Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna Meiðyrðamál fyrrverandi þingmanns gegn frænku sinni: Þingmaður fyrir dóm Fram undan er munnlegur málflutn- ingur í meiðyrðamáli fyrrverandi þing- manns Sjálfstæðisflokksins, Eggerts Haukdals, gegn bróðurdóttur hans, Benediktu Haukdal, og eiginmanni hennar, Runólfi Maack. Þingmaðurinn fyrrverandi stefndi Benediktu fyrir meiðyrði og hefur Benedikta svarað í sömu mynt. Frænd- systkinin hafa áður mæst í dómsal en fyrir þremur árum seldi Eggert frænku sinni jörðina að Bergþórshvoli ásamt íbúðarhúsnæði sem þar stóð. Þau skil- yrði fylgdu sölunni að hann fengi að búa áfram í húsinu en samvist þeirra frændsystkina hefur ekki verið góð. Eftir að bera fór á erfiðleikum í samvistinni ákváðu Benedikta og Run- ólfur að útbúa séríbúð fyrir Eggert á jarðhæð hússins. Í kjölfarið var þing- maðurinn fyrrverandi borinn út úr hinum hluta hússins með dómsúr- skurði. Eggert fór í mál þar sem hann gerði meðal annars athugasemd við að hafa ekki aðgang að eldhúsi heldur eingöngu bráðabirgðaeldhúsi í svefn- herbergi sínu þar sem leirtauið væri í fataskápnum og vaskað væri upp inni á baði. DV greindi fyrst frá málaferlum ættingjanna en því dómsmáli tapaði Eggert á báðum dómstigum. Eggert stefnir að lokum bróður- dóttur sinni vegna ummæla hennar á MySpace-vefsvæði hennar um hann sjálfan og eiginkonu hans. Eftir því sem DV kemst næst hefur Benedikta aftur á móti lagt fram mótkröfur um meiðyrði af hálfu Eggerts í fjölmiðlum. Málið verður flutt í héraðsdómi Suður- lands í næstu viku. trausti@dv.is Sóknargjöld þeirra um 3.000 Íslend- inga sem hafa skráð sig úr þjóðkirkj- unni það sem af er árinu renna eftir það til íslenska ríkisins. Sóknargjöld nema rúmum 9.000 krónum á ári fyr- ir hvern einstakling en þetta er upp- hæð sem er hluti af tekjuskattinum sem íslenskir borgarar greiða í hverj- um mánuði. Úrsögnum úr þjóðkirkj- unni hefur fjölgað á árinu, sérstak- lega í ágúst eftir að hneykslismál Ólafs Skúlasonar biskups komst aft- ur í hámæli í fjölmiðlum. Hugmyndin á bak við sóknar- gjöldin er að þau renni til trúfélags viðkomandi. Í flestum tilfellum, þar sem meirihluti Íslendinga er í þjóð- kirkjunni, rennur þessi upphæð til þjóðkirkjunnar. Þetta er samanreikn- uð upphæð sem á fjárlögum er sögð renna til embættis biskups Íslands – í fjárlögum ársins 2010 er þessi upp- hæð 1.400 milljónir króna. Eftir því sem fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni og standa utan trúfélaga minnkar sú upphæð sem rennur til kirkjunnar í gegnum skattheimtu íslenska ríkis- ins. Peningar þessa fólks verða eftir hjá ríkinu þar sem það er ekki í trú- félagi. Háskólinn fékk fjármunina Lögunum um ráðstöfun ríkisins á sóknargjöldum var breytt sumarið 2009, eftir íslenska efnahagshrun- ið haustið 2008. Meðal þess sem var breytt í lögunum var ráðstöfun rík- isvaldsins á sóknargjöldum þeirra sem ekki eru skráðir í neitt trúfé- lag, þeirra sem hafa skráð sig úr því trúfélagi sem þeir fæðast inn í. Fyr- ir breytingarnar hafði sú prósenta af tekjuskatti þessara trúleysingja, sem annars hefði runnið til trúfélags þeirra, runnið til Háskóla Íslands. Með lagabreytingunum var hins vegar ákveðið að peningar þessara trúleysingja ættu að vera eftir hjá ríkinu. Ef gert er ráð fyrir að allir þeir 3.000 sem skráðu sig úr þjóðkirkj- unni það sem af er árinu hafi ekki skráð sig í neitt trúfélag má ætla að ríkið hagnist um sem nemur 27 milljónum króna á ársgrundvelli. Ef 30.000 manns myndu skrá sig úr þjóðkirkjunni, og standa utan trúfé- laga, myndi þessi upphæð nema um 270 milljónum króna á ári. Einn skilningur sem hægt er að leggja í það að lögunum sé breytt á þennan hátt, þannig að ríkið haldi eftir sóknargjöldunum, er sá að all- ir borgarar landsins séu þar með neyddir til að greiða sérstakt trúar- gjald til ríkisins með skattgreiðsl- um, hvort sem þeir eru í trúfélagi eða ekki. Spurningin er sú hvort ekki sé eðlilegra að skattgreiðslur trúleys- ingja lækki sem nemur þeim gjöld- um sem annars rynnu til trúfélaga þeirra. Óréttlæti segir Siðmennt „Þetta er gersamlega óréttlátt,“ seg- ir Hope Knútsson, formaður Sið- menntar, sem er ekki sátt við þá til- högun að þessar skatttekjur sem ríkið innheimtir af trúleysingjum sitji eftir hjá ríkinu. „Við lítum á þetta sem mannréttindabrot.“ Hope segir að Siðmennt líti svo á að með þessari skattlagningu rík- isins sé verið að refsa því fólki sem trúir ekki á yfirnáttúrulegar verur. „Við teljum að þetta sé refsing fyrir fólk sem trúir ekki á yfirnáttúrulegar verur og notar skynsemina í staðinn. Ef við notum skynsemina þá þurfum við að borga meira.“ Hún segir að þeir sem tilheyri ver- aldlegum félögum eins og Siðmennt, en um 300 manns eru í félaginu, geti ekki ákveðið að trúarskatturinn sem ríkið innheimti af þeim renni frekar til félags þeirra frekar en að renna í ríkissjóð. Hope segir að Siðmennt hafi barist fyrir þessu – að Siðmennt fái sömu lagalegu stöðu og trúfélög og að sóknargjöld meðlima félagsins renni þar af leiðandi þangað en ekki eitthvert annað – í fjöldamörg ár en að það hafi ekki gengið. „Við höfum ekkert val. Okkur finnst þetta bara óréttlátt. Við viljum hafa eitthvað að segja um það hvert þessir peningar fara.“ Ekki fengust nýjustu upplýsing- ar um úrsagnir úr þjóðkirkjunni frá Þjóðskrá Íslands en samkvæmt síð- ustu tíðindum nema þær um 3.000, líkt og áður segir. Við teljum að þetta sé refsing fyrir fólk sem trúir ekki á yfirnáttúrulegar verur og notar skynsemina í staðinn. RÍKIÐ GRÆÐIR Á BISKUPSMÁLINU Sóknargjöld þeirra Íslendinga sem ekki eru í þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum, renna í ríkissjóð en ekki til Háskóla Íslands eins og áður. 3.000 manns hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni það sem af er árinu og má ætla að meirihluti sóknargjalda þeirra verði eftir hjá íslenska ríkinu. „Gersamlega óréttlátt,“ segir formaður Siðmenntar. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Brauð ríkisins Eftir því sem fleiri segja sig úr þjóðkirkj- unni, meðal annars vegna óánægju með framgöngu kirkjunnar manna út af máli Ólafs Skúlasonar, þeim mun meiri skatttekjur sitja eftir hjá íslenska ríkinu. Um 3.000 manns hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni á árinu. VEL LIÐNUM HJÓNUM EKKI VÆRT: Ráðning dæmd ólögmæt Gróa Hreinsdóttir, píanókennari og fyrrverandi skólastjóri tónlistarskóla í Aðaldal, kærði þá ákvörðun Hörpu Hólmgrímsdóttur, skólastjóra Hafra- lækjarskóla, að ráða Maurico Weimar og Kelly Garner í hennar stað til að sinna tónlistarkennslu. Í frétt DV 29. september var sagt frá Mauricio Weimar og Kelly Garner, brasilískum hjónum sem fengu tíma- bundið atvinnuleyfi og réðu sig til vinnu við tónlistarkennslu í Aðaldal. Þau eru afar vel liðin í Hafralækjar- skóla og af sveitungum öllum í Þing- eyjarsýslu. Þau þykja hafa fært líf í tónlistarkennsluna og ná vel til nem- enda skólans. Gróa Hreinsdóttir taldi að með því að taka Mauricio fram yfir sig væri rekstrarstjórn skólans að brjóta sveit- arstjórnarlög. Hún gerði athugasemd við það að hafa ekki verið boðuð til viðtals. Varðandi þá athugasemd bendir rekstrarstjórn skólans á að Gróa hafi gegnt stöðu tónlistarskóla- stjóra tímabundið frá 1. janúar 2008 til og með 31.júlí 2009. Upplýsingar um hæfni hennar hafi því legið fyr- ir en skólastjóri taldi sig þekkja vel kennsluhætti hennar, kosti og galla. Í umsögn rekstrarstjórnar Hafra- lækjarskóla 9. nóvember 2009 kem- ur fram að skólastjóri hafi metið umsækjendur út frá forsendum svo sem starfsreynslu, þörfum skólans, persónulegum eiginleikum og al- hliða þekkingu þeirra á hljóðfærum. Mauricio Weimar spilar á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kennir börnunum að auki á gítar, ásláttarhljóðfæri og hljómborð. Hann er menntaður í fiðluleik, tónmennt og nótnalestri. Gróa Hreinsdóttir lauk lokaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1982 sem píanókenn- ari með kórstjórn sem aukafag. Hún byggði kröfu sína meðal annars á því að ráðning í stöðuna hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn. Hún taldi sveitarstjórn- arlög brotin og að sér hafi verið mis- munað vegna kynferðis. Niðurstaða sveitarstjórnarráðuneyt- is er sú að ákvörðun um ráðningu Mauricios fram yfir Gróu sé ólögmæt. Ákvæði 23. greinar upplýsingalaga hafi ekki verið fylgt. kristjana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.