Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 14
Stútfull af
góðgæti
n Lofið að þessu sinni fær veit-
ingastaðurinn Ginger í Síðumúla.
Ánægður viðskiptavinur sem hafði
samband við DV vildi lofa matinn,
verðið og þjónustuna. „Mig og kær-
ustuna langaði að prófa eitthvað nýtt
og heilsusamlegt. Ginger varð fyrir
valinu og við urðum svo sann-
arlega ekki fyrir vonbrigðum.
Kjúklinga-, epla- og bláberja-
samloka varð fyrir valinu og
kostaði hún einungis 935
krónur, stútfull af góð-
gæti. Ekki skemmdi
fyrir að maturinn var
borinn á borð af starfs-
manni með bros á vör.“
Pössum síma
og myndavélar
Hitabreytingar og raki geta eyðilagt
farsímann og myndavélina og þar
sem margir halda til fjalla á skíði á
þessum árstíma er fólki ráðlagt að
fara varlega með tækin utandyra.
Á vefnum forbruger.dk eru gefin
fjögur ráð um hvernig best sé að
meðhöndla raftækin. Þar segir að
ekki skuli kveikja á raftækinu þegar
komið er inn í hús fyrr en tækið hefur
náð sama hitastigi og er innandyra.
Forðist að leggja tækið hjá blautum
eða rökum fötum en einnig í vasa
sem getur orðið rakur af regni eða
snjókomu. Passa skal að hafa tækin
ekki það nálægt líkama að sviti
komist í þau.
Of gömul fyrir
skólakort
n Lastið fær líkamsræktarstöðin
Baðhúsið. „Ég er nemi og var að
skoða hvar ég gæti keypt líkams-
ræktarkort sem hentar mér og fór í
Baðhúsið. Þar er boðið upp á svo-
kallað skólakort en það gildir ein-
göngu fyrir konur á aldrinum 14–25
ára. Nú er ég um þrítugt
og get því ekki nýtt
mér þetta tilboð. Mér
finnst að nemar á öll-
um aldri ættu að geta
keypt skólakort gegn
framvísun skólaskírteinis.
Nemendur eru á öllum aldri
í dag,“ segir hún.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Vatn, edik og súrmjólk Það getur reynst snúið að
ná erfiðum blettum af flísum á baðherberginu. Á vefsíðunni nattura.
is má finna gott og umhverfisvænt ráð við því. Þar segir að gott
sé að þurrka flísarnar með blöndu af heitu vatni og ediki í jöfnum
hlutföllum. Einnig sé gott að nudda hálfri sítrónu á erfiðu blettina og
láta liggja á en síðan er þvegið og skolað af. Svipaða blöndu er hægt
að nota til að halda emaleruðum sturtum og baðkörum glansandi
en þá skal blanda saman ediki, salti og súrmjólk. Með þessu heldur
emaleringin fallegum glans.
14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 23. febrúar 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 222,4 kr. Verð á lítra 227,3 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 221,9 kr. Verð á lítra 226,8 kr.
Verð á lítra 223,4 kr. Verð á lítra 227,3 kr.
Verð á lítra 221,8 kr. Verð á lítra 226,7 kr.
Verð á lítra 221,9 kr. Verð á lítra 226,8 kr.
Verð á lítra 222,4 kr. Verð á lítra 227,3 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
„Rafmagn er ódýrt á Íslandi svo það
borgar sig ekki fara út í fjárfestingar á
nýjum rafækjum. Ef þú ert hins veg-
ar að skipta um tæki þá mæli ég með
að þú eyðir nokkrum sekúndum í að
skoða orkunotkun tækisins,“ segir Sig-
urður Friðleifsson, framkvæmdastjóri
Orkusetursins. Á heimasíðu þess má
finna ýmsar leiðir til að draga úr orku-
notkun vegna lýsingar, rafmagns-
tækja, eldunar, kælingar og þvotta og
þar segir að ef unnið sé að aukinni
skilvirkni allra þessara þátta megi
auðveldlega ná fram talsverðri lækk-
un á rafmagnsreikningi heimilisins.
Auðveldast að draga úr orku-
sparnaði með lýsingunni
Sigurður segir að til dæmis séu á
markaði mjög orkunett sjónvarps-
tæki sem séu hvorki dýrari né verri.
Það sé bónus að tryggja sér í orku-
sparnað í leiðinni. Það sama eigi við
um önnur raftæki, að þegar fólk sé að
skipta út tækjum eigi það að velja úr
besta orkuflokknum. „Það er þó lík-
lega auðveldast að draga úr orku-
kostnaði með lýsingunni. Með því
að skipta yfir í sparperur eða díóður
má ná allt að 60 til 80 prósenta sparn-
aði strax. Samt sem áður færðu sama
ljósmagn,“ segir hann.
Sparnaður án þess að draga úr
lífsgæðum
Sigurður segist aldrei gefa sparn-
aðartillögur sem dragi úr lífsgæð-
um fólks. Hann hvetji ekki fólk til að
hætta að horfa á sjónvarp eða að lifa
í myrkri heldur að velja bestu tækin.
Á þann hátt sé hægt að halda sömu
lífsgæðum. „Það hefur mikið breyst
á síðustu fimmtán árum. Nú eyða til
dæmis ísskápar helmingi minni orku
en þeir gerðu þá. Markaðurinn og
framleiðendur hafa hjálpað okkur í
þessu og um að gera að nýta sér það.“
Fólk farið að nýta sér ráðin
Á heimasíðu Orkusetursins má finna
reiknivélar sem hægt er að nýta sér
við útreikning á kostnaði og sparnaði
á hinum ýmsu hlutum. Sigurður segir
að fólk sé farið að nýta sér reiknivél-
arnar í auknum mæli. Það á sérstak-
lega við um þær sem snúa að bílum og
eldsneyti. „Það er mín tilfinning og ég
fæ meira af fyrirspurnum. Ég held að
fólk sé almennt hætt að tala einungis
um sparnað í þessu málum og farið að
nýta sér ráðin,“ segir hann.
Sögusagnir um sparperur
Sigurður segir að það séu helst spar-
perurnar sem fólk sé farið að nota.
Það séu hins vegar miklar sögusagnir
um sparperur og margar þeirra rangar.
„Peran er dýrari en við þurfum að átta
okkur á því hvað við erum að borga
fyrir. Þær endast sex sinnum lengur
og þá ætti okkur ekki að bregða við að
þær séu dýrari. Við erum að borga fyrir
ljóstímann og því eru þær ekkert dýr-
ari. Þetta er eitt af því sem er ekki kom-
ið nógu djúpt í neytendavitund okk-
ar.“ Þess má geta að Evrópusambandið
vinnur að því að skipta út notkun á
venjulegum glóperum fyrir sparperur
og mun því ljúka árið 2012.
Aukin vitund almennings
Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að
aukinni vitund almennings og fyr-
irtækja um skilvirka orkunotkun og
möguleika til orkusparnaðar. Verkefni
Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra
orkugjafa og gerðar fræðsluefnis.
Orkusetrið er óháð og sjálfstæð ein-
ing sem vinnur að markmiðum sín-
um sem tengiliður milli stjórnvalda,
almennings, fyrirtækja og stofnana.
Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun
í samstarfi við iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evr-
ópusambandinu auk þess sem KEA
og Samorka koma að fjármögnun.
n Hægt að ná fram töluverðum sparnaði sé hugað að rafmagnsnotkun n Framkvæmdastjóri Orku-
seturs segir orkuverð ekki það hátt að fólk þurfi að skipta út tækjum n Fólk er hvatt til að skoða orku-
notkun tækja áður en þau eru keypt n Allt að 60 til 80 prósenta sparnaður við að skipta í sparperur
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
SVONA LÆKKAR ÞÚ
RAFMAGNSREIKNINGINN
Við vitum hvernig það er að standa
úti í roki og rigningu og eiga erfitt með
að halda á okkur hita. Það sama á við
um húsin okkar. Þegar við kyndum
húsin myndast örþunnur hitahjúpur
í kringum húsið. Í kulda og roki blæs
hjúpurinn burt en þá þarf stöðugt að
endurnýja hann með tilheyrandi orku.
Orkusetrið mælir með ráði við þessu
og segir að spara megi orku með því að
mynda skjól þannig að loftið í kringum
veggi hússins haldist kyrrt. Best sé
að mynda slíkt skjól með trjám en lauftré skulu vera við suðurhlið þess og barrtré við
norðurhlið. Ástæðan fyrir þessu er að lauftrén missa lauf á haustin þannig að sólin getur
gefið ókeypis varma á björtum vetrardögum. Á norðurhlið sé hins vegar betra að hafa
sígræn tré sem mynda jafnt og stöðugt skjól allan ársins hring.
Annað ráð Orkuseturs til að halda hita í húsum er röðun innbúsins. Bókahillur og
veggteppi á útvegg minnka orkutap með því að draga úr loftstreymi við kaldan vegginn.
Ekki er ráðlagt að stilla húsgögnum fast upp við ofna því það trufli eðlilega hringrás
loftsins um herbergið og hindrar þannig geilsun frá ofninum. Eins nýtast þeir ofnar illa
sem lokast bak við gluggatjöld. Eins er þeim bent á sem hafa rúllugardínur að gott sé
að draga þær niður að næturlagi og minnka þar með útgeislun gegnum gluggla. Á hinn
bóginn er jafn mikilvægt að draga frá á daginn og hleypa með því ókeypis hitageislum
sólar inn í húsið.
Tré hjálpa til við húshitun