Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 35
föstudagur 1. október 2010 úttekt 35
framhald á
næstu opnu
Aldur: 35 ára.
Búseta: Grafarvogur, Reykjavík.
Iðja: Ég vinn á leikskóla.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft
á líf þitt og þinna nánustu? „Þetta
er töluvert álag á alla fjölskylduna. Ég á
tvö börn og velti því oft fyrir mér hvaða
áhrif þetta muni hafa á líf þeirra. Ég hef
eiginlega komist að þeirri niðurstöðu
að áhrifin séu ekki slæm, þau sjá hversu
ranglát yfirvöld eru og eins hversu lítið
er að marka fréttaflutning. Það er kostur
að læra þessa hluti ungur.“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu?
„Skoðun mín er varla prenthæf. Við
erum ásökuð um aðför að sjálfræði
þings, sem var ekki sjálfrátt. Þarna inni sátu ansi margir sem höfðu til dæmis
þegið peningagjafir frá fyrirtækjum og bönkum. Köllum það réttu nafni, mútur.
Mikið væri hressandi ef íslenska plútókrasían yrði ákærð fyrir aðför að sjálfræði
þingsins.“
Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við
umfjöllun um dómsmálið gegn ykkur? „Ráðherrarnir fyrrverandi hafa í
kringum sig hirðir áhrifamikilla stuðningsmanna og eiga greiðan aðgang að
fjölmiðlum. Þar hafa þau getað haldið uppi vörnum og félagar þeirra verja
þau á þingi. Aftur á móti tekur forseti Alþingis að sér hlutverk sækjanda gegn
okkur í ræðustól á Alþingi og lýgur blákalt. Fjölmiðlar flytja fréttir af orðum
hennar án þess að kanna hvað hæft sé í þeim og við fáum ekki tækifæri til að
verja okkur.“
Ertu sek? „Nei, ég er ekki sek“
Fyrir hvern er réttarríkið? „Ætli það sé ekki fyrir Pétur Blöndal og Ástu
Ragnheiði? Það er allavega ekki fyrir mig.“
Aldur: 26 ára.
Búseta: Siglufjörður (Fjallabyggð).
Iðja: Gæðastjóri.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á
líf þitt og þinna nánustu?
„Ég reyni að láta þetta mál ekki á mig fá.
Ég fór viljugur þarna inn og mun ekki
reyna að hopa undan neinni ábyrgð
sem þar af leiðir. Ég myndi gera þetta
aftur og tek ekkert til baka. Hverning
þeir nánustu taka því er annað mál. Það
er erfitt að horfa upp á ákæruvaldið
sem þau treystu hreinlega svíkja sig.
Örvænting kemur upp þegar það er
einmitt það vald sem færði þeim öryggi
sem handvelur blóraböggla búsáhalda-
byltingarinnar.“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Það ber að kæra okkur fyrir allt sem við
gerðum. En hvað gerðum við, það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að vita?
Þó það sé rétt að kæra þegar lög eru brotin þá er þetta mál algjör firra. Við gerðum
mjög lítið og afleiðingin var engin. Hve margar milljónir eru að hverfa í skýrslur og
álit um hverning við móðguðum alþingismennina? Ég gæti trúað að orð mín séu
ógnun við sjálfræði Alþingis, á ég að þora að hugsa eða hafa skoðanir?“
Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við um-
fjöllun um dómsmálið gegn ykkur? „Ef við erum öll 13, við níumenningarnir
og ráðherrarnir fjórir, saklaus, verður þá ekki dæmt svo? Nei, svona á ekki að hugsa.
Ég bind miklar vonir við ákæruna á Geir. Það þarf að hefja umræðuna á Alþingi
og störf þess á hærra plan. Við viljum ekki vinsældarkosningar og ábyrgðarlausa
stjórnmálamenn. Það sem er verið að kæra Geir fyrir eru stór afglöp sem höfðu
enn meiri afleiðingar. Aðgerðir níumenninganna voru knúnar af einsettum vilja
og höfðu engar afleiðingar. Við ætlum ekki að kollsteypa Alþingi og ekki einu sinni
að særa nokkurn mann. Líkt og Geir þá meintum við vel. Verst að í Geirs tilviki þá
gerðist eitthvað hræðilegt. Hér eru stór skil.“
Ert þú sekur? „Svarið mér fyrst; hverning ég ógnaði sjálfræði Alþingis? Ég er
ákærður og ég veit það ekki. Það þykir mér erfitt þegar hvorki verknaður minn né
nafn mitt hefur verið tilgreint í ákærunni. Nafn mitt fyrirfinnst einungis í upphafs-
upptalningu ákærðra, og hverning er hægt að verjast ásökunum sem fyrirfinnast
ekki. Ákæran sjálf sýnir að ég gerði ekkert.“
SólvEIg AnnA JónSdóttIr:
Fáum ekki tækifæri
til að verja okkur
KolBEInn AðAlStEInSSon:
myndi gera þetta aftur
BlóraBöggla
Búsáhalda-
Byltingar
ingum á íslensku samfélagi, sem er í
djúpum vanda, ekki bara vegna auð-
magnskreppunnar sem hófst í okt-
óber 2008, heldur líka vegna þess
sem auðveldlega má kalla fyrri árás-
ir á Alþingi, árása sem voru framdar
gegn hagsmunum almennings í þágu
einkahagsmuna fárra. Níumenning-
arnir eru félagar okkar og samverka-
menn í baráttunni við réttnefnda
góðkunningja lögreglunnar: ofbeld-
isfullt ríkisvald og það kúgandi auð-
magn sem ríkið veitir þjónustu sína.
Samstaða okkar verður ekki rofin
með því að velja úr hópnum níu, fjóra
eða einn.“
Krafa þessara 700 einstaklinga var
að ef ákæruvaldið myndi ekki falla frá
ákærum sínum á hendur níumenn-
ingunum ætti það að gefa út ákærur á
hendur öllum þeim sem réðust á Al-
þingi veturinn 2008–2009 og þar með
talið þeim 700 einstaklingum sem
undir þetta rituðu.
dómarinn kallaði lögreglu til
Ragnar fór einnig fram á að dómar-
inn viki vegna vanhæfis. Forsendur
hans fyrir því voru að frá fyrsta degi
Þúsundir mótmæltu
Í janúar 2009 þeystu þúsundir Íslend-
inga út á götur Reykjavíkur til þess að
mótmæla stjórnvöldum og þeirri stöðu
sem komin var upp í íslensku samfélagi.
mynd HEIðA HElgAdóttIr