Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 34
34 viðtal 19. nóvember 2010 föstudagur ég hrós, hjá Páli, fékk hrós fyrir það sem ég var að gera og hann gerði meira. Hann pantaði fyr- ir mig tússpenna frá Reykjavík sem þá var algjör nýlunda og setti mig í myndlistarnám í kvöld- skóla sem hann hafði stofnað í Vestmannaeyj- um. Þar naut ég ásamt fleirum kennslu Magn- úsar Á. Árnasonar í tvo vetur og þriðja veturinn kenndi mér ógleymanlegur maður sem hafði mikil áhrif á mig, Þórður Ben Sveinsson. Þarna var byggður grunnur sem ég stend ennþá á.“ Bjartmar var svo lánsamur að faðir hans og Sigmund teiknari höfðu verið miklir vinir. „Ég hafði notið þeirrar gæfu að fylgjast með Sig- mundi teikna skopmyndir af körlunum í frysti- húsinu í kaffitímum.“ Þessi viðurkenning sem Bjartmar öðlaðist og innblásturinn sem Páll veitti honum urðu til þess að hann teiknaði eins og hann ætti lífið að leysa. „Ég teiknaði manískt í mörg, mörg ár og málaði eftir það. En trommusettið tók yfir og ég fór að spila á fullu. „Ég hafði myndlistina lítið í mér á meðan en teiknaði þó alltaf aðeins.“ Lifði af myndListinni Í kringum 1990–91 var Bjartmar farinn að þreyt- ast. Glymskrattinn var fullur. „Mér fannst ég al- veg hafa fengið nóg af poppinu. Það gekk reynd- ar mjög vel og alltaf fullt þegar ég spilaði en þegar ég fæ leið þá nenni ég ekki. Ég fór að tala um það aftur við Maríu Helenu konuna mína að flytja til Danmerkur en ég hafði röflað um það í mörg ár.“ Á endanum flutti fjölskyldan út og Bjartmar lét drauminn rætast. Fór í myndlistarnám, nán- ar tiltekið hjá Bent Viber, rektor í Det Fynske Kunstakademi, í Óðinsvéum „Ég var hjá hon- um í þrjú ár og opnaði svo mína eigin vinnu- stofu. Það gekk bara fínt og á fimm árum sann- aði ég það fyrir sjálfum mér að ég gæti alveg lifað af myndlist í Danmörku. Þar hélt ég sjö einka- sýningar og tók þátt í samsýningum og mörg- um hópverkefnum. En tónlistin var þó skammt undan og bjargaði því að ég þurfti ekki að taka námslán því ég var beðinn um að vera með í samnorrænni höfundarhljómsveit sem fulltrúi Danmarks Radio. Það samstarf leiddi til þess að ég tók upp plötu í Svíþjóð 1994 ásamt Stefan Sundström, Johan Johanson og félögum þeirra. Þetta eru kanónur í Svíþjóð.“ Þekkti ekki ÞjóðféLagið Þegar Bjartmar snéri svo aftur til Íslands fékk hann áfall. „Menningarsjokk. Ég þekkti ekki þjóðfélagið aftur. Þá var farið að tala um að mikið góðæri væri gengið í garð á Íslandi. Þetta var bara allt annar leikur og mér fannst ég ekki passa lengur við gardínurnar hérna.“ Bjartmar sendi frá sér plötuna Strik árið 1999 þar sem hann setti meðal annars út á þá hugmyndafræði sem hafði tekið yfir. „Tilskipun dagsins var bara hlutabréfahlunnindi í staðinn fyrir þunnildi. En fólk hafði lítinn áhuga á að heyra þann boðskap á þeim tíma.“ Sjálfur segist Bjartmar aldrei hafa hrifist með í góðærinu. Hann hafi hvorki haft efni á því né áhuga. „Ég er hræddur við peninga. Þeir eru því miður nauðsynlegir en það er bara eitthvað í mér. Ég hef aldrei verið mikið fyrir veraldlega hluti enda hef ég aldrei haft fjármálavit,“ segir Bjartmar en hann syngur meðal annars á nýju plötunni Hvað ætlarðu að kaupa sem Guð ekki gaf? Hugmyndafræðin göLLuð Rúmum áratug seinna segir Bjartmar að Íslend- ingar reyni að finna sökudólga á hruninu sem fylgdi í kjölfar góðærisins. „Staðreyndin er bara sú að það var lýðræðið sem ákvað þetta. Við kusum hérna menn með ákveðnar hugmyndir. Hugmyndir um að gera kapítalisma virkari en það sem gerðist var að kapítalisminn varð að þjóðskipulagi.“ Bjartmar segir að kapítalismi sem þjóðskipu- lag sé eitthvað það hættulegasta sem geti komið fyrir. „En eins og ég segi þá voru þetta lýðræðis- lega kjörnir menn sem komu þessu á koppinn og við ættum kannski að líta í eigin barm. Spyrja hvort ekki sé eitthvað mikið að hugmyndafræð- inni hjá okkur sjálfum. Því miður lekur hér lygin úr hvers manns kjafti og þjóðfélagið gengur á al- hæfingum sem enginn veit hvort nokkur grund- völlur er yfir höfuð fyrir. Við sitjum svo uppi með ríkisstjórn sem er sennilega bara valda- laus gagnvart kröfuhöfum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum.“ Bjartmar segir þó auðvelt að dæma svona hluti eftir á. „Þetta er eitthvað sem gerðist. Við kusum þetta yfir okkur, það tóku allir þátt og forsetahjónin voru dansfíflin í þessu ferli öllu saman. Það sem er samt verst er að hugtaka- safn þjóðarinnar hrundi með þessu. Við áttum hugtak eins og verkalýðssinni, verkalýður, fal- legt nafn líka, launþegi. Þessi hugtök hreinlega hurfu. Svo eru hálaunamenn settir í efstu stöð- ur verkalýðsfélaganna og eiga að berjast fyrir verkalýðinn. En verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur ekki spornað við neinu. Að vera verka- lýðsformaður er nú orðið hálaunastarf. Eitthvað sem var áður hugsjónastarf.“ Bjartmari þykir líka sorglegt hversu lítil sam- úð er eftir í samfélaginu. „Horfðu bara á það hvernig bankarnir starfa. Þjáning út í bæ virðist ekki skipta neinn nokkru máli lengur. Ef misk- unnsami Samverjinn ætlar eitthvað að fara skipta sér af málum þá er hann bara settur í flokk með perrum. Okkar vantar að þykja svo- lítið vænna um hvort annað því þá gæti okkur kannski lærst að þykja svolítið vænt um landið okkar og öll þau auðæfi sem því fylgja. Bæði á landi og í sjó.“ freLsið í negriL Bjartmar segist hafa séð það í eigin persónu hvaða áhrif Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og misheppnaður kapítalismi get- ur haft þegar hann fór til Jam- aíka árið 2008. Ferð sem einnig varð kveikjan að einu vinsælasta lagi ársins, Negril, sem fjallar um Rúnar Júlíusson og veru þeirra þar. „Rúnar vildi alltaf fara til Jamaíka og við fórum í febrúar 2008 með Maríurnar okkar.“ Þeir félagar fóru til Kingston og heimsóttu hljóðverið hans Bobs Marleys sem var einnig heimilið hans. Einnig var farið á æskustöðvar goðsins Nine Mile og gengið í kringum kistu hans sem er sex fetum ofanjarðar í grafhýsi. Svo fórum við til Negril því þangað vildi Rúnar fara. Hann hafði heyrt að þar væri friður og frelsi mik- ið, sem er raunin. Þar er ótrúlega fagurt sólarlag og við nutum þess. Heyrðum taktinn rumska í rjóðrinu þegar sólin súnkaði í hafið. Þá vaknaði tónlistin.“ Bjartmar segir frelsið í Negril hafa birst í nokkrum myndum. „Bæði hjá heimafólkinu sem lét sér litlu hlutina í lífinu nægja og svo hjá ríku Ameríkönunum sem komu siglandi á snekkjunum til þess að vera alsberir. Strípast um á tillanum því heima í Bandaríkjunum varð- ar það við lög að vera frjáls.“ En Jamaíka var ekki bara paradís og Bjart- mar segir ferðina hafa svarað mörgum spurn- ingum. „Til dæmis á suðurströndinni þar er ekki farið með neina ferðamenn. Þar sem allt er að drukkna í báxít-drullu. Báxít-mengunin er orð- in svo gígantísk að fræðilegar niðurstöður virtra vísindamanna eru orðnar þær að sælueyjan Jamaíka sér orðin vítissódadrullupollur. Því á móti hverju tonni af súráli sem er fram- leitt þarf að skilja eftir sig tonn af menguðum jarðvegi. Jarðvegi sem hefur ph-gildið 14. Það þrífst ekkert líf við hærra en sjö. Þetta lekur svo í grunnvatnið og þar af leiðandi í neysluvatnið.“ Bjartmar sá einnig mikið af framkvæmdum sem virtust hafa stöðvast í miðjum klíðum. „Ég skildi ekki hvað það var mikið af risastórum hús- um og höllum sem stóðu hálfbyggðar. Bygginga- kranar úti um allt. Ég skildi ekki hugtökin sem ég fékk sem svör fyrr en ég kom heim og það var: lánalínur lok- uðust.“ stóri dynkur og Hýenurnar Eins og sagt var í upphafi gekk Bjartmar fótbrotinn í ein 27 ár. Þetta var atvik sem átti eftir að hafa gífurleg áhrif á líf hans en einnig list undir það síðasta. Bjartmar slasaðist illa á Seyðis- firði árið 1980 þegar hann var að gera upp gamalt hús, en Bjart- mar hefur starfað við það með- fram listinni um áraraðir. Hann féll fram af vinnupalli og mölbraut á sér fótinn. „Það var aldrei almennilega gengið frá þessu fótbroti. Þetta voru bara hrein og klár læknam- istök án þess að ég vilji eitthvað fara neitt nán- ar út í það. Til dæmis var sagt við mig þegar ég lét skoða þetta úti í Danmörku á sínum tíma að það væri eins og ég hefði farið á bifvélaverk- stæði að láta laga fótinn en ekki spítala.“ Í fyrstu gat Bjartmar unnið sig í kringum sársaukann. Staðið á öðrum fæti og hlíft þeim veika. „Svo fer maður að eldast og þá fer hreyfi- getan að minnka og síðustu sjö árin voru bara hreint helvíti. Kvalirnar voru svo ógnvænlegar. Þær byrjuðu líka yfirleitt á nóttunni.“ Bjartmar var orðinn svo kunnugur kvölun- um að hann var farinn að nefna verkina nöfn- um. „Þetta voru einar þrjár, fjórar tegundir af verkjum. Einn þeirra var eins og alveg svaka- legur dynkur og hann kom þegar ég var lagstur upp í. Ég kallaði hann stóra dynk og svo voru það hýenurnar sem var svona seyðingur og ég fann fyrir alltaf þegar ég var vakandi í 27 ár. Og fleiri sérkennilegir krampaverkir. Þegar maður er kominn í þetta ástand þá er allt erfitt. Erfitt að hugsa, erfitt að hreyfa sig, vinna og allt. Þú einhvern veginn lætur undan þó þú ætlir þér það ekki. Maður sekkur í þung- lyndið. Manni finnst þetta tilgangslaust og það er nótt eftir nótt sem maður er andvaka drekk- andi kaffi.“ Löppin Löguð og HeiLinn í gang Árið 2007 breyttist svo líf Bjartmars til hins betra þegar dóttir hans benti honum á sér- fræðing sem hún hafði heyrt af. „Það er stund- um sem við mennirnir setjum hver annan í dýrlingatölu. Við gerum það og ég hef fulla ástæðu til þess að setja Guðmund Örn Guð- mundsson, beinasérfræðing í Orkuhúsinu, í dýrlingatölu í mínu lífi. Því þessi maður bjarg- aði lífi mínu og gaf mér það aftur hreint út sagt.“ Bjartmar fór í aðgerðina í apríl 2007 og seg- ist hafa gengið sársaukalaus út úr henni. „Það var á tímabili sem ég upplifði smá höfnunar- tilfinningu yfir því að verkirnir væru allir farn- ir. Það var alveg ótrúlegt að upplifa það eft- ir að hafa lifað með þeim svona lengi,“ segir Bjartmar skellihlæjandi og bætir við að hann hafi stolist til þess að reyna muna hvernig þeir voru. „Að laga fótinn, geta hlaupið aftur og nálg- ast kjörþyngd var eitt. Það sem ég átti ekki von á var að heilinn hrykki í gang. Ég var kominn með einhvers konar tegund af heilaþoku. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið „ex- treme makeover“. Að láta laga á sér löppina og heilinn fer í gang. Ég var nefnilega hættur að semja og hættur að skemmta. Ég gat ekki farið á svið einfaldlega vegna þess að fólk hélt að ég væri í einhvers konar annarlegu ástandi. Ég gat ekki staðið lengur með gítarinn á sviði og ég var búinn að missa áhugann á öllu sem hét list. Hvort sem það var myndlist, ljóðlist eða tónlist.“ Lyktin af vorinu Bjartmar segir því að síðustu þrjú ár í lífi hans hafi verið eitt stórt „upswing“. „Ég fer að fá kæt- istilfinninguna aftur. Ég fer að finna lyktina af vorinu og af sjónum sem mér fannst alltaf svo góð. Tilhlökkunin kom aftur og það að mér líði svona vel kemur vonandi bara þjóðinni til góða. Að hún geti raulað einhver falleg lög með mér í framtíðinni.“ Þessari miklu vellíðan Bjartmars fylgir eins og hann segir sköpunargleðin og sú gleði mun færa aðdáendum hans nýja plötu með Bjart- mari og Bergrisunum. „Við munum taka upp í vetur og verðum með nýtt efni á nýju ári. Við erum bókaðir úti um allt næsta sumar og þetta verður bara gaman.“ asgeir@dv.is Það að mér líði svona vel kemur vonandi bara þjóðinni til góða. Að hún geti raulað einhver fal- leg lög með mér í framtíðinni. Ljóðskáldið „Ef þú vilt yrkja á örlítið heimspekilegan hátt þá verður þú að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Sama hversu stórt eða smátt það er. mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.