Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 12
„Aðild að sameiginlegri landbún- aðarstefnu ESB mun leiða til lægra matvælaverðs til hagsbóta fyrir hinn almenna neytenda, en krefst um leið endurskipulagningar og hagræðingar innan landbúnaðar- ins,“ segir dr. Magnús Bjarnason í nýútkominni bók sinni sem Háskól- inn í Amsterdam gefur út. Bókin er doktorsvörn Magnúsar þar sem hann vegur kosti og galla aðildar Ís- lands að ESB með stjórnmálahag- fræðilegri greiningu. Magnús sagði í viðtali við DV, sem birtist á miðvikudaginn, að Ís- lendingar myndu hagnast á inn- göngu í Evrópusambandið til langs tíma, náist samningar um nauðsyn- lega verndun fiskveiðistofna. Hann telur einnig að landbúnaðarstefna ESB muni henta miklum meiri- hluta Íslendinga ef rétt yrði hald- ið á spilunum í samingaviðræðum. Auk þess kemst hann að þeirri nið- urstöðu í doktorsritgerðinni að með aðild Íslands muni kjör neytenda batna mikið með lækkuðu verði á matvælum og virkari samkeppni á vörumarkaði. ESB betra fyrir 90 prósent þjóðarinnar Magnús bendir í samtali við DV á að matvælaverð á Íslandi sé um það bil fimmtíu prósentum hærra en í Evr- ópu. „Og Evrópa er ekki barnanna best í veröldinni,“ bætir hann við. „Matvælaverð mun lækka við inn- göngu í ESB, spurningin er hversu mikið. Það verður þrýstingur á þá bændur sem eru með smábúskap. Þeir myndu verða að flytjast yfir í arðbærari vinnu í þjóðfélaginu. Hver einasta fjögurra manna fjöl- skylda í Íslandi borgar 200 þúsund krónur á ári af tekjum sínum fyr- ir skatt í landbúnaðarstyrki. Það eru mánaðarlaun verkamanns. Það hverfur alveg rosalegt fé í þetta. Það er auðvitað mikilvægt að landbún- aðurinn sé fyrir hendi og matvæla- framleiðslan. En ef maturinn er á hinn bóginn svo dýr að hinir fá- tækustu geta ekki borðað eru menn komnir aftur á byrjunarreit,“ segir Magnús. „Matarverð mun lækka fyrir hinn almenna neytenda. Það verð- ur mjög jákvætt að ganga í ESB fyr- ir þjóðina í heild. En litlir sérhags- munahópar innan landbúnaðarins, og hugsanlega innan fiskveiða líka, munu hafa áhyggjur af sinni stöðu, menn sem hafa í rauninni lifað á einangrun landsins, tollamúrum og lögum sem banna erlenda fjárfest- ingu. En fyrir hinn almenna borg- ara, 90 prósent þjóðarinnar, verður betra að vera innan ESB en utan.“ Matarverð myndi hríðlækka Dr. Magnús segir að gera megi ráð fyrir því að matarverð á Íslandi muni fljótlega eftir inngöngu í ESB lækka um tíu til tuttugu prósent. „Þegar Svíþjóð og Finnland gengu í sam- bandið árið 1995 lækkaði matvöru- verð um tíu prósent strax árið eftir. En matarverð á Íslandi er hærra svo það er meira pláss til lækkunar, það gæti jafnvel lækkað um tuttugu pró- sent. Meðalfjölskyldan notar um tuttugu prósent af sínum tekjum í mat. Ef við segjum að matarverðið lækki um tíu prósent þá samsvar- ar það í rauninni tveggja prósenta launahækkun. Ef það lækkar um tuttugu prósent þýðir það fjögurra prósenta launahækkun. Þetta yrði gríðarleg hagsbót fyrir láglauna- og millitekjufólk,“ segir hann og bæt- ir við að sama myndi líklega gilda um aðrar vörur. „Allt sem menn myndu vilja kaupa gætu þeir keypt í gegnum netið eða póstinn frá öll- um ESB-löndunum án skatta eða tolla. Hægt yrði að kaupa sjónvarp frá Bretlandi eða Danmörku á alveg sama hátt og í búð á Íslandi. Það myndi setja gríðarlegan þrýsting á innflytjendur um að vera með sam- keppnishæft verð.“ Landbúnaðarstyrkir mikilvægir Dr. Magnús bendir á að gríðarlega miklu fé sé eytt í landbúnaðarstyrki bæði á Íslandi og í ESB. „Á Íslandi er það nálægt tveimur þriðjuhlutum framleiðslunnar og í Evrópu nálægt einum þriðja framleiðslunnar sem byggir á styrkjum. Sumir segja að það sé óskaplegt bruðl, en svo eru aðrir eins og ég sem segja: „Er ekki betra að bruðla í þetta og vera allt- af viss um að það sé til matur úti í búð?“ Það er betra en að reka fram- leiðsluna eins og banka og lenda í því að bankinn sé allt í einu farinn á hausinn. Það er hægt að prenta nýja peninga þegar bankinn fer á haus- inn, en það er stórt vandamál þeg- ar það er enginn matur úti í búð,“ segir Magnús. „Ég get skrifað undir að það sé bruðl að styrkja landbún- aðinn, en við þurfum vernd. Þetta er eins og útgjöldin til varnarmála. Auðvitað fara peningarnir beint í ruslið, en við þurfum öryggisgæslu, löggæslu og brunalið á vissum tím- um. Við værum í vondum málum án þess.“ 12 fréttir 1. október 2010 föstudagur Dr. Magnús Bjarnason skrifar í nýútkomna bók sína um framtíð Íslands á 21. öldinni að íslenskir neytendur muni hagnast á inngöngu í ESB þar sem matvælaverð myndi hríðlækka. Hann segir að lækkunin muni jafngilda tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki og myndi bæta hag þess gífurlega. Verð á matVælum myndi hríðlækka hELgi hrafn guðMunDSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is En matarverð á Íslandi er hærra svo það er meira pláss til lækkunar, gæti jafn- vel lækkað um tuttugu prósent. hagkvæmt fyrir suma, áhyggjuefni fyrir aðra „Enlitlirsérhagsmunahópar innanlandbúnaðarins,oghugsanlega innanfiskveiðalíka,munuhafaáhyggjur afsinnistöðu,“segirMagnús. Matarverð lækkar Íbóksinnisegirdr. Magnúsaðíslenskirneytendurmuni hagnastmikiðálækkuðumatvæla-og vöruverðiviðinngönguíESB. • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.