Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 23. febrúar 2011 Miðvikudagur
Umræðan í Sjálfstæðisflokknum um Hönnu Birnu:
Forystan sökuð um ofríki
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, er gagnrýnd harðlega í
bréfi sem gengið hefur á milli sjálf-
stæðismanna í borginni að undan-
förnu. Forysta flokksins í borginni
er gagnrýnd fyrir það sem kallað
er „ráðríki og tillitsleysi skrifstofu
flokksins í Valhöll“. Bréfið ber yfir-
skriftina „Ofríki Valhallar og Hönnu
Birnu.“ Þá er forystan gagnrýnd fyr-
ir áhugaleysi og litla virðingu í sam-
skiptum borgarstjórnarflokksins við
grasrótina í flokknum, þótt reynt hafi
verið að bæta úr því á dögunum.
Ekki er vitað hver skrifaði bréf-
ið, en samkvæmt heimildum hafa
margir flokksmenn fengið það sent.
Óánægjan er sett í samhengi við
kosningu til stjórnar Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
„Niðurstaða kosninganna í Valhöll
laugardaginn 19. febrúar sýnir áþreif-
anlega svar þeirra sem vilja mann-
úð og manngildi í stjórnmálum í
stað frjálshyggju og ósvífinna vinnu-
bragða. Þess vegna vann framboð
þeirra sem vilja áfram halda vörð um
gildi kjarna sjálfstæðisstefnunnar.
Allir frambjóðendur þess framboðs
eða sjö talsins náðu kjöri í stjórn Varð-
ar. Þeir sjö sem buðu sig fram und-
ir öðrum formerkjum, meðal annars
með vitund, vilja og samþykki Hönnu
Birnu og Gísla Marteins [...] náðu ekki
kjöri,“ að því er segir í bréfinu.
Samhliða því að gegna starfi for-
stjóra Landspítalans sinnir Björn
Zoëga skurðaðgerðum að minnsta
kosti einn dag í viku og fyrir hádegi
einn dag í viku sinnir hann læknis-
störfum á göngudeild.
Björn var skipaður forstjóri
Landspítalans í haust. Samhliða
því að skera upp sjúklinga gegnir
Björn einu ábyrgðarmesta embætti
landsins, þar sem hann stýrir Land-
spítalanum. Í því starfi ber Björn
ábyrgð á 32 milljarða króna fjár-
framlögum af skattfé Íslendinga. Á
spítalanum starfa á fimmta þúsund
manns.
Miðað við þetta mætti líta á það
sem svo að starf forstjóra Landspít-
alans sé ekki fullt starf, því ef miðað
er við fimm daga vinnuviku er um
að ræða 80 prósenta starfshlutfall.
Sjálfur segir Björn að það sé langa
vegu frá því að hann vinni fimm
daga vinnuviku, átta tíma á dag.
Til þess að samtvinna þetta tvennt
segist hann vinna langa vinnuviku:
„Ég er að vinna svona 70–80 tíma
á viku. Ég hef ekki þorað að mæla
þetta,“ segir hann.
Mjög erfitt
DV leitaði svara hjá Birni um hvern-
ig það samræmdist að vera forstjóri
og skurðlæknir. „Það er nú þannig
að að minnsta kosti einn dag í viku
er ég með eina til tvær aðgerðir. Þá
er það fyrripart dags til klukkan
eitt, tvö. Svo eru önnur störf sem
eru ekki beint stjórnunarstörf, þá
er ég með göngudeild einn morg-
un í viku,“ segir Björn. Aðspurð-
ur hversu mikill tími fari vikulega
í læknisstörf svarar hann: „Þetta er
eins og einn venjulegur átta tíma
vinnudagur, en vinnudagurinn
minn er ekki þannig.“
Hann viðurkennir að það sé erf-
itt að samræma skurðlækningar
og það að vera forstjóri spítalans.
„Jú, það er mjög erfitt, en miðað
við bæði þá þjálfun og reynslu sem
ég hef og þá þörf sem er fyrir mína
reynslu, þá legg ég bara aðeins
meira á mig og hef lengri vinnu-
daga til þess að ná þessu. Ég reyni
að púsla þessu saman og fæ mikla
aðstoð og hjálp frá öðrum læknum
sem vinna á deildinni með mér.“
Björn fær greitt aukalega fyrir
læknisstörfin en gefur það ekki ná-
kvæmlega upp heldur segir: „Það er
eitthvert smotterí.“
Vinnur lengur í staðinn
Björn þvertekur fyrir að skurð-
lækningarnar bitni á forstjórastarf-
inu. „Ég vinn bara lengri vinnu-
dag í staðinn. Þeir eru býsna langir,
vinnudagarnir, og hafa verið það í
svolítinn tíma.“
Aðspurður um ástæðu þess
að hann sinni skurðaðgerðun-
um svarar hann: „Ég er bæklunar-
skurðlæknir í grunninn og síðan
sérhæfði ég mig í mörg ár í baks-
kurðlækningum. Ég er ráðinn
tímabundið sem forstjóri og mað-
ur getur ekki alveg hætt. Það væri
svo sem alveg hægt að gera sig að
hreinum skrifstofumanni, en ég
ákvað að gera þetta svona og ég
held að það sé gott bæði fyrir spít-
alann og sjálfan mig. Ég held að
það sé mjög gott að ég sé að vinna
venjuleg störf á spítalanum á með-
an ég hef orku í það.“
Á meðan hann sinnir læknis-
störfum hrúgast verkefnin upp á
hinni vígstöðinni. „Já, það safnast
upp þann daginn, en ég vinn þar
til ég er búinn að leysa það þann
daginn. Ég man síðast þegar ég var
í aðgerð, hún tók tvo tíma, þegar ég
fór inn í aðgerðina var engin tölvu-
póstur sem beið afgreiðslu. Þegar
ég kom út biðu 36 tölvupóstar. En
ég vinn bara þannig að ég klára öll
verkefni áður en ég fer heim, það er
ekki hægt að gera það öðruvísi.“
„Ég er að vinna
svona 70–80 tíma
á viku. Ég hef ekki þorað
að mæla þetta.
Sker upp
Samhliða
því að vera
forStjóri
n Björn Zoëga sinnir skurðaðgerðum samhliða því að vera forstjóri
Landspítalans n Bitnar ekki á forstjórastarfinu n Vinnur 70 til 80
tíma á viku n 36 tölvupóstar biðu eftir síðustu aðgerð
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Björn Zoëga „Ég vinn bara lengri vinnudag í staðinn. Þeir eru býsna langir, vinnudagarnir,
og hafa verið það í svolítinn tíma.“
Hera á hamfaraslóðum:
„MÖRg hús
hRunin“
„Það er allt á floti. Það er ekkert raf-
magn, það er ekkert vatn, gatan er öll
sprungin og við höldum bara þétt um
þá sem okkur þykir vænt um,“ segir
söngkonan Hera Hjartardóttir sem
býr ásamt foreldrum sínum í mið-
borg Christchurch á Nýja-Sjálandi, en
harður jarðskjálfti reið yfir borgina á
þriðjudag.
„Það eru mörg hús hrunin en
ekki okkar,“ sagði Hera en rætt var
við hana í hádegisfréttum RÚV á
þriðjudag. Nokkrum klukkustundum
eftir að skjálftinn reið yfir var staðfest
að hátt í 70 manns hefðu látið lífið
í jarðskjálftanum sem varð um tíu
kílómetra frá Christchurch á fjögurra
kílómetra dýpi. Talið er að á bilinu
200 til 300 manneskjur séu fastar í
rústum hruninna bygginga og því ótt-
ast að tala látinna muni hækka mikið.
Íslendingar á svæðinu eru allir taldir
heilir á húfi. Hera sagði að eyðilegg-
ingin sé mikil og í raun sé eins og
eldgos hafi orðið. Hún segir alla sína
nánustu hafa sloppið.
„Það er í lagi með mig, foreldra
mína, fjölskyldu og þá sem við þekkj-
um.“ Fjórtán manna hópur Íslendinga
var sömuleiðis staddur í Christchurch
vegna brúðkaups og eru allir heilir á
húfi úr þeim hópi samkvæmt upplýs-
ingum frá utanríkisráðuneytinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Er sökuð um ofríki í bréfi sem
sjálfstæðismenn fengu sent.
Stjórnvöld aftur-
kalli kvótann
Í könnun MMR á afstöðu al-
mennings til ráðstöfunar fisk-
veiðiheimilda kom í ljós nokkur
stuðningur við hugmyndir sem
halla í þá átt að ríkið afturkalli
fiskveiðiheimildir, fari sjálft með
eignarhald eða innheimti leigu
fyrir afnotarétt sem endurspegli
markaðsverðmæti kvótans. Í til-
kynningu frá MMR kemur fram
að 69,7 prósent þeirra sem tóku
afstöðu sögðu að þeir sem fengju
úthlutað kvóta ættu að greiða
leigu til ríkisins sem endurspegl-
ar markaðsverðmæti kvótans.
66,6 prósent sögðust því hlynnt
að kvótinn ætti að vera í eigu
ríkisins og 64,9 prósent sögðu
að stjórnvöld ættu að afturkalla
gildandi kvóta og úthluta að nýju
með breyttum reglum.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox