Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 23. febrúar 2011 Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hækkuðu fyrir skömmu verð fyrir hvern útseldan vinnutíma. Árni Tómasson, endurskoðandi og for- maður skilanefndarinnar, neitar að gefa upp hversu hátt tímakaup skilanefndarmenn innheimta fyrir vinnu sína. Heimildir eru fyrir því að verð á hvern unninn klukkutíma sé eftir hækkun í kringum 35.000 krónur. Samkvæmt heimildum DV reið slitastjórnin á vaðið og í kjöl- farið hækkaði skilanefndin gjald- skrá sína til jafns við slitastjórn. DV hefur áður fjallað um tímakaup skilanefndarmanna, en dæmi eru um að þeir hafi í fyrra og hitteð- fyrra innheimt um 25 þúsund krón- ur á klukkutímann. Í tekjublaði DV í fyrra kom fram að Árni væri með um 1,8 milljónir króna á mánuði. Dæmi eru um að almennir starfs- menn skilanefnda hafi hins veg- ar í kringum 600 þúsund krónur á mánuði. Árni vill ekkert segja um hvað skilanefndarmenn rukki á tímann, en viðurkennir aðspurður að taxt- inn hafi verið hækkaður nýlega. Hann vill ekkert segja um hversu mikið eða hvenær það var gert. „Ég man það nú ekki nákvæm- lega hvenær það var,“ segir Árni. Hann segir þó misjafnt á milli skila- nefndarmanna hversu mikið þeir innheimti. „Þannig að það er nú engin föst regla á því,“ segir Árni. Leynir launum sínum Hann verst hins vegar allra fregna þegar hann er spurður hvort hann geti staðfest eða neitað því að tímalaun skilanefndarmanna séu í kringum 35.000 krónur líkt og heimildir herma. „Ég vil eiginlega ekkert kommentera á það, því við höfum ekki kommenterað á okk- ar laun, annað en að það er bara í samræmi við það sem lögmenn og endurskoðendur eru að selja sig út á. Það hefur ekki verið neitt öðru- vísi hér þó hér sé verið að fjalla um margfalt meiri fjármuni en annars staðar, þá höfum við ekki verið á öðrum slóðum en aðrir lögmenn í því. Hvort sem þeir eru með pínu- lítil þrotabú eða stór. Við höfum viljað vera á svipuðum slóðum og lögmenn og endurskoðendur,“ seg- ir Árni. Fjölgar í skilanefndinni Jafnvel þótt Árni neiti að gefa upp nákvæmlega hversu hátt tímakaup skilanefndarmanna er má ljóst vera að endurskoðendur og lögfræðing- ar séu þeir sem græða eftir hrunið. Þó svo að tvö og hálft ár sé liðið frá því Glitnir hrundi má einnig telja ljóst að skilanefndin tjaldar ekki til einnar nætur. Þannig flutti hún nýverið í stærra húsnæði í Sóltúni 26 og starfsmönnum hefur verið fjölgað upp á síðkastið. Áður hafði skilanefndin aðra hæðina og hálfa þriðju hæðina undir skrifstofur sín- ar í sama húsi. Starfsemin hefur nú verið flutt upp á fimmtu og sjöttu hæðina. „Við vorum búin að sprengja utan af okkar þetta húsnæði sem við höfum verið í frá byrjun. Það sem hefur verið að gerast er að við höfum verið að að taka yfir meira af verkefnum sem við vorum áður með hjá Íslandsbanka. Við erum með eitthvað rúmlega 40 manns sem sjá um helmingi meiri eignir en Íslandsbanki, til að setja hlutina í samhengi.“ Aðspurður hvort starfsmönnum hafi fjölgað mikið að undanförnu svarar Árni: „Þeim hefur fjölgað að- eins, já. Það er sem fer í málaferli, undirbúning á málaferlum og svo fáum við til okkar rannsóknart- eymi. Við erum með erlenda ráð- gjafa sem vinna mikið með okkur og þeir eru til húsa hjá okkur. Við þurfum að hafa pláss fyrir þessa að- ila, það var eiginlega orðið þannig að við komum þeim ekki fyrir hjá okkur.“ Ekki náðist í Steinunni Guð- bjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar. n Skilanefnd Glitnis hækkaði tímakaup sitt n Leyndarhjúpur um hækkunina n Misjafnt á milli skilanefndarmanna n Sprengdu utan af sér húsnæðið n Starfsmönnum fjölgar enn Skilanefnd Glitnis hækkar tímakaup „Ég man það nú ekki nákvæmlega hvenær það var. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Nýtt húsnæði Skilanefnd Glitnis hefur stækkað við sig húsnæðið og er enn að bæta við sig starfsfólki. MYND SIGTRYGGUR ARI Árni Tómasson „Ég vil eiginlega ekkert kommentera á það, því við höfum ekki kommenterað á okkar laun, annað en að það er bara í samræmi við það sem lögmenn og endurskoðendur eru að selja sig út á.“ hef séð vinkonur mínar ganga í gegn- um langar mig ekki að fara sömu leið. Mig langar ekki að enda aftur fyrir vestan.“ „Vestan!?“ segir pabbi hennar gátt- aður. „Þú endar ekkert fyrir vestan. Þú veist alveg hvar þú endar.“ „Ég tók svona til orða, pabbi. Það var viðbjóður að sjá stelpu sem mér þykir endalaust vænt um og myndi gera allt fyrir svo útúrdópaða að hún vissi ekkert hvar hún var og gat ekkert gert nema gráta. Hún var svo falleg en lítur rosalega illa út núna,“ segir hún. Vinkonan beitt ofbeldi Af þessum fjórum vinkonum er Andr- ea sennilega sú sem hefur orðið hvað verst úti. Í einu partíinu tóku þrír strák- ar sig saman og nauðguðu henni. „Eft- ir þetta féll vinkona mín í þunglyndi og versnaði svakalega. Seinna lenti hún aftur í því að henni var nauðgað og þá af mun eldri manni.“ Faðir Snæfríðar reiðist þegar hann hugsar til þessa. „Lögreglan kom á staðinn og sótti stelpurnar þegar það var búið að hnoðast á þessari stelpu. En samt gerðist ekkert.“ Snæfríður seg- ir að það hafi ekki verið nægar sann- anir til staðar: „Strákarnir töluðu sig saman og sögðu allir að þetta hefði ekki gerst.“ Faðir hennar segir að Andrea sé orðin mjög tætt á sálinni. „Hún er búin að ganga í gegnum svo mikið að ef hún nær sér einhvern tímann þá er það mikið afrek. Þegar unglingur er tekinn svona í bakaríið er æskan tek- in frá honum. Ég get ekki ímyndað mér að hún sjái framtíðina fyrir sér, búin að missa nokkur ár úr skóla og með flak- andi sár inni í sér. Margir af þessum unglingum sem fara alla leið eru bara lifandi lík. Það hefur áhrif á alla fjöl- skylduna. Foreldrar, systkini, ömm- ur og afar, frændur og frænkur líða öll fyrir það þegar krakkarnir hverfa. Engu að síður er þessu leyft að viðgangast ár eftir ár eftir ár. Þú sérð þetta dæmi sem Snæfríður tók af þessum manni sem Andrea féll fyrir. Þegar hún vildi hann ekki lengur sneri hann sér bara að þeirri næstu. Menn bera því við að þeir hafi ekki lögin með sér en það er samt ákvæði í hegningarlögunum sem nær yfir þetta. Það er hægt að beita því.“ Á leið úr landi Sjálfur var hann á leið úr landi með dóttur sína. „Ég ákvað að hún fengi ekki að fara þessa leið. Það var ekki inni í myndinni. En svo fékk hún pláss þarna fyrir vestan og fór þangað, sem betur fer. En ég er ekki að tala við þig út af dóttur minni, hún bjargaðist fyrir horn. En það er skelfilegt að hugsa til þess að þetta hefur viðgengist í fjölda ára og viðgengst ennþá. Ég er hand- viss um að einhver hefur dáið á þess- ari leið. Það væri áhugavert að skoða það. Hversu mörg börn hafa fyrirfar- ið sér eftir svona lífsreynslu? Auðvitað koma þessi börn úr alls konar aðstæð- um. Verst er þegar foreldrarnir sitja heima, sama hvar börnin eru, og leita ekki einu sinni að þeim. Ég þekki líka dæmi um það,“ segir hann af miklum þunga. Í sinni baráttu kynntist hann öðrum foreldrum í sömu stöðu. „Dóttir mín er bara að lýsa einu stroki hér en svona gengur þetta fyrir sig. Ég er ánægður með það hvað hún hefur komist vel frá þessu. Hún hefði alveg getað farið sömu leið og hin- ar stelpurnar en gerði það ekki. Það þurfti náttúrulega að taka í taumana og sýna að maður meinti alvöru. Þetta var alvara.“ Þrjár af fjórum í meðferð „Ég kem reynslunni ríkari út úr þessu en það var ekkert gaman að fara í gegnum þetta. Það fór rosaleg orka í það að vera alltaf að tékka á meilinu og hringja út um allan bæ. Þeir voru ekki fáir klukkutímarnir sem fóru í þetta. Ég varð að sýna henni að ég var ekkert vit- lausari en hún. Þetta var glíma sem ég hefði alveg viljað sleppa en það er ekki hægt að kenna börnunum um. Þeim finnst þetta bara spennandi. Þessir menn freista þeirra með peningum, bílum, bjór og eiturlyfjum. Við erum að tala um menn allt að fertugu. Það hlýtur eitthvað að vera að þroska full- orðinna manna sem vilja hafa þrettán ára stelpur í kringum sig. Þeir hljóta að vera sjúkir.“ Eins og fyrr segir er Snæfríður komin heim aftur og farin að takast á við lífið. Nú er að verða ár síðan hún sneri við blaðinu. Tvær af þessum fjórum stelpum eru í meðferð núna. Sú þriðja hvarf í smátíma en sneri svo aftur. „Henni leið rosalega illa og þetta var hennar leið til að deyfa tilfinning- arnar. En hún kom miklu glaðari til baka og henni líður betur núna. Ég sé líka mikinn mun á annarri vinkonu minni en sú fjórða er ekkert að fara að breytast.“ SV IÐ SE T T M Y N D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.