Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 2
2 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur Ráðist á fóRnaRlamb nauðgaRa n Nýlega sakfelldi hæstiréttur mann fyrir nauðgun á fyrrverandi eiginkonu sinni. Ættingjar mannsins risu upp gegn konunni og svívirtu hana op- inberlega. Systir mannsins segir fjölskylduna harmi slegna og ráða- lausa. Konan segist hafa flúið bæj- arfélagið. Hún hafi fengið fjölda ógeðfelldra skilaboða frá nafnlausum einstaklingum og sakar frænku mannsins um líkamsárás. Hún er sjö barna móðir og segist hafa mikl- ar áhyggjur af börnunum sem hafi þurft að kljást við alvarlegar afleiðingar vegna máls- ins. Vegna þeirra treystir hún sér ekki til þess að stíga fram undir nafni. Málið minn- ir um margt á það þegar ung stúlka þurfti að flýja Húsavík eftir nauðgun því íbúar tóku afstöðu með nauðgaranum. HaRmleikuR á æskuHeimilinu n Þorvarður Davíð Ólafsson réðst með hrottalegum hætti á Ólaf Tryggva Þórðarson, föður sinn, á æskuheimili sínu á Urð- arstíg á sunnudagskvöldið. Önnu Nicole Grayson, sem handtekin var með árásarmanninum, var sleppt á mánudag. Í ítarlegri umfjöllun um málið í DV á miðvikudag kom með- al annars fram að Þorvarður innritaði sig í Háskóla Íslands í haust eftir að hafa lok- ið stúdentsprófi í fangelsi. Þorvarður er annar tveggja sona Ólafs og Brynhildar Sigurðardóttur, fyrri eiginkonu hans. Brynhildur lést fyrir aldur fram í ágúst árið 1994. Banameinið var krabbamein, en Brynhildur var aðeins 45 ára gömul. Ólafur Tryggvi og Brynhildur höfðu verið gift frá árinu 1970, en árið 1979 ættleiddu þau Þorvarð Davíð og tvíburabróður hans Þórð. Fjöl- skyldan bjó í timburhúsi við Urðarstíg og eftir að Brynhildur lést, bjó Ólaf- ur áfram í húsinu með drengjunum. Hin fólskulega árás átti sér því stað á æskuheimili Þorvarðar. séRstakuR saksóknaRi fRamkvæmdi HúsleitiR n Sextán húsleitir og yfirheyrsl- ur yfir níu einstaklingum fóru fram á þriðjudag vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á fimm málum sem tengjast lánveitingum og viðskiptum Glitnis með hlutabréf. Til rannsókn- ar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegning- arlaga í tengslum við ráðstafan- ir á fjármunum Glitnis, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um árs- reikninga og lögum um bókhald. Meðal þeirra mála sem eru til skoðunar er Stímmálið svokallaða sem talað hefur verið um sem markaðsmisnotkun af hálfu bankans til að halda uppi verði hlutabréfa í Glitni og stærsta hluthafa hans, FL Group. Í Stím- málinu seldi Glitnir hlutabréf í bankanum og FL Group til eignarhaldsfé- lagsins Stíms og lánaði því um 20 milljarða króna fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum og er talið að málið sé dæmi um markaðsmisnotkun. 2 3 1 n „Jafnvel verið of sparsamir,“ segir vilhJálmur egilsson ofsótt eftir nauðgun harmleikur sjö barna móður: mánudagur og þriðJudagur 15. – 16. nóvember 2010 dagblaðið vísir 132. tbl.100. árg. – verð kr. 395 n nauðgari dæmdur í hæstarétti n ættingJar hans ofsækJa fórnarlambið n hún flúði heimabæ sinn n frænka nauðgarans birtist um miðJa nótt n börnin upplifa „hreina skelfingu“ n ættingJar iðrast einskis M Y N d r Ó b er t r eY N is sO N toppar með 20 millJónir á ári fréttir 10–12 tók 400 millJónir í arð eftir hrun n karl Wernersson,eigandi lyfJa og heilsu, segist hafa greitt bankanum féð fréttir 2–3 bendir löggunni á Jónínu n tölvupóstur úr innbroti dúkkar upp í ævisögu fréttir 4 erfið- leikar í hjóna- bandinu? 10 góð ráð klofningur smábáta- manna n nýtt félag í fæðingu FOrMúla 1: Yngsti heims- meistari sögunnar sport 24 fréttir 13 lífsstíll 22–23 fréttir 6líFeYrissJÓðirNir: 2 FRÉTTIR 17. nóvember 2010 MIÐV IKUDAGUR Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Lárus Welding, Magnús Ármann og Pálmi Haraldsson verða allir yfirheyrðir í tengslum við rann- sókn sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, á fimm viðskiptum sem tengjast Glitni, samkvæmt heim- ildum DV. Fjórir af þessum mönn- um, Hannes, Lárus, Pálmi og Magn- ús, voru staddir erlendis á þriðjudag þegar yfirheyrslur og húsleitir sér- staks saksóknara fóru fram og voru ekki yfirheyrðir og hafa ekki verið boðaðir til yfirheyrslu. Jón Ásgeir, sem staddur er hér á landi, segist að- spurður heldur ekki hafa verið boð- aður til yfirheyrslu. Sextán húsleitir og yfirheyrsl- ur yfir níu einstaklingum fóru fram á þriðjudag vegna rannsóknar sér- staks saksóknara á fimm málum sem tengjast lánveitingum og viðskiptum Glitnis með hlutabréf. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunar- brotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum Glitnis, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lög- um um ársreikninga og lögum um bókhald, að því er segir í tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Meðal þeirra mála sem eru til skoðunar er Stímmálið svokallaða sem talað hefur verið um sem mark- aðsmisnotkun af hálfu bankans til að halda uppi verði hlutabréfa í Glitni og stærsta hluthafa hans, FL Group. Í Stímmálinu seldi Glitnir hlutabréf í bankanum og FL Group til eignar- haldsfélagsins Stíms og lánaði því um 20 milljarða króna fyrir kaupun- um með veði í bréfunum sjálfum og er talið að málið sé dæmi um mark- aðsmisnotkun. Á þessu stigi málsins er ekkert hægt að fullyrða um mögu- lega sekt þeirra sem rætt var við og virðist rannsóknin vera á frumstigi. Heimildir DV herma að embætti sérstaks saksóknara ætli að bíða að- eins með að yfirheyra Jón Ásgeir, sem staddur er hér á landi, og því hafi það ekki verið gert. Hugsanlegt er að þetta verði gert í þeim tilgangi að fá betri heildarmynd af málunum áður en rætt verður við Jón Ásgeir. „Það verður talað við hann seinna,“ segir heimildarmaður DV. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis og í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans eru leidd að því rök að hann hafi verið skuggastjórnandi í bankanum, í raun stýrt honum í gegnum milliliði þrátt fyrir að bera ekki formlega ábyrgð í bankanum. Jón Ásgeir segist ekkert hafa vitað um Stímmálið Af svörum Jóns Ásgeirs við spurn- ingum DV um rannsókn sérstaks saksóknara að dæma hafði hann ekki vitneskju um öll þau mál sem til skoðunar eru hjá sérstökum sak- sókna þegar þau voru í gangi. „Ég náttúrulega veit ekki nógu mikið hvað þeir eru að skoða nákvæmlega,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir að af málunum fimm sem til skoðunar eru hjá sérstökum saksóknara hafi hann haft vitneskju um þrjú. „Ég veit um Keops-yfirtök- una og ég veit um yfirtöku Glitnis á Aurum-bréfunum. Það er svona það sem ég þekki í þessu og sem oft hefur verið reifað. Ég kom að Keops á sín- um tíma í gegnum eignarhald okkar á fasteignafélaginu [Stoðum hf., síð- ar Landic Property, innskot blaða- manns],“ segir Jón Ásgeir en hann segir sérstakan saksóknara hafa ein- göngu lagt hald á gögn sem tengj- ast Keops-yfirtökunni í húsleit sem gerð var á 101 hóteli, sem er í eigu eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálmadóttur, á þriðjudag. Jón Ásgeir segir að ekki hafi verið um mikið af gögnum að ræða. Aðspurður hvort hann hafi fyrir- skipað eða á annan hátt haft puttana í Stímviðskiptunum segir hann svo ekki hafa verið. „Ég veit ekkert um það,“ segir hann. Þegar Jón Ásgeir er spurður að því hvenær hann hafi fyrst heyrt um Stímviðskiptin segist hann ekki muna það. „Nei, ég man það nú ekki. Var þessum viðskiptum ekki flaggað á sínum tíma?“ Hann segist aðspurður ekki hafa komið að því á sínum tíma að reyna að fá fjár- festa til að kaupa hlutabréfin sem síðar voru seld inn í Stím en nokk- urn tíma tók að koma bréfunum út, meðal annars var leitað til Þorsteins Más Baldvinssonar, fjárfestingarfé- lagsins Gnúps og Pálma Haralds- sonar. „Ég var ekki að selja bréf fyrir Glitni eða fyrirskipa sölu til Stíms. Ég hef aldrei hitt þennan Jakob Valgeir,“ segir Jón Ásgeir en Jakob Valgeir var einn stærsti hluthafinn í Stími. Jón Ásgeir segist heldur ekki hafa vitað af kaupum fjárfestasjóðs Glitn- is á skuldabréfi af Saga Capital sem gefið var út af Stími en það er fjórða málið sem til skoðunar er. Þetta er málið sem minnst er vitað um af þeim fimm sem til skoðunar eru. Fimmta málið snýst svo um kaup Glitnis á hlutabréfum í Trygginga- miðstöðinni en í fréttatilkynningu sérstaks saksóknara er ekki nefnt hvað það er við þá sölu sem er til skoðunar. Líklegt má telja að verið sé að skoða fjármögnunina á kaup- unum en FL Group, stærsti hluthafi Glitnis, keypti bréfin í Trygginga- miðstöðinni af Guðbjörgu Matthías- dóttur, útgerðarkonu í Vestmanna- eyjum. „Hver fékk þann pening? Var það ekki konan í Eyjum [Guðbjörg, innskot blaðamanns]? Hann er alla vegana ekki hjá mér. Ef það á að end- urheimta einhverja peninga þá ligg- ur beinast við að fara bara til Eyja og ná í þessa fimmtán milljarða sem hún fékk fyrir Tryggingamiðstöðina. Væntanlega er verið að tala um að þeir peningar sem voru notaðir til að kaupa bréfin hafi verið fengnir með ólöglegum hætti hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir. Hringdi í saksóknara Jón Ásgeir segist hafa hringt í Ólaf Hauksson á þriðjudag og sagt hon- um að starfsmenn embættisins gætu rætt við hann ef þeir vildu. Þetta var eftir að húsleit hafði verið gerð hjá Jóni Ásgeiri á 101 hótel. „Ég talaði við sérstakan saksóknara í dag á meðan þetta gekk allt á og bauð honum að koma í viðtal til hans ef hann hefði eitthvað við mig að tala en hann sagði nei.“ Jón Ásgeir segist ekki hafa ver- ið boðaður í yfirheyrslu hjá sérstök- um saksóknara, hvorki fyrr né síð- ar. „Menn geta notað það vald sitt að boða mig í yfirheyrslu. En ég hef ekki verið boðaður hingað til og get ekkert tjáð mig um hvað síðar verð- ur. En ef ég verð beðinn um það þá ég hef ekkert að fela. Íslendingar Ég var ekki að selja bréf fyrir Glitni eða fyrirskipa sölu til Stíms. Ég hef aldrei hitt þennan Jakob Val- geir. JÓN ÁSGEIR OG HANNES VERÐA YFIRHEYRÐIR INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Sérstakur saksóknari hefur ekki boðað aðalmennina í Glitnismálinu til yfir- heyrslu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson og Lárus Welding hafa ekki verið boðaðir til viðtals. Lægra settir stjórnendur Glitnis hafa hins vegar verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir tengist tveimur málum af fimm beint eftir því sem hann segir sjálfur. Hann segist lítið vita um hin þrjú málin. Jón Ásgeir hringdi í sérstak- an saksóknara og bauð fram aðstoð eftir að húsleit hafði verið gerð hjá honum. Ekki boðaður LárusWeldinghefur ekkiveriðboðaðurtilyfirheyrsluentil stenduraðyfirheyrahanneftirþvísem DVkemstnæst.Hannerekkistaddurá Íslandiumþessarmundir. Minnst vitað um Saga Capital Af þeimfimmmálumsemerutilskoðunar ereinnaminnstvitaðumkaupGlitnis áskuldabréfiíSagaCapital.Þorvaldur LúðvíkSigurjónsson,forstjóriSaga,var yfirheyrðuráþriðjudagenhannsegist eingönguveravitniímálinu. Ég talaði við sérstakan saksókn-ara í dag á meðan þetta gekk allt á og bauð honum að koma í viðtal til hans ef hann hefði eitthvað við mig að tala en hann sagði nei. MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2010 FRÉTTIR 3 lentu í fjármálakreppu, eignir urðu að engu. Það sama gerðist í Bret- landi og Bandaríkjunum og við verð- um að sætta okkur við það að þær þjóðir brugðust við vandanum með- an stjórnvöld hér gerðu ekki neitt og því fór sem fór. Menn áttu ekki stóran hlut í bankastarfsemi til að gera eign- arhlutinn sinn að engu,“ segir Jón Ás- geir. Rannsókn sérstaks saksóknara snýr því væntanlega fyrst og fremst beint að Jóni Ásgeiri vegna Aurum- málsins og Keops-málsins en einnig að kaupunum á Tryggingamiðstöð- inni. Talinn hafa misnotað Glitni Í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri eru bæði málin reifuð enda byggir hún að talsverðu leyti á þessum tveimur málum. Segja má að bæði málin snúist um þann grun slitastjórnarinnar að Jón Ásgeir hafi tekið fé út úr Glitni með óeðlilegum hætti. Aurum-málið, eins og það er kynnt í stefnunni, snýst í einföldu máli um að Glitnir hafi keypt breska skartgripakeðju af Pálma Haralds- syni á yfirverði, sex milljarða króna, og að sinn milljarðurinn hvor hafi runnið til Jóns Ásgeirs og Pálma. Inntakið í því máli er að Jón Ásgeir og Pálmi hafi notað viðskiptin til að hagnast á þeim persónulega. Í tölvu- pósti til starfsmanns Glitnis lagði Pálmi línurnar um viðskiptin. Fram- kvæmdastjóri hjá Glitni, Einar Örn Ólafsson, sagði um þessi viðskipti að hann skildi ekki af hverju peningarn- ir væru ekki bara lagðir inn á Pálma í stað þess að búa fléttuna til. „Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við við lánum ekki bara palma 2. ma.kr. til að koma fyrir á cayman, áður en hann fer á hausinn, I stað thess að fara I alla þess goldsmith aefingu.“ Á hinn bóginn snýst Keops-mál- ið meðal annars um að í ágúst 2007 hafi Jón Ásgeir látið félag konu sinn- ar, Ingibjargar Pálmadóttur, kaupa 19 prósenta hlut í fasteignafélaginu Landic Property af Baugi svo bank- inn gæti lánað meira fé til þeirra hjóna. Líkt og kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis flokk- aðist Ingibjörg ekki sem tengdur aðili Baugs, félags Jóns Ásgeirs, hjá Glitni þrátt fyrir að gera það hjá Lands- bankanum. Viðskiptin áttu sér stað á milli félags Ingibjargar, 101 Capital, og Baugs til að fara í kringum regl- ur um stórar áhættuskuldbindingar til tengdra aðila. Tilgangur viðskipt- anna á milli Baugs og Ingibjargar var sá að fjármagna þurfti kaup Land- ic Property á danska fjárfestingar- félaginu Keops A/S, að því er kemur fram í stefnu Glitnis. Baugur var einn stærsti hluthafi Landic en vegna þess hversu mikið Baugur hafði fengið lánað frá Glitni gat félagið ekki aukið á áhættuskuldbindingar sínar í bank- anum. Þess vegna voru bréf Baugs í Landic færð yfir til 101 Capital. Glitn- ismenn kölluðu viðskiptin Project Para samkvæmt stefnunni. Glitn- ir veitti svo Stoðum hf. 7 milljarða króna lán, Baugi tæplega 5 milljarða króna og 101 Capital ehf. 5 milljarða króna lán til til að kaupa Keops. Teygja sig niður í valdastiga Glitnis Heimildir DV herma að þeir sem hafi verið yfirheyrðir séu, auk Þorvald- ar Lúðvíks Sigurjónssonar og Þór- leifs Björnssonar hjá Saga Fjárfest- ingarbanka, nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og FL Group. Meðal þeirra eru Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi viðskiptastjóri Glitnis, Rósant Már Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Glitnis og núverandi starfsmaður Íslandsbanka, Guðný Sigurðardótt- ir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs Glitnis og núverandi starfsmaður Íslandsbanka, Guðmundur Hjalta- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis, og Bernhard Bogason, fyrrverandi framkvæmda- stjóri lögfræðisviðs FL Group. Þeir starfsmenn Glitnis sem tald- ir eru hafa komið hvað mest að því að ganga frá Stímviðskiptunum, Jóhannes Baldursson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Glitnis, og Ingi Rafnar Júlíus- son verðbréfamiðlari hafa ekki verið yfirheyrðir, samkvæmt heimildum DV. Jóhannes var einn þeirra starfs- manna Glitnis sem sá um að koma fjárfestahópnum í Stími saman og Ingi Rafnar keypti bréfin í Glitni og FL Group sem síðar voru seld inn í Stím „ólöglega“, samkvæmt því sem segir í stefnu slitastjórnar Glitn- is gegn stjórnendum bankans sem þingfest hefur verið í New York. Seg- ir í stefnunni að bréfunum hafi verið safnað að áeggjan stefndu, Jóns Ás- geirs og viðskiptafélaga hans, til að auðvelda þeim að eignast meirihluta í bankanum. Bankinn þurft svo síð- ar að losa sig við þessi bréf og segir í stefnunni að í stað þess að láta Fjár- málaeftirlitið vita af málinu hafi ver- ið reynt að leyna því. Eftir því sem DV kemst næst stendur ekki til að yfirheyra Inga Rafnar og Jóhannes í tengslum við rannsókn sérstaks sak- sóknara. Hugsanlegt er að embætti sér- staks saksóknara vilji með þessari aðferð byrja á því að yfirheyra þá sem voru lægra settir í bankanum áður en þeir yfirheyra þá sem hærra eru settir. Ástæðan fyrir þessu er sú að gögnin í málinu benda til þess að Jón Ásgeir, Lárus, Pálmi og hugsanlega einhverjir aðrir hafi fyrirskipað ýmis af þeim viðskiptum sem til skoðunar eru og að lægra settu starfsmennirn- ir hafi fylgt skipununum. Með þessu móti geta starfsmenn saksóknara náð sér í góð sönnunargögn áður en aðalleikmennirnir í málunum verða kallaðir til yfirheyrslu. Snýst um markaðsmisnotkun, segir Pálmi Heimildir DV herma að saksóknari hafi meðal annars gert húsleit á skrif- stofu Pálma Haraldssonar í Suður- götu í Reykjavík á þriðjudaginn og á heimili Lárusar Welding. Ætla má að húsleitin hjá Pálma hafi verið vegna lánveitinga til félagsins FS-38 til að kaupa hlutabréf í Aurum af Fons. Pálmi átti bæði félögin um tíma en losaði sig síðar við FS-38 sem var endurnefnt Stím. Pálmi sagði í samtali við DV á þriðjudaginn að hann vissi ekki nákvæmlega um hvað rannsóknin snérist. Pálmi var þá staddur erlend- is en hafði heyrt af því að til stæði að gera húsleit hjá honum: „Þá bara gera þeir það. Kannski kemur hið sanna þá loksins í ljós í þessum mál- um, loksins fáum við þá bara nið- urstöðu í þessi mál.“ Húsleitin hjá Pálma tók stutta stund, samkvæmt því sem hann sagði síðdegis í gær. Pálmi hefur heldur ekki verið kall- aður til yfirheyrslu. Pálmi segist telja að rannsókn sérstaks saksóknara snúist um meinta markaðsmisnotkun af hálfu Glitnis. „Ég held að menn séu að skoða þessa týpísku markaðsmis- notkun,“ segir Pálmi en samkvæmt því sem hann segir var það bankinn sem gerðist sekur um markaðsmis- notkun í Stímmálinu en ekki þeir sem fengnir voru til að fjárfesta í fé- laginu. Líkt og komið hefur fram var Pálma sjálfum boðið að fjárfesta í Stími, auk Þorsteins Más Baldvins- sonar í Samherja, Fjárfestingarfé- laginu Gnúpi og líklega fleirum. Bankinn leitaði því logandi ljósi að fjárfestum til að kaupa bréfin í Glitni og FL Group en án árangurs þar til endanlegi fjárfestahópurinn var teiknaður upp. Um Stímviðskiptin sagði Pálmi í viðtali við DV fyrr á ár- inu: „Það var bankinn sem bjó þessi viðskipti til og það var mikill áhugi fyrir því hjá starfsmönnum Glitnis að fá Fons inn í þessi viðskipti. Ég myndi óska þess að ég hefði ekki svarað þeim og tekið þátt í þessu... Þetta mál er algerlega bankans. Eina ákvörðunin sem ég tók var að taka þátt í þessu. Ég get ekki annað séð en að bankinn hafi setið uppi með slæm bréf og að hann hafi orð- ið að selja bréfin til einhvers. Und- ir venjulegum markaðsaðstæðum hefðu bréfin átt að fara á markað en ég var ekki í neinni aðstöðu til að meta það,“ sagði Pálmi í viðtalinu við DV. Málið sem verið er að skoða í tengslum við Pálma er þó ekki Stímmálið, sem snýst um markaðs- misnotkun, þótt hann tengist því óbeint, heldur áðurnefnt Aurum- mál þar sem möguleg umboðssvik eru rannsökuð. Úr viðtali sem birtist í DV fyrr á árinu Blaðamaður: „Þú hefur sagt berum orðum að þú sért fórnarlamb Glitnis, í Stímmálinu til dæmis.“ Pálmi: „Ég er fórnarlamb eins og margir sem ég þekki ...“ Blaðamaður: „En þú græddir á tengslum þínum við Glitni, í Stímmálinu og eins í Skeljungsmál- inu?“ Skeljungsmálið gekk út á það að Glitnir sölutryggði olíufélagið fyrir Pálma og keypti það af honum á 8,7 milljarða króna sem var gríðarlega uppsprengt verð. Glitnir seldi síðan 51 prósents hlut í Skeljungi á 1,5 milljarða sumarið 2008 og heldur enn eftir 49 prósentum sem eru í söluferli hjá Íslandsbanka um þessar mundir. Reikna má með að bankinn tapi því meira en 6 milljörðum króna vegna sölutryggingarinnar þar sem Skeljungur var verðmetinn alltof hátt. Pálmi: „Nei, þetta er alrangt hjá þér. Ég átti hins vegar von á gróða frá bankanum. En þegar ég lít til baka þá held á að ég hafi bara tapað á viðskiptum við bankann. Tölum aðeins um Stímmálið. Það var bankinn sem bjó þessi viðskipti til og það var mikill áhugi fyrir því hjá starfsmönnum Glitnis að fá Fons inn í þessi viðskipti. Ég myndi óska þess að ég hefði ekki svarað þeim og tekið þátt í þessu. Þetta mál er algerlega bankans. Eina ákvörðunin sem ég tek var að taka þátt í þessu.“ Blaðamaður: „Og þú gerðir það...“ Pálmi: „Já, en bíddu: Drifinn áfram af hverju? Drifinn áfram af því að bank- inn lánar mér og ég lána svo áfram til annars félags og ég fæ vaxtamuninn í vasann. Þetta er lýsandi dæmi um ruglið sem var í gangi.“ Blaðamaður: „En þú tókst þátt í þessu samt?“ Pálmi: „Bíddu, myndir þú ekki taka lán ef banki myndi koma til þín og biðja þig um að taka lánið gegn 5 milljóna króna þóknun fyrir fram auk þess sem þú myndir fá helminginn af hækkun hlutabréfanna og án allrar áhættu fyrir þig?“ Blaðamaður: „Þannig að þú varst drifinn áfram af græðgi?“ Pálmi: „Já, ég var drifinn áfram af efnishyggju á þessum tíma. Ef þú ert að spyrja hvort ég myndi endurmeta lífsgildi mín eftir að hafa tekið þátt í þessum viðskiptum þá er svarið við því örugglega já.“ Blaðamaður: „Lykilatriðið í þessu máli er að þú tókst þátt í því og það er verið að rannsaka það hjá ákæruvaldi.“ Pálmi: „En þeir eru ekki að skoða mig. Ef þú ert að spyrja mig hvort mér finnist ekki óþægilegt að hafa tekið þátt í þessum viðskiptum, þá er svarið við því auðvitað já. Ég vissi hins vegar ekki hver heildarmyndin var í þessu máli.“ Blaðamaður: „Hvað heldur þú að hafi átt sér stað í þessu máli?“ Pálmi: „Ég get ekki annað séð en að bankinn hafi setið uppi með slæm bréf og að hann hafi orðið að selja bréfin til einhvers. Undir venjulegum markaðsaðstæðum hefðu bréfin átt að fara á markað en ég var ekki í neinni aðstöðu til að meta það.“ Blaðamaður: „Skiptu tengsl þín við Jón Ásgeir einhverju máli í þessu Stímmáli?“ Pálmi: „Nei, ég sé ekki af hverju þau ættu að hafa gert það. Hann þurfti ekki að hafa neina milligöngu í þessum viðskiptum. Það var bara eigið fé Fons. Ég var bara góður lántakandi og þetta var tilboð sem var erfitt að hafna.“ Pálmi um Stímmálið: Losaði sig við bréf með óeðli- legum hætti Þau voru færð til yfirheyrslu n Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi starfsmaður Glitnis n Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka n Þórleifur Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar hjá Sögu Fjárfestingar- banka n Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi viðskiptastjóri Glitnis n Rósant Már Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Glitnis n Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs Glitnis og núverandi starfsmaður Íslandsbanka, n Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis n Bernhard Bogason, fyrrverandi yfirmaður á lögfræðisviði FL Group n Lánveitingar til félagsins Stím hf. sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. n Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf. til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. n Lánveitingar til Stoða hf. (síðar Landic Properties), Baugs hf. og 101 Capital eh f. í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. n Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stími ehf. n Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Málin sem saksóknari skoðar Lykilmenn Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnendur FL Group, verða yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á þeim viðskiptum Glitnis sem til skoðunar eru. n Thelma ÁsdísardóTTir sÁrvorkennir ofsóTTu fórnarlambi nauðga ra HARM- LEIKUR Á ÆSKUHEIMILI Ólafur ÞÓrðarson í ríÓ tríÓ milli heims og helju: miðvikudagur og fimmTudagur 17. – 18. nóvember 2010 dagblaðið vísir 133. tbl. 100. árg. – leiðb. verð kr. 395 n í öndunarvél efTir ÁrÁs sonar síns n TónlisTarmaðurinn sTórskaðaður Á hendi n ofbeldismaðurinn Á sér svarTa forTíð n ólafur sTóð allTaf með syni sínum n var Á réTTri leið en féll n anna nicole grayson handTekin en sleppT ég upplifi ÞeTTa se nornaveiðar n allT um ógnar aTburðinn Á urðarsTíg fréTTir 12–13 „ég hringdi í saksóknara“ n jón Ásgeir TjÁir sig um gliTnismÁlið kveikt í fataskáp catalinu n deilur í kvennafangelsinu Umsjón: Ásgeir Jón sson asgeir@dv.is 17. nóvember 201 0 n Stormurinn: Re ynslusaga ráðherr a n Brúður n Döm usiðir n Stykkishó lmsbók IV-VII n n Þóra biskups o g raunir íslenskra r embættismanna stéttar n Martröð millanna n Fíasól og litla ljónaránið n MY ND SI GT RY GG UR AR I SéRbLAð MEð bóKAdóMUM bækur 17–24 fréTTir 6 „LÆt EKKI ELLU díS þjÁSt“ n sTúlkan Á baTavegi GIft tIL LöGREGLU fréTTir 10 20 ráð til að spara: EIGðU fyRIR jóLUnUM neyTendur 14–15 fréTTir 8 fréTTir 2–3 fréTTir 11 Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Fjórar heldri dömur á Hrafnistu segja varla vera kreppu á Íslandi og finnst allt of mikið af vörum í búðunum. Þær vilja að þjóðin nýti betur auðlindir sínar og dragi úr innflutn- ingi. Sjálfar gengu þær í sauðskinnsskóm og bjuggu í torfbæjum. hitt málið Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval JólakJólar úr sykurpokum Síðstu tvö árin hefur orðið kreppa hljómað í eyrum landsmanna oft- ar en hollt getur talist. Raðirnar hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðra- styrksnefnd lengjast með hverri vik- unni og ljóst er að margir eiga erfitt með að ná endum saman. Er raun- veruleg kreppa á Íslandi eða erum við of góðu vön? Blaðamaður settist niður með fjórum heldri dömum á Hrafnistu, leitaði svara við þessari spurningu og spjallaði við þær um lífið á þeirra yngri árum. Þær Valdís Daníels- dóttir, Lilja Sigurðardóttir, Matthía Jónsdóttir og Jóna Stefánsdóttir eru fæddar á árunum 1924 til 1929 og hafa því lifað tímana tvenna. Þær hafa mjög sterkar skoðanir á stöð- unni á Íslandi í dag og liggja svo sannarlega ekki á skoðunum sínum. Fengu ekki lán fyrir klósett- kassa „Mér fannst lífið allt breytast svo rosalega hérna eftir 1980. Það hef- ur allt verið vitlaust síðan og núna springur það,“ segir Matthía. Á þeim tíma stóð hún í húsbyggingu ásamt fjölskyldunni og það tók þau 8 mán- uði að leysa út hurðirnar í húsið því verðið hækkaði stöðugt. Valdís seg- ist hafa staðið í húsbyggingu um 1950 og þá fluttu þau inn í húsið rétt rúmlega fokhelt. „Það átti eftir að múra veggina í stofunni og svo þurftum við að hella úr fötu í kló- settið í heilan vetur því við fengum ekki lán fyrir klósettkassa.“ Þær hafa allar upplifað misjafn- an húsakost í gegnum tíðina. Lilja er fædd í torfbæ en var tveggja ára gömul þegar hún flutti í timburhús. Valdís ólst upp í steinhúsi en það var ekki tilbúið þegar hún fædd- ist. Móðir hennar kom sér því fyr- ir í fjárhúsinu hjá foreldrum sínum þar sem Valdís eyddi fyrstu dögum lífsins. Hinar hlæja að lýsingum Val- dísar og segja hana hafa verið eins og Jesú í jötunni, fædda í fjárhúsi. Pabbi Matthíu byggði húsið þeirra úr rekaviði og það var upphitað með mó. Má ekki eiga jarðarfararbók Þær eru allar sammála um varla sé hægt að tala um kreppu á Íslandi í dag. „Mér finnst engin kreppa, það eru fullar búðir af öllu mögu- legu, það vantar bara peningana. Við vitum vel af hverju okkur vant- ar peninga, það er af því þjóðin er á hausnum eftir þessa útreið,“ segir Matthía og vísar þá til bankahruns- ins. Jóna er sammála því og segir enga kreppu vera nema þá kannski hjá einstæðum mæðrum. Þeim þyk- ir illa farið með ellilífeyrisþega og öryrkja og finnst ráðist á þá lægst settu í þjóðfélaginu. Valdís segir kreppuna vera hjá sumum en ekki öllum. „Það náttúrulega fóru margir illa út þessu þegar bankarnir fóru á hausinn. Svo var verið að plata gam- alt fólk að selja íbúðirnar sínar og kaupa verðbréf fyrir peninginn, en þau hurfu bara og fólk tapaði öllum lífssparnaðnum,“ segir Valdís. „Svo má maður ekki einu sinni eiga inni á jarðarfararbók, þá er tekinn fjár- magnstekjuskattur af því,“ heldur hún áfram. Sjálfar segjast þær vera í vernduðu umhverfi á Hrafnistu og finni því lítið fyrir hinni svokölluðu kreppu á eigin skinni. Þær bæta því svo við hlæjandi að þær hafi allar yngst um mörg ár á Hrafnistu. Miklu eytt í óþarfa Þær eru allar utan af landi og engin þeirra upplifði neinn skort í æsku, hvorki á mat né öðru. Þær segja þó mjög erfitt að bera saman þessa tíma, enda sé lífið í dag ólíkt því sem var fyrir 80 árum. „Það var auðvitað fátækt á mörgum stöðum í gamla daga en kröfurnar eru svo mikl- ar núna að fólk sættir sig ekki við kannski einn kjól, nú vill fólk eiga fullt af fötum,“ segir Valdís og hinar eru sammála því. Matthía bendir á að það hafi verið svo mikið góðæri síðustu ár að fólki bregði þegar allt fari að hrynja úr höndunum á þeim. „Það er svo miklu eytt í óþarfa og all- ar búðir eru fullar af alls konar fatn- aði og vörum sem maður veit ekki einu sinni hvað heitir,“ segir Lilja. Matthía myndi gjarnan vilja draga úr innflutningi ef það væri hægt og hinar samsinna því. „Við erum kannski ekki alveg eins sjálf- stæð eins og Kínverjar en við getum ræktað margt hér til þess að lifa á og við eigum fiskinn í sjónum.“ Sykurpokar voru fínasta efni Þær telja Íslendinga í dag ekki kunna nógu vel að nýta hluti. Hér áður fyrr hafi allt verið nýtt og engu hent. „Ég saumaði jólakjólana á elstu stelp- urnar mínar úr sykurpokum,“ segir Matthía, og hinar kannast allar við föt úr sykur- og hveitipokum. Þær segja sykurpokana hafa verið fínasta léreftsefni, þunnt og gott. Hveiti- pokarnir voru aðeins þykkri og ekki eins fínlegir. „Ég var aldrei með rúmfatnað nema úr hveitipokum. Það þurfti fjóra poka fyrir eitt hjóna- rúm. Maður varð að klóra merking- arnar af, svo var þetta þvegið, soðið, sett í klór og svo var skolað. Þetta var rosa vinna en kostaði ekki peninga,“ segir Jóna. Lilja segist einnig hafa notað sykurpokana í bleiur og þær hafi verið góðar í það. „Svo saum- aði maður úr þessu barnaföt, maður fór ekkert út í búð að kaupa barna- föt, þau voru ekkert til,“ segir Lilja. Matthía segir að bestu bleiurnar hafi verið úr pokum utan af kjötskrokk- um, þeir hafi drukkið svo vel í sig. Sólrún lilja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Ég var aldrei með rúmfatnað nema úr hveitipokum. Það þurfti fjóra poka fyrir eitt hjónarúm. Frá vinstri MatthíaJónsdóttir,LiljaSigurðar- dóttir,ValdísDaníelsdóttirogJónaStefánsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.