Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 19
föstudagur 1. október 2010 nærmynd 19 SAT ATHAFNALAUS Á STÓRU LEYNDARMÁLI ­efnahagsmálin­ og­ málefni­ bank- anna,­sem­síðar­féllu.­Geir­var­einn- ig­ í­ bestu­ stöðunni­ til­ að­ kalla­ eftir­ tillögum­og­sérstökum­upplýsingum­ frá­Seðlabankanum­um­einstök­mál. Þá­ segir­ nefndin­ að­ Geir­ hafi­ sem­ forsætisráðherra­ borið­ ábyrgð­ á­ því­ að­ ráðuneytisstjóri­ forsætis- ­ráðuneytisins­ næði­ tilætluðum­ markmiðum­ og­ áföngum­ í­ stjórn­ samráðshóps­ þriggja­ ráðuneyta,­ Seðlabanka­og­Fjármálaeftirlitsins.­Í­ ljósi­þess­telur­nefndin­að­Geir­hafi­ haft­ upplýsingar­ um­ framvindu­ og­ áherslur­í­störfum­samráðshópsins.­ Ríkir almannahagsmunir Rannsóknarnefnd­ Alþingis­ segir­ í­ skýrslu­sinni­að­hinar­alvarlegu­upp- lýsingar­ um­ stöðu­ og­ horfur­ í­ mál- efnum­ íslensku­ bankanna­ og­ um­ leið­ efnahagslífsins,­ sem­ Geir­ hafði­ aðgang­að,­hefðu­gefið­honum­fullt­ tilefni­til­þess­að­hafa­frumkvæði­að­ því­að­ríkið­myndi­bregðast­við­með­ sérstökum­aðgerðum.­Geir­hefði­því­ að­lágmarki­átt­að­kalla­eftir­ frekari­ upplýsingum,­gögnum­og­einnig­til- lögum­ um­ hvort­ nauðsynlegt­ væri­ að­grípa­til­sérstakra­aðgerða­til­þess­ að­afstýra­hruninu. Samráðshópurinn­ sem­ Geir­ bar­ á­ endanum­ meginábyrgð­ á,­ gegndi­ hlutverki­ sem­ varðaði­ brýna­ al- mannahagsmuni.­ Verulegir­ ann- markar­ voru­ hins­ vegar­ á­ starfi­ samráðshópsins.­ Það­ átti­ að­ vera­ hlutverk­Geirs­að­tryggja­að­áhersl- ur­hópsins­væru­markvissar­og­skil- uðu­tilætluðum­árangri­og­að­hann­ beitti­sér­fyrir­úrbótum.­ Bent­er­á­að­Geir­átti­sem­forsæt- isráðherra­ í­ aðdraganda­ hrunsins­ að­hafa­ frumkvæði­að­því­að­ innan­ stjórnkerfisins­ væri­ unnin­ heild- stæð­og­fagleg­greining­á­þeirri­fjár- hagslegu­ áhættu­ og­ fjármálafalli­ sem­steðjaði­að­ríkinu. Geir­ hafði­ sem­ ­forsætisráðherra­ í­ síðasta­ lagi­ á­ tímabilnu­ frá­ 7.­ febrúar­ til­ 15.­ maí­ árið­ 2008­ næg- ar­ upplýsingar­ til­ þess­ að­ gera­ sér­ grein­ fyrir­ því­ að­ ríkir­ almanna- hagsmunir­ knúðu­ á­ um­ að­ hann­ gripi­til­aðgerða­strax­með­sérstakri­ lagasetningu­ til­ að­ draga­ úr­ stærð­ bankakerfisins.­ Sýndi af sér vanræsklu Þann­ 15.­ maí­ 2008­ gaf­ ríkisstjórn­ Geirs­ út­ yfirlýsingu­ gagnvart­ norsku,­ dönsku­ og­ sænsku­ seðla- bönkunum­ um­ raunhæfar­ aðgerð- ir­til­að­minnka­bankakerfið.­Rann- sóknarnefndin­ telur­ að­ eftir­ þessa­ yfirlýsingu­ hafi­ verið­ enn­ frekara­ tilefni­ til­ þess­ að­ Geir­ hefði­ frum- kvæði­að­slíkum­aðgerðum.­Að­lág- marki­ hefði­ hann­ átt­ að­ beita­ sér­ fyrir­ því­ að­ ríkisstjórnin­ mótaði­ og­ undirbyggi­ slíkar­ aðgerðir.­ Ríkis- stjórn­hans­var­einnig­í­góðri­stöðu­ til­þess­að­beita­bankana­raunhæf- um­ þrýstingi­ til­ þess­ að­ þeir­ gripu­ sjálfir­til­slíkra­aðgerða.­ Að­ endingu­ telur­ rannsóknar- nefnd­ Alþingis­ að­ Geir­ hefði­ sem­ forsætisráðherra­ haft­ fullt­ tilefni­ til­ þess­ frá­ því­ í­ snemma­ árs­ 2008,­ að­ að­fylgja­því­eftir­og­fullvissa­sig­um­ að­unnið­væri­að­því­að­flytja­Icesa- ve-reikningana­úr­Landsbankanum­ í­ dótturfélag­ bankans­ í­ Bretlandi.­ Nefndin­ átelur­ Geir­ fyrir­ að­ hafa­ ekki­ í­ krafti­ embættis­ síns­ sem­ for- sætisráðherra­ leitað­ leiða­ sumarið­ fyrir­hrun­til­að­stuðla­að­framgangi­ þessa­ máls­ með­ virkri­ aðkomu­ ríkisvaldsins.­ Rannsóknarnefnd- in­ bendir­ á­ að­ Geir­ hafi­ í­ aðdrag- anda­hrunsins­ekki­gripið­til­nauð- synlegra­ráðstafana­­í­samræmi­við­ það­sem­tilefni­var­til.­Með­athafna- leysi­ sínu­ hafi­ hann­ látið­ hjá­ líða­ að­bregðast­við­yfirvofandi­hættu­á­ viðeigandi­ hátt­ og­ þar­ með­ sýnt­ af­ sér­vanrækslu­sem­varðar­við­lög. Farsæll fram að hruni Alveg­ þar­ til­ fjármálakerfið­ féll­ í­ höndum­ Geirs­ hafði­ hann­ verið­ ákaflega­ vinsæll­ og­ farsæll­ stjórn- málamaður.­ Bent­ hafði­ verið­ á­ að­ hann­ hefði­ mjög­ góða­ menntun­ og­ reynslu­ til­ þess­ að­ valda­ starfi­ forsætisráðherra.­ Hann­ átti­ nærri­ flekklausan­feril­að­baki­í­stjórnmál- um,­þar­sem­hann­fór­gamalkunna­ leið­ til­ æðstu­ metorða­ innan­ Sjálf- stæðisflokksins. Geir­er­59­ára­gamall.­Hann­gekk­ í­ MR­ og­ lauk­ stúdentsprófi­ þaðan­ 1971.­ Þá­ flutti­ hann­ til­ Bandaríkj- anna­ og­ lauk­ BA-prófi­ í­ hagfræði­ við­ Brandeis­ University­ í­ Walt- ham­ í­ Massachusetts­ 1973,­ MA- prófi­ í­ alþjóðastjórnmálum­ við­ Johns­ Hopkins­ University,­ School­ of­ Advanced­ International­ Studies­ í­Washington­DC­1975­og­MA-prófi­ í­ þjóðhagfræði­ við­ University­ of­ Minnesota­í­Minneapolis­1977.­ Líkt­ og­ margir­ þingmenn­ starf- aði­Geir­á­sumrin­sem­blaðamaður­ á­ Morgunblaðinu.­ Eftir­ útskrift­ réð­ hann­sig­til­Seðlabanka­Íslands,­sem­ hagfræðingur­ í­ alþjóðadeild.­ Því­ starfi­gegndi­hann­í­sex­ár­eða­þar­til­ hann­varð­aðstoðarmaður­fjármála- ráðherra.­Samhliða­því­ fetaði­hann­ sín­ fyrstu­ spor­ í­ pólitík,­ sem­ vara- þingmaður­ Sjálfstæðisflokksins­ frá­ 1983­til­1987.­Hann­náði­svo­kjöri­til­ Alþingis­í­kosningunum­1991­og­sat­ á­Alþingi­þar­til­hann­hætti­í­kjölfar­ búsáhaldabyltingarinnar­ og­ veik- inda­ sinna­ í­ byrjun­ árs­ 2009.­ Geir­ var­ fjármálaráðherra­ frá­ 1998­ til­ 2005,­ utanríkisráðherra­ frá­ 2005­ til­ 2006.­Hann­tók­svo­við­sem­forsæt- isráðherra­í­maí­2006,­þegar­Halldór­ Ásgrímsson­lét­af­störfum.­ Systkini­ Geirs­ eru­ Bernhard,­ bankastarfsmaður,­ sem­ lést­ fyr- ir­ aldur­ fram­ árið­ 1962,­ og­ Stein- dór­ Helgi,­ byggingaverkfræðing- ur­ og­ dósent­ við­ HR,­ sem­ er­ ellefu­ árum­eldri­en­Geir.­Hálfsystir­Geirs,­ samfeðra,­var­Lilly­Kinn,­húsmóðir­ í­ Noregi,­ sem­ lést­ 1995.­ Bernhard­ var­ um­ tíma­ formaður­ íslenskra­ þjóðernissósíalista,­ sem­ var­ með­ tengsl­við­hreyfingu­nýnasista.­Geir­ er­ kvæntur­ Ingu­ Jónu­ Þórðardótt- ur,­viðskiptafræðingi­og­fyrrverandi­ oddvita­ Sjálfstæðisflokksins­ í­ borg- arstjórn.­ n 1. Brást ekki með fullnægjandi hætti við alvarlegum upplýsingum um stöðu og horfur í málefnum bankanna og efnahagslífsins í byrjun árs 2008. n 2. Verulegir annmarkar á starfi samráðshóps þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits um mikilvæg verkefni á sviði fjármálastöðugleika og viðbúnað- ar við yfirvofandi hruni. Það var á ábyrgð Geirs að starf hópsins væri markvisst og skilaði árangri. n 3. Hafði ekki frumkvæði að því að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu ríkisins vegna hættu á fjármálaáfalli. n 4. Hafði ekki frumkvæði að virkum aðgerðum og lagasetningu til að draga úr stærð bankakerfisins. n 5. Fylgdi því ekki eftir og beitti sér ekki í krafti embættis síns sem forsætisráð- herra fyrir því að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans úr útibúi í Bretlandi yfir í dótturfélag. Fimm aFglöp geirs Helgi­Gunnlaugsson,­prófessor­í­fé- lagsfræði­við­Háskóla­Íslands,­hefur­ gert­ mælingar­ á­ viðhorfi­ almenn- ings­ til­ alvarlegustu­ afbrota­ í­ sam- félaginu.­ „Viðskiptabrot­ eða­ afbrot­ hærri­ stétta­ eru­ mjög­ neðarlega­ á­ blaði­ hjá­ fólki­ og­ hafa­ verið­ það­ í­ mörg­ár.­Um­það­bil­5­til­15­­prósent­ borgara­ nefna­ viðskipta-­ ­ og­ efna- hagsbrot­ sem­ alvarlegasta­ brotið­ í­ samfélaginu.­Þegar­menn­heyra­af- brot­nefnd,­þá­detta­þeim­ekki­í­hug­ efri­stéttir­samfélagsins.­Það­passar­ einhvern­ veginn­ ekki­ við­ skynjun­ og­vitund­almennings,“­segir­Helgi.­ Geir­ Haarde­ hefur­ notið­ mikill- ar­ samúðar­ hjá­ ákveðnum­ hópum­ í­ samfélaginu­ eftir­ að­ ljóst­ var­ að­ hann­yrði­einn­dreginn­fyrir­ lands- dóm.­­ Telur­Helgi­að­almenningur­hafi­ meira­ umburðarlyndi­ gagnvart­ brotum­fólks­úr­efri­stéttum?­„Menn­ skynja­ þetta­ ekki­ sem­ alvarleg­ af- brot­ með­ sama­ hætti.­ Þetta­ er­ ab- strakt.­ Þegar­ fólk­ hugsar­ um­ afbrot­ þá­hugsar­það­um­eitthvert­ tiltekið­ athæfi,­einhvern­sem­er­kýldur­eða­ rændur­ í­ Bankastræti.­ Þannig­ brot­ eru­ áþreifanleg.­ Þegar­ kemur­ að­ stjórnmálamönnum,­ þá­ má­ spyrja­ hver­eru­brot­Geirs­Haarde?­Það­er­ svo­abstrakt.­Jú­hann­gerði­eitthvað­ og­ hann­ gerði­ ekki­ eitthvað.­ Hvað­ gerði­hann­ekki­og­hvað­hefði­hann­ átt­að­gera?­Þjóðin­fór­á­hausinn­en­ samt­ er­ svo­ illa­ hægt­ að­ sjá­ þetta­ myndrænt­ hvenær­ brotið­ átti­ sér­ stað.­Það­er­ekki­hægt­að­benda­á­að­ það­hafi­gerst­12.­febrúar.“­ Helgi­segir­vandamálið­við­þessi­ brot­að­fólk­sjái­þau­ekki­á­raunhæf- an­hátt.­„Með­önnur­brot­á­borð­við­ kynferðisbrot,­innbrot­og­fíkniefna- smygl,­ þá­ eru­ þau­ áþreifanleg.­ Það­ er­erfitt­að­negla­viðskiptabrot­eins­ og­ önnur­ afbrot.­ Að­ sakfella­ efri- stéttarmann,­ eins­ og­ Geir,­ verður­ abstrakt.­ Þess­ vegna­ held­ ég­ að­ Ís- lendingar­ séu­ mjög­ tvístíga­ í­ því­ hvað­eigi­að­gera.­Það­fór­allt­á­haus- inn,­ en­ hvernig­ hann­ nákvæmlega­ er­ ábyrgur­ en­ ekki­ einhver­ annar,­ menn­staldra­við­það.“ Helgi­segir­erfitt­að­átta­sig­á­því­ hvort­ almenningur­ sé­ meðvirkur­ gagnvart­Geir,­en­bendir­á­að­oftast­ þekki­ fólk­ ekki­ afbrotamennina­ og­ þeir­séu­því­ópersónulegir.­„Um­leið­ og­þú­þekkir­viðkomandi­þá­breytist­ afstaðan.­Það­verður­erfiðara­að­sjá­ stjórnmálamenn­og­viðskiptamenn,­ sem­fólk­er­búið­að­þekkja­í­mörg­ár­ og­kannski­af­góðu­einu,­í­nýju­ljósi­ sem­sakamenn.­Hann­er­vel­til­hafð- ur­og­búinn­að­koma­fram­sem­leið- togi­og­maður­sem­borin­hefur­ver- ið­virðing­fyrir,­þannig­að­stökkið­er­ mikið.“ Geir Haarde hefur hlotið samúð fyrir að vera ákærður: Erfitt að sjá stjórnmálamenn sem sakamenn Á leið fyrir landsdóm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður hafa gerst sekur um að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hruni. Hann hafði upplýsingar til að átta sig á hættunni. mynd SiGtRyGGuR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.