Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 24
24 | Menningarverðlaun 23. febrúar 2011 Miðvikudagur
TÓNLIST
NEFNDIN Ásgeir Jónsson, blaðamaður á DV (formaður) n Eldar
Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums, markmaðsstjóri hjá CCP
n Helgi Jónsson tónlistarfræðingur við Listaháskóla Íslands
DV1010276226_05.jpg
DV1102216762
DV1101317788_01.jpg
DV110221267
DV110221740
Bjartmar Guðlaugsson
n Bjartmar Guðlaugsson snéri aftur tvíefldur og með látum árið 2010 með hljómsveit
sinni Bergrisunum og gaf út eina bestu íslensku plötu ársins. Skrýtin veröld hefur að
geyma einn stærsta slagara síðasta árs, Negril, auk fleiri ógleymanlegra smella sem
hljómað hafa á öldum ljósvakans undanfarið. Endurkoma Bjartmars skilaði þessum
ástsæla laga- og textasmiði þremur tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna
á dögunum enda standast honum fáir snúning þegar hann er upp á sitt besta. Það var
hann svo sannarlega árið 2010.
Jóel Pálsson
n Jóel Pálsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk okkar fremstu
djassleikara og höfunda. Á sinni nýjustu plötu, Horn, hefur hann
fengið til liðs við sig framvarðarsveit íslenskra djassleikara og eru
tónsmíðar Jóels í samræmi við þennan fríða flokk sem hann velur
sér til meðreiðar. Frumlegar og fjölbreyttar tónsmíðar í frábærum
flutningi.
Agent Fresco
n Hljómsveitin Agent Fresco hefur verið
jafnt og þétt á uppleið frá því að hún sigraði á
Músíktilraunum 2008. Agent Fresco var valin
nýliði ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum
2009 og sendi á árinu 2010 frá sér sína fyrstu
breiðskífu, A Long Time Listening, sem fékk
frábærar dóma. Plata ársins að margra mati
og þykir hljómsveitin langt komin í lagasmíð-
um sínum og útsetningum miðað við stuttan
starfsaldur. Þá hefur kraftmikið tónleikahald
Agent Fresco ekki síður vakið athygli.
Kammer-
kórinn
Carmina
n Kammerkórinn Carmina
hefur á undanförnum árum
vakið verðskuldaða athygli
hérlendis og erlendis fyrir
afburða fágaðan flutning
og má í því sambandi
nefna einstaka tónleika
kórsins á Listahátíð. Efnistök
kórsins hafa sömuleiðis
vakið athygli ekki síður en
framúrskarandi flutningur.
Að þessi sinni eru
rannsóknum stjórnanda
og stofnanda kórsins, dr.
Árna Heimis Ingólfssonar, á
sálmasöfnum 18. aldar gerð
skil á nýjum diski, Hymnodia
Sacara, í frábærum flutningi
Carminu. Hljómdiskur
þessi er mikilvægt innlegg í
tónlistarsöguna.
Kristinn
Sigmundsson
n Stórsöngvarann Kristin Sigmundsson
er í raun óþarft að kynna. Hans svið eru
stærstu svið heimsins og hans samstarfs-
fólk er í fremstu röð. Íslendingar fengu að
njóta Kristins á sviði og með nútímatækni
á liðnu ári. Á sviði Metropolitan í
Rósariddara Richards Strauss var hann
ásamt fremstu söngvurum heimsins
meðal jafninga og við fengum að njóta í
beinni í óperubíói.
Á Listahátíð söng hann með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
bauð til veislu sem samanstóð
af óperuaríum sem hann
hefur sungið í áranna rás
og standa honum nærri.
Stórkostlegur flutningur
mikils listamanns.