Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 43
föstudagur 19. nóvember 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 a llt frá því er ljósmynda-tæknin varð til um miðja nítjándu öld hefur hún leikið stórt hlutverk í sögu- legu ljósi. Bent hefur verið á að ein- stök ljósmynd geti verið ein sterkasta minning heillar kynslóðar um tiltek- inn atburð, til dæmis stríð. Í hugum margra Bandaríkja- manna er ljósmyndin sem Joe Ros- enthal tók 23. febrúar árið 1945 á Suribachi-fjalli á japönsku eyjunni Iwo Jima, eftirminnilegasta augna- blik síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún sýnir sex bandaríska hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni. Fáar ljósmyndir hafa verið prentaðar jafn- oft í sögunni og þessi mynd. Mynd- in höfðar til stolts Bandaríkjamanna, sigurvegaranna í stríðinu. En hér á síðunni sjáið þið Suri- bachi-fjall. Það er mannlaust. Það eru engir vaskir bandarískir hermenn hér. Og enginn bandarískur fáni. Þetta er verk eftir tékkneska mynd- listarmanninn Pavel Maria Smejkal. Hann hefur endurunnið tugi frægra ljósmynda úr sögunni og þurrkað út öll ummerki um þann sögulega at- burð sem myndirnar sýna. Í staðinn sjáum við draugalega auðn, gapandi tóm. Maður veltir fyrir sér: Hvað ef þessar frægu myndir, sem eru tákn fyrir svo margt, hefðu aldrei verið teknar? Og um leið sjáum við í hendi okkar hversu sterkt vald ljósmyndar- ans er. Þurrkar út menningararfinn „Ég hef áhuga á sögulegu samhengi mannkynssögunnar sem ljósmynda- tæknin hefur skráð svo víða í þrjár aldir,“ segir listamaðurinn Pavel Maria Smejkal. „Með því að þurrka út aðalatriði þessara sögulegu heimilda – á þessum ljósmyndum sem urðu að menningararfi okkar, mynda- banka, minningu um þjóðir, táknum, áróðurstækjum – skoða ég merkingu þeirra, hlutverk og framtíð þeirra.“ Pavel segir að ljósmyndir hafi oft á tíðum verið notaðar í annarlegum til- gangi, til þess að koma söguskoðun sem þjónaði hagsmunum tiltekinna valdamanna á framfæri. Um leið vill hann vekja athygli á því að á öld staf- rænnar ljósmyndatækni og forrita á borð við Adobe Photoshop sé ákaflega auðvelt að eiga við myndir. Hann veltir fyrir sér hvernig sögulegar ljósmyndir framtíðarinnar verði. helgihrafn@dv.is Sagan þurrkuð út tékkneski listamaðurinn Pavel Maria Smejkal hefur endurunnið frægar ljósmyndir úr sögunni og þurrkað út þann sögulega atburð sem þær eru frægar fyrir. afraksturinn er gapandi tóm sem sýnir okkur hversu kraftmikil einstök ljósmynd getur verið fyrir samfélag og sögu. Víetnamstríðið þurrkað út Hér sjáum við tvær frægustu ljósmyndir Víetnamsstríðsins galtómar. Á mynd Eddies Adams frá orrustunni um saigon árið 1968, þar sem nguyen Văn Lém sást tekinn af lífi, eru allir horfnir. Allsbera stúlkan og hermennirnir á mynd nicks uts frá 1972 eru sömuleiðis horfin. myndir: Pavel maria smejkal, eddie adams og nick ut. Spænska borgarastríðið mynd Roberts Capa af deyjandi hermanni lýðveldssinna í spænska borgarastríðinu var tekin árið 1936 og varð eitt helsta táknið fyrir stríðið í sögunni. En hér er ekkert að sjá nema beran móa. myndir: Pavel maria smejkal og robert caPa. Óþekkti maðurinn horfinn Þegar kínverski herinn stöðvaði mótmæli á Torgi hins himneska friðar í Beijing árið 1989, sem endaði með blóðbaði, sýndi óþekktur maður gríðarlegt hugrekki þegar hann meinaði skriðdrekum för. En Pavel maria smejkal þurrkaði hann út. myndir: Pavel maria smejkal og jeff Widener. Fáni reistur á Iwo Jima Hér hafa bandarísku hermennirnir sem reistu Bandaríkjafánann á efsta tindi eyjunnar Iwo jima verið þurrkaðir út. Þeir skilja eftir sig gapandi tóm. myndir: Pavel maria smejkal og joe rosenthal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.