Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 31
PÁLL ÓSKAR Á NASA Páll Óskar mun halda uppi stuð- inu á NASA laugardaginn 2. október. Það verður stanslaus keyrsla frá miðnætti fram undir morgun en Páll Óskar byrjar að þeyta skífum og troða upp klukkan 2 eftir miðnætti. Blaz Roca, einnig þekktur sem Erpur Eyvindarson, verður sérstakur gestur og mun taka lagið Viltu dick? ásamt Páli Óskari. Páll Óskar segir að stemningin verði „Gordjöss“ og hvetur alla til að mæta í góðu stuði. Það er engin forsala og aðeins er hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr. og 20 ára aldurstakmark. FRÆÐSLUFYRIRLESTUR Í ÞJÓÐMINJA- SAFNINU Þriðjudaginn 5. október mun Margrét Helgadóttir, sagn- og viðskiptafræðingur, halda erindi í fyrsta fræðslufyrirlestri Þjóðminjasafns Íslands í vetur. Fyrirlesturinn nefnist Gullöld hús- mæðra og fjallar um hlutverk húsmæðra á árunum 1945–1965 og þær breytingar sem urðu á húsmóðurstarfinu. Sérstaklega verður fjallað um svör ellefu kvenna um húsmóðurstarfið og það val sem þær töldu sig hafa á þessu tímabili. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. FÖSTUDAGUR n Regína syngur lög Carpenters Eurovision-farinn Regína Ósk syngur öll bestu lög hljómsveitarinnar Carpenters á föstudagskvöld í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar miðinn 3.300 krónur. Hægt er að nálgast miða á miði.is. n Regína syngur lög Carpenters Eurovision-farinn Regína Ósk syngur öll bestu lög hljómsveitarinnar Carpenters á föstudagskvöld í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar miðinn 3.300 krónur. Hægt er að nálgast miða á miði.is. LAUGARDAGUR n Palli á NASA Það vita allir hversu bilað það er að fara á ball með Páli Óskari. Hann verður á heimavelli á NASA um helgina með ruglað ball sem hefst á miðnætti. Það kostar 1.500 krónur inn en aldurstak- mark er tuttugu ár. n Ungliðar Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands er iðin við tónleikahald þessar vikurnar en hægt er að nálgast dagskrána á miði.is. Ungsveit Sinfó mun spila á föstudag klukkan 17.00 í Háskólabíói. Miðinn kostar 3.400 eða 3.900 krónur. n Vilhjálms minnst Söngvarinn magnaði Friðrik Ómar kemur fram ásamt tíu manna hljómsveit í Hofinu á laugardaginn á tvennum minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson þar sem leikin verða öll hans bestu lög. Gestasöngvari er Guðrún Gunnarsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og 21.00 og kostar 3.900 inn á báða. n Jógvan í Langholtskirkju Færeyska sjarmatröllið Jógvan Hansen syngur öll sín þekktustu lög í Langholts- kirkju á laugardagskvöld klukkan 20.00. Með honum verður kórinn 17 Sangarar en þeir munu syngja færeysk lög ásamt íslenskri syrpu með lögum Sigfúsar Halldórssonar. n Sálin í Hvíta húsinu Líklega besta og vinsælasta ballhljóm- sveit íslenskrar tónlistarsögur, Sálin hans Jóns míns, verður með tónleika í Hvíta húsinu á Selfossi á laugardagskvöld. Húsið verður opnað klukkan 23.00 og aldurstakmark er átján ár. n Eyjakvöld á Spot Skemmtistaðurinn Spot hefur verið dug- legur að halda böll fyrir dreifbýlinga sem búa í bænum. Á laugardagskvöld verður Eyjakvöld þar sem hljómsveitin Logar mun troða upp ásamt öðrum. Eyjamenn verða í Kópavogi á laugardaginn. Er ég í Norður-Kóreu? Kimjongilia er blóm sem heitir eft- ir núverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Il. Myndin hangir saman á viðtölum við fyrrverandi íbúa Norð- ur-Kóreu sem segja hrikalegar sög- ur af Yodok-fangabúðunum, hungri, kúgun, hvernig fjölskyldum er refsað sem heild og landflóttanum sjálfum sem virðist nú ekki vera neinn barna- matur. Það kemur fram hvernig Kim Il Sung kom úr kristinni fjölskyldu og varð seinna guð Norður-Kóreum- anna í gegnum massífan áróður. Myndin er mjög einhliða sem er svo sem löglegt í heimildamyndagerð en við viljum líka sjá hvað stuðnings- menn Norður-Kóreu hafa að segja um málið. Frásagnir talsmanna Norður-Kóreu hljóma yfirleitt eins og Walt Disney-ævintýri og áhorfendur eru alveg nógu skýrir til að sjá í gegn- um það. Svo fyrir vikið fær myndin ódýran áróðursblæ. Kvikmyndagerð- armennirnir virðast þar að auki hafa meiri áhuga á sögunni en vitneskju um hana sem kemur kjánalega út. Það er til dæmis talað um að ríkið hafi orðið marxískt þegar það var yf- irlýst marx-lenínískt og fór síðan al- farið í Juche-hugmyndafræðina, sem snýst um að þjóð sé sjálfri sér nóg. Það mistókst hrapallega og á stóran þátt í hungursneyðinni sem þarna hefur ríkt. Algerlega er horft fram hjá grimmdarverkum Bandaríkj- anna í Kóreustríðinu, fjöldamorðum, efnavopnanotkun og fangelsunum á börnum. Það er atriði sem skiptir mjög miklu máli þar sem hatrið sem það ól af sér hefur frekar en annað haldið lífi í einræði Kim Il Sung og Kim Jong Il. Þegar notaðar eru háar tölur um fjölda flóttamanna og þá sem dáið hafa í hungursneyð skipt- ir öllu að vísa í heimildir sem ekki er gert hér. Óhugnalegar teikningar af meðferð fanga birtast reglulega en ekki er útskýrt hvað þær eiga að sýna, hvenær þær eru teiknaðar og af hverj- um. Önnur myndskreyting felst í ein- hverju djassballetsjói sem á sennilega að túlka þjáningar undir stjórn Kim Jong Il, í staðinn þjáist áhorfandinn vegna þess hvað það er vont mynd- rænt. Hér er ekkert reynt að svara spurningunni um það af hverju fólk rís ekki upp gegn valdhöfunum eins og gerist reglulega í svipuðum ein- ræðisríkjum, Myanmar til dæmis. Myndin virðist þar að auki vera tek- in með verstu mögulegu gæðum, let- ur er pixlað og grafíkin almennt slök. Þar sem efniviðurinn er þungur þarf myndmálið að vera mun betur unnið. Menn ættu að skoða heimilda- myndaþríleik BBC um Norður-Kór- eu til að sjá hvernig er hægt að vinna hlutina á faglegri hátt. Eini styrkleiki myndarinnar felst í viðtölum við hina landflótta Norður-Kóreumenn sem segja magnaða sögu af hugdjörfum flótta, sjálfsbjargarviðleitni og því hvernig fólk fer fram og til baka yfir landamærin til að fæða fjölskyldu sína norðanmegin. Aðdáunarvert. En á heildina litið veit ég satt best að segja ekki hvað þessi mynd er að gera á þessari annars frábæru hátíð. Ræm- an er það vond að manni líður á köfl- um eins og maður sé staddur í Norð- ur-Kóreu. Erpur Eyvindarson FÖSTUDAGUR 1. október 2010 FÓKUS 31 KIMJONGILIA Leikstjóri: N.C. Heikin Aðalhlutverk: Kang Chol Hwan, Lee Shin, Choi Young Hun KVIKMYNDIR Hvað er að GERAST? ið púsl,“ segir Árni aðspurður um hvernig það sé að breyta leikriti í bíómynd. „Óttó Geir Borg sá um sviðin en ég og leikhópurinn vor- um lengi að skrifa samræðurnar. Það leið langur tími þar til við vor- um orðin ánægð. Ég held að við höfum endurskrifað þær níu sinn- um með mismiklum breytingum í hvert skipti en þetta tók alveg eitt ár. Þetta eru náttúrulega sjö persón- ur og hver á sína sögu. Það var púsl að koma sjö sögum til skila á níutíu mínútum þannig þær komi út sem ein heild,“ segir Árni sem fagnar þó erfiðleika verkefnisins. „Þetta var ögrun og það kveikti áhugann í mér. Maður vill ögra sjálfum sér og taka smááhættu í líf- inu. Listrænt séð var erfiðasti hjall- inn fyrir mig og leikarana að end- urskapa persónurnar. Leikararnir höfðu auðvitað leikið þessar per- sónur áður en þurftu nú að búa þær aftur til fyrir kvikmynd. Ég held samt að þetta hafi tekist ágætlega, þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Árni. Listaspírur á sjónum Myndin var öll tekin á alvörubát úti á sjó. „Við ákváðum að skjóta þetta ekki í vernduðu umhverfi heldur vera alltaf um borð í bát og hafa þetta eins raunverulegt og hægt er,“ segir Árni. „Við eyddum fleiri vik- um um borð í bát til að hafa þetta eins raunsætt og trúverðugt og við gátum. Við vorum hræddir um að ef við tækjum þetta upp í stúdíói myndum við kannski sofna á verð- inum. Það var vissulega flókið að leysa þessa sögu í umhverfi sem ekki er kvikmyndavænt. Ég er ekki dómbær á hvort þetta hafi heppn- ast en ég krossa puttana,“ segir Árni og brosir. En hvernig var að vera með Vesturporti og tökufólki úti á sjó? „Þarna voru þrjátíu listaspírur mættar út á mið, það var svolítið spes,“ segir Árni og skellihlær. „All- ir drekkandi engiferte með sjóveik- isplástra. Þarna voru samt þrjátíu manns sem migu í saltan sjó, öll í fyrsta skipti. Ég get þó sagt það að við hefðum öll drepið okkur án sjó- mannanna sem hjálpuðu okkur frá fyrsta degi. Hefðu þeir ekki ver- ið þarna væri eflaust enn verið að leita að okkur,“ segir Árni og hlær enn dátt. „Þarna var bara súrt kaffi og G-mjólk sem við lepjandi treflarn- ir þurftum að drekka. En við höfð- um bara gott af þessu og erum jarð- bundnari eftir þessa lífsreynslu. Þetta var hrikalega erfitt og gefandi í senn,“ segir Árni en tökur fóru bæði fram um nætur og að degi til. Hópurinn kom þó alltaf í land á milli. Forsendur myndarinnar breytt- ust Brim var tekin upp áður en hrunið varð og kvikmyndagerðarmenn voru nánast jarðsettir með niðurskurði hjá kvikmyndasjóði og ákvörðun Ríkis- sjónvarpsins um að kaupa ekki ís- lenskar kvikmyndir. Myndin er með- al annars fjármögnuð með peningum úr norræna kvikmyndasjóðnum, þeim pólska og frá pólskum fjárfestum. Árni segir þó að forsendur myndarinnar hafi aðeins breyst þar sem útgerð er aftur orðin aðalatvinnugreinin eftir hrunið. „Við tókum myndina náttúrulega upp fyrir hrun. Myndin átti að vera óður til sjómennskunnar, vegna þess árferðis sem var þá var sjómennskan bara deyjandi atvinnugrein og bank- arnir að taka yfir. Forsendurnar hafa aðeins breyst núna. Sjómennskan fór úr því að vera atvinnugrein í útlegð í það að vera heitasta atvinnugreinin í dag,“ segir Árni Ólafur. Myndin verður frumsýnd á laugar- daginn á lokaðri sýningu á RIFF en er síðan sýnd einu sinni á sunnudegin- um. Hún fer síðan í almennar sýningar á mánudaginn. Benda má á að leikrit- ið Brim vann Grímuna sem leikrit árs- ins. Þá er hægt að fræðast meira um myndina og fylgjast með á Facebook- síðu Brim. „Við erum að reyna að búa til skemmtilega Facebook-síðu,“ segir Árni Ólafur Ásgeirson að lokum. tomas@dv.is Það var púsl að koma sjö sögum til skila á níutíu mínút- um þannig þær komi út sem ein heild migu í saltan sjó 30 LISTASPÍRUR Vond ræma „Þar sem efniviðurinn er þungur þarf myndmálið að vera mun betur unnið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.