Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 2
2 | Fréttir 23. febrúar 2011 Miðvikudagur „Mér fannst það spennandi að þeir ættu flotta bíla, íbúð og peninga. Líka það að gera eitthvað sem ég mátti ekki og pabbi mætti ekki frétta af. Þetta var eins og að vera í spennumynd,“ seg- ir fimmtán ára stúlka sem strauk að heima fyrir ári og sneri ekki aftur heim fyrr en lögreglan lýsti eftir henni í fjöl- miðlum. Hún var ein af þessum týndu börnum sem DV hefur fjallað um að undanförnu. Hún sökk þó ekki eins djúpt í þetta líferni og þær stúlkur sem rætt verður við í helgarblaði DV um helgina. Faðir hennar tók strax í taumana og sendi hana út úr bænum þar til hún komst aftur á rétt ról. Hún ákvað samt að segja okkur sögu sína og veita okkur innsýn í hugarheim ungra stúlkna sem fara þessa leið. Vildi gera það sem ekki mátti „Í rauninni var þetta uppreisn gegn pabba og mömmu,“ segir stúlkan sem við köllum Snæfríði. Hún situr á móti mér með fæturna krosslagða uppi í sófa íklædd gallabuxum og svartri hettupeysu. Hár hennar er axlasítt og hún hefur litað það dökkt. „Ég var allt- af góði krakkinn en þegar ég komst á gelgjuna ellefu ára gömul fóru þau að banna mér ýmislegt, segja að ég mætti ekki vera svona, gera svona eða klæða mig svona. Á sama tíma kynntist ég stelpu sem er ári eldri en ég og var í smá veseni og fór að fikta við það að reykja. Í raun fannst mér bara ótrúlega gaman að gera það sem ég mátti ekki. Þetta var einhver spennufíkn.“ Vinkona hennar flutti burt og í kjölfarið fór Snæfríður að umgang- ast stúlku sem hefur stundað það að strjúka að heiman. „Þegar ég fór að hanga með henni byrjaði ég að láta mig hverfa í smátíma til að gera það sem ég mátti ekki, slökkti á síman- um eða þóttist ekki heyra í honum. Ég hafði enga ástæðu til þess að koma svona fram. Ég á gott heimili og það hefur ekkert komið fyrir mig.“ Snæfríð- ur segir að hún hafi síðan fengið nóg af þessari vinkonu sinni þegar hún fór að stela vinum frá Snæfríði. Hún hafi því hætt að tala við hana. En það stóð ekki lengi. Spennandi félagsskapur „Þegar ég frétti af því að hún var farin að hanga með stelpu sem var þekkt í bænum hringdi ég aftur í hana og fór að hanga með þeim. Stelpan sem hún var að hanga með var þekktur vand- ræðaunglingur og nektarmyndir af henni höfðu gengið um bæinn. Strák- unum þótti þetta spennandi og mig langaði til að kynnast henni. Líka af því að vinkonur hennar voru alltaf að segja að hún væri æðisleg. Þessi stelpa var bara algjör gella og þetta var algjört rugl, mjög spennandi.“ Mjög fljótlega var Snæfríður far- in að umgangast þessa stelpu sem við köllum Andreu. Aðrar tvær bættust í hópinn og þær voru alltaf fjórar sam- an. „Við vorum allar bestu vinkonur en Andrea var með mestu vandræðin. Ég elti hana og þriðja vinkonan elti mig.“ Stelpurnar héngu í Kringlunni og Snæfríður segir að vandræðin hafi eig- inlega byrjað þar. „Þar kynntumst við krökkum alls staðar að úr bænum. Við þvældumst um og gerðum það sem okkur datt í hug. Það var mjög gaman. Andrea var farin að fikta við grasreyk- ingar og hanga með svona sextán ára strákum og ég með henni. Þeir máttu vera ógeðslega lengi úti en við mátt- um bara vera úti til tíu þannig að við slökktum bara á símanum okkar. Í kjölfarið kynntist ég eldra fólki og vafa- samara. Við fórum að drekka meira. Oft er sagt að börn eigi ekki að vera úti eftir klukkan átta því þá gætu þau far- ið að gera eitthvað en okkur var alveg sama hvað klukkan var. Við hefðum al- veg eins farið að drekka klukkan tvö og komið heim í mat klukkan sex.“ Strauk eftir rifrildi Hún lýsir því einnig hvernig henni fannst hún ekki eiga samleið með jafnöldrum sínum. „Mér hefur allt- af fundist stelpurnar í skólanum vera öðruvísi en ég. Hvernig á ég að út- skýra það?“ spyr hún íhugul: „Þær eru miklu snobbaðri en ég og segja að þær myndu aldrei vilja gera hitt og þetta. Ég er opnari fyrir öllu og andlega þrosk- aðri. Mér hefur aldrei fundist ég vera á svipuðu reki og þær. Mér finnst það ekki. Ég var líka á mótþróaskeiði og vildi að ég mætti gera það sem eldra fólk gerði.“ Það þurfti svo ekki mikið til þegar hún ákvað að strjúka. „Í janúar fór ég að rífast heiftarlega við mömmu. Ég átti að fara með þeim í leikhús en vildi það ekki. Þannig að ég tók dótið mitt saman heima og lét eins og ég væri að fara út í bíl til hennar en labbaði bara í burtu. Ég ætlaði ekki með henni, ég vildi það ekki,“ segir hún ákveðin. For- eldrar hennar eru fráskildir og hún bjó hjá föður sínum á þessum tíma. Í stað þess að fara út í bíl til móður sinnar eins og hún átti að gera stakk hún af til vinar síns. Þaðan hringdi hún í Andreu vinkonu sína til að láta hana vita af því að hún ætlaði sér ekki heim aft- ur. Skömmu síðar hringdi Andrea aft- ur og sagðist hafa komist út. „Við vor- um að reyna að fela okkur en vissum ekki hvert við ættum að fara þannig að við fórum niður á Hlemm og til baka. Við vorum báðar með föt og máln- ingardót en engan pening, kannski fimm hundruð kall í mesta lagi. Þeg- ar við þurftum að redda okkur gist- ingu hringdi vinkona mín í vin sinn sem er tveimur árum eldri. Hann var í partíi hjá félaga sínum og sendi tvo stráka til að sækja okkur.“ Strákarnir voru um tvítugt en þær vinkonur voru þrettán og fjórtán ára. Partíið sem þær fóru í var haldið heima hjá litla bróð- ur manns sem er þekktur í undirheim- unum. „Þetta var ógeðslega flott íbúð. Ég var að drekka en drakk samt ekki mikið því ég treysti ekki fólkinu í kring- um mig. En ég man reyndar lítið eftir þessu.“ Hurfu í greni Pabbi hennar skýtur því inn í að hún hafi setið meirihluta nætur yfir vin- konu sinni sem var í áfengisdái svo enginn myndi áreita hana kynferðis- lega. Á meðan á þessu stóð var hann sjálfur í símanum heima að reyna að hafa uppi á dóttur sinni. „Ég notaði hinar og þessar aðferðir til að leita þær uppi,“ segir hann: „Þegar þær hurfu í grenið voru þær komnar í skjól. Þær voru svo mikil börn að þær gerðu sér enga grein fyrir því hvað þær voru að gera. Þessir strákar komu á stórum amerískum svörtum bílum að sækja þær, algjörir töffarar sem gengu í aug- un á stelpum. Þeim þótti þetta spenn- andi en spennan hvarf þegar líða tók á nóttina þegar allir voru orðnir útúr- dópaðir.“ Hún tekur undir það og segir að þegar gestgjafinn hafi verið farinn að tala um það á sýrutrippi að veggurinn ætlaði að éta sig hafi henni hætt að lít- ast á blikuna. „Ég var bara neee. Ókei, þeir eiga flottar íbúðir, flotta bíla og nóg af peningum en það er ekkert heitt við það þegar þeir eru farnir að slefa af fíkniefnaneyslu. Það kom eitthvað líka fyrir vinkonu mína sem fríkaði út. Ég var aðallega í því að passa að hún færi sér ekki að voða. Annars man ég lítið eftir þessu.“ Amma mátti ekki vita Næsta kvöld ákvað hún að fara heim. „Pabbi sendi mér SMS og spurði hvort ég ætlaði virkilega að láta ömmu sjá þetta þannig að ég fékk hrottalegt sam- viskubit,“ segir hún en þá var búið að lýsa eftir stelpunum í fjölmiðlum og auglýsingin var á leið í sjónvarpsfrétt- ir. Rétt áður en útsendingin hófst gaf Snæfríður sig fram en Andrea skilaði sér ekki fyrr en daginn eftir. Á með- an verið var að leita að stúlkunum gat sennilega enginn ímyndað sér hversu nærri þær voru. „Íbúðin sem við vorum í var beint á móti húsinu hennar Andreu og þar við hliðina bjó mamma.“ Snæfríður fór síðan heim til systur pabba síns. „Þar var tekið vel á móti mér. Ég var náttúrulega ekki búin að borða neitt í einn og hálfan sólarhring. Þannig að ég fékk að borða áður en ég fór heim með pabba.“ Kókaínstuldur olli vandræðum Pabbi hennar segir ákveðið að það hafi verið gripið í taumana þegar þarna var komið. „Hún hafði horfið áður. Þannig að ég var búinn vinna að því að koma henni á heimili úti á landi og fékk að- stoð Barnaverndar til þess. Hún kom heim á sunnudegi og ég keyrði hana út á land á miðvikudegi þar sem hún var það sem eftir lifði vetrar.“ Snæfríður segist hafa orðið brjáluð þegar hún áttaði sig á því að það ætti að senda hana úr bænum. „Á meðan ég var í strokinu talaði ég við barna- verndarnefnd og sagðist koma heim ef því yrði lofað að ég yrði ekki send neitt. Þau lofuðu öllu fögru en það gekk nú ekki eftir.“ Pabbi hennar gríp- ur fram í og segir að þetta hafi nú ekki verið alveg svona. „Þú varst sammála því að þetta var skynsamlegasti kost- urinn í stöðunni.“ Hún viðurkennir þá að henni hafi ekki staðið á sama eftir að vinur hennar stal fötu af kókaíni frá manninum sem hún gisti hjá í strok- inu. „Sem þýddi að ég fékk símtöl frá alls konar fólki sem hélt að ég hefði stolið þessu. Ég neitaði því, en hugs- aði með mér að þetta fólk gæti komið heim til mín. Þá sættist ég á að fara.“ Vændið er misskilið Hún segir að hún hafi verið alveg dof- in fyrir umhverfi sínu á þessum tíma. „Mér var alveg sama. Það eina sem skipti máli var að hafa gaman. Annað skipti ekki máli. Þetta tímabil stóð yfir í tvö ár og það er mjög blörrað í mínum huga því ég var ekkert að hugsa. Þetta var bara einhver spennufíkn. Ég sagð- ist ætla að gera eitthvað en gerði svo allt annað og ef pabbi hringdi á með- an mátti enginn segja orð. Þótt sumir séu kexruglaðir kynntist ég líka góðum strákum, sem voru kannski í veseni en voru samt góðir strákar.“ Snæfríður segir að það sé eitt sem hún vilji leiðrétta. Það er þetta með vændið. „Ég hef verið að lesa fréttirn- ar um þetta og þetta vændi er rosa- lega misskilið. Stelpu er kannski boð- ið kók og hún þiggur það. Seinna um kvöldið sefur hún hjá manninum. Við lítum ekki á þetta sem vændi og það gerir enginn á mínum aldri. Þær konur sem ég veit til þess að selji sig og segja bara hreint út: „Hey, ég skal sofa hjá þér ef ég fæ þetta í staðinn,“ eru eldri. Þær eru allavega komnar yfir tvítugt. Stelpur á okkar aldri gera það ekki. Við kannski sofum hjá gæjanum og fáum eitthvað í staðinn en þó að það komi kannski út eins og við séum að selja okkur er það aldrei meiningin.“ Féllu fyrir sama manninum Oft voru þessir strákar mun eldri, jafn- vel komnir fast að þrítugu. „Ég myndi ekki líta á þessa stráka sem kærasta. Ég var að hitta þá og það var ógeðslega gaman og spennandi en náði ekkert lengra. Andrea þóttist vera ástfangin af gæja sem var að verða þrítugur en ég trúði því ekki. Hún sagði að hann væri svo góður við hana en það eina sem hann gerði var að dæla í hana áfengi og eiturlyfjum. „Ég er búin að finna ástina,“ sagði hún en hann er í fang- elsi og hún í meðferð núna. Eftir að hún óverdósaði hjá honum talaði hún ekki við hann í einn og hálfan mánuð. Þá kynntist önnur vinkona mín honum og hélt að hún væri ástfangin af hon- um. Hún segist ekki vilja þetta þegar ég tala við hana en samt svarar hún hon- um þegar hann er að hringja úr fang- elsinu. Það er eitthvað sem dregur þær að þeim. Ég tala alveg við þetta fólk, það hef- ur ekkert gert mér, en ég er ekki að fara að segja: hey, hvað eruð þið að gera? og fara að hitta það. Eftir það sem ég „ÞETTA VAR ALGJÖRT RUGL, MJÖG SPENNANDI“ n Fimmtán ára stúlka segir frá n Strauk að heiman þrettán ára n Í félagsskap eldri manna n Óttaslegin eftir kókaínstuld n „Eins og að vera í spennumynd“ n Besta vinkonan beitt ofbeldi n Það eina sem skipti máli var að hafa gaman Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „ Íbúðin sem við vor- um í var beint á móti húsinu hennar Andreu og þar við hliðina bjó mamma. „Við kannski sofum hjá gæjanum og fáum eitthvað í staðinn en þó að það komi kannski út eins og við séum að selja okkur er það aldrei meiningin. SV IÐ SE T T M Y N D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.