið Alec d‘Antiquis, þrjátíu og fjög- urra ára sex barna faðir, varð á vegi skúrkanna þar sem hann var á mótorhjóli sínu. Alec d‘Antiquis reyndi að hefta för þremenning- anna með því að aka í veg fyrir þá, en einn þeirra kom í veg fyrir þær fyrirætlanir með því að skjóta Alec til bana. Annar vegfarandi, Grimshaw, náði að fella einn óþokkann og stökk á hann. Grimshaw hafði þó ekki erindi sem erfiði því honum var ógnað með byssu og neyddist til að sleppa feng sínum og hinir vopnuðu menn komust undan. Robert Fabian aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem gekk undir gælu- nafninu Fabian frá Yard (Scotland Yard), kom á vettvang. Framburð- ur vitna var óljós og mikils ósam- ræmis gætti í honum, en tveimur dögum síðar gekk leigubílstjóri inn á lögreglustöðina við Tottenham Court-götu og sagði lögreglunni að hann hefði séð tvo karlmenn, með klúta um hálsinn, hlaupa inn í Brook House við Tottenham Court-götu sama dag skömmu eftir að Alec var skotinn til bana. Við leit í byggingunni fann lögreglan regn- frakka og hálsklút sem höfðu verið skildir eftir inni í tómri skrifstofu. Lögreglan rekur slóðina Búið var að fjarlægja merki fram- leiðanda innan af kraga regnfrakk- ans en lögreglan fann annað merki sem saumað hafði verið í fóðrið. Merkið leiddi lögregluna til fyrir- tækis í Leeds, klæðskera á Dept- ford High-stræti. Þrátt fyrir að síðari heimsstyrj- öld væri lokið þegar þar var komið sögu var skömmtun enn í gildi og öll sala skráð á nafn þess sem fram- vísaði skömmtunarseðli. Í ljós kom að kaupandi frakkans bjó í Berm- ondsey og að kona hans hafði lán- að bróður sínum, Charles H. Jenk- ins, frakkann nokkrum vikum áður. Charles hafði fyrrum dval- ið á betrunarstofnun og var saka- skrá hans, þrátt fyrir að hann væri aðeins tuttugu og þriggja ára, æði löng og hafði hann meðal annars gerst sekur um að hafa tvívegis ráð- ist á verði laganna. Charles var settur í sakbend- ingu en ekkert þeirra tuttugu og sjö vitna sem lögreglan hafði aðgang að treysti sér til að fullyrða að hann hefði tekið þátt í ránstilrauninni í Jay‘s-skartgripabúðinni, sem síðar leiddi til dauða Alecs. Byssur finnast á bökkum Temsár Á svipuðum tíma fundust báðar byssurnar sem komið höfðu við sögu í ránstilrauninni á Temsár- bökkum í Wapping. Einnig bar það til tíðinda að tveir af vinum Jenk- ins, Christopher James Geraghty, tuttugu og eins árs, og Terence Peter Rolt, sautján ára að aldri, höfðu verið færðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þegar upp var staðið gáfu þeir báðir yfirlýsingu þar sem lýst var ránstilraun þremenninganna og báðir sögðu Charles Jenkins hafa banað Alec d‘Antiquis á flóttanum. Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir morðið á Alec d‘Ant- iquis og réttarhöldin hófust 21. júlí 1947. Eftir vikulöng réttarhöld voru kumpánarnir sekir fundn- ir um morðið og tók það kviðdóm aðeins fimmtán mínútur að kom- ast að niðurstöðu. Þar sem Ter- ence Peter Rolt var undir átján ára aldri var hann dæmdur til fangels- isvistar í óákveðinn tíma, en því úrræði var gjarna beitt gagnvart ungum afbrotamönnum, í stað lífstíðarfangelsis. Jenkins og Geraghty voru hins vegar báðir dæmdir til að hengj- ast. Þann 19. september 1947 mættu þeir örlögum sínum í tvö- faldri hengingu í Pentonville-fang- elsinu í Lundúnum. Terence Rolt var sleppt úr fangelsi í júní 1956. Umræða um dauðarefsingu Alec d‘Antiquis var sem fyrr seg- ir rétt rúmlega þrítugur sex barna faðir. Hann var eigandi lítils mót- orhjólaverkstæðis í suðurhluta Lundúna og hafði verið leiðbein- andi í heimavarnarliðinu á árum áður. Morðið á Alec var stundum notað af talsmönnum dauðarefs- ingar til að sýna fram á að dauða- refsingu má réttlæta ef hún verð- ur til þess að leiðtogar glæpahópa eru teknir úr umferð til frambúð- ar, enda var fullyrt í kjölfar aftöku Jenkins og Geraghtys að gengið sem þeir höfðu tilheyrt hefði flosn- að upp. Andstæðingar dauðarefsing- ar fullyrtu aftur á móti að fang- elsun Jenkins og Geraghty hefði haft sömu afleiðingar og gengið hefði liðast í sundur í fjarveru leið- toganna. Á þessum tíma virtust dagblöðin hafa meiri áhyggjur af aftöku Jenkins og Geraghtys en ör- lögum Alecs sem reyndi að koma í veg fyrir flótta glæpamannanna. MORÐ Misheppnað rán þriggja ungra karlmanna í Lundúnum um miðja síðustu öld kostaði rúmlega þrítugan sex barna föður lífið. Þremenningarnir gátu þó ekki lengi um frjálst höfuð strokið því þrátt fyrir misvísandi framburð vitna komst lögreglan á sporið eftir að hafa fundið regnfrakka í auðri skrifstofu skammt frá vettvangi glæpsins. Síðustu andartök Alecs d‘Antiquis Tilraun Alecs til að hefta för ræningjanna varð honum dýrkeypt. 44 SAKAMÁL UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is 1. október 2010 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.