Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 25
föstudagur 19. nóvember 2010 nærmynd 25 el Partners, sem er enn í dag stærsti fjárfestirinn í Facebook. Sá samningur varð til fyrir milligöngu Seans nokk- urs Parkers, sem öðlaðist mikla frægð og virðingu innan tölvuheimsins eftir að hann hannaði Napster-forrit sem gerði fólki kleift að hala niður tónlist án þess að greiða fyrir hana. Parker hlaut að launum eignarhlut í Face- book sem hann situr enn að, þó hann vinni ekki lengur fyrir fyrirtækið vegna eiturlyfjamisferlis. Meðal stórfyrirtækja sem sýndu Facebook áhuga var MTV, sem bauðst til að kaupa fyrirtækið á 75 milljón dollara árið 2005. Ári síðar voru Ya- hoo! og Microsoft farin að keppast um Facebook, en Zuckerberg hafði ekki áhuga á að selja. Yahoo! bauð til að mynda Zuckerberg milljarð dollara án árangurs. Terry Semel, stjórnarfor- maður Yahoo! sagði um Zuckerberg: „Ég hafði aldrei hitt nokkurn mann, og gleymum því að hann var 22 ára þá, sem hefur hafnað milljarði doll- ara. Hann sagði bara „þetta er barnið mitt, og ég vil stjórna því – ég ætla að ala það upp.“ Ég hreinlega trúði þessu ekki.“ Heimsyfirráð Síðan þá hefur Facebook vaxið á ógn- arhraða. Fyrirtækið er enn staðsett í Palo Alto en hefur þurft að skipta um skrifstofuhúsnæði fimm sinn- um á þeim sex árum sem liðin eru síðan Zuckerberg flutti til Kaliforn- íu. Starfsmannavelta var talin hindra vöxt Facebook á fyrstu árunum í Kaliforníu en síðan árið 2008 hefur leiðin legið upp á við, að miklu leyti vegna Sheryl Sandberg, þrautreynds starfsmannastjóra sem starfaði áður hjá Google. Verðmætur starfskraftur fylgdi í kjölfarið, en nú ræður Face- book til sín starfsfólk frá fyrirtækjum eins og eBay eða Mozilla – sem eru fyrirtæki sem tóku áður fyrr starfsfólk af Facebook. Frá apríl 2008 til apr- íl 2009 fjölgaði notendum Facebook um tæplega 180 prósent. Notendum fjölgar enn, og er búist við að not- endur verði orðnir fleiri en 600 millj- ónir í kringum áramót 2010–2011. Í haust kom út kvikmyndin The Social Network í leikstjórn Davids Finchers. Myndin segir frá því hvernig Facebook varð til og samskiptum Zuckerbergs við vini sína og samstarfsmenn, en samkvæmt myndinni stingur hann þá í bakið, einn af öðrum. Handrit myndarinnar er skrifað af Aaron Sorkin, en það er byggt á bókinni The Accidental Billionaires eftir Ben Mezrich. Sorkin gat sér gott orð á sínum tíma sem aðalhöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar West Wing, en það er einmitt eftirlætis- þáttur „alvöru“ Zuckerbergs. Mezrich byggði bók sína að stórum hluta á samræð- um við Eduardo Saverin, sem var vinur og samstarfsmaður Zuckerbergs. Saverin á enn sex prósent hluta í Facebook, sem er metinn á 1,3 milljarða dollara. Zucker- berg hefur lýst því yfir að hann ætli sér aldrei að sjá myndina. Hann hefur jafnframt eytt út West Wing af lista sínum yfir eftirlætis þætti á Facebook-síðu sinni. Þá má minnast á að frændi leikarans Jesse Eisenbergs, sem fer með hlutverk Zuckerbergs, vinnur hjá Facebook sem forritari. Hann hefur ekki enn misst vinnuna. The Social NeTwork Maðurinn á bak við Facebook Hann sagði bara „þetta er barnið mitt, og ég vil stjórna því - ég ætla að ala það upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.