Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 27
Ein af undar- legri hugmynd- um sem hef- ur sprottið upp undanfarið er sú að Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún og fleiri hafi með einhverjum hætti þegar borið pól- itíska ábyrgð á gerðum sínum. Það er erfitt að sjá hvenær þau eiga að hafa gert það. Einbeitum okkur að Geir í bili. Ekki bar hann pólitíska ábyrgð í Guð blessi Ísland-ræðunni, né held- ur þá mánuði sem á eftir komu. Hann sagði ekki af sér af fúsum og frjálsum vilja, heldur sprakk ríkisstjórn hans eftir mestu mótmæli Íslandssögunn- ar. Þegar hann gaf ekki kost á sér aftur í formannsembætti Sjálfstæðisflokks- ins bar hann við persónulegum veik- indum, ekki pólitískri ábyrgð. Margir hafa reynt að fá hann til að axla ábyrgð á gerðum sínum, með öðrum orðum að biðjast afsökunar. Hann kom fram á BBC þar sem hann sýndi enn meiri vanhæfni með hinum fleygu orðum „Maybe I should have,“ en að biðj- ast afsökunar datt honum ekki í hug þrátt fyrir ítrekaða beiðni þáttastjórn- enda. Hann þráaðist við og gerir enn. Svo virðist því vera að samkvæmt sjálfstæðismönnum og sumum sam- fylkingarmönnum geti ráðherrar ein- göngu borið pólitíska ábyrgð með því að hrökklast frá völdum í búsáhalda- byltingum. Rétt eins og þeir hafna lögum um landsdóm virðast þeir því vera að segja að þeir beri eingöngu ábyrgð gagnvart byltingarmönnum. Það væri óskandi að þeir hefðu meiri trú á þingræðinu en það. Þegar ekkert var gert rétt Að sjálfsögðu ber Geir Haarde ekki einn ábyrgð á hruninu. En hann var í mestu ábyrgðarstöðu þjóðarinnar árin á undan og mánuðina á eftir, þegar ekkert var gert rétt. Sjálfstæðismenn eru ekki pólitískir óvitar. Þeir eru tals- vert færir í að vinna kosningar. Þeir eru hins vegar efnahagslegir óvitar, og ferst illa úr hendi að stjórna heilu landi. Mikið hefur verið gert grín að dýra- lækninum sem gerðist fjármálaráð- herra og Haarde gerði mann með litla þekkingu á hagfræði, vin sinn Davíð Oddsson, að seðlabankastjóra. Van- hæfni Davíðs í því starfi kom líklega fæstum sem til þekkja á óvart. En það var ef til vill ástæða til að hafa meiri trú á Geir Haarde. Ástæða til að trúa á Geir? Á pappír virðist Geir hafa margt til að bera. Hann hefur meistaragráðu í hagfræði frá virtum bandarískum háskóla, sem hefði getað virst góður bakgrunnur fyrir forsætisráðherra að hafa. En einmitt hér liggur vandamál- ið. Allt frá því um 1970 hafa banda- rískir hagfræðingar skipst í tvo hópa. Annars vegar eru svonefndir „fersk- vatnsskólar“ sem eru staðsettir við hin stóru innhöf, svo sem háskólinn í Chi- cago, Rochester og háskólinn í Minn- esota þar sem Haarde nam. Hér var frjálshyggjan í hávegum höfð undir miklum áhrifum frá Milton Friedman. Hins vegar voru „saltvatnsskólarn- ir,“ þar sem menn sáu til hafs og telja virtar stofnanir eins og Berkeley, MIT, Princeton, Columbia, Stanford, Yale og Harvard. Í þeim síðarnefndu lögðu menn áherslu á hlutverk ríkisins til að koma í veg fyrir miklar efnahagssveifl- ur, og kenndu einnig að fólk hagaði sér ekki alltaf skynsamlega í peningamál- um heldur stjórnaðist gjarnan af öðr- um hvötum. Betri á pappír Ef Geir hefði farið í betri skóla, eða ver- ið gagnrýnni nemandi, þá hefði hann ef til vill verið betri forsætisráðherra. Til óhamingju fyrir þjóðina lapti hann upp ferskvatnshagfræði Minnesota, sem virkaði mun betur á blaði held- ur en í raunveruleikanum rétt eins og Geir sjálfur. Geir Haarde var vanhæfur sem hagfræðingur. Þetta gerði hann einn- ig vanhæfan sem fjármálaráðherra og síðar sem forsætisráðherra. Hvort hann gerðist einnig brotlegur við lög mun nú koma í ljós, en vanhæfni hans verður varla dregin í efa. Verk hans eru til vitnis. Það hefði verið meira réttlæti í því að draga fleiri gerendur fyrir dóm. Það er þó örlítið réttlæti fólgið í því að rétta að minnsta kosti yfir einum. Á Íslandi er örlítið réttlæti eins og örlítið krafta- verk. Og við þurfum á örlitlu krafta- verki að halda. Árni Pétur Guðjónsson leikur eitt aðalhlutverka í þáttunum Hæ Gosi en fyrsti þáttur var sýndur í gær á Skjá Einum. Árni Pétur og bróðir hans Kjartan leika bræðurna Börk og Víði í þáttunum en Kjartan er einmitt uppáhaldsleikarinn hans Árna Péturs. Bræður leika Bræður myndin Hver er maðurinn? „Árni Pétur Guðjónsson leikari.“ Hvar ertu uppalinn? „Aðallega í Svíþjóð og Danmörku og svo í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram?  „Metnaður í leiklist.“ Afrek vikunnar? „Um helgina var ég á námskeiði í búddisma í Reykholti.“ Hvernig þáttur er Hæ Gosi? „Grínþáttur um daglegt líf Akureyringa.“ Áttu eitthvað sameiginlegt með persónunni sem þú leikur? „Já, ég nota bæði ljósu og dekkri hlið- arnar á sjálfum mér og svo stel ég ýmsu frá pabba mínum og öðru fólki sem ég þekki og mynda þannig heilstæðan nýjan karakter.“ Hvar líður þér best?  „Einhvers staðar við hafið.“ Átt þú þér fyrirmynd?  „Þær eru allar komnar til himna eða á annað tilverustig. Ein af þeim er Japaninn Ikeda, forseti SGI.“ Hver er uppáhaldsmaturinn?  „Maturinn sem ég bý til sjálfur, þegar mér tekst vel upp.“ Hvað er fram undan?  „Ég er að vinna að einleiknum Svikaran- um sem verður frumsýndur í desember en sýningin er unnin upp úr verkum franska rithöfundarins Jean Genet sem hefði orðið 100 ára 19. desember.“ uppáhaldsleikari? „Kjartan bróðir minn. Vð leikum bræður í Hæ Gosa.“ maður dagsins „Nei, ég hefði viljað sjá fleiri.“ inGA HuldA HelGAdóttir 26 ÁRA, PóStBERI „Nei, ég hefði engan viljað sjá.“ Björn Árni ÁGústsson 60 ÁRA, úRSMIðUR „Nei, ég hefði viljað sjá þá alla og er sammála Sigurði Líndal lagaprófessor um að vegna þess hve ákærurnar eru keimlíkar þá hefði verið rétt að það væri landsdómur sem skæri úr um það en ekki þingmenn.“ oddur einArsson 57 ÁRA, VINNUR í SAMGöNGURÁðUNEytINU „Nei, mér finnst það ekki réttlátt. Einn maður getur ekki borið ábyrgð á þessu, þetta er samstarf.“ Þórunn ÞórHAllsdóttir 27 ÁRA, NEMI „Nei, annað hvort allir eða enginn.“ jóHAnnA siGurjónsdóttir 70 ÁRA, HEIMAVINNANDI Finnst þér réttlátt að Geir Haarde sé eini ráðHerrann sem Fer Fyrir landsdóm? dómstóll götunnar föstudagur 1. október 2010 umræða 27 Einn er betri en enginn Á Íslandi er örlít-ið réttlæti eins og örlítið kraftaverk. kjallari valur gunnarsson rithöfundur skrifar MÁl MÁlAnnA Flestra athygli beindist að Alþingi í vikunni þegar ljóst varð að draga ætti Geir Haarde fyrir landsdóm vegna mögulegra misgerða í aðdraganda efnahags- hrunsins 2008. Bekkurinn var þétt setinn á þingpöllum þegar greidd voru atkvæði um málið. Ekkert skal um það sagt hvað þau voru að hugsa þessi þrjú, en einbeitingin leynir sér vart. Mynd siGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.