Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 12
„Aðild að sameiginlegri landbún- aðarstefnu ESB mun leiða til lægra matvælaverðs til hagsbóta fyrir hinn almenna neytenda, en krefst um leið endurskipulagningar og hagræðingar innan landbúnaðar- ins,“ segir dr. Magnús Bjarnason í nýútkominni bók sinni sem Háskól- inn í Amsterdam gefur út. Bókin er doktorsvörn Magnúsar þar sem hann vegur kosti og galla aðildar Ís- lands að ESB með stjórnmálahag- fræðilegri greiningu. Magnús sagði í viðtali við DV, sem birtist á miðvikudaginn, að Ís- lendingar myndu hagnast á inn- göngu í Evrópusambandið til langs tíma, náist samningar um nauðsyn- lega verndun fiskveiðistofna. Hann telur einnig að landbúnaðarstefna ESB muni henta miklum meiri- hluta Íslendinga ef rétt yrði hald- ið á spilunum í samingaviðræðum. Auk þess kemst hann að þeirri nið- urstöðu í doktorsritgerðinni að með aðild Íslands muni kjör neytenda batna mikið með lækkuðu verði á matvælum og virkari samkeppni á vörumarkaði. ESB betra fyrir 90 prósent þjóðarinnar Magnús bendir í samtali við DV á að matvælaverð á Íslandi sé um það bil fimmtíu prósentum hærra en í Evr- ópu. „Og Evrópa er ekki barnanna best í veröldinni,“ bætir hann við. „Matvælaverð mun lækka við inn- göngu í ESB, spurningin er hversu mikið. Það verður þrýstingur á þá bændur sem eru með smábúskap. Þeir myndu verða að flytjast yfir í arðbærari vinnu í þjóðfélaginu. Hver einasta fjögurra manna fjöl- skylda í Íslandi borgar 200 þúsund krónur á ári af tekjum sínum fyr- ir skatt í landbúnaðarstyrki. Það eru mánaðarlaun verkamanns. Það hverfur alveg rosalegt fé í þetta. Það er auðvitað mikilvægt að landbún- aðurinn sé fyrir hendi og matvæla- framleiðslan. En ef maturinn er á hinn bóginn svo dýr að hinir fá- tækustu geta ekki borðað eru menn komnir aftur á byrjunarreit,“ segir Magnús. „Matarverð mun lækka fyrir hinn almenna neytenda. Það verð- ur mjög jákvætt að ganga í ESB fyr- ir þjóðina í heild. En litlir sérhags- munahópar innan landbúnaðarins, og hugsanlega innan fiskveiða líka, munu hafa áhyggjur af sinni stöðu, menn sem hafa í rauninni lifað á einangrun landsins, tollamúrum og lögum sem banna erlenda fjárfest- ingu. En fyrir hinn almenna borg- ara, 90 prósent þjóðarinnar, verður betra að vera innan ESB en utan.“ Matarverð myndi hríðlækka Dr. Magnús segir að gera megi ráð fyrir því að matarverð á Íslandi muni fljótlega eftir inngöngu í ESB lækka um tíu til tuttugu prósent. „Þegar Svíþjóð og Finnland gengu í sam- bandið árið 1995 lækkaði matvöru- verð um tíu prósent strax árið eftir. En matarverð á Íslandi er hærra svo það er meira pláss til lækkunar, það gæti jafnvel lækkað um tuttugu pró- sent. Meðalfjölskyldan notar um tuttugu prósent af sínum tekjum í mat. Ef við segjum að matarverðið lækki um tíu prósent þá samsvar- ar það í rauninni tveggja prósenta launahækkun. Ef það lækkar um tuttugu prósent þýðir það fjögurra prósenta launahækkun. Þetta yrði gríðarleg hagsbót fyrir láglauna- og millitekjufólk,“ segir hann og bæt- ir við að sama myndi líklega gilda um aðrar vörur. „Allt sem menn myndu vilja kaupa gætu þeir keypt í gegnum netið eða póstinn frá öll- um ESB-löndunum án skatta eða tolla. Hægt yrði að kaupa sjónvarp frá Bretlandi eða Danmörku á alveg sama hátt og í búð á Íslandi. Það myndi setja gríðarlegan þrýsting á innflytjendur um að vera með sam- keppnishæft verð.“ Landbúnaðarstyrkir mikilvægir Dr. Magnús bendir á að gríðarlega miklu fé sé eytt í landbúnaðarstyrki bæði á Íslandi og í ESB. „Á Íslandi er það nálægt tveimur þriðjuhlutum framleiðslunnar og í Evrópu nálægt einum þriðja framleiðslunnar sem byggir á styrkjum. Sumir segja að það sé óskaplegt bruðl, en svo eru aðrir eins og ég sem segja: „Er ekki betra að bruðla í þetta og vera allt- af viss um að það sé til matur úti í búð?“ Það er betra en að reka fram- leiðsluna eins og banka og lenda í því að bankinn sé allt í einu farinn á hausinn. Það er hægt að prenta nýja peninga þegar bankinn fer á haus- inn, en það er stórt vandamál þeg- ar það er enginn matur úti í búð,“ segir Magnús. „Ég get skrifað undir að það sé bruðl að styrkja landbún- aðinn, en við þurfum vernd. Þetta er eins og útgjöldin til varnarmála. Auðvitað fara peningarnir beint í ruslið, en við þurfum öryggisgæslu, löggæslu og brunalið á vissum tím- um. Við værum í vondum málum án þess.“ 12 fréttir 1. október 2010 föstudagur Dr. Magnús Bjarnason skrifar í nýútkomna bók sína um framtíð Íslands á 21. öldinni að íslenskir neytendur muni hagnast á inngöngu í ESB þar sem matvælaverð myndi hríðlækka. Hann segir að lækkunin muni jafngilda tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki og myndi bæta hag þess gífurlega. Verð á matVælum myndi hríðlækka hELgi hrafn guðMunDSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is En matarverð á Íslandi er hærra svo það er meira pláss til lækkunar, gæti jafn- vel lækkað um tuttugu prósent. hagkvæmt fyrir suma, áhyggjuefni fyrir aðra „Enlitlirsérhagsmunahópar innanlandbúnaðarins,oghugsanlega innanfiskveiðalíka,munuhafaáhyggjur afsinnistöðu,“segirMagnús. Matarverð lækkar Íbóksinnisegirdr. Magnúsaðíslenskirneytendurmuni hagnastmikiðálækkuðumatvæla-og vöruverðiviðinngönguíESB. • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.