Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 19
föstudagur 1. október 2010 nærmynd 19 SAT ATHAFNALAUS Á STÓRU LEYNDARMÁLI ­efnahagsmálin­ og­ málefni­ bank- anna,­sem­síðar­féllu.­Geir­var­einn- ig­ í­ bestu­ stöðunni­ til­ að­ kalla­ eftir­ tillögum­og­sérstökum­upplýsingum­ frá­Seðlabankanum­um­einstök­mál. Þá­ segir­ nefndin­ að­ Geir­ hafi­ sem­ forsætisráðherra­ borið­ ábyrgð­ á­ því­ að­ ráðuneytisstjóri­ forsætis- ­ráðuneytisins­ næði­ tilætluðum­ markmiðum­ og­ áföngum­ í­ stjórn­ samráðshóps­ þriggja­ ráðuneyta,­ Seðlabanka­og­Fjármálaeftirlitsins.­Í­ ljósi­þess­telur­nefndin­að­Geir­hafi­ haft­ upplýsingar­ um­ framvindu­ og­ áherslur­í­störfum­samráðshópsins.­ Ríkir almannahagsmunir Rannsóknarnefnd­ Alþingis­ segir­ í­ skýrslu­sinni­að­hinar­alvarlegu­upp- lýsingar­ um­ stöðu­ og­ horfur­ í­ mál- efnum­ íslensku­ bankanna­ og­ um­ leið­ efnahagslífsins,­ sem­ Geir­ hafði­ aðgang­að,­hefðu­gefið­honum­fullt­ tilefni­til­þess­að­hafa­frumkvæði­að­ því­að­ríkið­myndi­bregðast­við­með­ sérstökum­aðgerðum.­Geir­hefði­því­ að­lágmarki­átt­að­kalla­eftir­ frekari­ upplýsingum,­gögnum­og­einnig­til- lögum­ um­ hvort­ nauðsynlegt­ væri­ að­grípa­til­sérstakra­aðgerða­til­þess­ að­afstýra­hruninu. Samráðshópurinn­ sem­ Geir­ bar­ á­ endanum­ meginábyrgð­ á,­ gegndi­ hlutverki­ sem­ varðaði­ brýna­ al- mannahagsmuni.­ Verulegir­ ann- markar­ voru­ hins­ vegar­ á­ starfi­ samráðshópsins.­ Það­ átti­ að­ vera­ hlutverk­Geirs­að­tryggja­að­áhersl- ur­hópsins­væru­markvissar­og­skil- uðu­tilætluðum­árangri­og­að­hann­ beitti­sér­fyrir­úrbótum.­ Bent­er­á­að­Geir­átti­sem­forsæt- isráðherra­ í­ aðdraganda­ hrunsins­ að­hafa­ frumkvæði­að­því­að­ innan­ stjórnkerfisins­ væri­ unnin­ heild- stæð­og­fagleg­greining­á­þeirri­fjár- hagslegu­ áhættu­ og­ fjármálafalli­ sem­steðjaði­að­ríkinu. Geir­ hafði­ sem­ ­forsætisráðherra­ í­ síðasta­ lagi­ á­ tímabilnu­ frá­ 7.­ febrúar­ til­ 15.­ maí­ árið­ 2008­ næg- ar­ upplýsingar­ til­ þess­ að­ gera­ sér­ grein­ fyrir­ því­ að­ ríkir­ almanna- hagsmunir­ knúðu­ á­ um­ að­ hann­ gripi­til­aðgerða­strax­með­sérstakri­ lagasetningu­ til­ að­ draga­ úr­ stærð­ bankakerfisins.­ Sýndi af sér vanræsklu Þann­ 15.­ maí­ 2008­ gaf­ ríkisstjórn­ Geirs­ út­ yfirlýsingu­ gagnvart­ norsku,­ dönsku­ og­ sænsku­ seðla- bönkunum­ um­ raunhæfar­ aðgerð- ir­til­að­minnka­bankakerfið.­Rann- sóknarnefndin­ telur­ að­ eftir­ þessa­ yfirlýsingu­ hafi­ verið­ enn­ frekara­ tilefni­ til­ þess­ að­ Geir­ hefði­ frum- kvæði­að­slíkum­aðgerðum.­Að­lág- marki­ hefði­ hann­ átt­ að­ beita­ sér­ fyrir­ því­ að­ ríkisstjórnin­ mótaði­ og­ undirbyggi­ slíkar­ aðgerðir.­ Ríkis- stjórn­hans­var­einnig­í­góðri­stöðu­ til­þess­að­beita­bankana­raunhæf- um­ þrýstingi­ til­ þess­ að­ þeir­ gripu­ sjálfir­til­slíkra­aðgerða.­ Að­ endingu­ telur­ rannsóknar- nefnd­ Alþingis­ að­ Geir­ hefði­ sem­ forsætisráðherra­ haft­ fullt­ tilefni­ til­ þess­ frá­ því­ í­ snemma­ árs­ 2008,­ að­ að­fylgja­því­eftir­og­fullvissa­sig­um­ að­unnið­væri­að­því­að­flytja­Icesa- ve-reikningana­úr­Landsbankanum­ í­ dótturfélag­ bankans­ í­ Bretlandi.­ Nefndin­ átelur­ Geir­ fyrir­ að­ hafa­ ekki­ í­ krafti­ embættis­ síns­ sem­ for- sætisráðherra­ leitað­ leiða­ sumarið­ fyrir­hrun­til­að­stuðla­að­framgangi­ þessa­ máls­ með­ virkri­ aðkomu­ ríkisvaldsins.­ Rannsóknarnefnd- in­ bendir­ á­ að­ Geir­ hafi­ í­ aðdrag- anda­hrunsins­ekki­gripið­til­nauð- synlegra­ráðstafana­­í­samræmi­við­ það­sem­tilefni­var­til.­Með­athafna- leysi­ sínu­ hafi­ hann­ látið­ hjá­ líða­ að­bregðast­við­yfirvofandi­hættu­á­ viðeigandi­ hátt­ og­ þar­ með­ sýnt­ af­ sér­vanrækslu­sem­varðar­við­lög. Farsæll fram að hruni Alveg­ þar­ til­ fjármálakerfið­ féll­ í­ höndum­ Geirs­ hafði­ hann­ verið­ ákaflega­ vinsæll­ og­ farsæll­ stjórn- málamaður.­ Bent­ hafði­ verið­ á­ að­ hann­ hefði­ mjög­ góða­ menntun­ og­ reynslu­ til­ þess­ að­ valda­ starfi­ forsætisráðherra.­ Hann­ átti­ nærri­ flekklausan­feril­að­baki­í­stjórnmál- um,­þar­sem­hann­fór­gamalkunna­ leið­ til­ æðstu­ metorða­ innan­ Sjálf- stæðisflokksins. Geir­er­59­ára­gamall.­Hann­gekk­ í­ MR­ og­ lauk­ stúdentsprófi­ þaðan­ 1971.­ Þá­ flutti­ hann­ til­ Bandaríkj- anna­ og­ lauk­ BA-prófi­ í­ hagfræði­ við­ Brandeis­ University­ í­ Walt- ham­ í­ Massachusetts­ 1973,­ MA- prófi­ í­ alþjóðastjórnmálum­ við­ Johns­ Hopkins­ University,­ School­ of­ Advanced­ International­ Studies­ í­Washington­DC­1975­og­MA-prófi­ í­ þjóðhagfræði­ við­ University­ of­ Minnesota­í­Minneapolis­1977.­ Líkt­ og­ margir­ þingmenn­ starf- aði­Geir­á­sumrin­sem­blaðamaður­ á­ Morgunblaðinu.­ Eftir­ útskrift­ réð­ hann­sig­til­Seðlabanka­Íslands,­sem­ hagfræðingur­ í­ alþjóðadeild.­ Því­ starfi­gegndi­hann­í­sex­ár­eða­þar­til­ hann­varð­aðstoðarmaður­fjármála- ráðherra.­Samhliða­því­ fetaði­hann­ sín­ fyrstu­ spor­ í­ pólitík,­ sem­ vara- þingmaður­ Sjálfstæðisflokksins­ frá­ 1983­til­1987.­Hann­náði­svo­kjöri­til­ Alþingis­í­kosningunum­1991­og­sat­ á­Alþingi­þar­til­hann­hætti­í­kjölfar­ búsáhaldabyltingarinnar­ og­ veik- inda­ sinna­ í­ byrjun­ árs­ 2009.­ Geir­ var­ fjármálaráðherra­ frá­ 1998­ til­ 2005,­ utanríkisráðherra­ frá­ 2005­ til­ 2006.­Hann­tók­svo­við­sem­forsæt- isráðherra­í­maí­2006,­þegar­Halldór­ Ásgrímsson­lét­af­störfum.­ Systkini­ Geirs­ eru­ Bernhard,­ bankastarfsmaður,­ sem­ lést­ fyr- ir­ aldur­ fram­ árið­ 1962,­ og­ Stein- dór­ Helgi,­ byggingaverkfræðing- ur­ og­ dósent­ við­ HR,­ sem­ er­ ellefu­ árum­eldri­en­Geir.­Hálfsystir­Geirs,­ samfeðra,­var­Lilly­Kinn,­húsmóðir­ í­ Noregi,­ sem­ lést­ 1995.­ Bernhard­ var­ um­ tíma­ formaður­ íslenskra­ þjóðernissósíalista,­ sem­ var­ með­ tengsl­við­hreyfingu­nýnasista.­Geir­ er­ kvæntur­ Ingu­ Jónu­ Þórðardótt- ur,­viðskiptafræðingi­og­fyrrverandi­ oddvita­ Sjálfstæðisflokksins­ í­ borg- arstjórn.­ n 1. Brást ekki með fullnægjandi hætti við alvarlegum upplýsingum um stöðu og horfur í málefnum bankanna og efnahagslífsins í byrjun árs 2008. n 2. Verulegir annmarkar á starfi samráðshóps þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits um mikilvæg verkefni á sviði fjármálastöðugleika og viðbúnað- ar við yfirvofandi hruni. Það var á ábyrgð Geirs að starf hópsins væri markvisst og skilaði árangri. n 3. Hafði ekki frumkvæði að því að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu ríkisins vegna hættu á fjármálaáfalli. n 4. Hafði ekki frumkvæði að virkum aðgerðum og lagasetningu til að draga úr stærð bankakerfisins. n 5. Fylgdi því ekki eftir og beitti sér ekki í krafti embættis síns sem forsætisráð- herra fyrir því að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans úr útibúi í Bretlandi yfir í dótturfélag. Fimm aFglöp geirs Helgi­Gunnlaugsson,­prófessor­í­fé- lagsfræði­við­Háskóla­Íslands,­hefur­ gert­ mælingar­ á­ viðhorfi­ almenn- ings­ til­ alvarlegustu­ afbrota­ í­ sam- félaginu.­ „Viðskiptabrot­ eða­ afbrot­ hærri­ stétta­ eru­ mjög­ neðarlega­ á­ blaði­ hjá­ fólki­ og­ hafa­ verið­ það­ í­ mörg­ár.­Um­það­bil­5­til­15­­prósent­ borgara­ nefna­ viðskipta-­ ­ og­ efna- hagsbrot­ sem­ alvarlegasta­ brotið­ í­ samfélaginu.­Þegar­menn­heyra­af- brot­nefnd,­þá­detta­þeim­ekki­í­hug­ efri­stéttir­samfélagsins.­Það­passar­ einhvern­ veginn­ ekki­ við­ skynjun­ og­vitund­almennings,“­segir­Helgi.­ Geir­ Haarde­ hefur­ notið­ mikill- ar­ samúðar­ hjá­ ákveðnum­ hópum­ í­ samfélaginu­ eftir­ að­ ljóst­ var­ að­ hann­yrði­einn­dreginn­fyrir­ lands- dóm.­­ Telur­Helgi­að­almenningur­hafi­ meira­ umburðarlyndi­ gagnvart­ brotum­fólks­úr­efri­stéttum?­„Menn­ skynja­ þetta­ ekki­ sem­ alvarleg­ af- brot­ með­ sama­ hætti.­ Þetta­ er­ ab- strakt.­ Þegar­ fólk­ hugsar­ um­ afbrot­ þá­hugsar­það­um­eitthvert­ tiltekið­ athæfi,­einhvern­sem­er­kýldur­eða­ rændur­ í­ Bankastræti.­ Þannig­ brot­ eru­ áþreifanleg.­ Þegar­ kemur­ að­ stjórnmálamönnum,­ þá­ má­ spyrja­ hver­eru­brot­Geirs­Haarde?­Það­er­ svo­abstrakt.­Jú­hann­gerði­eitthvað­ og­ hann­ gerði­ ekki­ eitthvað.­ Hvað­ gerði­hann­ekki­og­hvað­hefði­hann­ átt­að­gera?­Þjóðin­fór­á­hausinn­en­ samt­ er­ svo­ illa­ hægt­ að­ sjá­ þetta­ myndrænt­ hvenær­ brotið­ átti­ sér­ stað.­Það­er­ekki­hægt­að­benda­á­að­ það­hafi­gerst­12.­febrúar.“­ Helgi­segir­vandamálið­við­þessi­ brot­að­fólk­sjái­þau­ekki­á­raunhæf- an­hátt.­„Með­önnur­brot­á­borð­við­ kynferðisbrot,­innbrot­og­fíkniefna- smygl,­ þá­ eru­ þau­ áþreifanleg.­ Það­ er­erfitt­að­negla­viðskiptabrot­eins­ og­ önnur­ afbrot.­ Að­ sakfella­ efri- stéttarmann,­ eins­ og­ Geir,­ verður­ abstrakt.­ Þess­ vegna­ held­ ég­ að­ Ís- lendingar­ séu­ mjög­ tvístíga­ í­ því­ hvað­eigi­að­gera.­Það­fór­allt­á­haus- inn,­ en­ hvernig­ hann­ nákvæmlega­ er­ ábyrgur­ en­ ekki­ einhver­ annar,­ menn­staldra­við­það.“ Helgi­segir­erfitt­að­átta­sig­á­því­ hvort­ almenningur­ sé­ meðvirkur­ gagnvart­Geir,­en­bendir­á­að­oftast­ þekki­ fólk­ ekki­ afbrotamennina­ og­ þeir­séu­því­ópersónulegir.­„Um­leið­ og­þú­þekkir­viðkomandi­þá­breytist­ afstaðan.­Það­verður­erfiðara­að­sjá­ stjórnmálamenn­og­viðskiptamenn,­ sem­fólk­er­búið­að­þekkja­í­mörg­ár­ og­kannski­af­góðu­einu,­í­nýju­ljósi­ sem­sakamenn.­Hann­er­vel­til­hafð- ur­og­búinn­að­koma­fram­sem­leið- togi­og­maður­sem­borin­hefur­ver- ið­virðing­fyrir,­þannig­að­stökkið­er­ mikið.“ Geir Haarde hefur hlotið samúð fyrir að vera ákærður: Erfitt að sjá stjórnmálamenn sem sakamenn Á leið fyrir landsdóm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður hafa gerst sekur um að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hruni. Hann hafði upplýsingar til að átta sig á hættunni. mynd SiGtRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.