Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 50
50 LífsstíLL umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 1. október 2010 föstudagur 6 leyndar ástæður fyrir spikinu 1 LítiLL svefn Í nútímasam-félagi er nóg að gera svo svefn er kannski neðarlega á forgangslista þínum en við þurfum svefn til að við- halda heilbrigðri þyngd. Þegar við erum þreytt leitum við frekar í óhollan, feitan eða sykraðan mat, í leit að orkuskoti – jafnvel þegar við erum ekki svöng. Við erum líka miklu latari í ræktinni ef við erum þreytt! 2enginn morgunmatur Það að sleppa morgunmat hljómar sem auðveld leið til að fækka hitaeiningunum sem við setjum ofan í okkur. Hið rétta er að morgunmaturinn kemur efnaskiptunum af stað. Þeir sem borða morgunmat eru síður svangir yfir daginn og eru ólíklegri til að falla í freistni og fá sér skyndibita. 3skammtastærð Það er voðalega auðvelt að borða yfir sig, hvort sem við kaupum heimsend- an mat eða förum á veitingastaði. Fáðu á hreint hvernig eðlilegur skammtur lítur út og hættu að borða þegar þú ert saddur/södd. 4Át Án athygLi Hefurðu lent í því að kára óvart heilan snakkpoka á meðan þú malar í símann? samkvæmt rannsókn borða 86 prósent okkar á meðan við erum að gera eitthvað annað, eins og tala í síma eða horfa á sjónvarp. Heilinn í þér heyrir ekki þegar maginn segir „saddur“ ef athyglin beinist að einhverju öðru! 5fLjótandi kaLoríur Gos, safar, sykrað te – við hugsum um þetta sem drykki en margt af þessu inniheldur fjöldann allan af kaloríum. sykurinn eykur á hungrið svo við borðum enn meira í matartímum. 6streita matur hefur róandi áhrif á okkur þegar við erum undir miklu álagi og dreifir huga okkar þegar við höfum áhyggjur. Enn fremur ruglar stressið hormónaframleiðslu sem hefur áhrif á efnaskiptin. Ef þú borðar til að takast á við álagið ertu líklegri til að fitna um þig miðja/n. samkvæmt nýrri rannsókn heillast karlmenn af fallegum og löngum handleggjum: Meira sexí en brjóst mjóLk grennir samkvæmt nýrri rannsókn getur mjólkurdrykkja hjálpað í baráttunni við aukakílóin. Í rannsókn, sem birtist í American journal of Clinical nutrit- ion, léttust þeir þátttakendur sem drukku tvö glös af mjólk daglega í tvö ár um að meðaltali sex kílóum meira en viðmiðunarhópurinn, sem drakk enga mjólk á tímabilinu. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni segja skýringuna líklega þá að mjólk veiti seðjandi tilfinningu. „Þeir sem drekka mjólk finna síður fyrir hungri og freistast því síður til að leita í feitan og sykraðan mat,“ segir næringafræðing- urinn dr. Douglas Husbands og bætir við að þeir sem drekki ekki mjólk velji gos- og sykraða safadrykki í staðinn. Stattu þig tæmist hugurinn þegar yfirmaður þinn kallar nafn þitt á mikilvægum fundum? Hefurðu klúðrað prófi sem þú varst búin/n að undirbúa þig vel fyrir? Bók sálfræðingsins Sian Beilock, Choke, fjallar um rannsóknir á afleiðingum streitu. Losaðu þig við óttann Ekki leyfa neikvæðum hugsunum að læðast að þér á mikilvægum augnablik- um. Afgreiddu neikvæðnina löngu fyrir stóru stundina og slepptu svo takinu á óttanum. Taktu þér nokkrar mínútur til að skrifa niður það sem þú óttast og að hvaða leyti þú hefðir átt að standa þig betur í fyrri áskorunum. Losaðu þig þannig við óttann og búðu í leiðinni til pláss í huganum til að geta betur einbeitt þér að því sem skiptir virkilegu máli, þegar það skiptir máli. Taktu þinn tíma undir álagi er freistandi að segja það fyrsta sem kemur upp í hugann. En oft er það ekki besti kosturinn. samkvæmt Beilock er sniðugast að draga djúpt inn andann, tæma hugann og vand- lega greina spurninguna áður en þú svarar henni. Rétt eins og körfubolta- maður sem lítur snöggt yfir völlinn áður en hann sendir á liðsfélaga sinn eða skýtur á körfuna. með því að gefa þér tíma til að hugsa minnka líkur á að þér yfirsjáist mikilvæg atriði og heilinn fær í leiðinni tíma til að birgja sig upp af nauðsynleg- um glúkósa. undir preSSu! Æfðu þig undir álagi Það er auðvelt að semja ræðu heima fyrir framan sjónvarpið en ef þú ætlar að biðja yfirmann þinn um launahækkun er sú tækni ekki endilega áhrifarík- ust. Beilock mælir með því að við æfum okkur á lifandi manneskjum. „Þótt gerviaðstæðurnar séu ekki jafn stressandi og raunveruleikinn getur æfingin komið í veg fyrir að þú látir stressið eyðileggja fyrir þér þegar á hólminn er komið.“ Ekki hugsa of mikið Þegar þú hefur náð góðum tökum á verkefni eða haldið frábæran fyrirlestur skaltu ekki dvelja of lengi við. Heilalínurit hæfileikaríkra íþróttamanna sem keppa í skotfimi sýna að taugavirkni þeirra er í rauninni mun minni en byrjenda, þegar tekið er í gikkinn. mikil æfing gerir það að verkum að líkami og hugur vinna saman á sjálfstýringu. „mikil athygli getur haft öfug áhrif. Áhyggjur hlaðast upp og fólk reynir að ná stjórn á frammistöðu sinni,“ segir Beilock sem mælir með að við einbeitum okkur að útkomunni en ekki ferlinum sjálfum. Dreifðu huganum með tónlist stundum getur komið í bakið á þér að ætla ekki að dvelja of mikið við frammistöðu þína í vinnunni eða á vellinum og fyrir vikið fer hugurinn enn frekar af stað. Reyndu að dreifa huganum. Kveiktu á tónlist eða syngdu með sjálfri/sjálfum þér svo þú gleymir þér ekki í neikvæðni eða oftúlkun á hverju einasta orði. Langir, fallega lagaðir handleggir vekja meiri athygli karlmanna en langir leggir og löguleg brjóst, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Í rannsókn- inni, sem birtist í tímaritinu Journal of Evolutionary Biology og fram- kvæmd var á áströlskum og kín- verskum karlmönnum og konum af vísindamönnum við University of New South Wales í Sydney í Ástr- alíu, voru þáttakendur sem horfðu á myndbönd af 96 konum á aldrin- um 20 til 49 ára látnir gefa hverri og einni einkunn byggða á útliti. Nið- urstöðurnar gefa til kynna að konur með langa og stælta handleggi þyki mest aðlaðandi. Stærð mjaðma og mittis reyndist einnig jákvæður kostur auk þess sem hæð og ald- ur höfðu áhrif á útkomuna. Lang- ir leggir sem hafa oft verið tengdir kvenlegum kynþokka virtust hafa lítil áhrif á hrifningu þátttakenda, vísindamönnunum til undrunar. Prófessorinn Robert Brooks, sem leiddi hina merkilegu rann- sókn, segir „aðlaðandi líkama“ samsama sér vel. „Ef þú vilt fá at- hygli karlmanna er heillavænna að reyna að byggja upp stælta hand- leggi, líkt og söngkonan Madonna og leikkonan Courtney Cox státa af, í stað þess að einblína alltaf á stærri brjóst og háa hæla,“ segir Brooks sem segir að þeir eiginleikar sem mannfólkið hrífst af í útliti ann- arra séu í megin atriðum þeir sömu óháð löndum og menningu. indiana@dv.is Lögulegir handleggir Leikkonan Courtney Cox er með langa, granna handleggi. stælt Handleggir madonnu eru mjög stæltir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.