Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 25
föstudagur 19. nóvember 2010 nærmynd 25
el Partners, sem er enn í dag stærsti
fjárfestirinn í Facebook. Sá samningur
varð til fyrir milligöngu Seans nokk-
urs Parkers, sem öðlaðist mikla frægð
og virðingu innan tölvuheimsins eftir
að hann hannaði Napster-forrit sem
gerði fólki kleift að hala niður tónlist
án þess að greiða fyrir hana. Parker
hlaut að launum eignarhlut í Face-
book sem hann situr enn að, þó hann
vinni ekki lengur fyrir fyrirtækið vegna
eiturlyfjamisferlis.
Meðal stórfyrirtækja sem sýndu
Facebook áhuga var MTV, sem bauðst
til að kaupa fyrirtækið á 75 milljón
dollara árið 2005. Ári síðar voru Ya-
hoo! og Microsoft farin að keppast
um Facebook, en Zuckerberg hafði
ekki áhuga á að selja. Yahoo! bauð til
að mynda Zuckerberg milljarð dollara
án árangurs. Terry Semel, stjórnarfor-
maður Yahoo! sagði um Zuckerberg:
„Ég hafði aldrei hitt nokkurn mann,
og gleymum því að hann var 22 ára
þá, sem hefur hafnað milljarði doll-
ara. Hann sagði bara „þetta er barnið
mitt, og ég vil stjórna því – ég ætla að
ala það upp.“ Ég hreinlega trúði þessu
ekki.“
Heimsyfirráð
Síðan þá hefur Facebook vaxið á ógn-
arhraða. Fyrirtækið er enn staðsett
í Palo Alto en hefur þurft að skipta
um skrifstofuhúsnæði fimm sinn-
um á þeim sex árum sem liðin eru
síðan Zuckerberg flutti til Kaliforn-
íu. Starfsmannavelta var talin hindra
vöxt Facebook á fyrstu árunum í
Kaliforníu en síðan árið 2008 hefur
leiðin legið upp á við, að miklu leyti
vegna Sheryl Sandberg, þrautreynds
starfsmannastjóra sem starfaði áður
hjá Google. Verðmætur starfskraftur
fylgdi í kjölfarið, en nú ræður Face-
book til sín starfsfólk frá fyrirtækjum
eins og eBay eða Mozilla – sem eru
fyrirtæki sem tóku áður fyrr starfsfólk
af Facebook. Frá apríl 2008 til apr-
íl 2009 fjölgaði notendum Facebook
um tæplega 180 prósent. Notendum
fjölgar enn, og er búist við að not-
endur verði orðnir fleiri en 600 millj-
ónir í kringum áramót 2010–2011.
Í haust kom út kvikmyndin The Social Network í leikstjórn Davids Finchers. Myndin
segir frá því hvernig Facebook varð til og samskiptum Zuckerbergs við vini sína og
samstarfsmenn, en samkvæmt myndinni stingur hann þá í bakið, einn af öðrum.
Handrit myndarinnar er skrifað af Aaron Sorkin, en það er byggt á bókinni The
Accidental Billionaires eftir Ben Mezrich. Sorkin gat sér gott orð á sínum tíma sem
aðalhöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar West Wing, en það er einmitt eftirlætis-
þáttur „alvöru“ Zuckerbergs. Mezrich byggði bók sína að stórum hluta á samræð-
um við Eduardo Saverin, sem var vinur og samstarfsmaður Zuckerbergs. Saverin á
enn sex prósent hluta í Facebook, sem er metinn á 1,3 milljarða dollara. Zucker-
berg hefur lýst því yfir að hann ætli sér aldrei að sjá myndina. Hann hefur jafnframt
eytt út West Wing af lista sínum yfir eftirlætis þætti á Facebook-síðu sinni. Þá má
minnast á að frændi leikarans Jesse Eisenbergs, sem fer með hlutverk Zuckerbergs,
vinnur hjá Facebook sem forritari. Hann hefur ekki enn misst vinnuna.
The Social NeTwork
Maðurinn
á bak við
Facebook
Hann sagði bara „þetta er barnið
mitt, og ég vil stjórna því
- ég ætla að ala það upp.