Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 18
Síðdegi – eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur n Síðdegi er nýjasta ljóðabók Vilborgar Dagbjartsdóttur, eitt merkasta ljóðskáld okkar. Viðfangsefnin eru margbreyti- leg og fengin víða að, en þó má merkja þar ákveðið stef í myndmálinu eins og titillinn ber með sér; elli, kvöldrökkur, haust. Það er engu að síður birta yfir ljóðunum, mjúk og glaðleg. Ljóð um konur eru áberandi eins og í fyrri verkum Vilborgar, brugðið er upp áhrifamiklum myndum af konum í nútíð og fjarlægri fortíð. Bókin sýnir einstakt lag skáldsins á fjölbreyttum ljóðformum, hér eru þróttmiklir ljóðabálkar jafnt sem haganlega ortar hækur um árstíðirnar. Ljósa – eftir Kristínu Steinsdóttur n Kristín Steinsdóttir færir lesendur bókstaflega inn í hugarheim konu frá síðari hluta nítjándu aldar með sérlega glæsilegum hætti. Þessi hugarheimur er langt frá því að vera einfaldur og endurspeglar hversu flókið það gat verið að lifa við þau bönd sem harður heimur fyrri tíða lagði á konur. Draumar Ljósu og ástir, vannýttir hæfileikar og tengsl við fjölskyldu eru ofin hér saman með stílfærni sem kveður lesandann inn í textann og þá fagurlega erfiðu ævi sem þar lifir. Eins og ævinlega er fegurðin bæði einföld og ögrandi. Brúður – eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur n Léttleikandi og um leið alvörugefin ljóð Sigurbjargar eru hressandi lesning. Tekist er á við klisjurnar á ferskan og hugmyndaríkan hátt þannig að lesandinn nær jafnvægi milli væntinga sinna og óvæntra vendinga textans. Þessi jafnvægislist er studd af skemmtilegum myndskreytingum Bjargeyjar Ólafsdóttur og það er virkilega ánægjulegt að renna oftar en einu sinni í gegnum ljóð sem opnast alltaf á nýjan hátt við hvern lestur. Sýrópsmáninn – eftir Eirík Guðmundsson n Hugleiðingar um ástarsam- bönd, ferðalög, sköpunarþörf og sjálfsleit sameinast hér í metnaðarfullum, tilrauna- kenndum texta sem iðar á milli húmors, ljóðrænu, sorgar og eins konar dulmáls. Söguhetjan ráfar um Reykjavík sem er við það að hverfa í þoku, kirkjugarð í París og dimman ítalskan skóg og tengir saman minningar sínar úr barnæsku, nýliðna atburði og bókmenntatexta sem sækja á hann úr ýmsum áttum, ekki endilega til að fá skýra mynd af fortíð, heldur af því hann virðist vart hafa neitt val: „Ég rifja þetta upp. Hvað ætti ég svo sem annað að gera?“ Hér er skapað andrúmsloft sem tælir lesandann, hryggir og gleður á víxl. 18 | Menningarverðlaun 23. febrúar 2011 Miðvikudagur BÓKMENNTIR FRÆÐI NEFNDIN Gauti Kristmannsson dósent (formaður) n Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur n Gunnþórunn Guðmundsdóttir dósent NEFNDIN Illugi Jökulsson blaðamaður og rithöfundur (formaður) n Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritstjóri n Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og rithöfundur Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri – í þýðingu Erlings E. Halldórssonar n Mikill fengur er að þessu stórvirki vestrænnar menningar í heild á íslensku í þetta sinn. Prósaþýðing Erlings kórónar að vissu leyti mörg afrek hans frá fyrri árum og með þýðingu sinni fá Íslendingar nú aðgengi að þessu lykilverki í vandaðri þýðingu og fallegri bók með myndskreytingum eftir Gustave Doré. Prósaþýðingin viðheldur blæ af ljóðrænu frumtextans með snjöllum hætti og er oft unun að lesa. Verk sem verður að vera til á hverju menningarheimili. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir – Höfundar: Rannsóknarnefnd Alþingis og undirnefndir. Ritstjórar: Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir, Tryggvi Gunnarsson. n Í þessari löngu og miklu skýrslu er sögð dramatísk og sorgleg saga um vanhæfni, oflæti og ráðleysi íslenskra stjórnvalda, embættismanna, bankamanna og kaupsýslumanna, sem keyrðu samfélagið í þrot haustið 2008. Skýrslan er afar vel unnin og átti góðan þátt í að bjarga því sem eftir var af geðheilsu Íslendinga árið 2010. Birgir Andrésson - Í íslenskum litum – Höfundur: Þröstur Helgason n Birgir var einn litríkasti og skemmtilegasti listamaður okkar þegar hann lést fyrir skömmu langt fyrir aldur fram. Í þessari bók talar hann sínu eigin máli á kjarnyrtan og skorinorðan hátt, og bæði vandað framlag Þrastar og þau verk sem birtar eru myndir af í bókinni sýna nýstárlega mynd af eftirminnilegum listamanni. Fnjóskdælasaga – Höfundur: Sigurður Bjarnason. Ritstjórar: Róbert Herbertsson, Sigurður Jósefsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson. n Sigurður, sem lést 1951, var alþýðlegur fræðaþulur á borð við þá sem björguðu stórum hluta íslenskrar þjóðmenn- ingar og arfleifðar frá gleymsku, þótt ekki væru þeir fræðimenn í akademískum skilningi orðsins. Með útgáfunni halda ritstjórarnir við rödd og ástríðu íslenskrar alþýðufræðimennsku. Þetta er alfarið framtak áhugafræði- manna og grúskara, sem hafa tileinkað sér margt af aðferðum og yfirbragði atvinnufræðimennsku án þess að glata rödd safnarans og áhugamannsins. Þar sem fossarnir falla Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900– 2008 – Höfundur: Unnur Birna Karlsdóttir n Á áhuga- verðan og fróðlegan hátt rekur höfundur breytingar sem urðu á náttúrusýn Íslendinga á rétt rúmri öld, frá hugmyndum landsmanna um þá möguleika og umbætur sem fylgja myndu rafvæðingunni til hugmynda nútímans um friðun náttúru gegn stórfelldri mann- virkjagerð og auðlindanýtingu. Konan sem fékk spjót í höfuðið Flækjur og furðuheim- ar vettvangsrann- sókna – Höfundur: Kristín Loftsdóttir n Höfundur dvaldi við rann- sóknir meðal WoDaaBe-manna í eyðimörkinni í Níger í tvö ár og í þeim borgum þar sem þeir leita sér verkamannavinnu í fátækt sinni. Í bókinni veitir Kristín Loftsdóttir einstæða innsýn í líf þessa fólks og fléttar inn í umræðum um vettvangsrann- sóknir og fræðastörf á síðustu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.