Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 6
6 | Fréttir 23. febrúar 2011 Miðvikudagur
Lúxfélag Pálma hefur ekki skilað ársreikningi frá 2004:
Eignarhaldið í gegnum Tortóla
Nupur Holding S.A., móðurfélag
eignarhaldsfélagsins Fengs sem aft-
ur á flugfélögin Iceland Express og
Astreus, hefur ekki skilað ársreikn-
ingi í Lúxemborg frá árinu 2004. Fé-
lögin eru, sem kunnugt er, í eigu
Pálma Haraldssonar athafnamanns.
Þetta kemur fram í yfirliti um starf-
semi Nupur frá hlutafélagaskránni í
Lúxemborg.
Mikla athygli vakti í síðasta mán-
uði þegar greint var frá því að Feng-
ur hefði fengið nærri 3,6 milljarða
króna að láni frá Nupur í Lúxemborg.
Þessi lánveiting kom fram í ársreikn-
ingi Eignarhaldsfélagsins Fengs fyr-
ir árið 2009 sem nýlega var skilað til
ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.
Félagið skilaði nærri 590 milljóna
króna hagnaði árið 2009.
DV forvitnaðist í kjölfarið um
stöðu félagsins í gegnum Lánstraust
á Íslandi. Í yfirlitinu frá Lúxemborg
segir að engir reikningar séu tiltæk-
ir um starfsemi félagsins frá árinu
2004 og að verðmæti félagsins þá hafi
numið tæplega 3,5 milljónum evra.
Jafnframt kemur fram að móðurfélag
Nupur Holding sé eignarhaldsfé-
lagið Waverton Group Limited sem
skráð er á Tortólu. Þannig má segja
að hægt sé að rekja eignarhaldið á
Iceland Express og Astreus suður til
Tortóla.
Engar aðrar markverðar eða frétt-
næmar upplýsingar koma fram í yfir-
litinu um Nupur frá Lúxemborg enda
virðast litlar nýlegar upplýsingar
liggja fyrir um starfsemi þess.
ingi@dv.is
Einar Sigurðsson, starfsmaður skila-
nefndar Glitnis og sonur Guðbjarg-
ar Matthíasdóttur útgerðarkonu í
Vestmannaeyjum, er að flytja til Arg-
entínu þar sem hann mun starfa hjá
norsku sjávarútvegsfyrirtæki. Starf-
ið var auglýst í fjölmiðlum á Íslandi
og sótti Einar um það og fékk sam-
kvæmt heimildum DV. Einar hafi tjáð
skilanefnd Glitnis að hann sé á för-
um til Argentínu og muni því láta af
störfum.
Hvaða norska sjávarútvegsfyrir-
tæki um er að ræða liggur ekki fyr-
ir en meðal norskra útgerðarmanna
sem stunda viðskipti í Argentínu er
einn auðugasti maður Noregs, Kjell
Inge Rökke. Rökke á og rekur meðal
annars sjávarútvegsfyrirtækið Aker
Seafoods, sem aftur á fyrirtækið
AkerBioMarine sem sem býr til ýmis
fæðubótarefni úr fiskafurðum og
stundar fiskeldi í Argentínu og Síle,
auk fleiri landa.
Tengist hvorki Glitni
né Guðbjörgu
Heimildir DV herma að starf Einars
í Argentínu tengist hvorki skilanefnd
Glitnis né því að Guðbjörg hafi fjár-
fest í fyrirtækinu í Argentínu. Guð-
björg er einn auðugasti einstaklingur
landsins. Hún á mikið magn afla-
heimilda og á og rekur útgerðarfyr-
irtækið Ísfélag Vestmannaeyja. Auk
þess hefur Guðbjörg fjárfest í Morg-
unblaðinu og Lýsi svo dæmi séu tek-
in. Eftir því sem DV kemst næst er
Einar heldur ekki sjálfur að fjárfesta
í viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki
í Argentínu en hann hefur eitthvað
stundað fjárfestingar í gegnum tíð-
ina, meðal annars í DV í upphafi síð-
asta áratugar.
Því er það ekki svo, líkt og ætla
mætti út frá eðli málsins, að Guð-
björg og eða sonur hennar séu að
fjárfesta í norska sjávarútvegsfyrir-
tækinu sem um ræðir heldur mun
Einar aðeins starfa hjá því.
Þáttur Glitnis til rannsóknar
Einar var starfsmaður Glitnis, fyrir-
rennara Íslandsbanka, fyrir hrun-
ið um haustið 2008 en hefur starfað
hjá skilanefnd bankans frá því það
reið yfir. Hann hefur meðal annars
setið í stjórnum ýmissa félaga sem
skilanefndin hefur tekið yfir, svo sem
eins og eins dótturfélags FL Group,
FL Holding, og tveggja dótturfélaga
Sjóvár.
Eftir hrunið 2008 var sala Guð-
bjargar á hlutabréfum í Glitni fyrir
um 3,5 milljarða króna rétt fyrir hrun-
ið í september nokkuð til umræðu.
Það var Glitnir sem keypti hlutabréf-
in af Guðbjörgu. Þegar málið komst
í hámæli var því stillt þannig upp
að upplýsingar um raunuverulega
stöðu Glitnis í aðdraganda hrunsins
hefðu náð eyrum Guðbjargar og því
hefði hún selt bréfin. Síðar kom í ljós
að salan á hlutabréfunum byggði á
samningi sem undirritaður var árið
2007 en þá seldi Guðbjörg um þriðj-
ungshlut í Tryggingamiðstöðinni
til FL Group fyrir um 18 milljarða
króna og fékk að hluta til greitt með
bréfum í Glitni. Þau hlutabréf voru
sölutryggð að hluta og vildi svo til að
söluréttur var á bréfunum í septemb-
er 2008 samkvæmt samningnum.
Guðbjörg nýtti sér þennan sölurétt í
september 2008.
Embætti sérstaks saksóknara,
Ólafs Haukssonar, hefur rannsak-
að viðskipti Glitnis við Guðbjörgu
vegna meintrar markaðsmisnotkun-
ar Glitnis í málinu. Rannsóknin snýr
meðal annars að því að kaup Glitn-
is á bréfum Guðbjargar hafi ekki ver-
ið tilkynnt til Kauphallar Íslands. Sú
rannsókn snýr því ekki að þætti Guð-
bjargar í viðskiptunum.
Ekki náðist í Einar Sigurðsson við
vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir.
n Sonur útgerðarkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur, Einar Sigurðsson, hættir hjá
skilanefnd Glitnis n Flytur til Argentínu þar sem hann mun starfa hjá norsku sjávarút-
vegsfyrirtæki n Hvorki Einar né Guðbjörg hafa fjárfest í norska fyrirtækinu í Argentínu
Sonur Guðbjargar til
starfa í Argentínu
„Heimildir DV herma
að starf Einars í
Argentínu tengist hvorki
skilanefnd Glitnis né því að
Guðbjörg hafi fjárfest í fyrir-
tækinu í Argentínu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Frá Glitni til Argentínu
Ástæða flutninga Einars
Sigurðssonar, sonar Guðbjargar
Matthíasdóttur útgerðarkonu
í Eyjum, til Argentínu er sú að
hann mun starfa hjá sjávar-
útvegsfyrirtæki þar í landi.
Guðbjörg, sem er einn auðugasti
einstaklingur landsins, sést hér
til hægri á myndinni.
Samtök lánþega:
HlíFa FólkI
í greIðslu-
aðlögun
Fjármögnunarfyrirtækið Avant hefur
nú fyrst slíkra fyrirtækja samþykkt
kröfur Samtaka lánþega um að hætta
að senda út riftanir á lánasamningum
til bílakaupa til þeirra einstaklinga
sem sótt hafa um greiðsluaðlögun hjá
Umboðsmanni skuldara.
Samtök lánþega gagnrýndu að-
gerðir fjármögnunarfyrirtækjanna
harðlega á dögunum eftir umfjöllun
um málið í fjölmiðlum og sögðu að
slíkar riftanir ættu sér enga stoð í lög-
um né heldur væri að finna heimild
til slíkra riftana í samningsskilmálum
þeirra lána sem um ræðir.
Samtökin höfðu samband við lög-
fræðisvið Avant í síðustu viku og settu
fram kröfur um verkferla er tryggðu
eign lánaþega og réttindi í kjölfar
riftunar ef samkomulag yrði um slík
málalok. Guðmundur Andri Skúla-
son, talsmaður Samtaka lánþega, seg-
ir samtökin fagna þeim skilningi sem
Avant sýni viðskiptavinum sínum.
„Samtök lánþega beina í fram-
haldinu þeim tilmælum til að SP fjár-
mögnunar, að fyrirtækið fari að lög-
um og stundi eðlilega viðskiptahætti.
Fyrsta skrefið í slíkri viðleitni er að
draga þegar til baka þær riftanir sem
sendar hafa verið til þeirra viðskipta-
vina SP sem sótt hafa um greiðslu-
aðlögun. Jafnframt er þess krafist að
Lýsing hf. geri slíkt hið sama og breyti
jafnframt verklagsreglum sínum og
innheimtuaðferðum á þann veg að
lög og úrskurðir opinberra eftirlitsað-
ila séu virtir.“
Kaupir 86
dagblöð
Stofnanir sem heyra undir innan-
ríkisráðuneytið kaupa áskrift af
86 dagblöðum og 13 dagblöð-
um í netáskrift. Greiðir ráðuneyt-
ið fyrir það tæpar 307 þúsund
krónur á mánuði. Auk þess kaupir
ráðuneytið 24 héraðsfréttablöð og
greiðir fyrir það 33 þúsund krónur
á mánuði. Þetta kemur fram í svari
innanríkisráðherra við fyrirspurn
Marðar Árnasonar, þingmanns
Samfylkingar.
Tortólafélag á
Iceland Express
Rekja má eignarhaldið
á Iceland Express,
flugfélagi Pálma
Haraldssonar, til
eyjarinnar Tortóla.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Bað og sturta!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
30.900
13.995
NAPOLI hitastýrð blöndunar-
tæki f. baðkar SAFIR sturtusett
2.995
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki
fyrir sturtu 11.900
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett