Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 10
10 | Fréttir 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Lóðs yfirgaf Goðafoss og skildi skipstjórann einan eftir á hættulegu svæði: Einn í brúnni án lóðsréttinda „Við spurðumst fyrir um við athugun okkar hvort skipstjórinn mætti sigla upp þetta svæði án þess að vera með lóðs þegar skipið er á leið til hafnar. Það var þvert nei. Samt fer lóðsinn úr skipinu áður en kemur að þessu svæði þegar skipið er á leiðinni út. Það er sama hættan hvort sem þú ert á leið inn eða út,“ segir Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar- og markaðsmála hjá Eimskipi. Félagið hefur gagnrýnt harðlega þá aðstöðu sem hafnsögumaðurinn, sem fylgdi Goðafossi, setti skipstjórann í áður en skipið strandaði á fimmtudags- kvöld við Noregsstrendur. Lóðsinn óskaði eftir að fá að fara frá borði talsvert fyrr en öruggt getur talist á þessu svæði. Sex skipslengd- um frá því þar sem hann fór frá borði strandaði Goðafoss. Hefði lóðs inn haft þolinmæði í tíu mínútur til við- bótar, þar til skipið var komið að svokallaðri lóðsstöð, hefði strandið aldrei átt sér stað, segir Ólafur. „Það er vissulega ákvörðun skipstjórans að leyfa honum að fara frá borði, við flýjum ekki ábyrgð í því, en það sem við gagnrýnum er að það á ekki að setja skipstjórann í þá aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun um það. Þetta á að vera í fastari skorðum,“ segir Ólafur. Skipstjórinn á Goðafossi, sem Ól- afur segir að sé búinn að sigla í 35 ár og hafi margoft siglt þessa leið, er ekki með lóðsréttindi sjálfur. Sum- ir skipstjórar Eimskips taka lóðsrétt- indi en þeir eru ekki í meirihluta að sögn Ólafs. Í tilfelli Goðafoss hefði það getað afstýrt því versta fyrst hafn- sögumaðurinn var farinn frá borði. Fram hefur komið að skipstjór- inn var einn í brúnni þegar strand- ið varð. Skýringin á því er að stýri- maðurinn sem var með honum var að fylgja lóðsinum frá borði sem er vinnuregla hjá Eimskipi. Ólafur segir að hjá Eimskipi telji menn tjónið vegna strandsins hlaupa á tugum milljóna. „Við erum tryggð- ir. Allur farmurinn er í lagi en þetta er fyrst og fremst tjón við viðgerðir og þess háttar. Það á eftir að meta það með tryggingaraðilum hvað tjónið er mikið.“ mikael@dv.is Lögregluembættið á Suðurnesj- um hefur síðustu vikur staðið í umfangsmikilli rannsókn á skipu- lögðum þjófnaði á um þúsund lítr- um af dísilolíu sem hurfu í skjóli nætur fyrir um mánuði af umráða- svæði Aalborg Portland á Íslandi í Helguvík. „Þetta voru um þúsund lítrar sem hurfu í tveimur tilvik- um með um fjögurra daga milli- bili,“ segir Heiðrún Sigurðardótt- ir, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eins og staðan er hefur lögreglan einn mann grun- aðan. Þúsund lítrar Fyrra olíuránið átti sér stað 21. jan- úar og það síðara 25. janúar. Í báðum tilfellum kom bíll að olíudælu á at- hafnasvæði Aalborg Portland í Helgu- vík, tveir menn hoppuðu út og töpp- uðu olíuna á 20 lítra brúsa að því er lögreglan telur. „Þetta hefur tekið þá nokkra stund að gera þetta og þetta er ansi mikið tjón,“ segir Heiðrún í samtali við DV. Hún segir að emb- ættið rannsaki fleiri bensín- og olíu- þjófnaði sem átt hafi sér stað undan- farið en þessi tvö mál séu þau stærstu. „Og það er greinilega um sömu aðila að ræða í þessu stóra máli, það er ekki spurning. Aðferðirnar eru nákvæm- lega eins og svipaður bíll sást þarna í bæði skiptin.“ Að sögn Heiðrúnar er verið að skoða nokkra bíla sem náðust á ör- yggismyndavél á svæðinu. Að henn- ar sögn eru myndir úr öryggismynda- vélinni afar ógreinilegar og erfitt að vinna með þær. Samkvæmt lögreglu- skýrslu er talið að annar þjófanna sé karlmaður á milli þrítugs og fertugs. Lögreglan skoðar þá bíla sem sjást á myndunum og leitar enn að blárri Honda Accord-bifreið í tengslum við rannsókn málsins. Einn grunaður Lögreglan hefur yfirheyrt einn mann sem sakborning auk þess sem leitað hefur verið upplýsinga og spurst fyrir víða. Sá er ekki lengur grunaður í mál- inu en eins og staðan er í dag er einn maður grunaður. „Það eru að koma og fara grunaðir í þessu. Við höfum ekki nema eitt nafn í dag. Við vitum að þeir voru tveir. Myndirnar eru svo ógreinilegar að það er ekki hægt að byggja á þeim, í það minnsta ekki til að þekkja neinn á þeim. Rannsókn- in gengur afar hægt, við förum yfir myndbönd og upplýsingar sem bor- ist hafa.“ Algengt verð á dísilolíulítranum á bensínstöðvum höfuðborgarsvæðis- ins í dag er tæpar 224 krónur. Af því magni sem stolið var í þessum mál- um má sjá að tjónið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna. Hafi þjófarnir tappað olíunni á 20 lítra brúsa hafa þeir þurft um 50 slíka í það heila til að komast undan með alla þessa olíu. Þúsund lítrum af olíu stolið í skjóli nætur n Lögreglan rannsakar stórfelldan olíuþjófnað í Helguvík n Um þús- und lítrum af dísilolíu stolið í janúar n Leitað að blárri Honda Accord Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Milljónatjón Um þúsund lítrar af olíu hurfu í skjóli nætur á athafna- svæði Aalborg Portland í Helguvík í janúar. Lögreglan rannsakar málið. Huldumaður hrósar sigri: Fær milljónir frá Kaupþingi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt hluta kröfunnar sem Charles Martin gerði í þrotabú Kaupþings vegna launa sem hann taldi sig eiga inni hjá bankanum. Krafan var samþykkt sem almenn krafa og féllst héraðsdómur á að Martin ætti kröfu upp á 340,6 milljónir jena, eða sem nemur um 476 milljónum íslenskra króna. Martin átti að sjá um starfsemi Kaupþings í Japan þar sem bank- inn ætlaði að opna útibú í Tókíó. Aldrei náðist þó að opna útibú- ið fyrir hrun. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Kaup- þing eftir að bankinn setti sig í samband við hann sumarið 2007. Hljóðaði samningurinn upp á að Martin fengi greiddar 800 milljónir króna íslenskar, miðað við núver- andi gengi, óháð því hvort útibúið yrði opnað eða ekki. Hann starfaði áður hjá Deutsche Bank og var það krafa hans í samningaviðræðum við Kaupþing að hann yrði ekki fyrir tekjuskerðingu með því að færa sig um set til að hafa yfirum- sjón með Japansútrás Kaupþings sem aldrei varð. Héraðsdómur féllst á að Mar- tin ætti kröfu upp á 476 milljónir króna sem túlkaðar voru sem bæt- ur samkvæmt samningi fyrir það að starfsemin hófst aldrei í Japan eins og til stóð. Samkvæmt upp- lýsingum DV frá lögmanni þrota- búsins er verið að skoða hvort úr- skurðurinn verði kærður. Samkvæmt framburði Mar- tins við aðalmeðferð málsins á dögunum fólust störf hans í að leggja grunn að starfsemi Kaup- þings í Japan. Hann setti fram viðskiptaáætlun fyrir bankann og nýtti tengslanet sitt í Japan til að lokka stór fyrirtæki sem hann var fullviss um að myndu fylgja sér frá Deutsche Bank yfir til Kaupþings. mikael@dv.is Vilja breyta synjunarvaldinu Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi á þriðjudag að nauðsynlegt væri að ræða breytingar á 26. grein stjórnarskrárinnar. Í þeirri grein er kveðið á um synjunarvald forseta. Það var Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna og spurði fjármálaráð- herra út í skoðun hans. Sagði Stein- grímur það meðal annars koma til greina að taka upp sama fyrirkomu- lag og er í stjórnarskrá Dana. Þar er kveðið á um að skilgreindur minni- hluti þingmanna geti vísað mál- um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni minnti á að sjálfstæðismenn hefðu viljað afnema eða breyta 26. grein- inni árin 2006 og 2007. Það hafi ekki hlotið hljómgrunn meðal þeirra sem nú sitja við völd. Lóðs að flýta sér Hafnsögumaðurinn var eitthvað að flýta sér og fór fyrr frá borði en öruggt þykir. Andartökum síðar hafði Goðafoss strandað. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.