Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Side 20
Syngur með dóttur Sinni Regína Ósk gaf nýlega út sína fyrstu jólaplötu en jafnframt sína fjórðu sólóplötu. Platan heitir Regína Ósk... um gleðileg jól og hef að geyma úrval eftirlætisjólalaga söngkonunnar. Þá samdi Regína eitt laganna sjálf og syngur auk þess lag með dóttur sinni. Auk þess að standa í útgáfu er Regína ein af aðalstjörnum Frostrósanna en aldrei hafa verið skipulagðir fleiri tónleikar með þeim en í ár. Tónleikarnir verða 20 talsins en Frostrósirnar ætla fara hringinn í kringum landið. 20 fókus 22. nóvember 2010 mánudagur 30 ár BuBBa Út er komin platan Sögur af ást, landi og þjóð með Bubba Morthens. Í ár eru 30 ár síðan hann sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Ísbjarnar- blús, en þessi þrefalda plata hefur að geyma 60 lög frá öllum ferlinum þar á meðal með hljómsveitunum Ut- angarðsmönnum, Ego, Das Kapital, MX 21 og GCD. Hægt er að fá plöt- una í sérstakri útgáfu þar sem DVD- mynddiskur með myndböndum frá ferlinum og völdum tónleikaupp- tökum fylgir með. Það voru rúmlega 11.000 manns sem völdu lögin á plötuna í netkosningu á Vísi. dÚett BjörgvinS Björgvin Halldórsson var að senda frá sér plötuna Duet II. Hún er beint framhald af plötunni Duet sem kom út árið 2003 en þar söng Björgvin ásamt Birgittu Haukdal, Jóni Jósep Snæbjörnssyni, Stefáni Hilmarssyni og fleirum. Sú plata fylgir einmitt með í pakkanum en að þessu sinni syngur Björgvin með þeim Sigurjóni Brink, Karli Henry, Helga Björns, Friðriki Ómari, Stefaníu Svavars- dóttur, Jóhönnu Guðrúnu, Mugison, Sigríði Thorlacius, Sigurði Guð- mundssyni, KK, Guðrúnu Gunnars og Gissuri Páli. Hvað Heitir lagið? „Þó þrotið sé nú þjóðar- búið ástin mín, æ velkomin á bísann.“ Svar: Velkomin á bísann - bjartmar og bergrisarnir Hvernig verður Bók til? Fyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? heldur áfram í Háskóla Íslands í dag, mánudag. Að þessu sinni verður það Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur sem stígur í pontu. Hún ræðir um Fíu- sól en Kristín hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti og afkasta- mesti rithöfundur Íslands. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir skrif sín, meðal annars verðlaun Vestnorræna ráðsins. Hún mun segja frá skrifum sínum og því hvernig Fíasól varð til. Fyrirlestra- röðin er skipulögð af ritlist við Íslensku- og menningardeild í samvinnu við Bókmennta- og list- fræðastofnun. Fyrirlesturinn fer fram í sal 3 í Háskólabíói kl. 12.00. Sú nýbreytni verður í ár að listaverk prýða hluta jólakonfektkassa frá Nóa Síríus. Þetta er í fyrsta skipti í 90 ára sögu fyrirtækisins sem listaverk prýða konfektkassa þess en það eru verk Gunnellu, Guðrúnar Elínar Ólafs- dóttur, sem verða á kössunum. Um er ræða fjögur ólík olíumálverk sem eiga það sameiginlegt að lýsa íslensku þjóðlífi og menningu. Saga er á bak við hverja mynd en Gunnella leitaði að innblæstri fyrir þær í íslenskum sjáv- arplássum. Gangi þessi tilraun Nóa Siríus vel stefnir fyrirtækið á að bjóða fleiri ís- lenskum listamönnum að skreyta konfektkassa fyrirtækisins á kom- andi árum. Sígildu kassarnir með ljós- myndum af íslensku landslagi verða þó áfram á sínum stað og hafa nú bæst við kassar með myndum af eldgosinu í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. En myndir Gunnellu eru ekki eina nýjungin í konfektkössum Nóa þetta árið, í þeim er einnig að finna einn nýjan mola. Hann inniheldur kaffi og núggat. Nýja molann verður eingöngu að finna í kössunum með nýja laginu. Gunnella ætti að vera öllum ís- lenskum listunnendum kunn. Mynd- ir hennar einkennast af mikilli sveita- rómantík og er þær að finna á ótal mörgum heimilum um land allt. Verk Gunnellu prýða konfektkassa frá Nóa Síríus: List á konfektkössum Gunnella Verður hugsanlega fyrst margra lista- manna. Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Grang- er halda áfram að reyna að tortíma helkrossum Vol- demorts, en þeir eru leið hans til að viðhalda ódauð- leika. Voldemort hefur augastað á dauðadjásn- unum þremur, öflugustu fyrir- bærunum í galdraheiminum, og vill Harry Potter feigan – enda sá eini sem getur ógnað honum. Þetta er í rauninni aðeins hálf kvikmynd – brú milli 6. myndarinnar og epíska lokakaflans, en hann verður frumsýndur næsta sumar. Þetta er þar með sjöunda kvikmyndin um Harry Potter og hefur verið merkilegt að fylgjast með þróun myndanna gegn- um árin. Þær hafa þann kost að vaxa með áhorfendum sínum. Sagan hefst þegar Harry er 11 ára og rétt að kynn- ast galdrahæfileikum sínum og hafa ungir áhorfendur fylgt honum fram á unglingsár. Tónn myndarinnar er svipaður og í hinum Harry Potter kvikmynd- unum, en hefur vissulega þyngst með hverri mynd. Það er einmitt eitt af því góða við Harry Potter-kvikmyndirn- ar sem heild. Heildaruppbygging- in er virkilega góð og tónninn verður dekkri með hverri myndinni. Fyrsta myndin var til að mynda létt ævin- týramynd fyrir börn á meðan nýjasta viðbótin er dökk og drungaleg, í ætt við harðasta spennutrylli. Þrátt fyrir að uppbyggingunni sé haldið áfram finnst manni ekki mjög margt gerast þótt mikið gangi á. Harry og félagar lenda sem fyrr í ýms- um ævintýrum en eyða stórum hluta myndarinnar í að vita ekki hvað þau eiga að gera. Þetta má þó ekki mis- skilja, því myndin er að flestu leyti mjög skemmtileg og munu aðdáend- ur Harrys Potters eflaust fá mikið fyrir sinn snúð. Myndin virðist þó ögn teygð og veltir maður fyrir sér hvort ekki hefði farið betur að gera bókinni skil í einni kvikmynd. Tiltölulega lítið virðist ger- ast á þessum 150 mínútum, þannig að maður hallast að því að þessi skipting hafi verið ákvörðun markaðsfólksins, svo hægt væri að græða vel á tveimur kvikmyndum í stað einnar. Ef horft er fram hjá þessum göll- um er myndin nokkuð vel heppnuð og rökrétt framhald á undanförnum Harry Potter-kvikmyndum. Aðalleik- ararnir standa sig allir vel sem fyrr, enda um breska úrvalsleikara að ræða og kvikmyndataka og tónlist eru til fyrirmyndar. Það er í raun erfitt að dæma þessa mynd vegna þess að hún er aðeins fyrri parturinn af langri kvikmynd. Myndin endar í rauninni í miðjum söguþræðinum, svo manni finnst maður ekki hafa klárað myndina. Heildarsvipurinn verður því ekki ljós fyrr en næsta sumar og tekur nú við löng bið fyrir Harry Potter-aðdáend- ur, bið sem á líklegast eftir að verða eins og óþarflega langt bíóhlé. Hlé fram á sumar kvikmyndir Harry Potter and the Deathly Hallows: Part I Leikstjóri: David Yates. Handrit: Steven Kloves upp úr skáld- sögu J. K. Rowling. Leikarar: Daniel Radcliffe, Emma Wat- son, Rupert Grint, Ralph Fiennes, Helena Bonham Carter, Robbie Coltrane. 146 mínútur Jón IngI StefánSSon skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.